Alþýðublaðið - 26.03.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.03.1940, Blaðsíða 3
MIBJUDAQUH 26. MABZ 1940. MMewune í ófriðarástandi. ---•--- Fréttabréf frá ungum íslendingi Reiknlngnr Sparisjóðs Reykjavfknr og nágrennis 1939. RekstBrsreihnlnfliir pr. 31. úesember 1939. Tekjur: kr. au. 1. Vextir af lánum, verðbréfum og forvextir af víxlum 269.963.88 2. Ýmsar aðrar tekjur .............. 362.00 kr. 270.325.88 Gjöld: kr. au. kr. au. 1. Reksturskostnaður: a. Þóknun stjórnar ..................... 3.750.00 b. Þóknun endurskoðenda ................ 1.200.00 c. Laun starfsmanna ............... 17.700.00 d. Önnur gjöld (húsal.. hiti, ritföng o.fl.) 7.860.18 ---------- 30.510.18 2. Vextir af sparisjóðsinnstæðu ................... 158.015.08 3. Afskrifað af skrifstofugögnum ■.................... 1.090.01 4. Tekjuafgangur lagður í varasjóð .................. 80.710.61 kr. 270.325.88 Efnabagsreikninanr pr. 31. desember 1939. Eignir: kr. au. kr. au. 1. Skuldabréf fyrir lánum: a. Handhafaskuldabréf tryggð með veði í fasteignum .............. ,231.038.76 b. Skuldabréf með handveði og ann- ari tryggingu ...................... 6.679.00 c. Reikningslán tryggð með handveði og fasteignum ..................... 46.361.67 -—------- 284.079.43 2. Óinnleystir víxlar trygðir með handveði og fasteign 2.879.657.05 3. Veðdeildarbréf, nafnverð kr. 302.100.00 ........ 226.575.00 4. Bæjarskuldabréf, nafnverð kr. 500.00 ........ 480.00 5. Inneignir í bönkum....................... 507.547.13 6. Skrifstofugögn ........................ 6.256.31 Þar af afskrifað ...................... 1.090.01 ----—— 5.166.30 7. Ógreiddir vextir .................................. 8.270.51 8. Sjóðseign 34.928.99 Skuldir: 1. Innstæða sparifjáreigenda: a. á viðskiptabókum ................ 2.612.224.89 b. á viðtökuskírteinum ............. 950.034.78 kr. 3.946.704.41 kr. au. kr. au, 2. Fyrirfram greiddir vextir . . 3. Stofnfé 64 ábyrgðarmanna •. 4. Varasjóður .............. 3.562.259.67 52.37763 16.000,00 . 316.067.11 kr. 3.946.704.41 Reykjavík, þann 6. janúar 1940. í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Guðm. Ásbjörnsson. Jón Halldórsson. H. H. Eiríksson; Kjartan Ólafsson. Jón Ásbjörnsson. Við höfum endurskoðað reikning þennan fyrir árið 1939 og vottum, að efnahagsreikningur þessi er í fullu sámræmi við bibek- ur sjóðsins. Við höfum einnig fullvissað okkur um. að birgðir sjóðsins af víxlum, verðbréfum, sjóðseign, og aðrar eignir samkvæmt reikningi þessum eru fyrir hendi. Reykjavík, þann 28. febrúar 1940. Oddur Ólafsson. Björn Steffensen. ALÞYÐUBLAÐIÐ RlTSTJÓBl: F. B. VALDEMAESSON. í fjarveru biuu: STEFÁN FÉTURSSON. AFQRinPSLA: ALÞ Ý Ð U H ÚSIND (Inngangur ÉrA Hverflsfötu). SÍMAK: 4900: ÁfgreiÖBla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4906: Alþýöuprentsmiöjan. Í906: Afgreiösla. 021 Stefán Pétursson (heima). AIJÞÝÐUPRENTSMIÐJAN é---—-------------------* Klögumálin ganga á víxl. AÐ er öllum enn í fersku minni, með hvílíku brauki og bramli Héðinn Valdimarsson og Moskvakommúnistar stofn- uðu hinn svokallaða „samein- ingarflokk11 sinn fyrir tæpu hálfu öðru ári síðan. Með stofn- un hans átti öll sundruhg að vera á enda og verkalýðurinn loksins að vera sameinaður í ,.einn stóran sósíalistiskan lýð- ræðisflokk", „á svipuðum grundvelli og norski Alþýðu- flokkurinn“, eins og Héðinn sagði, og „engum háður nema meðlimum sínum, íslenzkri al- þýðu“, eins og Moskvakommún- istarnir orðuðu það, þegar verið var að semja um stefnuskrá hins nýja flokks. Það átti nú að verða eitthvað annað en „Skjaldborg- in“, enda var henni ekki spáð löngum lífdögum af þeim „sam- einuðu“. En margt fer öðruvísi en ætl- að er. Eftir eitt ár var „samein- ingarflokkurinn“ sundraður, og nú keppast sameiningarpostul- arnir við að svívirða hverir aðra. Héðinn segir í blaði sínu, „Nýtt land“, að ,,Þjóðviljinn“ lifi á fjárstyrk frá þýzkum naz- istum. Og „Þjóðviljinn" segir, að Héðinn sé agent brezka auð- valdsins. Þannig lýsa nú þeir menn hvorir öðrum, sem fyrir tæpu hálfu öðru ári þóttust vera sameiginlega til þess kall- aðir, að sameina íslenzka verka- menn í einn „stóran, sósíalist- iskan lýðræðisflokk“, sem væri „engum háður, nema meðlimum sínum, íslenzkri alþýðu“! Hví- lík kaldhæðni örlaganna! Þessi endalok ,,sameiningar- innar“ koma Alþýðuflokknum að vísu ekki á óvart. Hann vissi, af hvaða heilindum, eða hitt þó heldúr, til hennar var stofnað. Eitt skilyrðið, sem Moskvakommúnistarnir settu fyrir henni, var eins og kunn- ugt er það, að „sameiningar- flokkurinn" tæki „skiíyrðis- lausa afstöðu með Sovét-Rúss- landi“. Á því gátu þegar allir séð, hve alvarlega sú yfirlýsing var takandij að sá flokkur yrði „engum háður, nema meðlimum sínum, íslenzkri alþýðu“, enda vita állir, að í skjóli þessa skil- yrðis hefir ,.Þjóðviljinn“ ekki aðeíns tekið „skilyrðislausa af- stöðu“ með árás Sovét-Rúss- lands á Finnland, heldur og með vináttúsamningi og banda- lagi Stalins; við Hitler. Og það ér ékki nema eðlileg afleiðing þeihrar afstöðu, að „Þjóðvilj- inn“ er nú: orðinn þægt mál- gagn þýzka’’ nazismans. þar sem ekkert styggðaryrði er lengur finnahlégt um Hitler, en þeim mun dólgslegri árásir á Eng- land, sem hann þó einu sinni vildi eiga vingott við 1 „barátt- KAUPMANNAHÖFN í marz. ÍSTANDI vetrarnæðingur hvín um hornið á Kon- unglega leikhúsinu. Á konungs- ins Nýjatorgi híma nokkrar hræður, sem bíða eftir spor- vagni og aka sér í kuldanum. Götuljósin varpa draugalegri glætu yfir skaflana. og vindur- inn þyrlar lausamjöllinni inn í skot öll og afkima. Frá Nýhöfn- inni berst ómurinn af dragspili og hlátrasköllum út í ískalda vetrarnóttina. Allt í einu skera hnífskörp leitarljós gegnum næturmyrkr- ið. Þau sundrast, leita fyrir sér að einhverju ósýnilegu úti í himingeimnum, og sameinast að lokum um örlitla silfurglitrandi Qgn. Og nú hanga geislaböndin eins og límd við flugvélina. Ein- hvers staðar úti á Amager byrj- ar loftvarnabyssa að drýnja. Svo þagnar hú naftur. ljósgeisl- arnir dofna og slokkna. Æfing- unni er lokið. Og nú kemur „Lína 9“ öslandi gegnum snjóþykknið, staldrar eitt augnablik meðan nýir far- þegar stíga inn og hverfur svo með gauragangi miklum og skarkala niður Breiðugötu. Svona er Höfn í kvöld og svipuð þessu hefir hún verið nú í ótal undanfarin kvöld. Ég minnist annars daganna rétt fyrir og eftir friðarrofin. Nátt- úrlega var ekki um annað rætt en frið og ófrið. Og svo skeði það, sem enginn vildi trúa, en sem allir óttuðúst — ófriðurinn brauzt út. .... Ráðhústorgið er eitt bylgjandi haf af fólki. Stórblöð- in Politiken og Berlingske hafa tekið alla hugsanlega tækni nú- unni á móti stríði og fasisma“. Hvort „Þjóðviljinn“ er hins vegar styrktur með fé af þýzk- um nazistum, eins og Héðinn segir, skal hér alveg ósagt látið. En ekki getur það talizt neitt ólíklegt með tilliti til þeirrar stefnubreytingar, sem blaðið hefir tekið gagnvart þýzka naz- ismanum, og það því heldur, sem það hefir ekki verið neitt feimið við að taka við fé frá Sovét-Rússlandi hingað til, sem nú er búið að gera bandalag við Hitler-Þýzkaland. , ,Þj óðvilj inn“ rak að vísu upp mikið ramavein, þegar Héðinn lýsti því yfir í „Nýju landi“, að hann hefði síðan um nýjár lifað á fjárstyrk frá þýzkum nazistum, og til- kynnti um leið, að miðstjórn Kommúnistaflokksins myndi höfða mál á móti Héðni fyrir slíkan áburð. En hvernig sem því er varið, hefir sú málshöfð- un dregizt undarlega á langinn. Nú síðast á laugardaginn skýrði „Nýtt land“ frá því, að hún væri ekki komin enn. Það lítur helzt út fyrir, að ,,Þjóðviljinn“ hafi séð sig eitthvað um hönd og kæri sig, þegar allt kemur til alls, ekkert um það, að þessi á- burður Héðins verði gerður að rannsóknarefni fyrir dómstól- unum. En hvað þá um þá staðhæf- ingu ,.Þjóðviljans“, að Héðinn sé „agent brezka auðvaldsins", sem ætli sér með útgáfu „Nýs lands“ að ,.vinna“ hér „nýtt land handa Bretum“? Það hefir nú að vísu lengi leikið grunur á því, að það hafi ekki verið hin sósíalistiska sann- færing ein, sem bauð Héðni að segja skilið við „sameiningar- flokkinn“, þegar sá flokkur tók opinberlega afstöðu með banda- lagi Sovét-Rússlands við Hitler- tímans til aðstoðar til þess eins að miðla mannfjöldanum sein- ustu fréttunum. Hátalarar glymja, ljóskastarar leika um heljarstór landakort, sem sett hafa verið upp á húshliðarnar, og risavaxnir bókstafir öskra bókstaflega síðustu fregnirnar inn í meðvitund mannfjöldans: „Strauið“ er iðandi af fólki. Enginn nennir að fara heim og rækja skyldu sína gagnvart lík- amanum, að sofa. Allir vilja vera viðstaddir og vera vitni að þessari sögulegu stund. Hvít- hanzkaðir umferðar-lögreglu- þjónar reyna árangurslaust að gæta reglu, en það er svipað og ætla að beizla brimrót. . . . Fyrstu dagarnir líða. Dag- blöðin koraa út í milljón eintök- um. Þau eru rifin út. Sum þeirra koma út 6—7 sinnum daglega. En í þeim stendur ekk- ert eða lítið annað en risavaxn- ar yfirskriftir. Enginn veit neitt og allir þykjast þó vita ýmis- legt. Rosafregnir fljúga um bæ- inn, en enginn veit hvaðan þær koma, né getur staðfest þær. . . . Það er morgunn. Kaup- mannahöfn er að vakna. Ein- staka síðförulir næturröltarar eru á heimleið. Fyrir hornið á Köbmagergade kemur vörubif- reið á hraðri ferð. Hún er hlað- in hvítklæddum mönnum. Á Kolatorginu stöðvar bifreiðin Þýzkaland, heldur engu síður og jafnvel miklu fremur þeir hagsmunir, sem allir vita að binda hann við hina brezku ol- íu. Hitt hefir ekki verið kunn- ugt fyrr en nú, að hann hefði neinar fyrirætlanir um það, að berjast fyrir stjórnarfarslegum tengslum íslands við Breta- veldi. En því verður ekki neitað, að hann gerir sínum fyrrverandi samherjum í „sameiningar- flokknum“ að minnsta kosti furðu létt fyrir, að finna á hon- um höggstað með svo opinber- um áróðri fyrir því, „að ísland gangi hreinlega inn í hið mikla þjóðasamband Bretaveldis sem sjálfstætt sjálfstjórnarríki“, eins og hann birti undir eigin nafni í „Nýju landi“ s.l. laugar- dag. Mun slíkur áróður eiga sér fá dæmi meðal sjálfstæðrar þjóðar á okkar tímum, og má j það heita .furðulegt, að íslenzk- j ur alþingismaður skuli leyfa sér að koma með aðra eins uppá- stungu. Það má yfirleitt segja um þessi gagnkvæmu klögumál og brigzlyrði Héðins og Moskva- kommúnista síðan upp úr slitn- aði milli þeirra, að þau eru eink- ar lærdómsrík fyrir íslenzka verkamenn, sem veiða átti í sameiningarmoldviðrinu fyrir ári síðan. „Stóran, sameinaðan, sósíalistiskan lýðræðisflokk“ þóttust þeir ætla að stofna, sem væri „engum háður, nema með- limum hans, íslenzkri alþýðu“. En hú saka þeir hvorir aðra um að vera styrkþegar og agentar erlendra stórvelda, og virðast báðir standa svo berskjaldaðir fyrir slíkum áburði, að þeir fái hann ekki hrakið. Það hefðu verið efnilegir forystumenn fyr- ir sameinaða, óháða íslenzka verkalýðshreyf ingu! og hvítklæddu náung|irnir stökkva af. Allir eru þeir vopn- aðir með gríðarlega ( stórum málningarpensli og mikilli fötu með hvítri málningu. Nætur- röltararnir glápa — hvað á nú að ske? Klukkan 11 fýrir hádegi er bókstaflega búið að hvítmála kantsteinana á gangstéttunum á öllum götuhornum og gatna- mótum um gervalla borgina. Fólk nemur staðar, horfir undr- andi á aðfarirnar og spyr: Hér er þá loksins áþreifanleg nýj- ung á ferli. Það á nefnilega að leggja borgina í myrkur........ Og þetta er ekki eina áþreif- anlega nýjungin. Ónei, því nú rekur ein aðra. Aukaherþjón- ustu er komið á. Loftvarnir eru skipulagðar og loftvarnaþjón- usta er fyrirskipuð. Húsvarnir eru gerðar að kvöðum. Aðflutn- ingur nauðsynjavara er bannað- ur. eldsneyti, kaffi og sykur er skammtað og tóbak og vín er íækkað í verði. . . . Klukkan er um það bil 22. Ég kem út á götuna. og Dregður þá heldur en ekki í brún. Alls staðar er fólk á harða hlaupum. Mér detta í hug götuóeirðir, stórslys og eldsvoði, en slíks sér hvergi merki. Og nú kemur skýringin: Fyrir utan alla tóbaks-sjálfsala er ös af fólki. Friðsamir borgarar ota sér áfram með olbogaskotum, aldrei þessu vanir. Útvarpið lét nefni- lega þá frétt berast. að klukkan 12 á miðnætti yrði allri tó- baks og vínsölu lokað um óá- kveðinn tíma. Ekki að undra þó bæjarmenn vilji birgja sig. . . • Nú er að vísu fyrir löngu búið að leyfa verzlun með tóbaks- vörur aftur. En alt er orðið dýr- ara. Ekki virðist fólk þó reykja eða drekka minna. Loftvarnir! Þetta orð er á allra vörum, og alls staðar rekst það í augu. Svartur pappír, sandur, balar og keröld, axir og önnur fyrir- skipuð tæki eru allt í einu eftir- spurð vara. Ný verzlunarfyrir- tæki, sem eingöngu selja loft- varnartæki og sérfræðingar í þessari grein gróa upp e'ins og gorkúlur á mykjuskán. Á einu augnabliki virðist öllum vera það svo augljóst, að of seint muni vera að byrgja brunninn. þegar krakkinn er drukknaður. í öllum skólum og mörgum opinberum byggingum er búið að koma fyrir loftvarnarstöðv- um. Þar á að taka á móti særð- um og limlestum, ef svo ótrú- lega skyldi fara, að Danmörk yrði rifin með inn í hildarleik inn. Læknum, hjúkrunarkonum og hjálparliði af öllu tagi. sjálf- boðaliðum og þegnskylduliðum er hrúgað saman kvöld eftir kvöld á stöðvunum til æfinga og kennslu. Og það er alveg ó- trúlegt hversu miklu má áorka, þegar brýn nauðsyn krefur. . . . Charlottenborg! Hjálpar- stöð 1. Þessi stóra bygging. sem venjulega er eitt ljósahaf, ligg- ur nú dimm og að því er virðist sneydd öllum lifandi verum. Engin ljósglæta er sjáanleg, nema tvær bláar ljóstýrur við aðalinnganginn. En þegar inn er komið, lítur öðruvísi út. Sýn- ingarsalnum stóra á neðstu hæð er búið að gerbreyta. Ljóssterk- ir olíu gas-lampar lýsa upp sal- inn sem bjartur dagur væri. Allir gluggar eru byrgðir. í miðjum salnum standa 12 skurðlækningaborð og meðfram veggjunum er komið fyrir skápum og hönum með sára- bindum og öllum nauðsynlegum lyfjum og lækningatækjum. Og hér iðar allt af lífi. Hvít- klæddir læknar og hjúkrunar- um á smáborðum við höfðalag uppskurðarborðanna. Á að gizka 50 ungir menn i látlausum blá- um einkennisbúningi og með gasgrímur fyrir andlitinu eru að æfa sig í að taka upp og bera særða og veita þeim fyrstu hjálp. Úti í hornunum standa ennþá höggmyndir gamalla klassiskra meistara. Það hefir ekki verið tími til að flytja þær eða koma þeim fyrir annars staðar. Nú einblína þær köldu augnaráði á allt, sem skeður, upphafnar yfir allt þetta mannlega öngþveiti. • •. Ég geng út á götuna aft- ur. Það er sem ég komi út í hel- myrkur. Borgin. sem fyrir nokkrum vikum var uppljómuð., er nú svo undarlega dimm. í Prk. A 4. sOk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.