Alþýðublaðið - 26.03.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.03.1940, Blaðsíða 4
MtlÐJUDAQUR 26. MARZ 1940. ■ QAMLA BIO !■ Fron-Fron. Tilkomumikil amerísk stórmynd. Aðalhlutverkin leika: LUISE RAINEE, Melvyn Douglas og Robert Young. I. O. G. T. ST, VERÖANDI nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8. Inníalca nýrra félaga. Að fundl loknum: Skenmtun Systrasjóðsnefnd- ar. 1. María Maack segir ferða^ ; sögu og sýnir skuggamyndir, úr öræfum og víðar. 2. Dans. ST. IÞAKA nr. 194. Fundur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Br. Guðjón Halldórsson flytur erindi. Æ.t. Skrifstofa Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Austurstræti 9. Sími 4809. Opin daglega klukkan 10—7. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. Málfundaflokkur Alpýðuflokksfélagsins hefir æf- ingu í kvöld á venjulegum stað og tima. Söngfélagið Harpa, Samæfing á morgun kl. 8V2 í Þjóðleikhúsinu. Mætið öll vel og stundvíslega. Ctlaginn Jesse James heitir myndin á Nýja Bíó. Er það söguleg mynd frá Fox um Ameríku, bræðuma Frank og Jesse James. Aðalhlutverkin leika Tyrone Power, Nancey Kelly og Herry, Fonda. Auglýsið í Alþýðublaðinu! SlBliirðiaparBlr beztir eins og áðnr: Jénas Ásgeirsson skíða kóngur í annað sinn. —... ■ ■ GnOmundur Guðmundsson varð annar I röðinni samanlagt. A GÆTT veður var alla '**■ dagana, sem landsmót skíðamanna stóð á Akureyri og fór það mjög vel fram. Mikil hátíð var haldin á Akureyri á páskadagskvöld, en landsmótinu var slitið í gær. Jónas Ásgeirsson úr Skíða- borg á Siglufirði hafði sam- anlagt bezta útkomima í stökkum og göngum og hélt því bikamum og titlinum — skíðakonungur. Á Laugardágúm var keppt í 18 km. göngu og 15 km. göngu. Orslit í 18 km. göngunni urðu pessi: Magnús Kristjánsson (í. V.) 1 klst. 0,07 mín. Guðm. Guðmundsson (Skf. S.) 1 .klst. 1,20 mín. ‘ Jónas Ásgeirsson (Skíðaborg) 1 , klst. 136 mín. f Gísli Kristjánsson (I. V.) 1 klst. 6,55 mín, 1 þessari göngu voru 33 kepp- endur, þar af þrír Reykvikingar: Björn Blöndal, Hjörtur Jónsson o g Stefán Stefánsson. (Timi þeiraa var: Björn 1 klst. 14,56 mín., Hjörtúr i klst. 16,48 mín. 0g Stefán 1 klst. 17,36 mín.). Veður var gott meðan gangan fór fram, Strax að 18 km göngunni lok- inni hófst 15 km ganga pilta á aldrinum 17—19 ára. Var þá veður mikið tekið að versna. Orslitin í þessari göngu urðu þessi: Haraldur Pálsson (Skf. Sigl.) 50 xnin. 25 sek. Einar ólafsson (Skf. Sigl.) 51 min. 42 sek. Jón Jónsson (Skf. Þing.) 52 min. 55 sek. Þá fór fram stökk drengja á aldrinum 13—15 ára og urðu úr- slit þessi: Sigtryggur Stefánsson (Skiðab.) 224 stig. Lengsta stökk hans var 183 m. Kristján Einarsson (Skíðaf. S.) 219 stig. Lengsta stökk 18 m. Ámi Jónsson (U. F. S. Dalv.) 2103 stig. Lengsta stökk 173 m. Þá fór og fram stökkkeppni drengja, 10—12 ára. Á páskadag fór fram svig- keppni kvenna. Orslitin urðu þessi: Ema Ámadóttir (Sameining Ólafsf.) 1 mín. 183 sek. Marta Ámadóttir (Iþr. Vestfj.) 1 mín. 21,1 sek. Ingibjörg Hallgrimsdóttir (íþr. Ak.) 1 mín. 34,4 sek. Þá fór fram svigkeppni karla í öllum flokkum, og urðu úrslit þessi: A-flokkur: Ketill Ólafsson (Skíðaborg) 2 mín. 3 sek. Jón Þorsteinsson (Skf. Sigl.) 2 mín. 10 sek. Ásgr. Stefánsson (Skf. Sigl.) 2 mín. 10,2 sek. B-flokkur: Páll Línberg (f. R. A.) 1 mín. 39 sek. Sigurður Þórðarson (Samein- ing) 1 min. 40,9 sek. Haraldur Pálsson (Skf. Sigl.) 1 mín. 46,9 sek. C-flokkur: Stefán Stefánsson (Rvk.) 1 mín. 423 sek. Hjörtur Jónsson (Rvk.) 1 mín. 46,5 sek. Hreinn Ólafsson (í. R. A.) 1 mín. 47,5 sek. 1 gær fóru svo fram stökk i A- og B-flokkum, og urðu úrslit þessi: A-flokkur: Jón Þorsteinsson (S. F.) 226,1 stig. Lengsta stökk 30 metrar. Alfred Jónsson (Skíðab.) 222,5 stig. Lengsta stökk 30 metrar. Jónas Ásgeirsson (Skíðaborg) 218,8 stig. Lengsta stökk 28 m. B-flokkur: Sigurður Þórðarson (Samein- ing) 217,7 stig. Lengsta stökk 233 m. Einar Ólafsson (SF.) 217,6 stig. Lengsta stökk 24 metrar. Magnús Ámason (f. R. A.) 214,8 stig. Lengsta stökk 25 metrar. Samanlögð útkoma í göngum og stökki varð þessi: 1. Jónas Ásgeirsson (Skíðab.) 4483 9tig- KAUPMANNAHÖFN I ÓFRIÐAR ÁSTANDI Frh. af 3. síðu. öllum búðargluggum er myrk- ur, og það er aðeins ljós á ann- ari hverri götulukt. Rafmagnið er sparað til hins ýtrasta. Ég leigg leið mína upp á „strauið". Það er eins og að ganga yfir dimma gjá. Fólk staulast áfram í myrkrimj; og það sjást aðeins fáar bifreiðar. Benzínið kostar nú 50 aura lítrinn og fæst eins og svo margt annað aðeins af skornum skammti. Afleiðingar ófriðarins eru orðnar að vana. Fólk andar og lifir aftur eins og ekkert hafi í skorizt. Bifreiðarnar eru komn- ar á kreik og skemmtanalífið blómgast. Að vísu getur Hafn- arbúinn aðeins fengið heitt bað 1 sinni í viku, og að vísu verður hann að láta sér nægja 500 gr. af kaffi og 10 hektólítra af koksi á 5—6 krónur, en hann hefir nógan aðgang að skemmt- unum. Og úr því hann er neydd- ur til að sitja í hálfkulda heima, þá þykir honum alveg eins gott að bregða sér út. Og hér er úr nógu að velja. í sjálfri Höfn eru um 45 kvik- myndahús og um 10 leikhús auk ótal fjölleikahúsa. veitinga- og danshúsa. Og það væri synd að segja, að Hafnarbúar notfæri sér þetta ekki. Það er aðsjá sem peningaekla og atvinnuleysi hafi ekki sérleg áhrif á skemmt- analífið. Atvinnuleysið er gífurlegt. En fyrir atvinnuleysingjana var snjókoman gleðifregn. Við það komast þúsundir í atvinnu við snjómokstur. Einn einasti snjó- i dagur getur kostað og kostar . bæjarfélagið 50 þúsund krónur í vinnulaun við götumokstur- inn. En það er ekki haldgóð at- vinna. Landar eru lítt áberandi hér. Gætir þeirra ekki nærri eins mikið og fyrir 5—6 árum síðan. Einstöku sinnum rékst maður á landa á götu. Viðtalið snýst venjulega um: Andskotans kuldi er þetta, maður — bara að maður væri kominn heim til eyjarinnar — ha — vertu bless- aður. MINNINGARSJÓÐUR DAVIÐS SCHEVING Frh. af 1. síðu. herbergi á garðinum, sem á að bera nafn Davíðs Sehev. Thor- steinssons og á þar að búa laékn- isfræðistúdent. Vöxtum minn- ingarsjóðsins á að verja til að greiða húsaleigu fyrir stúdent- inn. Þessi veglega gjöf er gefin af tilefni þess. að 5. október n.k. eru liðin 85 ár frá fæðingu Da- víðs Schev. Thorsteinsson. 2. Guðmundur Guðmundsson (S. F.) 431,9 stig. 3. Ásgrrmur Stefánsson (S. F.) 396,2 stig. Sklðavika tslirðinga. Esjan kom. í morgun með á 3. hundrað manns, sem farið höfðu á skíðavikuna á Isafirði. Stóð skiða'rikan í 5 daga og fór hið bezta fram. Veður var hið bezta og færi ágætt. Var yfirfullt af gestum á ísafirði og urðu sumir að sofa í skrifstofum. Skíðavikan fór fraxn hjá hinum nýja skíðaskála Skíðafélags ís- firðinga. Komu allir ánægSír ör ferðinni. Þegar Esja kom út úr ísafirði slóst brezkt herskip í för með henni og elti hana fyrir Breiða- fjörð, en stöðvaði hana ekki. f DA0 Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson Ránaigötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. OTVARPIÐ : 18,30—19,10 íslenzkir tónleikar, til endurvarps um Norðurlönd a) íslenzk svíta, eftir Hall- grfm Helgason (fiðla: Björn Ólafsson; píanó: höf.) b) Kórsöngur: Karlakórinn „Kátir félagar“. c) Chaconna, eftir Pál ís- ólfsson (orgel: höf.). 20.20 Erindi: Þættir úr sögu lífs- ins, I: Þróun (Jóhannes Ás- kelsson jarðfræðingur). 20,45 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó, Op. 97, B-dúr, eftir Beethoven. 21.20 Hljómplötur: Symfónia í g-moll, eftir Mozart. UPPÁSTUNGA HÉÐINS Frb. af 1. síðu. urðum ísl.. er seldust til Eng- lands, ýms forréttindi íslenzk- um námsmönnum til handa við brezkar menningarstofnanir, fullan rétt til að hafa eigin sendiherra og sérstakan íslenzk- a'n ríkisborgararétt, auk þess sem við nytum líka brezka borg- araréttarins innan brezka þjóða- sambandsins, enn fremur rétt til að halda hlutleysi fslands, jafn- vel þó að Bretaveldi væri í ó- friði, og til að skilja við það hvte- nær sem íslenzka þjóðin óskaði þess. Þessara réttinda geta öll sjálfstjórnarríki neytt.“ Eftir að hafa komið með þessa furðulegu uppástungu reynir hann með barnalegum röksemdum að mæla með henni og segir meðal annars að lítill vafi sé á því, að við íslendingar séum ekki jafnmikið skyldir neinum þjóðum og Bretum. Segir hann enn fremur að sam- band við Bretaveldi muni standa næst hugum íslenzku þjóðarinnar. Það fer ekki hjá því að mönn- um blöskri, að heyra íslenzkan alþingismann gera sig þannig að talsmanni þess, að þjóðin gangi erlendu stórveldi á hönd. Og ekki bætir það úr skák, að um érlent stórveldi er að ræða, sem nú á í stríði við eitt mesta her- veldi heimsins, þannig að bein- línis er upp á því stungið, að við gefum upp hlutleysi okkar í styrjöldinni, sem yfir stendur. Það er algerður óþarfi að reyna að skýra fyrir sér, hvaða ástæðu eða hvöt Héðinn Valdi- marsson kann að finna hjá sér til þess að gerast þannig opin- ber talsmaður erlends valds hér á landi. Það er, af hvaða ástæðu sem það er, fullkomið hneyksli, og bæði hagsmunir og heiður þjóðarinnar krefjast þess, að svo ábyrgðarlausri framkomu af hendi eins alþingismanns hennar sé harðlega mótmælt. KAFBÁTAHERNAÐUR ÞJÖÐVERJA Frh. af 1. síðu. jafnvel þótt Danmörk viður- kenni, að Þýzkaland sé í styrj- öld við Bretland, geti hún með engu móti viðurkennt þessar ranglegu hernaðaraðferðir Þjóð verja. Blaðið bendir einnig á, að brezki kafbáturinn. sem skaut þýzka skipið „Heddenheim“ 1 kaf, er það var á leið með málm til Bremen, hafi gefið þýzku á- höfninni 15 mínútna björgunar- frest, o gsegir að lokum að frek- ari samanburður á sjóhemaðar- aðferðum Þjóðverja og Breta sé óþarfur. Ódýrt. Maltarkex 1,00 i/2 kg. Kremkex 1,25 i/2 kg. Bjúgu, ný daglegia. Orvals harðfiskur. Sítrónur, ostar, egg. Munið ódýra bdnið I pökk- unum. BEEKiA Ásvallagötu 1. Sími 1678 TJARNARBOÐIN. Simi 3570. Operettan Brosandi land vax í gær sýnd fyrir troðfullu húsi. ms NYJA Blð Œ Útlaginn Jesse James Söguleg stórmynd frá Fox um frægustu og alræmd- ustu útilegumenn Amer- íku, bræðurna Frank og Jess’e James og félaga þeirra, er hraktir voru með ofbeldi frá jörðum sínum og í hefndarskyni gerðust ræningjar. Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power, Nancy Kelly og Henry Fonda. Myndin er tekin í eðlileg- um litum. Börn fá ekki aðgatig. Frú Ragnheiður Jónsdóttir fró Valþjófsstað andaðist í Landsspítalanum á pálmasunnudag, og verður lik henn- ar flutt austur með Esju. Kveðjuathöfn fer fram í fríkirkjunni á morgun kl. 5,15 síð- degis. F. h. vandamanna. Bryndís Þórarinsdóttir. Þórhalla Þórarinsdóttir. Árni Sigurðsson. Bjöm Bjömsson. Fyrstn bækur Meuningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins verða prentaðar í aprílmánuði. Umboðsmenn og aðrir, er safnað hafa áskrifend- um, eru beðnir að senda áskriftalistana hið allra bráðasta og eigi síðar en um næstu mánaðamót. Nú eru því siðuatu forvðð að tryggja sér pessar góðu og ðdýra bækur. Góðar gæftir ogvaxandi afli I verstöðvunum. ...- ♦ — Loðnan er komfn og ffskurinn kemnir á eftir segjn sjémenn* V VERSTÖÐVUNUM á Suð- ♦ urlandi voru góðar gæftir í vikunni sem leið og afli sums staðar að glæðast. Einstakar verstöðvar segja þetta helzt: í Keflavík var róið alla virka daga og afli var sæmilegur eða frá 10—18 skp. á bát í róðri. Afli var tregari 1 net en á línu. í Grindavík voru góðar gæft- ir alla daga vikunnar. Afli var tregur bæði í net og á línu, en menn búast við því að loðna fari að ganga og afli að glæðast. Frá Stokkseyri var róið á laugardaginn var og öfluðust 700 þorskar, en það er miklu meira en menn hafa átt að venj- ast að undanförnu. Gæftir voru ágætar í vikunni, en afli tregur fram að þessu. Bátar frá Stokkseyri og Þorlákshöfn eru að leggja net og búast við að netafiskur sé að koma. Frá Hornafirði var róið tvo daga vikunnar. Annan daginn var beitt síld og var afli sæmi- legur. Á laugardag var beitt loðnu í fyrsta sinni á vertíðinni og var afli 13—17 skp. á bát. Kalt er í veðri eystra og loðnu- veiði treg. Útbreiðið Alþýðublaðið! RÆÐA PER ALBIN HANSSON Frh. af 1. siðu. styrjaldarinnar og annarra skyldra mála hefði bakað þjóð- inni vansæmd og erfiðleika. —- Þessu væri öfugt farið, einmitt þessi stefna stjórnarinnar hefði forðað þjóðinni frá miklum og yfirvofandi háska. Þá ræddi forsætisráðherrann um myndun varnarbandalags Norðurlandaríkjanna, og sagði, að sjálfsagt væri að rannsaka tafarlaust alla möguleika þar að lútandi, en hann kvaðst vilja benda á það, að slíkt varnar- bandalag mundi að vissu leyti snerta sjálfstæði þessara landa og innbyrðisafstöðu þeirra hvers til annars, sérstaklega í utanríkismálum. Yfirleitt, sagði hann að lokum, væru vandamál Norðurlandaríkjanna nú alvar- legri en nokkru sinni áður, en viðleitnin miðaði fyrst og fremst að því, að verja sig og varðveita hlutleysið. Dansskóli Rigmor Hanson: Næstsiðasta æfing í vetar er í kvöld í K .R.-húsinu uppi fyrir Unglinga kl. 71/2 en fullorðna kl. 9,15.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.