Alþýðublaðið - 27.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.03.1940, Blaðsíða 2
SDBVUOIDAOUB 27. MABZ IHÓ OMeUBUBW Gömul konaí Hafnarfirði talar um sitt eigið lif. EG SIT í lítilli stofu og hlusta á gamla konu. Hún er lág- vaxin og ekki þrekin, ellin hefir sett sín mörk á hana, þó ekki augun og varla hreyfingarnar. Augun eru kvik og hreyfingarn- ar eru hmðar og snöggar. Hún er afar sérkennileg og mál henn- ar ekki síður. „Ég veit ekki hvort þú hefir nokkuð upp úr því að vera að ta’a við mig, drengur minn. Ég hefi aldrei miðað skoðanir mínar við fjöldann. Ég hefi farið ein- förum, og ég held því áfram úr þessu. Ég þekki enga höfðingja og hefi aldrei kropið á kné fyrír neinum ríkum manni eða mikil- látum. Ef ég gæti kropið á kné fyrir nokkrum, þá væri það helzt einhverjum, sem væri aumari en 'ég. Þú ert kannske hissa á þessu, en veiztu það ekki, að lítillæti hinna fátæku er fegursta aðals- merki hvers manns, mesta ríki- dæmið, dásamlegasti eiginleikinn. Litiliastinu á ekki að fylgja und- irlægjuhátíur, en undirlægjuhátt- urinn er þrælsmerkið, og undir- lægjuhátt hefi ég oftar fundið hjá þeim, sem vilja telja sfg höfðingja, en hjá hiinum, sem ienga kröfu gera til þess að litið sé á sig öðru vísi en þeir eru.“ Það er Gunnhildur gamla í jSkálholti í Hafnarfirði, sem segir þetta. Hún er sjötug i dag. „Ef þig Iangar að hafa tal af sjötugri heiðurskonu, sem talar öðru visi en allur fjöldinn, þá skaltu heimsækja Gunnhildi Bjamadóttur í Skálholti," sagði Kjarían ólafsson bæjarfulltrúi við mig fyrir nokkru. Og það fór eins og hann spáði. „Ég hefi aldrei bognað undan neinu,“ segir Gunnhildur enn fnemur. „Ég segi þetta ekki mér til hróss, pví að mér hefir aðeins verið gefið þetta, og af slíku þýðir því ekki að státa. Það neynir fyrst á manniinn í mótlæt- fnu, og sá er ;hetja, sem í faun reynist. Þegar sorgin hefir barið harkalega að hinum lágu dyrum mínum, þá hefi ég altaf rétt úr mér og hugsað sem svo: Nú reynir á þig, Gunnhildur mín. Sýndu nú hvað þú getur. Það má vera, að stoltið hafi þannig rétt mér hjálparhönd. En hvað um það; ég hygg ekki að nokkur maður hafi nokkru sinni séð mig bogna. Annars gerði ég sjálf um mig vísu einu sinni. Hún er svona: Stolta sál í stuttum skrokk stöðugt hef ég borið. Vökur þóttist, var þó brokk venjulega sporið". Það er víð og við verið að berja á dyrnar hennar. Hún hefir litla búðarholu þama í húsinu, og fólk vill kaupa, þó að það sé helgur dagur; en Gunnhildur neitar öllum. Enga verzlun í 'dag! — Þú'ert bara kaupmaður? „Sumir, sem hafa lokið hlut- verki sínu í lífiliu, verða neyddir til að taka það upp aftur, og þá er nú eftir að sjá, hvernig það tekst. Það getur líka verið spennandi Ieikur, drengur minn. Hann er spennandí hjá mér. Sum- ir verða svo aumkunarverðir í þeirri baráttu, þvi að hjartað er stundum fullt af angist yfir því, að byrðin verði of þung; en hjá mér er það ekki. Ég er viss um að sigra. — Sonur minn, sem ég elskaði meira en allt annað og óg bókstaflega tilbað, var í fyrra borinn hérna inn í stofuna mína örendur. Sá atburður kom nokk- uð snögglega. Þungt hlutverk hvíldi á herðum hans, og það fór edns og leiftur um huga minn lim leð og ég þerraði andlit hans, að nú yrði ég að taka við hlutverld hans, og þetta Mutverk vinn ég nú á morgnana, á dag- inn og kvöldin, og jafnvel á nóttunni.'‘ Bam kemur inn í stofuna til Gunnhildur Bjarnadóttir. ömmu sinnar. Það hefir andlit hennar og augu. „Það er gaman að vinna fyrir svona anga og sjá hann vaxa, eins og biórn á vordegi. Þetta barn átti sonur minn. Nú er ég faðxr þess. Ég var búin að vinna miitt hlutverk. Ég var búin að a^a min böm og koma þeim til manns. Það var að vísu nóg. Ég hafði háð mina baráttu. En aldrei hefi ég verið eins sterk eins og núna, síðan ég byriaði aftur á hlutverkinu. — Ég þekki marga menn, sem berjast svona baráttu. Svona er það oft með okkur ömmurnar og ekki síður afana; þegar hamið þeirra fellur frá miðju ætlunarverkí sínu, eða jafnvel þegar það er í byrjun, þá verðum við að halda því á- fram.“ — Þú ert heimspekingur. „Það hefir enginn sagt fyrr. 'Menn segja, að ég sé stundum virðskoíaill, og það getur meira en verið. Ég hefi aldrei beðið neinn um samfylgd. Ég hefi reynt það, að ef mínir eigin fætur bera mig ekki, þá bera ekki annara fæfur rnig. Það þýðir ekki að vera með nein heilabrot um lífið. Hitt er annað mál, að sá, sem hefir reynt margt og staðið í Orðsending til kaupenda út um iand» Munið, að Alþýðublaðfð á að greiðast fyrirfrai® ársfjórðungslega. — Sendið^-greiðslur yðor á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengíð blaðverðið krafið með póstkröfu. Sbákþieg íslands. vann Hafstein. Ásmundur vann Áka. Biðskák varð milli Gilfers nu Árnn Rnsnvnrr Sfemundur mörgu, hann verður vitur í aug- um hinna, sem minna hafa reynt, því að allir vita, að lífið er bezti skólinn, enda eini skólinn okkar alþýðufólksins. — Ég hefi und- anfarið verið að lesa Förumenn Elínborgar Lárusdóttur. 'Það er ágæt kona og ágæt bók. Mér finnst, að ég hafi verið eins kon- ar förumaður alla mína tíð. Ég á svo margt skylt með förumönn- unum hennar Elínborgar. Það fylgdi engin rómantik þessu fólki sem hún lýsir, meðan það lifði, en vel getur verið, að barna- börnum mínum finriáist síðar meir, að ég hafi verið einkennileg göm- ul kona.“ — Þú lest mikið? „B'essaður vertu; ég er alveg titlaus í bækur. Ég les allt, sem ég næ í; ég kaupi meira af bók- um en ég hefi ráð á, og svo lána margir mér bækur. Bæk- urnar eru tvímælalaust beztu vinir mínir." — Vildirðu lifa öll árin þín upp aftur? „Já, sannarlega. Ef til vill myndi einhver segja, að ég hafi verið raunamanneskja, en mér finnst það ekki. Ég hefi ekki lagt það í vana minn, að hljóða upp- hátt. Ég hefi líka átt fjölda marga bjarta daga, og hiriir dag- arnir eru í minningunni húm- dagar, en ekki myrkurs, svo að hið bjarta er í stóxum meirihluta. Ég kann ekki við volið. Við erum allir stríðsmenn. Stríðsmennirnir geta borið ör eftir bardagann, og örin eru beztu heiðursmerkin; önnur heiðursmerki eru einskls virði, eins og til dæmis járn- krossinn eða allar orðumar." — Finnst þér ekki mikill munur á gamla tímanum og þeím nýja? „Jú; munurinn er mikill. Eng- inn lifir nú öðru eins eymdarlífi og gerðist áður fyrr; framfarim- ar eru orðnar undraverðar, og mannúðin hefir tekið stærstum framförum, það verð ég að }áta.“ — Þú hlakkar til framtíðar- innar? „Já, það geri ég. AÖ vísu fer ámnum nú að fækka, og helzt vildi ég, að ég sofnaði út frá góðri bók. Ég hefi lifað í öldu- róti og alltaf staðizt sjóina, því að ég hefi alltaf verið betri í vöm en í sókn. — Mér finnst OKÁKÞING Islands hófst á ^ föstudaginn var. Keppt er í þrem flokkum, Meistaraflokki, 1. flokki og 2. flokki, Fyrsta umferð: Meistaraflokk- ur: Árni Snævarr vann Hafstein Gíslason. Ásmundur Ásgeirsson vann Sturlu Pétursson. Einar Þorvaldsson vann Sæmund Ól- afsson. Eggert Gilfer og Jóhann Snorrason tefldu ekki, þar sem Jóhann var ekki kominn. Fyrsti flokkur: Ingimundur Guðmundsson vann Helga Kristjánsson. Pétur Guðmunds- son og Víglundur Möller gerðu jafntefli. Biðskák varð milli Óla Valdimarssonar og Ragnars Guð jónssonar. Aðalsteinn Halldórs- son átti að tefla við Jón Þor- steinsson. en hann var ekki kominn. Annar flokkur: Ólafur Ein- arsson 1. Óskar Lárusson 0. Lár- us Johnsen 1. Haraldur Bjarna- son 0. Kaj Rasmussen 1. Stein- þór Ásgeirsson 0. Sigurður Jó- hannsson 1. Sveinn Loftsson 0. Haukur Kristjánsson Vi. Leó Sveinsson Vz. Önnur umferð: Meistaraflokk- ur: Sturla vann Jóhann. Einar því, að ég eigi það skilið að sofna út frá bók, þegar ég kveð þennan ágæta heim.“ V. S. V. átti frí. Fyrsti flokkur: Jón Þoi*steins- son vann Víglund. Óli vann Helga. Ingimundur vann Aðal- stein. Pétur vann Ragnar. Annar flokkur: Steinþór 1. Haukur 0. Lárus 1. Sigurður 0. Ólafur 1. Leó 0. Óskar 1. Sveinn 0. Kaj Vz. Haraldur Vz. Þriðja umferð: Meistaraflokk- ur: Árni Snævarr vann Sturlu. Sæmundur og Hafsteinn. Áki og Jóhann gerðu jafntefli. Biðskák varð milli Einars og Gilfers. Ás- mundur átti frí. Fyr$ti flokkdr: Ingijmundur vann Víglund. Óli vann Aðal- stein. Helgi og Ragnar gerðu jáfntefli. Biðskák varð milli Pétúrs og Jóns. Annar flokkur: Kaj 1. Lárus 0. Haraldur 1. Haukur 0. Sveinn 1. Leó 0. Sigurður 1. Óskar 0. Ólafur 1. Steinþór 0. Biðskákir verða tefldar í kvöld og fjórða umferð verð- ur tefld í kvöld og hefst klukkan 20. Fjöldi áhorfenda hefir verið viðstaddur þessar þrjár fyrstu umferðir, sem búið er að tefla. Virðist ríkja mikill áhugi á meðal þeirra, enda full ástæða til, því í þessu móti taka þátt flestir af þekktustu og beztu meisturunum, og má geta nærri hvort þeir kalla allt ömmu sína og láta nokkra góð- mennsku gilda þegar á vígvöll- inn er komið. Gunnlaugur Krlstmiindsson: UppbÍástDf iaidsi HÉR á landi er oss sagt að verið hafi tímabil bæði heit og köld. Skeljar, sem finn- ast í sjávarbökkum, hér í Foss- vogi og víðar, þykja sanna, að sjór hafi verið áður heitari en nú. Sama er að segja um sumar jurtaleifar, sem fundizt hafa á landi hér, t. d. í surtarbrands- lögunum og víðar. Þær benda til hærra hitastigs heldur en verið hefir hinar síðustu aldir. Þá hefir og verið hér jökul- öld, landið allt hulið ísi og hin langa nótt kuldans og dauðans setið hér að völdum. Landið hefir verið frá örófi alda „undarlegt sambland af frosti og funa“ og hér hefir skipzt á líf og dauði, hiti og kuldi. Þessar miklu veðráttu- byltingar, sem nefndar hafa verið, gerast áður en saga manna hefst hér. Þegar ísöldin endar, er hér enginn gróður og ekkert líf. Þá eru aðeins berir klettar, urðaröldur og sandar. En þá er rofið dvalarmók dauð- ans. Lífið nemur hér land. Nátt- úran prjónar sér ham og klæðir landið. Eg ætla mér ekki þá dul, að segja með hvaða hætti eða á hvem veg lífskraftur og gróand- inn byrjar starf sitt hér á landi. Tek ég þar sagnir þeirra gildar, sem fróðir teljast og um þetta hafa ritað, en þeir segja eitthvað á þessa leið: Farfuglar eða sunn- anblærinn báru hingað gró og fræ. Fléttur og mosar urðu til og mynduðu ofurlítinn jarðveg fyrir harðgerðar og sparneytnar plöntur. Klettar og steinar veðrast og molna niður. Vatnið, frostið og hitinn vinna að því að breyta steinunum í mold. Blómjurtir, grös og skógar setj- ast hér að, lifa og þróast, bera fræ og falla til jarðarinnar. Fyrst eru tegundirnar fáar og sumar þroskalitlar. Það tekur langan tíma að klæða landið, margar aldir líða, en alltaf vex moldin og verður frjórri, grösin og blómin verða þroskameiri og tegundunum fjölgar. Skógurinn klæðir landið og neraur láglendi þess milli fjalls og fjöru, þar sem ekki er of votlent, eða sjáv- arsandar. Skógurinn veitir skjól jurtum og dýrum, hann safnar moldarryki og frjóefnum, sem berast með vindinum í loftinu, og hann leggur moldinni til lauffallið af greinum sínum. Hann geymir og eykur forða- búrið mikla í landinu, því að það er gróðrarmoldin, sá dýri fjársjóður, sem líf landanna byggist á. Þó að líf manna, dýra og jurta sé margbreytt, er þó alls staðar það sama, það er mótað af loftslagi og staðháttum á hverjum stað fyrir sig. Frum- stætt líf á íslandi var ólíkt því lífi, sem var í heitum löndum. Gróður og dýralíf hér hefir aldr- ei verið líkt og í löndum hita- beltisins. Sennilega dettur eng- um í hug, að hér hafi verið ald- ingarður Eden með hinum fyrstu mönnum. Reyndar er ekki gott að geta í eyðumar, hvar sá merki staður hefir ver- ið. Hann er nú löngu týndur eins og skáldið segir: „Nú enginn veit hvar Eden er að finna, þótt allir stundi gæði heims að vinna, þó aldrei finnst hin forna Para- dís.“ , Það virðist vera svo hagan- lega ráðið frá hendi náttúrunn- ar, að flestir ef ekki allir þjóð- flokkar jarðarinnar eiga sinn sælustað í landi sínu. Eskimó- arnir í Grænlandi virðast eins sælir í sínu frúmstæða lífi og svertingjarnir í Súdan. Eru þó augljósar andstæður í löndum þeirra þjóða. Þá er ekki heldur gleymt frá hendi náttúrunnar að laga dýrin eftir staðháttun- um. Gorilla-apinn er ekki síður staðbundinn í frumskógum hita- beltisins heldur en ísbjörninn er á heimskauta-ísnum, og una báðir vel sínum hag í heima- högunum. Fyrir landnámstíð fékk nátt- úra íslands að njóta sín, jurta- gróður og dýralíf fékk að vera í friði. Rándýr voru fá, melrakk- ar hafa snuðrað hér tun strend- ur landsins og ísbirnir stöku sinnum gengið af hafísum upp á hjarnbreiður þoss að vetrar- lagi. Á sumrum lagði skógarilm- inn upp til fjalla og út á haf. Blómin skreyttu hlíðar, láglendi og daladrög. Gróður landsins þróaðist í næði og engin skepna var í hættu. Hér var land frið- arins og heimkynni hins stað- bundna náttúrulífs. Lífið var ekki margbreytt, en það var eins og það þurfti að vera og í samræmi við veðráttu og land. Hér ríkti máttur framþróunar, fjölhæfni lífsins var að marg- faldast og sköpunarverkið að fullkomnast. En sælutími lands- ins er á enda, friður náttúrunn- ar er rofinn. Hingað flytja vík- ingar, sem fiakkað höfðu um höfin, tekið strandhögg í varn- arlitlum löndum, rænt fólki og brennt byggðir. Þeir velja sér bólstaði hér á landi, afmarka sér landsvæði og segja: „Þetta á ég.“ Ágirnd og yfirgangur mann- anna er seztur hér að, rányrkjan er byrjuð. Dýr eru drepin, skóg- ar höggnir og beittir, landið ur- ið, en lítið eða ekkert ræktað. Þeir, sem telja sig eiga land- ið, eru tiltölulega fáir, en þeim fylgir allmargt fólk, og föng þarf mikil til bús að leggja. Mest er lifað af kvikfénaði. sauðfé og nautum. Heyfengur er lítill, og gengur allur fénaður- inn í skógum, þegar harðindi eru og bjargleysur annars stað- ar. Þegar sulturinn sverfur að, er skógurinn etinn, bæði lim hans og börkur. Alloft hefir risið ófriður út af skógarhöggi, beitilandi og slægjum, og stundum leitt til vígaferla og málsókna. Vér íslendingar erum hreykn- ir af forfeðrum vorum, hreysti þeirra og andans atgerfi, en vér megum bæði hryggjast og fyr- irverða oss fyrir búskapinn og meðferðina á landinu. Fjöl- byggðar og fagrar skógarsveitir eru nú skóglausar, landið blásið. UPP °g bæirnir fluttir eða komnir í auðn. Þannig er það; um hinar fegurstu sveitir á Suð- urlandi: Þjórsárdal, Landsveit og Rangárvelli, og ennþá stefn- ir í sömu átt með lönd margra sveita og jarða og víðs vegar um landið. Mest veldur þessu böli rótgróinn rányrkju-búskapur og örtröð fénaðar. Náttúran, þótt gjöful sé og trú í starfi sínu, að græða foldarsárin, megnar ekki að'sigra ágirnd mannanna til að erja gróður landsins. Eggert Ólafsson segir: ..Vænt er að kunna vel að búa, vel að fara með herrans gjöf.“ Þegar litið er yfir skóglaúst ■ land og blásin héruð, mórautt og moldarþrungið loftið á björt- um sumardegi. þá dylst ekki, hve miklu er og héfir verið glat- að af verðmætum landsins. Gróðrarmoldin, sem er lífgjafi gróðursins og fæðir fólk og fén- að, fyllir loftið og berst út á haf, en eftir eru blásin hraun, gróð- urlaus holt og urðaröldur, vik- urhrannir eða foksandar, þar sem áður voru gróin lönd, bæir, tún og skógar. Að glata gróðrarmold lands- ins og möguleikum til þess að afla brauðs úr skauti móður- jarðarinnar, er ekki að kunna vel að búa og vel að fara með herrans gjöf. „Feðumir frægu og frjáls- ræðishetjurnar“, sem mjög hafa verið rómaðir, kunnu ekki að búa, þeir hneptu menn í þræl- dómsfjötra, þeir sölsuðu undir sig stór lörid, höfðu margan fén- að og drápu oft úr hor, þeir ruddu skóga og rændu landið, en gróðursettu lítið eða ekkert. Þessar feðranna syndir hafa kömið niður á niðjum þeirra og munu koma niður á niðjum þeirra ennþá í-marga liðu, ef til vill í þúsund liðu. Það má geta nærri að jarð- vegur landsins hefir verið frjór á landnámstíð. því að hann myndaðist á meðan allt líf í landinu var ósnortið af mönn- unum. Gróður landsins féll til jarðar, skordýra- og bakteríulíf var ótruflað. Jarðvegurinn var því myndaður af föllnum jurta- og dýraleifum, sem safnazt höfðu saman í skjóli skóganna, sem bæði bundu jarðveginn og skýldú gróðrinum, Það er ekkí að furða þó að hér hafi verið hægt að rækta korn í þeim jarð- vegi, á smá blettum, sem högg- inn var skógur af, og skjól hafði af kjarrinu, sem eftir stóð allt í kring. Einn akuryrkjustaður var að Kornbrekkum á Rangárvöllum. Landinu hallar mót suðri og sói, en skógarkjarr var í hrauni fyr- ir ófan og skýldi fyrir norðan- næðingum, en þar fór líkt og á mörgum öðrum stöðum. Upp- blásturinn herjar á landið og bæinn og leggur í auðn. Lýsing af því er skráð í 26. tbl. Morg- unblaðsins 1. febr. þ á. í grein með fyrirsögn: „Áttræður Ein- ar í Bjólu“: Þar stendur: „Einar fluttiat um férmingar- i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.