Alþýðublaðið - 03.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.04.1940, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAG 3, APRÍL 1940 ALÞÝÐUBLAÐIfó Karlakðr Rvíkur og sðngdömari Norgunblaðsíus. EG hefi haft þann sið að bregða mér nokkrum sinn- um á vetri til höfuðstaðarins. í þetta sinn hafði það dregist nokkuð fyrir mér. En er dag tók að lengja og sól að hækka á lofti, tók ég í mig kjark og lagði af stað. Krakkanórurnar eru líka farin að tánast það upp, að þau geta, með hjálp hennar Guddu minnar annast heimilis- störfin. Þegar til Reykjavíkur kom. sá ég auglýst í dagblöðum borg- arinnar, að Karlakór Reykja- víkur ætlaði að halda samsöng í fríkirkjunni þá daginn eftir. Mér varð þegar ljóst, að þangað skyldi ég fara. Ég á nú orgel- skrifli heima, og þótt ólíklegt sé hefi ég viðað að mér allmiklu nótnasafni, sem ég bæði hefi keypt og fengið að láni, en auð- vitað aldrei skilað aftur. Ég spila nú talsvert með fingrun- um, en með fótunum get ég ekki spilað eins og hann Páll gerir, enda finnst mér það nú hálfgerð apakattalæti að vera að slíkum djöflagangi með öllum útlimunum. Jæja, ég fór í fríkirkjuna, þó ég væri nú ekki vel búinn, og auk þess bæði hjólbeinóttur og innskeifur. Ég hlustaði og hlustaði. Mér fannst ég þurfa að hlusta með öllum líkamanum til þess að missa ekki af neinu, og þeirri stund, er ég var þar, gleymi ég aldrei, svo hrifinn varð ég. Á heimleiðinni lét ég í ljós við kunningja minn, að dómur um samsönginn sem heild, gæti nú ekki orðið nema á einn veg, sem sé, mjög glæsi- legur, því að í fáfræði minni fannst mér það. Mér var svo tjáð, að dómari sá, er dæmdi slíka list fyrir eitt blað bæj- arins, Morgunblaðið, væri Emil Thoroddsen, og hlakkaði ég mjög til að lesa dóm hans. — Jafnframt var mér ljóst hvílíkt vandaverk slíkt væri, þar sem dæma ætti listina, auðvitað hlutdrægnislaust. Ég keypti mér svo Morgun- blaðið fyrir 25 aura, og þótt ég hálf sæi nú eftir aurunum, vildi ég samt eiga það, svo að ég gæti lesið ritdóminn fyrir Guddu mína. Ég kom mér svo þægilega fyrir í stól og hóf lesturinn. En mig rank í rogastans. Ritdómar- inn segir: „Flest lögin, sem sungin voru, voru af léttari end- anum.“ Ég rendi augunum enn- þá einu sinni yfir söngskrána: Du bist die Ruh’ eftir Schubert, Domine eftir Söderman, há- kirkjulegt verk, sungið með miklum tilþrifum, mýkt og krafti. Hinn eilífi snær eftir Winding, gullfagurt lag, Píla- grímasöngurinn eftir Richard Wagner með fjórhendum undir- leik. Já, af léttari endanum.“ Hvaða íslenzkur kór lyftir til hlítar þyngri endanum? Þá má nefna Romanze eftir L. v. Beet- hoven flutt af fiðlusnillingnum Birni Ólafssyni og dr. von Ur- bantschitsch kennara við Tón- listarskólann. Þá eru í síðasta hluta söngskrárinnar lög eins og „Nú hnígur sól“, eftir Bortni- ansky, sem kórinn syngur svo vel, að vafasamt er að nokkur íslenzkur kór geri betur. Þá er Kyrie ei'tir sönstjórann, þetta mjög fagra, stórfenglega lag, þar sem kórinri gat til hlítar notið síns mikla og volduga raddstyrkleiks. Þá eru lögin tvö, sem söngdómarinn segir að fyrir löngu séu orðin kaffihúsaslag- arar. Annað þeirra, Vögguljóð, eftir Godard, sem Gunnar Páls- son söng, segir dómarinn að sé með nálatexta nokkuð leirkend- um. Við sveitamennirnir sumir, eigum þar nú sammerkt við kýrnar okkar að vera nokkuð forvitnir. Ég hringdi því til manns úr stjórn Karlakórs Reykjavíkur og spurði um „leir- skáldið“ og nálatextasmiðinn.“ Hann tjáði mér, að Jakob Jó- hannesson Smári hefði ort text- ann við lagið, og má söngdóm- arinn halda sinni leirkenndu skoðun um það verk Smára fyr- ir mér, en fáa óhlutdræga menn hygg ég að hann fái þar á sitt máj. Um hitt lagið, Ave Maria eftir Gounod er þetta að segja: Ég sveitamaðurinn kem sjaldan á kaffihús hér í borginni. Aðrir staðir eru mér hugþekkari. Af líkum ræð ég að söngdómarinn sé þar tíðari gestur. Hitt skil ég ekki, að ódauðlegt verk, eins og þetta mjög fagra lag, sem auk þess er hákirkjulegt, sé dauða- dæmt, þótt það hafi einhvern- tíma verið flutt í salarkynnum — þar sem það átti ekki heima. Ég hygg. að verkið missi ekki gildi sitt, þótt ég rauli það við ljóstýruna í fornfálegu baðstof- unni minni við að flétta reip- taglið mitt, eða að hnuðla neð- an við sokkana mína. Ég held, að slíkt lyfti huganum hærra, upp til hans, er við öll óskum að stjórni athöfnum okkar og dómum gagnvart verkum ann- arra manna. J. J. frá Gafli. Reykvikingar og taegðnn þeirra. SUNNUDAGINN var hélt Karlakór Rvíkur hljóm- leika í Fríkirkjunni. og er ekk- ert út á þá að setja, er félaginu kom við, nema að ofmörgum hafði verið seldur aðgangur. Var svo margt fólk uppi á loft- inu, að vafasamt er hvort slíkt er með öllu hættulaust, enda eru loftsvalir þessar ekki byggð ar með það fyrir augum, að þar standi fólk fyrir framan sætin og halli sér fram á handriðið. En mikið vantar á það enn, að Reykvíkingar kunni að haga sér á almannafæri, og að þeir kunni að haga sér sæmilega á hljómleikum. Virðist svo um marga, að þeir álíti að engum komi við, nema þeim sjálfum, þó þeir séu með als konar há- vaða, er truflar hljómleikana fyrir hinum. Út yfir tók þó þegar drengur Frh. af 4. síðu. Kaup Dagsbrúnarverkamanna verður frá og með 1. apríl þ. á. sem hér segir: Dagkaup kr. 1,68 á klst. Eftirvinnukaup — 2,49 - — Helgidagavinna — 3,13 - — Næturvinna (sé hún leyfð) — 3,13 - — Leigugjald vöruflutningabifreiða „Þróttar“ verður kr. 6,24 á klst. Félagar! Munið eftir að sækja vinnuréttindaskírteinin. Stjórnin. Það n áyreiningslaost að skypfð sé elnhver sú alfra édýrasta fæðuteg* und, sem hér er vðl á. Og öllum ber saman um að pað sé nú alveg séiv staklega gott. -----UM DAGINN OG VEGINN ---------------- Sítrónur á frílista. í einu lagi var meira flutt inn en hvert undanfarinna ára. Athyglisverð reynsla. Hefir ekki hámarks- verð verið sett á varahluti til bifreiða? Götunöfn í Rauðarár- holti. Gagnrýni og nýjar tillögur um ný nöfn. —— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.--------- LENGI var barizt fyrir því að fá ýmsar vörur á frílista, þar á meðal voru sítrónurnar, og stóð geysimikill styr um þær Iengi vel. Loks voru sítrónurnar settar á frí- listann og hófst þá kapphlaup um innflutninginn. Hafa spár margra ræst áþreifanlega um þetta at- riði. NÝLEGA KOMU hingað til landsins 25 tonn af sítrónum og er það meira en allur innflutningur á sítrónum hvert undanfarinna ára. Þessi gífurlegi innflutningur á sítr- ónum hefir og haft þau áhrif, eftir því, sem talið er, að kaupmenn og KRON eru nú farin að selja sítrón- ur undir innkaupsverði — og auk þess eru þær orðnar „legnar.“ ÞAÐ ER HÆTT við því, að ef öll innflutningshöft yrðu afnumin, þá myndi reynslan verða sú sama og nú af sítrónunum. Menn myndu að minnsta kosti til að þyrja með flytja inn vörur í stórum stíl, án þess að nokkur þörf sé fyrir það. BIFREIÐARSTJÓRI hefir beðið mig að spyrjast fyrir um það, — hvort verðlagsnefnd hefir ekki sett hámarksverð á varahluti til bif- reiða. Hann skýrir mér svo frá, að þessi vörutegund hafi hækkað svo ægilega í verði, að engu tali taki. Þætti mér vænt um, ef formaður verðlagsnefndar vildi upplýsa hið sanna. MÁNI segir meðal annars í löngu bréfi: „Fyrir skömmu var frá því skýrt í einu dagblaðinu, að Sig. Nordal, Ólafur Lárusson og Pétur Sigurðsson háskólaritari, hafi lagt til, að nöfn hinna fyrirhuguðu gatna í Rauðarárholti skuli enda á holt. Mér þótti þetta dálítið kynd- ug tillaga frá þeim vísu mönnum." „Á SUÐURLANDI merkir holt í algengu máli hæð (forna merk- ingin, skógur, er í þessu sambandi horfin úr vitund manna, hafi hún einhverntíma verið þar), og í ör- nefnum mun sú merking almennt lögð í orðið. Nægir í þessu sam- bandi að benda á Holtin í Rangár- vallasýslu og bæjarnafnið Holt víðsvegar um allt Suðurland. í Skólavörðuholt, Rauðarárholt, Kleppsholt o. s. frv. er sennilega sama merking, en þar gæti þó norð- lenzka merkingin einnig átt við. Nú sýnist mér. að ein gata, sem lægi þvert yfir eitthvert holt, gæti borið heiti holtsins, án þess að merkingu orðsins væri misþyrmt, en þegar mörg „holt”, þar á meðal „Þverholt“ og „Brattholt“, rísa skyndilega upp úr' hinu mishæða- lausa Rauðarárholti, og það án þess, að þau náttúruöfl, sem að undanförnu hafa annazt þær smíð- ar, hafi verið þar að verki, þá finnst mér að fari að gerast allt „holtótt‘“ í höfuðborg vorri. Þar við bætist svo, að meðal allra hinna ,,holtanna“ á einnig að standa „Einholt“ (sbr. einbúi, einbýli o. frv.!). Öll þessi „holt“ á þessu eina yfirlætislausa holti minna ein- kennilega á bæjarnafnið Fótur undir Fótarfæti hjá Kiljan.“ „HUGSUM OKKUR, að götu nöfn með endingunni „holt“ yrðu nú samþykkt af viðkomandi yfir- völdum. Eftir 4—6 aldir færu svo þáverandi prófesorar háskólans að athuga merkingu þessara götu- nafna. Það virðist alls ekki fjar- stætt fyrir þá að láta sér detta í hug, að „holt“ þýði í þessu sam- bandi gata, vegur, braut; stígur. Það myndi líka vafalaust koma heim við skilning almennings á orðinu, sem alizt hefði upp við notkun þess í hliðstæðri merk- ingu. Ekki myndi það heldur veikja tilgátuna, ef jafnframt væri kunnugt, að enginn skógur og ein- ungis eitt holt hafi verið á um- ræddum slóðum, þegar nöfnin voru sett. Og til að fullkomna á- lyktunina, þyrfti varla annað en stinga blakfandi fjaðurskúf með árituðum nöfnum höfundanna of- an í koll tilgátunnar til þess að fæla burtu allar efasemdir um, að hugtökum kuni að hafa verið rugl- að eða nöfnin sett út í bláinn.” „SÉ VERIÐ AÐ SEILAST til nafna eins og þessara vegna þess, að hin gömlu og góðu nöfn: gata, vegur, braut, stígur, stræti þyki hversdagsleg og slitin um of (ég mótmæli að svo sé), þá liggur beinast við að leita að öðrum orð- uin, sem við geta átt. Má í því sambandi benda á orðið slóð, sem er stutt og laggott og getur alls staðar átt við um götu. Fleiri svip- uð orð mætti sjálfsagt finna, ef vel væri að gáð. Slóðir geta legið og liggja venjulega um hvert holt þvert og endilangt, enda þótt eng- ar mishæðir séu á því; sem hægt sé að kalla holt, og sízt margar með örstuttu millibili. Ef framan við orðið slóð er skeytt smekkleg- um stofni, sem fer vel við ending- una, er auðvelt að mynda snoturt götunafn, og finnur það hver, sem reynir.“ „EN SVO ÉG snúi mér aftur að „holtunum", þá held ég, að norð- lenzka merkingin í holt: óslétt, stundum grýtt, lítt gróin land- spilda, réttlæti ekki, að orðið sé tekið upp í gatnaheiti í höfuð- staðnum. Hinu færi aftur á móti vel á, að það yrði varðveitt sem heiti á bæjarhlutum, eins og Skólavörðuholt og Grímsstaðaholt o. s. frv., því að þar er það í sinni eiginlegu merkingu og sómir sér vel.“ Hannes á horninu. Branatnggingar I Líftrjrggingar | Vátryggingarskrifstofa || n SlgMsar Sighvatssonar. í Lækjargetu 2. |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.