Alþýðublaðið - 04.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAG 4. APRÍL 1940. FIMTUDAGUR VEÐRIÐ. Hiti í Reykjavík 3 st. Yfirlit: Grunn lægð yfir hafinu fyrir sunnan ísland. Útlit: Austan átt, all hvasst við Vestmannaeyjar. Víðast úrkomulaust. Næturlæknir er Páll Sigurðsson, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 20.20 Erindi: Júgúrt og skyr (Sig- urður Pétursson gerlafræð- ingur). 20,45 Einleikur á celló (Þórhall- ur Árnason): Sónata í B- dúr, eftir Handel. 21.20 Útvarpshljómsveitin: Lög úr óperettunni „Matsölu- húsið:‘, eftir Suppe. Iðja heldur aðalfund sinn annað kvöld kl. 8% í Alþýðuhúsinu. Óknyttir smádrengja. Þrír smádrengir hafa orðið upp- vísir að ránum og innbrotum. Eru þeir 8 og 9 ára. Hafa þeir stolið úr bátaskýli Ármanns, flugskýlinu í Skerjafirði. sumarbústað í Skerja- firði og víðar. Úthlutun matvælaseðlanna var lokið 30. f. m. og stóð hún í 3 daga. Alls sóttu miða um 34 þús. manns af um 37 þúsundum. Um 4 þúsund manns hafa því ekki sótt seðlana á réttum tíma. Nýjar kvöldvökur, janúar-marz-heftið er nýkomið út. Efni: Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Finnland — Friðgeir H. Berg: Hvaðan lýsa þau ljós? Theo- dór Friðriksson: Þáttur af Jóni Hrólfi Buck o, m. fl. Kynvillingar dæmdir. Nýlega hafa tveir menn verið dæmdir fyrir kynvillu í 8 mánaða betrunarhússvinnu hvor. Eru þetta algerlega óþekktir menn. Kaupsýslutíðindi 11. tölubl. yfirstandandi árg. er nýkomið út. Hefst það á yfir- liti um gengi erlends gjaldeyris, verðlag, fiskafla o. fl. Gylfi Þ. Gíslason skrifar um tilkostnað og gjöld, þá eru dómar frá Bæjar- þingi Reykjavíkur o. fl. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Geir Gunn- arsson. Sigurður Pétursson gerlafræðingur flytur í kvöld í útvarpið erindi, sem hann nefnir Júgúrt og skyr. Karlakór Reykjavíkur hélt þriðja kirkjuhljómleik sinn í gærkveldi fyrir troðfullu húsi. Var aðsókn svo mikil, að líklegt er, að hljómleikarnir verði haldnir einu sinni enn. Mál Alþýðuflokksins á Alþingi. Frumvarp félagsmála- ráðherra um húsaleigulög kemur úr nefnd í neðri deild í dag, en af- greiðslu þess lokið í efri deild. — Breytingarnar á Alþýðutrygging- ingarlögunum eru nú afgreiddar í neðri deild, Þær fóru frá 1. umr. í efri deild í gær og fóru í nefnd. Frumvarpið um eftirlit með sveit- ar- og bæjarfélögum var afgreitt til 3 umræðu í seinni deild í gær. Æðimargar br.till. komu fram við frv., en nokkrar gengu þó í þá átt, að fara ekki eins langt um í- hlutun um málefni sveitafélaga. Allar breytingarnar voru gerðar í samráði við félagsmálaráðherra og eftirlitsmann sveitastj órnamálefna. Háskólafyrirlestur á þýzku. Dr. Will. sendikennari flytur í kvöld kl. 8 í Háskólanum fyrir- lestur með skuggamyndum um — „Industrie und Verkehr.“ — Öllum heimill aðgangur. Málfundadeiid Ármanns. Fundur í kvöld (fimmtudag) kl. 8Vz á Laugavegi 34. Póstferðir 5/4 1940. Frá R: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarförður, Snæ- fellsnesspóstur, Breiðafjarðarpóst- ur, Rangárvallasýslupóstur, Vest- ur-Skaftafellssýslupóstur, Austur- Skaftafellssýslupóstur, Akranes, Borgarnes. Til R: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-i, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður, Húnavatnssýslupóstur, Skagafj arð- arsýslupóstur, Akranes, Borgarnes. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíðaföt. Sparta, Laugavegi 10, sími 3094. úr Fatabúðinni Hljómsveit Reykjavíkur. „Brosanðl land“ Óperetta eftir Lehar verður leikin annað kvöld klukkan 8. ALLRA SÍÐASTA SINN. Sýningin er helguð 25 ára söngvaraafmæli PÉTURS JÓNSSONAR, og syngur hann aukalega aríur úr „Aida“, eftir Verdi. Bjarni Bjarnason læknir talar nokkur orð eftir 1. þátt. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Húsmæður! Keyrum þvott í þvottalaugarnar. Verðið er lágt miðað við að nokkrir balar séu teknir á sama stað, og skilað aftur á einn stað. Verzsl. Berg- staðastr. 10. Sími 5395. TUNNUR. Kaupum tómar tunnur undan kjöti. Garnastöð- in. Rauðarárstíg 17. Sími 4241. Tailfcóræfing í kv-öld kl. 9. i. o. e. t. FREYJUFUNDUR anna'ð kvöld kl. 8V2. Tekið á móti innsækj- endum og önnur . fundarstörf. Bræður, eldri en 25 ára, skipa öll embætti 0g stjórna. fund- inum. — Eftir fundinin hefst bræðrakvöldsskemtunin, haildin til ágóða fyrir sjúkrasjóð stúk- unnar. Skemmtiatriði: Sýndur gamanleikur. — Brynjélfur Jó- hannesson skemmtir. — Mælt fram skoplegt forspjatl og sungið gott gamankvæði. — Getraun um: Hver er söngv- arinn? Verðlaun, kr. 5,00, verða veitt þeim, sem eiga kollgát- una. Styrkið sjúkrasjóðinn með því að kaupa getraunase'ðilana á 25 aura stykkið. Að lokum verður dans stiginn. Aðeins igömlu dansarnir. Aðgangur á skemmtunina kostar kr. 1,50. Fé'agar, fjölmennið með vini yðar. Allir templarar velkomn- ir. Æðstrtemplar. Saumastofa mín á Suðurgötu 2 saumar allan íslenzkan bún- ing: Peysuföt, upphluti, skaut- föt, möttla, skotthúfur, skúfa, upphlutsskyrtur, svuntur, slifsi og margt fleira. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Sólveig Björns- dóttir. Kaupum flöskur hæsta verði. Hafnarstræti 16. ♦---------------------------* Allar nýlenduvörur ódýr- astar í verzluninni Bragi, Berg. 15. Simi 5395. ♦-------------:--------------♦ Kaupum flöskur hæsta verði. Verzl. Brgstaðastræti 10. Sími 5395. Einasta leiðin til þess að auka kartöfluneyzl- una er að’ selja og nota aðeins valdar og góðar kartöflur. Þær fást hjá Grænmetis- verzlun ríkisins. r Odýrt. Matarkex 1,00 1/2 kg. Kremkex 1,25 1/2 kg- Bjúgu, ný daglega. Orvals harðfiskur. Sítrónur, ostar, egg. Munið ódýra bónið í pökk- unum. x BREKEA Ásvallagötu 1. Sími 1678 TJARNARBOÐIN. Sími 3570. Skemíi'eg dans- og s'öngvá- mynd. Aðalhlutverkin leika: „bezta stepdansmær heims- gj ins“ Eleanor Powell, Robert Young og skopleikararnir BURNS og ALLEN. NYIA BIO m Útlaginn Jesse James Söguleg stórmynd frá Fox. Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power, Nancy Kelly og Henry Fonda. Myndin er tekin í eðlileg- um litum. Börn fá ekki aðgang. FIM MTUD AGSD ANSKLÚBBURIN N ANSLEIKU í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld klukkan 10. Aðgöngumiðar á kr. -i gggni seldir ettir kl. 8 í kvöl : N.B. öivuðum mönnum stranglega bannaður aðgangur. Lausar stðður. Frá 30. apríl næstkomandi verða lausar eftrigreindar stöður við fréttastofu Ríkisútvarpsins: 1. Fréttaritari I. Byrjunarlaun 5400 kr., hækkandi í 6600 á tíu árum. 2. Frétíaritari II. Byrjunarlaun 3900 kr., hækkandi í 4900 kr. á níu árum. 3. Vélritari og hlustari. ByrjUnarlaun 2700 kr., hækkandi í 3600 kr. á níu árum. Til þess að geta hlotið stöður þessar þurfa umsækjendur að hafa til að bera góða þekkingu á einu til tveimur heimsmálum (ensku, frönsku, þýzku), auk dönsku og norsku (hlustun), mjög góða kunnáttu í íslenzkri tungu, auk góðrar greindar og mennt- unar. Þar að auki þurfa þeir að vera vel færir í vélritun. Umsóknarfrestur er til 20. þessa mánaðar. Umsóknir, ásamt meðmælum, sendist útvarpsstjóra fyrir of- angreindan dag. Skrifstofa Ríkisútvarpsins, 2. apríl 1940. JÓNAS ÞORBERGSSON. Fyrirspurn. XB’VERS VEGNA birtir ekki fréttaritarinn í Hafnarfirði fréttir af afla togara, sem stunda veiðar frá Hafnarfirði, en eigi sigla til útlanda og leggja afla sinn því hér á land? Óskar Jónsson. Biuir aO vigglrOa vest- nrlandamæri sín? T EINKASKEYTI er frá því ■*• sagt, að Rússar séu að koma sér upp víggirðingum við landamæri Rússlands og Þýzka- lands. FÚ. Rafveita Hafnarfjarðar kaup- ir 5 og 10 amp. varatappa á 5 aura stk. Sími 1508. Tvær línur. Upphitaðir bílar. Fljót af- greiðsla. — Áætlunarferðir í Grímsnes, Laugardal. Biskups- tungur, sömuleiðis Álftanes. Hringið í 1508. Ólafur Ketilsson, Bjarni Jóhannesson. Skrlfstofa Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Austurstræti 9, Sími 4809. Opin daglega klukkan 10—7. Siðastl endurnýnnardagnr er Happdrættið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.