Alþýðublaðið - 05.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.04.1940, Blaðsíða 3
@STuDAC? 5, AP'SÍL 1*41. ALÞÝÖUBLAÐIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H..F. Síðasta einkaskeytið frá Moskva BLAÐ ROSSA, Þjó'ðviljinn, hefir tvo undanfarna daga verið að birta síðasta einka- akeyti sitt frá Moskva. ÞaÖ tekur raú ©kki nema sex þéttprentaða dálka í Þjóðviljanum og hefir því varla kostað meira en á að gizka tvö þúsund krónur. Sum- am kann að vísu að finaast það nóg. En Þjóðviljanum er sarna. Moskva skipar að birta það og Moskva borgar. Það gæti verið efni til uinhugs- wrnar út af fyrir sig, hvers vegna sovétstjórnin eyðir tvö þúsund Mrónum í eitt einasta áróðurs- skeyti hingað norður til Islands. ®n út í það skal ekki farið í þetta sinn. Einkaskeytið hefir Inni að halda hér um bil orð- rétta ræðu Molotovs í æðsta ráði Sovét-Rússlands síðastl. föstu- dag. Og þegar Stalin eða Molo- tov hafa talað, þá er nú ekki ver- ið að horfa í eyrinn austur í Moskva til þess að útbreiða vís- dóm þeirra. Rússnesku verka- mönnúnum fær að b’læða. En nú liggur líka mikið við fyrir stjórn Stalins og Molotovs. Sovétrikið hefir með hinni ó- drengilegu og lævísu árás sinni á Finnland tapað allri virðingu, sem það var búið að vinna sér áti um heim, og rauði herinn öllu því áliti, sem búið var að • skapa með skrumauglýsingum «m útbúnað hiarns og æfingu. Eitthvað verður til bragðs að taka til þess að bæta úr þeim álitsh-nekki. Og það á hið langa ©inkaskeyti um ræðu Molotovs, sem ekki aðeins hefir verið sent hingað á kostnað rússneska verkalýðsins, meðal aninars að gera. I þessu einkaskeyti er okkur sagt, að Sovét-Rússland hafi í fullu samræmi við „friðarvilja sinn“(!) tekið „hlutleysisafstöðu“ frá upphafi ófriðarins í h-aust og „haldið henni“! Á árásina aftan að Pólverjuin er ekki minnst. — Því næst er því lýst, hve hógvært Sovét-Rússland hafi verið í kröfum sínum við Finnland. Það hefði „ekki farið fram á annað en það, sein var endilega nauð- synlegt“(!) En Fininar hefðu neitað, og nú hefðu staðreyndirn- ar sýnt, að „fjandskapur finnskra stjórnarvalda" (sá nefnilega, að þau vildu ekki góðfúslega af- henda Rússum varnarvirki síh á Kyrjálanesi, leigjia þeim flotastöð i Hangö, á finnskri grund, og g'era landið að rússneskri hjá- lendu!) hefði ekki verið nein til- viljun. „Fjandsiamleg öfl hefðu íundirbúið slíka árás“ (þá rúss- nesku, eða hvað?), og Finnar hefðu verið búnir að byggja fjölda öflugra virkja á Kyrjála- nesi með skriðdrekagildrum og ' jarðsprengjusvæ'ðum. (Hvilík ó- svífni! Það má svo sem geta þvi nærri, hvað skriðdrekagildr- urnar og jarðsprengjusvæðin hafa átt að gera! Þau hafa átt að ráðast á Rússland, ekki satt?). Síðan lýsir eimkaskeytiö því með orðum Molotovs, hvílíka „frægð“ rauði herinn hefði unnið sór í stríðinu á Finnlandi, og hve svívirðileg „grimmdarverk" Finnar hefðu uninið á rússnesikum hermönnum og föngum! Þá hefði nú framkoma Rússa verið eitt- hvað önnur. Þeir hefðu líka undir eins verið reiðubúnir til að semja frið, þegar Fmnar óskuðu að heyra friðarskilmála þeirra. En „áður en vér tókum nokkra á- kvörðun um það mál“, segir Molotov — og nú kemur það allra skemmtilegasita í fæðunni — „leituðum vér til finnsku alþýðu- stjórnarinnar og spurðum hana á- lits“ (Stalin og Molotov leita til Kuusinens í Terijoki og spyrja hann álits!). „Alþýðustjórnin,“ heldur Molotov áfram, „lýsti sig fylgjandi þvi, að friður yrði sam- inn . . . til að hlífa fininsku þjóð- inini við áframhaldandi blóÖsút- héllingum og létta hinu óskap- lega fargi öfriðarins af henni.“ (Kuusinen, sem lét senda sig til Terijoki til þess að kalla þaðan á rauða herinn — hann var að vísu korninn þangað á undan honum — og siiga honum á þjóð sína, vill létta hinu ösikaplega fargi ófriðarins af henni! Hvílíkt göfugmenni!) Og svo var friður saminn. „Og þegar svo var kom- ið,“ segir Molotov að endiingu, „ákvað alþýðustjörnin að leggja niður völd og hætta störfum." Hvernig Kuusinen var laumuð göfugmennskan, segir hann ekki. Þannig er Riissum siagt frá striðinu í Finnlandi. Og þannig er Þjóðviljanum skipaið að túlka það fyrir okkur. Það er óþarfi að gera nokkrar athugasemdir við slika frásögn fyrir íslenzka lesendur. Þeir kunna að gera greinarmun á sennléika og Mo- lotovsannleika, engu síöur en Finnar á brauðii og Molotov- brauði — en svo kölluð-u Finn- jav í veíur eldsprengjurniar, sem Irússnesku árásarflugvé'arnar vörpuðu niður yfir finnskar borg- ir, eftiir að Molotov hafði lýst því yfir í Moskvaútvarpinu, að það væri bara brauð, s-em flug- vélarnar létu f-alla niður yfir þær, til þess að seðja hungur hins finniska verkalýðs! Það er skaði fyrir Þjóðviljann, að íslenzkir les- endur skuli ekki vera .jafn með- tækilegir og rússneskir útvarps- hlustendur fyrir slikan fréttaburð. Þá hefði hann ekki þurft að stinga þessari sannleiksperlu ineistarans ausltur í Moskva undir fetol í vetur. Brosandi land verður sýnt í síðasta sinn í kvöld, þar sem einn leikendanna er að fara burt úr bænum. Anna Sigurðardóttlr. ,G kveðjum við félags- uur í Verkakvennafélag- inu Framsókn eina af okkar beztu félagskonum og alþýðu- samtökin einn af sínum einlæg- ustu stuðningsmönnum. Anna sáluga var einn af stofnendum VKF. Framsóknar og meðlimur þess æ síðan. Og það meira en að nafninu. tlún sótti hvern fund félagsins, ef hún gat með nokkru móti kom- ið því við, kom manna fyrst og fór ekki fyrr en fundi var slit- ið, á hverju sem gekk. Áhugi hennar fyrir bættum kjörum smælingjanna og fyrir samtök- um alþýðunnar yar svo óvenju- lega mikill og einlægur, að hann minnkaði ekki þótt árunum fjölgaði, heldur enfist hann bókstaflega talað fram í and- látið. Allt, sem aukið gat heill og heiður samtakanna, voru henn- ar hjartans mál, sem hún hlúði að og barðist fyrir eftir beztu getu. Hún þekkti af eigin reynd og skildi betur en margir þeirra ungu, hver breyting hefir orð- ið á kjörum og allri aðbúð þeirra máttarminnstu í þjóðfé- laginu og gleymdi aldrei hverj- um það var að þakka. Ekkert var henni óviðkomandi, sem þessi mál snerti. Oft sagði hún hin síðustu ár, að það væri mesta ánægjustund dagsins þegar Alþýðublaðið kæmi inn í herbergi hennar og hún gæti þar fylgst með þeim málum, sem henni voru kærust. Það var ekki ætlunin með þessum fáu línum að segja æfi- sögu Önnu sál., enda var ég ekki nógu kunnug henni til þess. Hún var Rangæingur, fædd að Vetleifsholti í Holtum 11. ágúst 1856 og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum, unz hún giftist Hjörleifi Guðmundssyni og munu þau síðan hafa búið þar eystra þar til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1900. Þau eignuðust 5 börn og eru 4 þeirra á lífi. Mann sinn missti hún 1910 og uppkominni dóttur varð hún einnig að sjá á bak, en hún var einlæg trúkona og það hjálpaði henni að bera sorg- ir og andstreymi lífsins. Hún ANNA SIGURÐARDÓTTIR var mjög söngelsk og söng- hneigð og var um tíma for- söngvari í sinni sóknarkirkju, en það var fágætt um konur á þeim tímum. — Það var í sam- ræmi við samúð hennar með öllum smælingjum, að hún var mikill dýravinur og hændi þau að sér hvar sem hún fór. Þrátt fyrir mikla vinnu alla æfi hélt'hún vel kröftum fram á síðustu ár og fór jafnan í sveit að sumrinu. Síðustu 2 ár- in hnignaði henni þó meir og meir og hún andaðist 29. f. m. eftir nokkra legu. Ég þakka Önnu Sigurðardótt- ur hjartanlega alla okkar við- kynningu, það eitt að sjá hana og vita af henni á fundum fé- lagsins gaf mér oft aukna krafta og þrek, þegar erfiölega horfði. Og ég þakka henni í nafni fé- lagskvenna fordæmið, sem hún gaf okkur öllum. Guð blessi okkur minningu hennar. J. E. Nýtt nautakjöt Yerzlumn Sfmar 3@2S og 4704. Bireiðastiiin Bifrðst Sími 1508. Tvær línur. Upphitaðir bílar. Fljót af- greiðsla. — Áætlunarferðir í Grímsnes, Laugardal. Biskups- tungur, sömuleiðis Álftanes. Hringið í 1508. Ólafur Ketilsson, Bjarni Jóhannesson. Hljómsveit Heykjavíkur. „Brosr: Óperetta eftir Lehar verður leikin í kvöld kl. 8. ALLRA SÍÐASTA SINN. Sýningin er helguð 25 ára söngvaraafmæli PÉTURS JÓNSSONAR. og syngur hann aukalega aríur úr „Aida“, eftir Verdi. Bjarni Bjarnason læknir talar nokkur orð eftir 1. þátt. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 Venjulegt leikhúsverð eftir klukkan 3. • Nýtt nantakjðt Létt saltað kjöt Týsgöíu 1 Sfml 4685. v Odýrt. Maíarkex 1,00 V2 kg. Kremliex 1,25 1/2 kg. Bjúgu, ný daglega. Crvals harðfiskur. Sítrónur, ostar, egg. Munið ódýra bónið í pökk- unum. Ásvallagötu 1. Simi 1678 TJARNARBUÐIN. Sími 3570. vestur um íand þriðjudaginn 9. apríl kl. 9 síðdegis. Tekið á móti vörum til há- degis á mánudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir í síðasta lagi á mánudag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.