Alþýðublaðið - 05.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.04.1940, Blaðsíða 4
FÖSTUDAG 5. APRÍL 194». FÖSTUDAGUR. VEÐRIÐ: Hiti í Fiykjavík 5 st. Yfirlit: Grunn lægð yfir íslandi og hafinu suðvestur af Reykjanesi. Útlit: Austan eða suðaustan gola. Smáskúrir. Næturlæknir er Flalldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- eg Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ 80.35 Kvöldvaka: a) Guðmundur Árnason, bóndi í Múla: Slys- farir á Fjallabaksvegi. Er- indi (Pálmi Hannesson). b) Vigfús Guðmundsson gest- gjafi: Úr endurminningum. c) Andrés Björnsson stud. mag.: „Þjóð-hetja,“ saga eft- ir Þóri Bergsson. Upplestur. Fimleikasýning. Gagnfræðaskólinn í Reykjavík heldur fimleikasýningu með um 200 nemendum í íþróttahúsinu við Lindargötu sunnudaginn 7. apríl. Gnðspekifélagið. Septímufundur í kvöld. Erindi: Leyndardómurinn um guðsríkið. Kolaeftirlitsmaðurinn í Hafnarfirði biður þess getið. að gefnu tilefni, að frá Hafnarfirði verði engin kol seld til Reykja- víkur. Hljómsveit Reykjavíkur sýnir óperettuna „Brosandi land“ í kvöld klukkan 8 í síðasta sinn. Er sýningin helguð 25 ára söngvaraafmæli Péturs Jónssonar. Ríkisskip. Esja kom til ísafjarðar í gærkv. Enski sendikennarinn dr. J. McKenzi, flytur háskóla- lyrirlestur í kvöld klukkan 8. — Efni: „Somerset, showing the life and history of pastoral England“. Myndir verða sýndar og er öllum heimill aðgangur. Karlakór Reykjavíkur endurtekur í 4. sinn hljómleik- ana í fríkirkjunni. Hefir kórinn jafnan sungið fyrir troðfullu húsi og fjöldi orðið fráfrá að hverfa. Br þetta síðasta tækifæri til að hlusta á kórinn að þessu sinni. Póstferðir 6/4 1940. Frá R: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Ölfuss- og Flóápóstar. Laug- arvatn, Hafnarförður, Grímsness- og Biskupstungnapóstar. Akranes, Álftanesspóstur. Til R: Mosfells- B 6. og síðustu I IfiTUl- I Wjáfflleiter 1 Hallbjarpr I Bjareadðttur m með aðstoð Oaiaet m hl]éas?eit SRnfinðcgÍBi kl. 12 Iá nlðfiísttt. AOgðfioamiðar Mjá Ey- mimdssoi oo i Hliéðfœra hilsifiM 1 im og morpH. F* rmi n ga rk j ó! ae í' n i, eftirmið- dagskjólaefni í mörgtim litum, nýkomáö. Saumastofa Ólínu og Bjargar, Ingólfsstræti 5. sveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörð- ur, Akranes, Rangárvallasýslupóst- úr, Véstur- og Austur-Skaftafells- sýslupóstar, Esja vestan um úr strandferö. Kantötukór Akureyrar, stjórnandi Björgvin Guðmunds- son, hafði samsöng í Nýja Bíó á Akureyri síðastliðið þriðjudags- kvöld. Einsöngvarar voru Ingibj. Steingrímsdóttir og Hermann Stefánsson og við hljóðfærið Þyri Eydal. Fluttir voru einsöngvar, tvísöngvar og kórsöngvar, með og án undirleiks. Voru verkefnin eftir Magnús. Einarsson, Jón Laxdal, Mendelsohn, Schubert, Kauhlau, Kunzen. Metterling. Sigurð Þórðar- son og Björgvin Guðmundsson. — Hljómleikarnir hófust með því, að séra Benjamín Kristjánsson minnt ist brautryðjenda tónlistarstarfsem innar á Akureyri, Magnúsar Ein- arssonar, en kórinn söng lofsöng „Mikli guð’ . Húsið var þéttskipað áheyrendum. Var söngnum tekið ágætlega og varð að endurtaka mörg lögin. (FÚý. Hnefaleikarinn heitir myndin, sem- Gamla Bíó sýnir núna. Er það amerísk kvik- mynd um hnefaleikamót í Ame- ríku. Aðalhlutverkin leika. Robert Taylor og Maureen O’Sullivan. Litla prinsessan, myndin, sem Nýja Bíó sýnir nú, er stærsta myndin, sem Shirley Temple leikur í. Gerist myndin í Englandi um þær mundir, sem Búa- síyrjöldin geisaði. ithigsseffld. UT AF guein í hei'ðruöu blaði yöar 1. apríl, um verðlag o.g fatasaum, eftir J. S., viljúm við taka fram eftir farandi: Pega-r Klæðskeraiueistarafélag Reykjavíkur hinn 30. marz 1939' hækkaði saumalaun á fötum úr kr. 65,00 og 75,00 upp 1 kr. 85,00, kærði verðlagsnefnd það fyrir lögreglustjóra. Út af þessari kæru skipaði lögreglustjóri tvo löggilta endurskoðenduT, j)á hr. G. E. Nielsen og Halldór Sigfús- son skattstjóra, til þess að rann- saka raunverulegan kostnað við tilbúning fata á 1. fl. saumastofu í Reykjavík. Niðurstaða þeirrar rannsóknar leiddi í ljós, að kr. 79,87 kostaði að gera fötin eða kr. 5,13 lægra en samþ. taxti okkar frá 30. marz 1939. Þó höfðu endurskoðendurnir ekki reiknað með útsvar og aðra skatta, né heldur tap á útistiandandi skuld- um; útkoma þessara rannsókna er þvf greínilega okkur í hag. Dómur fél.l í málinu 1. nóv. 1939, þar sem við vorum alger- lega sýknaðir af ákæru verðlags- nefndar, og hefir þeim dórni ekki verið áfrýjað. En um verðhækkun síðan þetta var, fáum við ekki við ráðið, eins og ölluni ætti að vera ljóst. Að öðru leyti teljum við ekki að svo stöddu ástæðu til að svara umræddri grein. * Stjórn Klæðskerameist- arafélags Reykjavíkur. Málfundaflokkurinn hefir æf- iingu í kvöld kl. 8V2 i fundarsal félagsins. GAM ANLEIKU RINN Frh. af l. síðu. Guðný Jónsdóttir: „Ég hefi ekki séð leikinn, því miður.“ Að gefnu tilefni biður Aðal- björg Sigurðardóttir þess getið að hún hafi ekki séð leikritið og þar af leiðandi hvorki bannað það né kært yfir því. Frúin er kvikmyndagagnrýn- andi. Álit nokkurra leikfróðra manna. Guðbrandur Jónsson prófess- or: „Þeir, sem ætlast til þess að skopleikir séu bókmenntir eða hafi uppeldisgildi, standa áreið- anlega vitlausu megin við grindverkið. Samkvæmt eðli sínu eru skopleikir lokleysa, vit- leysa — meinlaust grín. Ég hefi séð mikið af skopleikjum, bæði hér og annars staðar og hefi séð hann svartari en þetta. Mér er að vísu ekki hneykslunargjarnt, en ég get ekki, þó að ég sé all- ur af vilja gerður, komið auga á neitt í þessum leik, sem rétt- læti að hann sé bannaður. Mér er ómögulegt að skilja það, ef barnaverndarnefnd þarf á ann- að borð að grípa inn í uppeldi mitt, að ástæða sé til að gera það fyrst, þegar ég hefi 2 um fimmtugt.11 Gústav Jónasson Skrifstofu- sjóri: „Dómnefndin, eða hvað menn vilja kalla þessa nefnd, hefir ekki komið saman enn. En ég tel enga ástæðu til að banna leikinn.“ Karl ísfeld. leikdómari Al- þýðublaðsins: ,,Ég varð undr- andi í gær, þegar ég frétti það, að ákveðið hefði verið að banna leikritið. Ég fór því með tölu- verðri eftirvæntingu á aðalæf- inguna í gærkveldi og bjóst við hinu versta. En eftir að hafa séð leiksýninguna verð ég að segja það, að mér finnst bann- ið svo hlægilegt, að það tekur því ekki að hafa orð um það. Og er bannið jafnvel hlægilegra en leikritið sjálft.“ Lögreglan og leikstjórinn. Alþýðublaðið hafði loks tal af Einari Arnalds, fulltrúa lög- reglustjóra, og leikstjóranum, Indriða Waage. Arnalds sagði: „Okkur var sagt að leikritið væri siðlaust. Við báðum um handritið og bönnuðum leikinn síðan. Stjórn Leikfélagsins bað þá um leyfi til að sýna leikinn prívat og fyrir tilkvaddri nefnd, og það leyfðum við. Nú bíðum við eftir áliti nefndarinnar.“ Indriði Waage sagið: „Bannið kom okkur alveg á óvart og ég skil ekki í öðru en leikurinn verði leyfður." MÓTEKJAN Frh. af 1. síöu. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt mcÖ samhlj’óöa atkvæðum: Þar sem allar líkur eru til, að hitun bæiarins með kolum næsta vetur, þaragað til hitaveit- an tekur til starfa, verði lítt möguleg vegna kostnaðar, felur bœjarstjórn borgarstjóra og bæj1- arráði að láta rannsaka, hvort til- tækilegt muni vera að hita bæ- inn með mó, og ef syo reynist, að athuga möguleika á að mó- vinnsla í nægilega stórum stíl verði hafin annaðhvort af halfu einstaklinga eða hins opinbera. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. kaupa mismunandi stór búnt af höggnum trjávið til uppkveikju. iSSl CsAMLA BIÚ WM 1 i I IfiS NYJA mo WBi . Hnefalelkarinn Litla prinsessan Spennandi og skemmtileg Stærsta, fegursta og til- Metro-kvikmynd, er lýsir komumesta kvikmynd, sem æfiferli amerísks hnefa- undrabarnið leikara. Shirley Temple Aðalhlutverkin leika: hefir leikið. Myndin gerist Robert Taylor í Englandi á þeim tímum, er Búastyrjöldin geisaði. og Myndin er tekin í eðlileg- Maureen O’Sullivan. || um litum. SKEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIR. DANSLEIKUR i Alþýðuhúsinu við Hverfisg. laugardaginn 6. apríl klukk- an 10 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2, sími 4900. Pantaðir aðgöngum. verða að sækjast fyrir kl. Harmonikuhljómsveit félagsins. Eingöngu gömlu dansarnir, ÖLVUÐUM BANNAÐUR AÐGANGUR. HAFNARFJÖRÐUR. Saffikvold Alpýðnflokksíélaganna verður í Templarahúsinu laugardaginn 6. apríl kl. 8V2 síðdegis. TIL SKEMMTUNAR VERÐUR: Kaffidrykkja, ræður, (Guðjó* Guðjónsson og Friðleifur Guðmundsson). Söngur (Blástákkar). Sjónleikur, dans. Alþýðuflokksfólk, fjölmennið! Komið stund- vísléga. Skemmtinefndii*. Mínar beztu þakkir til samiðnarmanna minna, bók- bandssveina og meistara fyrir veglegt samsæti og stóra gjöf í tilefni af 70 ára afmæli mínu. Sömuleiðis færi ég öllum öðrum er minntust þessa afmælis míns kærar þakkir. Lúðvík Jakobsson. ♦-------------:-----------------------------------------♦ Og því ætti ekki að vera hægt að gjöra hið sama hér? Það mun víða standa skógi hér á landi fyrir þrif um, að hann er ekki nægilega grisjaður. Og hvers vegna ætti almenningur, að vera í vandræð- um með að fá uppkveikju, þegar nóg er til af henni í landinu. Það þarf aðeins að kvista viðinn, binda hann í knippi og hafa til sölu í verzlunum. Væri þetta ekki reyn- andi?“ » FÍBnskD fÍStólMM- irnjr lisstn beztn fisklffllð sin. Þriðjil hluti Heirra m nú lieiiniíislaHS m atvinnnlans. KHÖFN I morgun. FÚ. ér'um BIL ÞRIÐJI HLUTI af fiskimönnum Finnlands hefir orðið heimilislaus við breyt- ingar þær, sem gerðiar voru á íandiamærum þess og Rússlands. Eru þetta fiskimenn þeir, sem stunduðu veiðar við Ladogavatn, enn þar voru beztu fiskimiÖ Finna. Er litið svo á, áð einnia öirðugast verði fyrir ríkisstjórninla að afla þessu fólki samasíaðar og atvinnumöguleika af öllum þeim, sem heimilislausir hai« orðið. í Finnlandi er nú tekið ai safna gulli meðal almennings, þar á meðal hringum og hvers konar gripum, og er þetta gei4 tiil þess að aflla gjaldeyris tii viðreisnarstarfsins. Norræna félagið í Danmörkm hefir alls safniað til styrktar Finn- landi 3 milljónum og 312 þús- undum króna. fer til Vestmannaeyja á morgun kl. 6 síðd. Flutningi veitt móttaka til kl. 3 síðd. sama dag. ■ .............. - — Einasta leiðin til þess að auka kartöfluneyzl- una er að selja og nota aðeins valdar og góðar kartöfluar. Þær fást hjá Grænmetis- verzlun ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.