Alþýðublaðið - 06.04.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.04.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKÚRINN XX. ÁRGANG¥R LAUGARDAG 6. APRÍL 1940. 78. TOLUBLAÐ Fleiri togarar fráBafnaríirði fara nú á saltfisksveiöar. Hvað gera útgerðarfélögin í Reykjavík? Rflnófftir PétnrssoB var endnrkosinn fer- maðnr iðju. RUNÓLFUH PhTUHSSON Æ ÐALFUNDUR IÐJU, fé- lags verksmiðjufólks var haldinn í gærkveldi í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. A fundinum fór fram kosning á stjórn fyrir félagið. Kosnir voru: Runólfur Pétursson, endur- kosinn formaður með 126 atkv. Ólafur Einarsson fékk 18 og Sveinn Sveinsson fékk 4. Snorri Jónsson varaformað- ur. Björn Bjarnason, ritari, (endur- urkosinn). Hafliði Bjarnason gjaldkeri (endurkosinn). Méðstjórnendur: Jóna Pálma- dóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Ingibjörg Rist. Frh. á 2. síðu. rW' ILLAGA Emils Jóns- sonar og Finns Jóns- sonar um saltfisksveiðar tog- aranna, eða skatt á ísfisks- sölurnar til styrktar atvinnu- lausu fólki í landi, ásamt upsa- og saltfisksveiðum Bæjarútgerðartogaranna í Hafnarfirði, hefir nú haft þau áhrií, að fleiri togarar fara nú á saltfisksveiðar, en aðeins frá Hafnarfirði. Bæjarú tger'ðartogararni r M aí og Júní eru nú báðir á saltfisks- veiðum, en áður hafði Júní farið 4 ferðir á upsaveiðar. Óli Garða er á upsaveiðum, og er það í’jörða ferð hans. Nú heiir komizt nokkuð skrið á það, að aðrir Hafnarfjarðartog- arar færu á siltfisksveiðar. Júpí- ter er farinn og Garðar fer á salt- fisksveiðar, þegar hann kernur. Engin ákvörðun hefir enn verið fekin um Haukanes, Sviða, Sur- prise, Hafstein eða Venus. — Líklegt. er þó talið, að a. m. k. ’eitlthvað af þessum skipum fari á saltfisk. Petta hefir mikla þýðingu fyri.r atvinnu verkafölks í Hafnarfirði. En hvað verður gert hér í Reykjavík? Um það spyrja nú allir atvinnulausir verkamenn í Reykjavík. Alþýðublaðið spurðist fyrir um þetta í morgun hjá Kveldúlfi, • Aliiance, Géir Thorsteinsson og Þórði Ólafssyni. Öll þessi útgerðarfélög sögðu, að engin ákvöröun hefði enn ver- ið tekin um {>aÖ. Hér er um nrjög þýðingarmikið mál að ræða furir allan almenn- ing — og er það von manna, að togararnir fari sem allra flestir á saltfisksveiðar, og það .sem fyrst. Gamanleikiii9 ur á méti yíI Frásögn lögreglustjóra og leikfélags- stjórnarinnar hvor upp á möti annarri. TJ ÓMNEFNDIN varð ekki sammála um hvort ætti að leyfa „Stundum og stundum ekki“ fyrir almenn- ing. Fjórir nefndarmanna: Gustav Jónasson, Jónatan Halivarðsson, Ragnar Bjark- an og Jón Sigurðsson, vildu leyfa ieikinn, en Jónas sagði nei. Hann vildi halda bann- inu áfram. En þessir fjörir menn létu fylgja dómi sínum þannig lag- aða orðsendingu: „aö enda þótt þeir teldu leikinn nauðaómerki- legan og ósamboðinn virðingu Leikfél. Reykjaví'kur, þá mundu leikhússgestir vera færir urn að dæma hann sjálfir, og því væri ekki ástæða til að banna hann.“ Lögreglustjóri boöaöi í gær á sinn fund blaðamenn og skýrði þeirn frá þessari niðurstöðu dóm- nefndarinniar og að leikurinn yrði nú leyfður. Þá skýrði lögreglu- Frh. á 2. síðu. Skurðgröfur handa her Bandamanna. Þeir hafa pantað mikið af skurðgröfum í Bandaríkj- unum, og eru þær ætlaðar til að grafa skotgrafir. A myndinni Lryggju í höfninni í New York. sjást nokkrar þeirra á Dagsbrði skorar á aiji að befjast handa um —---♦—---— • gera|ðfliigar ráðstafaiilr gegn aukinnl dýrtið. rTl RÚNAÐARRÁÐ Dags- brúnar hélt fund í fyrrakvöld og var hann fjöl- sóttur. Aðalumræðuefnið var dýrtíðin og atvinnuástandið í bænurn. Hófust umræður með því, að formaður skýrði frá við- ræðum, sem félagsstjórn hafði átt við ríkisstjórn, og lagði hann síðan fram fyrir hönd stjórnarinnar áskoranir á alþingi í þessum málum. Umræður voru fjörugar. Tóku margir til máls og voru allir á einu máli um tillöguna, sem að ioknum umræðum voru sam- þykktár einróma, enda eru þær allar varðandi brýnustu hags- munamál verkamanna, kröfur um aukna atvinnu og öflugar ráðstafanir gegn dýrtíðinni. Áskorun félagsins á alþingi er svohljóðandi: VMF. Dagsbrún skorar á al- þingi: 1) Að samþykkja þingsálykt- unartillögu þá, er fyrir liggur um saltfiskveiðar togara, og að gera aðrar þær ráðstafanir til ajukningar atvinnu liér í bæ, sem bætt geti að fullu þann at- vinnumissir, sem skapast hefir við það, að saltfiskvertíð togar- anna hefir enn engin orðið. Vill félagið í þessu sam- bandi benda á það, sem t'ekju- leiðir til aukningar verklegum framkvæmdum, að skattlagður verði sá atvinnurekstur, sem stríðsgróði hefir á orðið. 2) Að samþykkja gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir minst tíu vélbátusn til útgerðar hér í Reykjavílt. .Tafnframt væntir félagið þess, að bæjarstjórn Reykjavík- ur fylgi máli þessu fast eftir, og geri nauðsynlegar ráðstafan- ir til að hægt verði að hrinda því í ffamkvæmd hið allra bráðasta, 3) Að samþykkja þingsálykt- unartillögu þingmanna R'eykja- víkur um innflutning á bygg- ingarefni. Telur félagið að með sam- þykbt þeirrar þingsályktunar- tillögu sé afstýrt stórkostlegum vandræðum, sem bíður fjölda verkamanna og iðnaðarmanna hér í bæ, ef byggingarvinna verður að stöðvast vegna skorts á byggingarefni. 4) Að öflugar ráðstafanir verði gerðar til þess að halda niðri verðlagi á erlendum og innlendum vörum og til þ'ess að húsaleiga fari ekki hækk- andi, þannig, að dýrtíðinni verði haldið niðri eins og framast er unt.“ Auk þess var samþykkt ein- róma áskorun á bæjarstjórn: „V.M.F. Dagsbrún skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur og ríkistjórn að fækka ekki í at- vinnubótavinnunni frá því, sfern nú er, fyrr en fjölgað verður að verulegu leyti í hitaveitunni. Jafnframt skorar félagið á bæjarstjórn Reykjavíkur að gera allar þær ráðstafanir, sem hún íelur sér fært til atvinnu- aukningar í bænum. Vill félagið í þessu sambandi benda á hvort ekki muni nú þegar hægt að hefja vinnu við væntanlegan íþrótta- og flug- Frh. á 2. síðu. .. 1 Bæjarráð ræðlr kröfnr Dagsbrúnar A FUNDI bæjarráðs í gærkveldi lágu fyrir þær áskoranir Dagsbrúnar til bæjarstjórnar, sem fylgja hér með. Urðu nokkrar umræður um á- skoranirnar og var sam- þykkt að fela borgarstjóra að hefja nvi þegar viðræð- ur við stjórn Dagsbrúnar á grundvelli áskorananna. að lögbjóða dýrííðarnppbóíálann skrifstofi- og verzl- nnarfólks! Frnmvarp um pað (ram komlð á alpingi. 'T' HOR THORS flytur á al- þingi frumvarp um greiðslu verðlagsuppbóta á laun- um í verzlunum og skrifstofum. Leggur hann til að vferzlunar- fólk fái sömu launauppbætur og verkamenn, þó ekki á hærri laun en 650 kr. á mánuði. Sé verzlunarfólk — 300 kr. eða minna á rnánuði, í 1. flokki, með 300—400 kr. í 2. flokki og með meira en 400 kr. í 3. fl. Frumvarpið er flutt vegna til- Frh. af 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.