Alþýðublaðið - 09.04.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.04.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XX. ÁRGAN©¥R ÞRIÐJUBAG 9. APRÍL 1940 80. TOLURLAÐ Kaupmannahöfn þegar í höndum Þjóðverja. «».. Norðmenn báðu í morgiin Breta og Frakka nm hjálp og hafa pegar fengið loforð peirra nm hana. HÉR FER Á EFTIR ÚTDRÁTTUR úr fréttum af hinum örlagaríku atburðum, sem gerzt hafa í nótt og í morgun á Norðurlöndum: — Frétt- irnar eru teknar eftir útvarpi í Kaupmannahöfn, London, Berlín og Oslo, þar eð símasambandslaust er nú við Kaupmannahöfn. I nótt kl. rúmlega 3 réóist þýzkur her yfir landamæri Danmerkur á Suður-Jótlandi, hjá Flensborg eg Tönder. Um svipað leyti var settur her á land af þýzkum herflutningaskipum á Norður-Jétlandi. Danshi herinn á SuÖur-Jétlandi lætur undan síga og er 2 km. á undan hlnum þýzka innrásarher. Þjóðverjar voru í morgun sagöir vera komnir noröur fyrir Esbjerg. Samkvæmt tilkynningu brezka útvarpsins kl. 10.03 í morgun voru Þjóðverjar þá búnir að taka Kaupm.- höfn á sitt vald. Útvarpsstööin í Kaupmannahöfn er þögnuö og talsímasambandi er slitiö viö önnur Noröur- lönd. Þjóðverjar setja her á land i Suður-Noregi. Þegar siðari hluta dagsins í gær varö vart fjölda þýzkra herflutningaskipa í Kattegat á leiÖ til Noregs* Inni í Oslofiröinum lenti í sjéorustu milli þýzku skipanna og hinna norsku strandvarnaskipa. — Þjóöverjar hafa þegar sett her á land á fleiri en einum staö á suöurströnd Noregs. Þýzkar flugvélar vörpuöu sprengikulum niöur yfir Oslo og Kristianssand í morgun. Norðmenn segja Þjóðverjum strið á hendur. Norska stjórnin sat í aila nótt á fundi og tók þá ákvöröun í morgun, að verja landiÖ gegn innrás Þjóöverja. ASIsherjarhervæÖing var fyrirskipuð og samtímis sneri norska stjórnin sér til Breta og Frakka og bað þá um hjáip. Bretar og Frakkar hafa þegar lofaö Norömönnum aö veita þeim allt þaö 8iÖy sem þeir geta. Norömenn hafa sagt Þjóöverjum stríð á hendur. Þýzki sendiherrann í Oslo gekk á fund Halvdan Koths, utanríkismálaráðherra kl. 5 í morgun og lýsti því yfir við hann, a$ Þýzkaland myndi setja her á land í Noregi og taka landið undir sína vernd, til þess að koma í veg fyrir að Bandamenn hertækju landið. — Halvdan Koht svaraði að sér væri ekki kunnugt um neinar slíkar fyrirætlanir Bandamanna og að Norðmenn myndu verja sig meðan þess væri nokkur kostur. Norska stjórnin er sögð hafa farið frá Oslo í morgun og hafa tekið sér aðsetur til bráðabirgða í Ha- mar, uppi í landi. Brottflutningur fólks frá Oslo og hafnatborgunum í Suður Noregi er þegar byrjaður. í nótt íá Oslo í myrkri og einnig aðrar stærri borgir í Noregi. Almenn hervæðing fyrlrsklpnð f Svibjóð. Það er kunnugt, að Þjóðverjar hafa í nótt lagt tundurduflum úti fyrir Kattegatströnd Svíþjóðar og hafa þar með raunverulega stöðvað allar siglingar til Svíþjóðar utan af Atlantshafi, en ekki er kunnugt að þeir hafi enn gert neina tilraun til að setja her á land í Svíþjóð. Sænska stjórnin sat á fundi meirihlufa nætur og gaf út að fundinum loknum fyrirskipun um al- menna hervæðingu. Þýzka herstjórnm gaf út opinhera tilkynningu um árásina á Danmörku og Noreg kl. 8 í morgun. Þar er sagt að árásin sé gerð til þess a# koma í veg fyrir það, að þessi lönd séu tekin herskildi af Bretum og Frökkum og jafnframt er skorað á Dani og Norðmenn að sýna engan mót- þróa gegn hinum þýzku yfirvöldum, enda sé það þýðingarlaust, því að sérhver mótstaða myndi verða barin miskunnarlaust niður. Stjórnir og herstjórnir Breta og Frakka hafa setið á fundum í allan morgun, en ekkert hefir enn verið tilkynnt um ákvarðanir þeirra annai en það, að þær muni koma til liðs við Noreg með öllum þeim herafla, sem þær hafa á að skipa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.