Alþýðublaðið - 11.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.04.1940, Blaðsíða 2
B"M7 'JD*iC . í’ 11. ■&-UL nc á eftirtöldum amerískum cigarettum má ekki vera hærra en hér segir: Happy Hit Camel Three Kings One Eleven í 20 stk. pk. kr. 1,80 pakkinn. ---------------------1,80 — ---------------------1,80 — ---------------------1,60 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má smásöluverðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakselnkasala rlkisins. Smíðum togviDdor í vélbáta. STERKAR — EINFALDAR AUÐVELDAR í NOTKUN. Höfum að jafnaði fyrirliggj- andi allan togbúnað fyrir vélbáta. Skrá yfir útistandandi útsvarsskuldir bæjarsjóðs Reykjavíkur í marz 1940 liggur frammi til sýnis fyrir gjaldendur bæj- arins í skrifstofu bæjargjaldkera, Austurstræti 16, virka daga, aðra en laugardaga, kl. 3—5 e. h. BORGARSTJÓRINN. KápoMin, Langaveg 35. Taubútasala í síðasta sinn. Ágætir bútar í flíkur á börn og unglinga. Dömuveski frá 5 krónum. E» vortízkuna um helgina, bæði blöð og efni. Sigurður Gnðmnmðsson. Sími 4278. Blðmaverslunin Flóra Austurstræti 7. Sími 2039. Kaupið matjurta- og blómafræið í tíma. Flora POLYGHROME - LITIR (Dekor ationslitir.) Endingargóðir vatnslitir fyrir alls konar innanhússskreyt- ingar, gluggaauglýsingar o. fl. Fyrirliggjandi í öllum helztu litum í 100 gr. dósum. VÖRN NORÐMANNA Frh. af 1. síðu. Norðmenn verjast einnig vasklega á þeim stöðum vestan- fjalls og norðanfjalls, þar sem Þjóðverjum tókst að setja lið á land. Sérstaklega eru bardag- arnir grimmir umh’óerfis Nar- vik. Norðmenn halda járnbraut- inni yfir til Norður-Svíþjóðar skammt ofan við borgina og norskir skíðamannaflokkar eru alls staðar á sveimi umhverfis hana til að vinna Þjóðverjum tjón. Norðœenn bnnir að taka Narvík? BREZKA útvarpið sagði klukkan hálf tvö í dag. að Norðmenn hefðu nú gersigrað þýzka landgönguliðið í Narvik og náð borginni aftur á sitt vald. Ný yfirlýsini Nyiaards- vðlds. LONDON í morgun F.Ú. Nygaardsvold forsætisráðherra Norðmanna hefir gefið út ávarp þess efnis, að Noregur sé stað- ráðinn í að halda áfram að berj- ast gegn Þýzkalandi. 1 ávarpinu eða . stjórnartilkynningunni segir, að konungurinn hafi ekki látið að kröfum Þjóðverja um að Noregur væri settur undir hernaðarlegt eft irlit beirra, en ef gengið væri. að þeim kröfum væri Noregur orðinn leppríki Þýzkalands. Eng- in önnur rikisstjórn fer með völd í Noregi, segir í tilkynningunni, nema sú stjórn, sem er löglega kosin og viðurkennd af norsku þjóðinni. Enda þótt ríkisstjórnin færi frá Oslo var hún staðráðin í að fara áfram með völdin. t lok ávarpsins segir, að norska ’-ft stjórnin sé þess fullviss, að allar .þjóðir fordæmi framferði Þýzka- lands og hvetur enn alla Norð- menn til þess iað sameinast i baráttunni gegn Þjóðverjum. Irásin ð Norðnrlðnd var réttmæt, segja Rðssar! LONDON í morgun F.Ú. T GREIN í Isvestia" í Moskva í morgun kemur í ljós, að innrásin í Danmörku og Noreg var gerð með vilja og vitund Rússa. Greinin úr „Isvestia“ var lesin upp i útvarpið í Moskva. Þegar í gærkvöldi var til- kynnt í útvarpinu i Moskva, að mikilvæg yfirlýsing yrði birt í Moskva í dag, og þannig gefið í skyn, að Þjóðverjar hefðu sam- úð Rússa. I yfirlýsingunni takast Rússar þó ekki á hendur neinar skuld- bindingar, en segja, að Banda- menn hafi áformað að ráðast á Noreg og Danmörku, að þeir hafi aldrei ætlað sér- að hjálpa Finn- landi, og að það hafi verið rétt- mætt af Þjóðverjum að ráðast á Noreg og Danmörku. Rússar styðja Þjóðverja þann- ’ig í orðum, segir brezka útvarp- ið, en skuldbinda sig ekki til neins stuðning. Ávarp forsætisráðherra til pjóðarinnar í gærdag -----«--- A VARP það, sem forsætis- ■^-*- ráðherra Hermann Jónas- son flutti í gær til þjóðarinnar, var þrungið mikilli alvöru. Hann skýrði fyrst frá sam- þykktum alþingis í fyrrinótt og atburðum þeim, sem voru und- anfari þessara samþykkta, en síðan mælti hann á þessa leið: „Ég vænti að ykkur, góðir íslendingar, sé það nú ljóst af tildrögum þessara tillagna og því, hvernig þær voru undir- búnar, og af þeim samhljóða undirtektum, sem þær fengu á alþingi, að ekki varð hjá því komist, að gera þessar ráðstaf- anir. Það, sem gerzt hefir, er, að vald það, sem konungur fer með samkvæmt stjórnarskránni, hef- ir að svo stöddu verið flutt inn í landið, og sama máli gegnir um landhelgisgæzlu og’ utanrík- ismál, að svo miklu Ieyti, sem þessi mál hafa verið í höndum Dana. En veitið því athygli, að þrátt fyrir það eru stjórnskip- unarlög ísíands óbreytt, og það hafa aðeins verið gerðar þær ráðstafanir, sem ástandið hefir gert alveg nauðsynlegar. Ég hefi þá lokið því að skýra þjóðínni frá þeim mjög mikil- vægu ákvörðunum, sem alþingi gerði í nótt og þeim rökum, sem til þeirra liggja. Um ástandið, sem þessu veld- ur, það, sem er að gerast og mun gerast á Norðurlöndum, ætlá ég ekki að ræða, en ég vil, þótt það þýði lítið nú á tímum að votta samúð, segja það, að mikil er samúð og samhyggð okkar íslendinga út af þeim ör- lögum, sem frændþjóðir okkar verða að þola. Um okkar eigin framtíð er heldur ekki hægt að spá neinu. Við verðum að horfast í augu við það, að ástandið hefir versn- að mjög mikið; við höfum færzt nær styrjöldinní og hættunni. En þótt við horfum á þessar hættur með opnum augum, og einmitt vegna þess að við ger- um það. getum við mætt hinu ókomna án verulegs kvíða eða ótta, því ef ástandíð er skoðað rétt, höfum við íslendingar enn ýmsar ástæður til að líta á að- stöðu okkar í þessu stríði sæmi- legri en flestra annarra þjóða. Og við getum þá einnig minnt sjálfa okkur á það sem oftast, að aðalatriðið er ekki erfiðleik- arnir sjálfir, heldux hvemig þeim er mætt.“ « Happdrætti Há- skðlans. EFTIRTÖLD númer komu upp í 2. flokki happdrætt- isins í gær: Annar dráttur í happdtætti Há- skólans fór fram í gær. Þessi núm er hlutu vinninga. (Bir.t án á- hyrgðar): 10,000 kr. 16950. 5000 kr. 18598. 2000 kr. 7754. 1000 kr. 12171. 500 kr. 4133. 5356, 7588, 15784, 18693. 200 kr. 922, 1923, '2117, 4165, 6776, 7838, 9271, 9896, 10820, 11550, 12940, 13041, 13427, 14404, 16607, 17163, 20159, 22759, 23867, 24534. 100 kr. 270, 367, 439, 621, 644, 749, 903 960, 1195, 1338, 1749, 1943, 1956, 2037, 2300, 2470, 2626, 2998, 3007, 3406, 3421, 3480, 3531, 3620, 3679, 3923, 4332, 4406, 4704, 4733 4762, 5131, 5506, 5907, 5935, 5938 6017, 6255, 6306, 6477, 6583, 6591 6694, 6752, 5797, 7339, 7517, 7552 7702, 7730, 7909, 7914, 7926, 8004 8124, 8172, 8191, 8502, 8561, 9101 9147, 9225, 9342, 9462, 9584, 9728 9792. 10049, 10063, 10149, 10166, 10512, 10612, 10761, 10784, 10831 10845, 10854, 10991, 10911, 11030 11098, 11255, 11419, 11552, 11603 11733, 11819, 11873, 11876, 11920 12170, 12236, 12269, 12270, 12558 2613, 12744, 12758, 12759, 12762, 12804, 12827, 13022, 13085, 13126 3137, 13577, 13676, 14219, 14240 14326, 14526, 14528, 14578, 14601 14623, 14633, 14665, 14815, 14831 15004, 15086, 15434, 15539, 15549 15641, 15680, 15784, 15971, 16410 16486, 16600, 16636, 16918, 17111 17354, 17460, 17681, 17787, 17921 18318, 18359, 18505, 18664, 18736 18743, 18881, 18974, 19386, 19454 19547, 19685, 19760, 19889, 19902 19921, 19998, 20027, 20158, 20233 20392, 20465, 20484, 20571, 20624 20662, 20663, 20750, 20828, 20853 • 20938, 21083, 21179, 21252, 21399 21513, 21535, 21651, 21688, 21969 21720, 21793, 21826, 21933, 21959 21966, 22059, 22138, 22186, 22227 22235, 22276, 22340, 22403, 22687 22690, 22702, 22715, 22729, 22757. 22837, 22845 22892, 22916, 23193, 23221, 23444 23449, 23456, 23876, 23944, 24122 24306, 24375, 24568, 24659, 24769 24809, 24855, 24946. Ern kommáiistar komnir At af línnnii? T GÆR og í dag hefir ■*■ blað kommúnista hér reynt að láta líta svo út sem þeir fordæmdu árásir Þjóðverja á Danmörku og Noreg. I gær birtist leiðairi í rússneska blaðinu Isvestia. þar sem svo er um mælt, að árás Þjóðverja á Norð- urlönd væri mjög skiljan- leg og sjálfsögð. Um þessa afstöðu Rúss- lands vissu kommúnistarn- ir hér ekki fyrr en í morg- un, og nú er eftir að sjá línu þeirra á morgun. SVÍÞJÖÐ Frh. áf 1. síðu. landi hefir verið takmörkuð. í Belgíu hefir öllum heimferðar- leyfum í hernum verið frestað, en hermálaráðherrann segir, að ekki sé um almennt herútboð að ræða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.