Alþýðublaðið - 11.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUD/ C JE 1L. U'P/L KIO Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og.J)21 (heima). Ritstjórn: AlþýSuhúsinu við HverfisgÓtú. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á' mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H,,F. SamþykktirQar m æðstn stjðrn landsins MEÐ því a'ð það ástand hefir skapazt við hernám Dan- merkur, að konunginum er sem konungi íslands orðið ókleift að fara með vald þáð, sem honum er fengið í stjórnarskránni, og þar sem Danmörk getur af sömu ástæðu ekki lengur talizt fær um það, að fara, með utanríkismál fslands í umboði þess né haft landhelgisgæzlu á hendi hér við fand samkvæmt sambandslag-a- samningnum milli Islands og Dan merkur, hefir alþingi nú, með samþykktum þeim, sem það gerði í einu hljóði í fyrrinótt, ákveðið að vald konungsins skuli „að svo stöddu", eins og það er orð- að í samþykktunum, falið ráðu- neyti Islands og Utanríkismáiin og landhelgisgæzlan tekin aðöllu leyti í .hendur ístendinga. Með þessum samþykktum hafa Islendingar að svo stöddu flutt -æðstu stjórn allra sinna tnála aftur inn í landið, og er það í fyrsta skipti, sem þeir fara sjálf- ir með 'hana síðan þeir gengu Noregskonungi á hönd fyrir tæp- um sjö ’hundruð árum. Á rólegri tímum en þeim, sem nú eru að liða, myndi slík á- kvörðun alþingis hafa vakið meiri hreifingu og meiri fögnuð með- al þjóðarinnar, en raun er á. lln á þeim ógurlegu reynslutím- um, sem 'dunið hafa yfir sam- bandsþjóð okkar og aðra nán- ustu frændþjóð, hefir þessi sögu- legi viðburður farið ,fram áh alls j hávaða og ytri viðhafnar. Og ' það fer vel á því. Pað sæmir ir okkur ekki að efna til fagn- öðar og hátíðahalda, þegarfrænd þjóðir okkar eru að berjast fyr- ir lífi sínu og tilveru. Og þó að við sjálfir vonum það, að hlut- skipti okkar í því stríði, sem nú er háð, ,verði ekki eins þungt og þeirra, verðum við að vera við því búnir, a(ð einnig okkar sjálfstæði verði létt á vogarskál- tim stórveldanna meðan á stríð- inu stendur. Það fer þvi í öllu tilliti bezt á þvi, að fresta öllum fögnuði — þangað til við vitum að við fáum að njóta sjálfstæð- isins i friöi og jafnframt getum notið þess með góðri samvizku gagnvart sambandsþjóð okkar, sem nú ,í bili hefir orðið fyrir þeirri ógæfu, að vera svift sjálf- stæði sínu. Við áttum ekki von á þvi, áð- ur en stríðið hófst síðastliðið haust, að svo alvarlegir viðburð- ir og þeir, sem nú hafa gerzt >. með sambandsþjóð okkar, yrðu þvi valdandi, að við tækjum bæði konungsvaldið og æðstu stjórn utanríkismálanna í okkar eigin hendur áður en sambandslaga- samningurinn milli íslands og Danmerkur væri út runninn. Ep við höfum að vísu ekki heldur rofið þann samning með þeini samþykktum, sem alþingi gerði, heldur aðeins að svo stöddu tek- ið konungsvaldið og þau mál, sem sambandsþjóðin fór með fyrir okkar hönd samkvæmt hon- !um, í okkar hendur, sökum þess, að það var óumflýjanleg skylda við sjálfstæði okkar, eftir að sam bandslandiö hafði verið hertekið. Það er þó að sjálfsögðu okkar heitasta ósk að fullnaöarlausn á þessu viðkvæma rnáli megi fást í vim am'egum viðræðum og fullu samkomulagi við alfrjálsa ogfull- valda sambandsþjóð okkar. En úr því, sem komið er, er það nú skylda okkar, að sýna, að við séum virkilega menn til þess að fara sjálfir með æðstu stjórn landsins, án meðábyrgðar eða aðstoðar annarra, eftir að örlögin hafa lagt okkur það hlut- verk á herðar á alvarlegustu tím- um, sem yfir hafa dunið. Samkykktir alnfngis vekja eftitekt er- lendis. RÁ atburðum þeim, sem gerð ust á alþingi í fyrrinótt segir brezka útvarpi^ ^vo: Á tslandi, sem lotið ífeSr stjórn Danakonunga frá því dok ld. ald- ar, hefir ríkisstjórnin í dag rætt aðstöðu íslands, þar sem kon- ungur tslendinga, Kristján X. Dara'-onungur, hefir ekki aðstöðu til að fara með vald sitt sam- kvæmt stjórnarskránni, og var á- kveðið að leggja allt vald í Jhead- ur ríkisstjórnarinnar og«að hún stjórni þar til staða Danmerkur er orðin skýrari. Frá þessum atburði var einnig þkýrt í ítalska útvarpinu í gær- kvekli. Þýzkur émbættismaður sagði i dag, að Þýzkaland hefði ekki nein áform í huga gagnvart ts- landi og Grænlandi, því að það lá!i sig þessi lönd alls ekki neinu skifta. Aðalfnndnr Snmar- gjafar. A DALFUNDUR barnavinafé lagsins „Sumargjöf“ var haldinn I fyrrakvöld. Or stjórn áttu að ganga sr. Árni Sigurðs- sson, Bjarndís Bjarnadóttir og Isak Jónsson, en voru öll end- urbosin. Formaðúr gaf skýrslu um störf félagsins. Höfðu verið gerðar ýmsar erjdurbætur á Grænuborg. Á árinu hafði verið starfað sam tals á barnaheimilum félagsins í 283 daga, en 141 dag árið áður. 332 börn dvöidu á heimilinu um árið, en 280 árið áður. Ar.iPVÐ'jrXABIÐ illnskn BilöðSn undir járniiæl Þjóðverja. „Það er valdið, sem talar, valdið sem stjórnar44, segir Sociai-Demokraten. . - » ■ Breytingar á dosssku stjérninni. 1 ÖNSKU blöðin komu út í gær undir eftirliti Þjóðverja. Öllum dönskum blaðamönnum hefir verið hótað handtöku ef þeir hlýði ekki fyrirmælum hinna er- lendu yfirvalda. Socialdemokraten, málgagn Al- þýðuflokksins, kom út, en að mestu fullur af tiikynningum og i minna broti en áður. f leiðara blaðsins stóð eftir- farandi setning: „f dag gilda ekki venjuleg rök eða skynsam- legar umræður. Það er valdið, sem talar og valdið, sem stjórn- ar. Fyrir þessu verðum við að beygja okkur“. — :Svo virðist eftir fregnum frá London að dæma, sem Politiken hafi verið látin birta hinar hvössustu árás- argreinar Þjóðverja gegn Bret- um. Lausar fregnir frá Kaupmanna- höfn herma að þýzkir hermenn vaði um borgina og geri sig aÖ húsbændum í verzlunum og á kaffihúsum. Sömu lausafregnir herma að komið hafi til upp- (þota í borginni. i Það var tilkynnt í danska út- varpiÖ í gærkvöldi, að danska stjórnin hefði verið endurskipu lögð og hafa nú þrír íhaldsmenn tekið sæti í henni. Meðal hinna Ekkert simasam- baod við Korð- urlðnd. Ekkert símasamband hef ir náðst við Norðurlönd síðan Þjóðverjar réðust á Danmörku og Noreg. Talstöðin hér hefir engu j; sambandi náð síðan. Skeyti hafa hins vegar verið afgreidd héðan, en við þeim hefir ekkert svar komið. í gær gerði landssíminn fyrirspurn til hinnar brezku símaþjónustu um það, hvort hún afgreiddi skeyti héðan til Norður- landa og fékk játandi svar. Hafa skeytin því komizt á ákvörðunarstaðinn. Gera má ráð fyrir að undir eins og mögulegt er muni sendiherrann í Kaup mannahöfn og verzlunar- fulltrúinn í Oslo síma hing- að, Christmas nýju ráðherra eru Möller og Brorson. Osió undir stjórri Qiiisilrigs. Lenti allt f uppnámi í borginnl I gærkvðldi ? tilkynningar og hrép i varpinu um klukkan 10. út~ AÐ virðist vera í nokk- ~ urri óvissu hverjir eiga sæti í hinni norsku Kuusi- nenstjórn ásamt Quisling majór. Þegar stjórnin var til- kynnt var skýrt frá því, að Jónas Lie lögregluforingi og höfundur skáldsögunnar „Hákarl í kjölfarinu“ væri dómsmálaráðherra. — Var þetta þekktasta nafnið. En UÚ hefir Jónas Lie tilkynnt að hann sé alls ekki í þessari stjórn. í fyrradag, um sama leyti, sem Þjóðverjar réðust á Noreg og norska stjórnin fyrirskipaði almenna hervæðingu, fyrirskip- aði hún jafnframt brottflutn- ing fólks úr Oslo. Samstundis flutti fólkið úr borginni og þar á meðal næstum allir karlmenn á aldrinum 18—45 ára, eða þeir, sem voru á herskyldu- aldri. Fóru þeir til stöðva sinna, aðallega utan borgarinnar. Þær fregnir bárust hingað, að brottflutningur fólks úr Oslo hefði vérið afturkallaður. Þetta var gert af Quisling-stjórninni, eða öllu heldur af þýzku yfir- völdunum strax og Þjóðverjar höfðu. hertekið borgina. Stöðv- uðu þau brottflutninginn í miðjum klíðum og ráku fólkið til heimila sinna- Þetta virðist hafa skapað ákaflega ringul- reið. í útvarpinu í Oslo í gærkveldi kl. 10 var hvað eftir annað aug- lýst eftir börnum, serm týnst höfðu, og menn beðnir um að tilkynna í ákveðna síma, ef þeir yrðu varir við börn á flæk- ingi. Jafnframt var i sífellu hróp- : „Hættan er liðin hjá!“ Virt- ist sem uppþot hefði orðið í borginni um kl. 6—7 í gær- kveldi og að bæjarbúar hefðu hópast saman á járnbrautar- stöðvarnar og aðra staði þar sem möguleikar eru á að hægt væri að komast burtu. -— Það liggur að minnsta kosti mjög nærri að álíta af fregnum að dæma, sem hingað bárust seint í gærkveldi, að ótti hafi gripið borgarbúa við það, að brezkur her myndi gera árás á borgina frá sjó og jafnvel að í bardaga myndi slá milli setuliðs Þjóð- verja í borginni og norska hers-e ins, sem steínir að borginni frá Kongsvinger. — Að minnsta kosti hrópaði þulurinn hvað eftir annað: „Fólk er beðið að snúa aftur til heimila sinna og vera rólegt. Engin hætta er lengur. Hún er liðin hjá. En sýnið þýzkum yfirvöldum fulla hlýðni.“ Þá voru lesnar upp á- skoranir og tilkynningar undir- ritaðar af Quisling „forsætis- ráðherra". Ein var á þessa leið: „Hermenn! Leggið niður vopn- in. Látið ekki Nygaardsvold reka ykkur út á blóðvöllinn! Öllum hermönnum. sem leggja niður vopn. er heitið fullu frelsi.“ — Að síðustu las þul- urinn upp langa greinargerð frá Berlín um stríðið. — Og síðan kom dansmúsík. Fréttir frá Noregi herma, að þýzki „verndarinn“ hafi haft tal af Hákoni Noregskonungi og beðið hann að viðurkenna Quis- ling-stjórnina, Konungur neit- aði því. Um líkt leyti flutti Ny- gaardsvold forsætisráðherra ræðu og endurtók enn éinu sinni, að Norðmenn jtnyndu halda áfram að berjast. —Sagt er að norska stjórnin hafi yfir- gefið Hamar. Hambro stórþingsforseti er kominn til Stokkhólms. Norska ríkisstjórnin hefir lát- ið endurbæta og stækka í skyndi útvarpsstöðina í Bodö, en hún er yzt við Vestfjorden, alllangt fyrir sunnan Narvik. Bretar hafa bannað öll við- skipti við Danmörku meðan landið sé í höndum Þjóðverja, en bjóða jafnframt dönskum skipum að sigla til hlutlausra eða brezkra hafna. Hins vegar hafa Þjóðverjar fyrirskipað dönskum" skipum að fara til hlutlausra hafna. í gær bárust fregnir um að allmikið af fólki hefði flúið í bátum frá Danmörku og yfir til Svíþjóðar. Fimmtudagsklúbburinn heldur dansleik í kvöld kl. 10 í Alþ‘ðubúsinu við Hverfisgötu. Guðspekifflagið. Reyk j aví kurstúkuf undur annað kvöld kl. 8,30, skáldakvöld: erindi um Jónas Hallgrímsson, upplestur, einsöngur. ftergen og Þrándheim* ur f hðndum Breta? *-----4» 1 jjp' RÁ STOKKHÓLMI bárust þær fregnir í gærkveldi, að -k Bretar væru búnir að taka aftur bæði Bergen og Þrándheim, og er sú fregn sögð staðfest af Hambro forseta norska stórþingsins, sem kom til Svíþjóðar í nótt. En Þjóðverjar bera fregnina til baka, og engin staðfesting hef- ir enn fengizt á henni frá London.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.