Tíminn - 24.01.1963, Page 15
Eiríkur Úgmundsson
Eiríkur ögmundsson var Aust-
ur-Skaftfellingur að fœðingu og
Eett, fæddur 14. júní 1874, þjóð-
hátíðarárið, missti föður sinn í
bernsku og ólst upp með móður
sinni. Að Eiríki stóðu traustar
l>ændaættir.
Til Vestmannaeyja fluttist Eirík
ur árið 1914 um haustið. Eft-
ir það átti Eiríkur samfellda bú-
setu í Vestmannaeyjum þar til
liann dó hinn 4. janúar s.l. eftir
stutta sjúkrahúslegu.
Á næsta ári eftir komu sína til
Eyja hóf Eiríkur að stunda sjó-
sókn, og róri fulla tvo áratugi á
vetrarvertíðum með Ólafi Ingileifs
syni, og varð síðar sameignarmað-
ur hans ásamt fleiruin að útgerð',
en á þeim tíma var Ólafur Ingi-
leifsson einn af harðsæknustu og
mestu aflamönnum Eyjanna.
Árið 1916 kvæntist Eirikur eftir
lifandi konu sinni Júlíu Sigurð-
ardóttur ættaðri undan Eyjafjöll-
um, mætri mannkostakonu o,g
eignuðust bau sex mannvænleg
fcorn, en einn sonur fórst í stríðinu
rrieð skipi sem týndist. Eiríkur
ögmundsson var stór maður vexti,
beinvaxinn og fríður, hæglátur í
framkomu en vakti traust þeirra
sem kynntust honum.
Eiríkur Ögmundsson var liðtæk
ur maður í sveit hinna svokölluðu
aldamótamanna sem voru þátttak-
endur í atvinnubyltingum þeim
sem áttu sér stað í íslenzku at-
liafnalífi með tilkomu vélbátanna
og véltækni til lands og sjávar, og
þrátt fvrir það að Eiríkur var hlé-
drægur að eðlisfari þá valdist hann
vegna margháttaðra mannkosta til
, forystu í verkalýðshreyfingunnj i
Eyjum, sem þá var að taka á sig
fastmótað form. varð Eiríkur hvort
tveggja í senn, forgöngumaður um
stofnun fyrsta verkamannafélags-
ins í Vestmannaeyjum, Dfífanda,
og fyrsti formaður þess.
Ungir menn nú á dögum, sem
geta valið á milli margháttaðra
starfa, eiga erfitt margir hverjir
»ð setja sig i spor þeirra manna,
sem stóðu í fylkingarbrjósti fyrstu
verkamannafélaganna á íslandi.
og þar voru átök ekki mýkri í
Vestmannaeyjum en annars stað-
ar. Slík forganga á þeim tímum
gat kostað útilokun frá atvinnu og
skort lífsþurfta. Verkamannasam-
tökunum í Eyjum varð það þess
vegna mikið lán að nióta forystu
manns eins og Eiríks Ögmundsson
ar á fyrstu árunum meðan samtök-
in voru að vaxa að félagsþroska
og samtakamætti.
Þýzkur málsháttur segir, að það
sé gott að gera ekkert illt, en hitt
sé betra að óska engum ills. Ei-
ríkur Ögmundsson var í flokki
þeirra manna, sem engum vildi
gera rangt, en hann átti erfitt með
að þola órétt og’ var í blóð borið
að taka svari lítilmagnans hvar
sem var. Sem dæmi um traust það
og álit sem Eiríkur naut í Eyj-
um má nefna það, að hann var
kosinn bæjarfulltrúi í fyrstu bæj
arstjórn Eyjanna 1919 og átti sæti
í bæjarstjórn fyrsta áratuginn. Þar
eins og annars staðar, reyndist Ei-
ríkur athugull og tillögugóður og
alla ævi var hann manna sættir.
Árið 1936 hætti Eiríkur útgerð
og réðst verkstjóri hjá Helga
Benediktssyni og starfaði þar með-
an kraftarnir entust eða þar til á
s.l. hausti.
Á stríðsárunum gegndi Eiríkur
umfangsmiklu og erfiðu starfi,
hann var allt í senn, verkstjóri við
fiskverkun og skipaafgreiðslu
Helga Benediktssonar, svo sem
fyrr greinir, og annaðist afgreiðslu
mikils fjölda fiskflutningaskipa,
sem fluttu ísvarinn fisk á erlend-
an markað og var oft unnið við
jafnt á nóttu sem degi, og kom sér
þá oft vel hig trausta skap Eiríks
og man.nihylli hans.
Þegar samleið skilur verða hin-
ir horfnu samferðamenn misjafn-
lega minhisstæðir, fer þar mjög
eftir mannkostum og skapgerð.
Eiríkur Ögmundsson, er einn af
þeim mönnum sem samferðafólk-
inu verður minnisstæður, veldur
þar. um góg grcind hans og að
hanipvar víðlesinn, þðtt' úhi skóla
göngu væri lítt að ræða, vingjarn-
iegt og hlýlegt viðmót og létt og
hnyttin tilsvör sem sögðu í einni
| setningu það, sem aðrir áttu óhægt
I með ag lýsa með löngu máli, og
almenn góðvild.
Framan af ævinni hlóðust á Ei-
rík meiri trúnaðarstörf fyrir sam-
herja sína i verkalýðsfélagin'u og
flokksbræður, heldur en hann ósk
aði sjálfur eftir og þegar til valda
streitu kom í þessum efnujj^ þá
dró Eiríkur sig í hlé, hjá honum
var aðeins um hljóðlátt þjónustu-
starf að ræða en ekki ásókn í valda
aðstöðu.
Hverju bæjarfélagi er það mikil
gæfa að eiga sem flesta íbúa sem
eru búnir hliðstæðum mannkost-
um eins og Eiríkur Ögmundsson
var svo ríkur af og þær kynslóð-
! ir sem nú byggja Vestmanna'eyjar
njóta ávaxta af starfi og athöfn-
| um aldamótamannanna, sem nú
j eru óðum að hverfa. Við lát Ei-
ríks Ögmundssonar er þakklætið
I i'íkast í hugum samferðafólksins.
H. B.
Esja
Framhald al I siðu
Viðgerðarkostnaður á Esju er
250—300 þús. danskar krónur. —
Skipasmíðastöðin framkvæmdi
hluta af flokkunarviðgerð, sem
aður innifalinn í verðinu. Guðjón
stóg fyrir dyrum, og er sá kostn-
sagði, að forstöðumenn skipa-
smíðastöðvarinnar hefðu reynzt
furðu nákvæmir við áætlun við-
gerðartímans, er- hann hafði síma-
samband við þá skömmu fyrir jól.
Guðjón símaði um hádegi á laug
ardegi, en skrifstofa skipasmíða
stöðvarinnar var þá lokuð. Dag-
inn eftir fékk hann svarið heim
og var tjáð, að viðgerðin tæki 16
—18 virka daga, samkvæmt lýs-
ingu, sem hann hafði gefið. Esja
kom til viðgerðar 2. janúar o.g var
henni lokið í dag. Guðjón sagði
að vinnan hefðj farið fram fimm
daga vikunnar.
Bruninn ö Borg
Framhaio ,ii nis t.
vegur er allmikill fi'á Egilsstöðum
til Borgar. Þegar slökkviliðið kom
á staðinn var baðstofan-fallin, og
sneri það sér að því að bjarga fjósi
og hlöðunni. Brann fjósið að inn-
an, en féll þó ekki niður, og hlað-
an er óskemmd. Húsin voru lágt
vátryggð, og hefur bóndinn því orð'
ið fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni.
Ilið eina, auk skepnanna, sem
tókst að bjarga, var dráttarvél,
sem stóð fast upp við húsin. Tókst
að ýta henni úr hættu, áður en
eldurinn næði að valda skemmdum
á henni.
Læknir kom á vettvang frá Egils
stöðum ásamt slökkviliðinu, þar
eð óttast var að fólkig kynnj að
hafa meiðzt við björgunina eða
beðið mein af því að vera lengi
íáklætt á bersvæði, en frost var
dálítið. Svo reyndist þó sem bet-
ur fer ekki, og mun engum hafa
orðið meint af. Fólkið frá Borg
flutti til næsta bæjar, Birkihlíð-
ar, en þar býr bróðir Ragnars og
eru húsakynni þar rúmgóð. Mun
fjölskyldan verða þar fyrst um
sinn.
Pétur Gunnarsson
í stað Halldórs
Pétur Gunnarsson tilraunastjóri
hefur verið skipaður deildarstjóri
Búnaðardeildar Atvinnudeildar
Háskólans. Starfi því gegndi áður
dr. Halldór Pálsson, sem nú ný-
verið hefur verið skipaður bún-
aðarmálastjóri.
Pétur Gunnarsson lauk kandi-
datsprófi frá Búnaðarháskólanum
í Kaupmannahöfn 1936. Hann hóf
störf við Atvinnudeildina haustið
1939 og hefur starfað þar síðan
að fóðurfræðirannsóknum og fóð-
urtilraunum.
Slagsmál í Eyjum
FramnaiO al 'b síðu
búinn þá hálfa flöskuna og lauk
úr henni í cinum teyg.
Upphófst þá handalögmál,
sem fóru þannig, að einn Suður
landabúinn var lemstraður og
Iagður til í næsta herbergi.
Annar félagi hans var læstur
inni, þcgar hann var farinn að
brjóta húsgögn, en hinn þriðji
veittist að Kópavogsbúanum
með línífi og tókst að veita hon
um tvær skeinur, aðra á Iærið
en hina á öxlina, áður en nær
staddir gátu komið vitinu fyrir
hann.
Lögreglan kom síðan og
stillti til friðar í verbúðinni,
en fjöldi manns hafði verið
vitni að viðureigninni. Kópa-
vogsbúanum hafði ckki orðið
meint af skrámunúm. Málið er
í rannsókn.
Danska „Gríma((
Framhald af 16. síðu
fengu loks inní í gömlum vín-
kjallara við Fiolstræde, innrétt-
uðu hana á einfeldan og smekk-
legan hátt og hófu að æfa leik-
ritið „Happy days"‘ ((Glade dage)
eftir Samuel Becket. Frumsýn-
ingin, sem fór fram fyrir ári,
vakti gífurlega athygli, þótt ekki
rúmist nema 60 manns í sæti í
vínkjallaranum, sem nú heitir leik
hús og dregur nafn af götunni í
háskólahverfinu og allir fslend-
ingar í Höfn kannast við.
Leikritið ^var sýnt 300 sinnum
í Höfn og farin var ein leikför
til útianda á árinu, til Stokkhólms.
Samkvæmt hinnj dönsku blaða-
frétt, er áformað í sumar að fara
leikferðir til Finnlands og Noregs,
auk íslandsferðarinnar, sem von-
andi verður af.
Bæjarstarfsmenn
ræddu samningana
Dagana 18.—20. janúar 1963
var á vegum Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja haldin í
Reykjavík ráðstefna bæjar-
starfsmanna.
Sátu hana fulltrúar frá öllum
félögum bæjarstarfsmanna, er að-
ild eiga að B.S.R.B. og úr stjórn
bandalagsins.
Félög bæjarstarfsmanna hafa
fyrir nokkru hafið undirbúning
að viðræðum um nýja kjarasamn-
inga, en hvert þeirra fyrir sig ann
ast samningagerð við hlutaðeig-
andi bæjarstjórn á sama hátt og
B.S.R.B. fer með fyrirsvar ríkis-
starfsmanna gagnvart ríkisstjórn.
Verkefni ráðstefnunnar var að
ræða samræmingu á kröfum fé-
laganna um laun og önnur starfs-
kjör bæjarstarfsmanna, svo og
annan nauðsynlegan undirbúning.
Tillögur ráðstefnunnar um
launaflokkun, verða sendar félög-
unum til athugunar og umsagn-
ar, en kosin var sérstök nefnd
til að undirbúa tillögur um önn-
ur starfskjör.
Ráðstefnan ræddi enn fremur
um nánara samstarf félaganna, og
á hvern hátt heildarsamtökin geti
bezt styrkt félögin við væntan-
lega samningsgerð.
Ákveðið var að halda aðra ráð-
stefnu í byrjun marzmánaðar n.k.
til nánari undirbúnings samn-
ingaviðræðna.
Grandaradio
Framhald af 16. síðu
þeirra og annarra í landi. Þeg-
ar bátarnir hafa fengið afla,
tökum við við skilaboðunum,
svo fyrirgreiðslumenn þeirra í
landi getj gert sínar ráðstaf-
anir. — Á sumrin er ég við
síldarleitima. Síldarlei'tarstjóri
í landi er ég víst kallaður. Við
erum níu í þessu á sumrin,
tveir á hvorrj stög á Siglufirði,
Raufarhöfn og Seyðisfirði,
tveir á flugvél og svo ég.
— Heldur þá ag hægt sé að
veiða síld allt árið hér við Suð
urland?
— Ég veit ekki hvað ég á að
segja. í fyrra veiddu þeir síld
næstum óslitið fram í maí. Það
er áreiðanlega síld hér við Suð-
urland á sumrin, hvort hún er
nógu þétt til að veiða hana
veit ég ekki.
— Þessi síld hérna í vetur
hefur bjargað togurunum ákaf
lega mikið. Þeir kaupa síldina
fyrir eina krónu fimmtíu og
fjóra aura kílóið, en algengt
verð úti er 30 pfenningar fyrir
pundið. Þessir síldarflutningar
eru því alla vega mikil búbót
fyrir togarana.
SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS
HerSubreíð
fer vestur um land í hringferð
29. þ.m. — Vörumóttaka í dag
og árdegis á morgun til Kópa-
skers, Þórshafnar, Bakkafjarð-
ar, Vopnafjarðar, Borgarfjarð-
ar, Mjóafjarðar, Stöðvarfjarðar,
Breiðdalsvíkur, Djúpavogs og
Hornafjarðar.
Farseðlar seldir á mánudag.
Ms. Esja
fer vestur um land í hringferð
30. þ. m. — Vörumóttaka á
föstudag og laugardag til Pat-
reksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldu
dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suð-
ureyrar, ísafjarðar, Siglufjarð-
ar, Akureyrar, Húsavíkur og
Raufarhafnar.
Farseðlar seldir á þriðjudag.
Innréttingar
Smíðum eldhúss- og svefn-
herbergisinnréttingar
Sími 10256.
PÁLL S PALS-
SON LÁTINN
Páll S. Pálsson, skáld og blaða-
maður í Kanada, andaðist á Gimli
6. janúar og var jarðsettur hinn
10. janúar. Hann var rdmlega átt-
ræður. Páll var Borgfirðingur að
uppruna og ólst upp á Norður-
Reykjum, en fór ungur að aldri til
Vesturheims, þar sem hann átti
síðan heima alla ævi. Ilann var
mjög lengi blaðamaður við Heims-
kringlu, og þrjár ljóðabækur, Norð
or-Reykir, Skilarétt og Eftirleitir,
komu út eftir hann.
Páll kom hingað til lands fyrir
nokkrum áium og dvaldist hér
nokkurri tima, enda var hugur
hans jafnan mjög heima á íslandi.
EiginmaSur og sonur okkar,
KRISTJÁN EYFJÖRÐ VALDIMARSSON,
sem lézt af slysförum aðfaranótt 12. þ. m. verður jarösettur frá
Fossvogskirkju föstudaginn 25. janúar kl. 1,30.
Bryndís Helgadóttlr
Filippía Kristjánsdóttlr
Öllum þeim sem veittu okkur ómetaniega aðstoð, sýndu okkur
samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför
GUÐRÚNAR SOFFÍU STEFÁNSDÓTTUR
Ytra-Hvarfi
og heiðruðu minningu hennar, færum við okkar innilegustu þakkir.
— Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Tryggvi Jóharffisson.
Alúðar þakkir færum vlð öllum þelm er sýndu okkur viná'ttu og
samúð við fráfall og útför
KRISTJÓNS ÖGMUNDSSONAR
Svignaskarði.
Sérstaklega viljum við þakka Hofstaðahjónunum Ingvari Magnús-
syni og konu hans, svo og öllum þeim er veittu margvíslega aðstoð.
^ Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Valdís Kristjónsdóttir
Skúli Kristjónsson, Bjarni Jónsson,
Rósa Guðmundsdóttir og barnabörn.
[ N N , fimmtuclaginn 24. janúar 1963
15 i