Alþýðublaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: F. R. VALDJEMARSSON UTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. Áa«AN€tWK FÖSTUDAGUR 12. APRÍL Í94Ö 83. TÖLUBLAÐ. Bretar loka si til Horefis me Onli^ÍHllBif >©: Þjóðverja flabeltL Tundurduflunum er lagt yfir pvert Kattegat og Skagerak alla leið frá Gautaborg til Bergen. ----------------?—-—-— -pREZKA FLOTAMALARAÐUNEYTIÐ tilkynnti um hádegi í dag, að brezki flotinn væri að léggjá túrid- -*-* urduflum yfir þvert Kattegat ©g Skagerak og meðfram suðvesturströnd Noregs, alla ieið frá strönd SvíþjótSar, norðan við Gautaborg, og norður undir Bergen. Aðeins m|óum siglingaleföum er haldið opnum á þessum sléðum undir strongu eftirliti brezkra herskipa. Par með virðist sambandi Þýzkalands viS Nor- eg sjóSeiðlna verá algerlega slitið. Samkvæmt öðrum síðustu fréttum frá London halda sjóorusturnar úti fyrir og inni á fjörðum Noregs enn áfram og er talið sennilegt að þær standi ýfir nokkurn tíma enn. Þykir bersýnilegt, að brezki flotinn ætli að hreinsa hafið og firðina umhverfis hina löngu, vogskornu strönd lands- ins áf ölíum þýzkum skipum. Brezkar flugvélar eru einnig á stöðugu sveimi yfir Kattegat og meðfram ströndum Noregs og láta sprengikúlum rigna yfir hvert einasta þýzkt skip, sem þær mæta. Stórt þýzkt hergagnaskip, 8000 smálestir að stærð, sprakk í loft upp eftir eina loftárásina í Kattegat í nótt. Meira ®m helmlngnri flota PJéHwerJsi p©| ii afi beitiskipa r á hafsbotni. Þjóðverjar hafa orðið fyrir ógurlegu tjóni í sjóorustunni í Skagerak og Kattegat tmdanfarna daga, enda taldi Churchill hana'í ræðu sinni í gær stærstu sjóorustu allra iíma. Fjórum af beitiskipúm Þjóðverja var sökkt, og er þá síðan stríðið byrjaði búið að «ökkva meira en helmingnum af öllum beitiskipaflota Þjóðverja. Auk þess hafa Þjóðverj- ar misst í sjóorustunum síðustu dagana þrjá tundurspiila, tólf herflutningaskip og tvo orustuskip þéirra skémmst stórkostlega. Bretar telja sig hafa misst fjóra tundurspilla, tvéir tundurspillar hafi skemmst al- varlega og eitt orustuskip lítillegá. Landgöngullð ÞJéðverj" a f Marvik króað Innl. NORSKAR HERSVEITIR hafa nú umkringt Narvik á landi, og brezki flotinn á sjónum þanrilg að landgöngu- lið Þjóðverja er inni króáð og engar iíkur taldar til, að því verði undankoinu. auðið. Brezku herskipin hafa lagt tundur- dufluni þvert ýfir Vestfjörðinn til þess að loka sjóleiðinni að og frá bbrgihhi. Síðustu fregnir af sókn Þjóð- vefjáí Suður-Noregi i»n í land- ið frá Óslo herma, að Norðmenn haldi bæði Elverum ®g Hamri eg þýzku hersveitirnar hafi orð- ið að hörfa undan nokkrár míl- ur vegar hjá Hamri. Þjóðverjar vörpuðu í gær- kveldi eldsprengjum úr flugvél- um sínum niður yfir Elverum og loftárásir voru í fyrsta sinni gerðar af Þjóðverjum á varnar- lausa staði víðsvegar um landið seinni partinn í gær. . Hervæðingunni í Noregi er allsstaöar haldið áfram og er hún sögö ganga greiðlega. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að leggja hindranir í veg Þjóðverja á ýmsum stöðum á þjóðbrautum landsins, sem þeir verða að fara til þess að komast inn í landið. Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að sprengja brýr hingað og þ'angað í loft upp. Norska stjórnin hefir loft- skeytastöðvarnar í Bodö og í Tromsö á sínu valdi og hefir verið útv^rpað v fyrjírskipunum frá þessum stöðvum til þjóðar- innar. Meðal annars hefir verið útvarpað tilkynningum þess efnis, að útvarpsstöðin í Oslo sé í höndum Þjóðverja. og megi menn ekki hlýða neinum fyrir- mælum, sem gefnar séu frá henni. Norðmenn ákveiolr í að verja frelsi sitt. K""hí utanríkismáiaráðherra ítt útvarpsræðu og sagði hann, að öll þjóðin hefði sterk- an vilja til að vernda frelsi sitt og sjálfstæði, og hótanir, loft- árásir og skothríð úr fallbyss um myndi engu breyta um þessa afstöðu þjóðarinnar. Nor- egurá-í styrjöld við Þýzkaland, sagði hahn^ og Norðmenn eru því bandamenh allra þeirra, — sem berjast við Þjóðverja. Nazistar í Noregi, undir for- ystu Quislings. eru stimplaðir sem landráðamenn; víar flytja fólk burt úr Gautaborg ------------------? O VÍAR byrjuðu í morgun að flytja fólk burt úr Gauta- *ir? borg. Aðvaranir um loftárásir hafa þegár oftar en einu siririi verið gefnar í borginni, en í hvert skipti hefir komið í ljös að um sænskar flugvélar var að ræðá. Sýnir þetta þó að Svíar eru við því búnir, að árás verði gerð á þá á hverri stundu. Svíar hafa lagt tundurduflum úti fyrir Gautáborg og öllum höfnum í Suður-Svíþjóð. Ljós á vitum voru alls staðaí slökkt í gærkveldi. i»]ðð¥érjar saka sænsk blðð síiii Mtttleysisbrot BERLÍN í gærkveldi. FÚ. Þýzk blöð fara allhörðum orð- um um afstöðu sumra sænskra bláða í Svíþjóð til síðustu at' burða og ásaka þáu um að f ara með áróður í þágu Vesturveld- anna. Segja þýzku blöðin, að þessi afstaða samrýmist illa þeirri sanngjörnu afstöðu, sem Svíar hafi yfirleitt til þessa tekið í deilumálum Þjóðverja og Vest- urveldanna, og benda á, að her- Frh. á 2. síðu. iððverjar og Nssar sabu mikln liði við iandamæri Ungverjalands og Rúmeniu. Afstaða Italíu talin vera tortryggileg. ~<- » LUNDÚNAÚTVARPIÐ SKÝRÐI FRÁ ÞVÍ KL. 1% í DAG, AÐ GÍFURLEGUR LIÐS- SAFNAÐUR FÆRI NÚ FRAM AF HÁLFU ÞJÓÐVERJA VIÐ LANDAMÆRI UNGVERJALANDS OG AF HÁLFU RÚSSA VIÐ LANDAMÆRI RÚMENÍU. ERU MENN VIÐ ÞVÍ BÚNIR, AÐ ÁRÁSIR VERÐI GERÐAR Á BÆÐI ÞESSI LÖND MEÐ LEIFTURHRAÐA ÞÁ OG ÞEGAR. BANDAMANNAHERINN FYRIR BOTNI MIÐJARÐARHAFSINS BÝR SIG UND- IR ÞAÐ AÐ GETA KOMIÐ RÚMENÍU TIL HJÁLPAR ÞEGAR í STAÐ, EN HEFIR JAFNFRAMT VAKANDI AUGA Á AFSTÖÐU ÍTALÍU, SEM TALIN ER VAFASÖM.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.