Alþýðublaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.04.1940, Blaðsíða 3
AUpVÐUBLAeiÐ FÖSTUDAGUii 12. APRfL 1940 MÞÍBOBlABll Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). ;Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝBUPRENTSMIÐJAN H,,F. Fölsun hlutleysishugtaksins. 'K'YRIR nokkru síðan sagði Göbbels, útbreiðslumála- ráðherra Hitlers, í ræðu, sem hann flutti í þýzka útvarpinu, að nazistastjórnin léti sér ekki riægja það hlutleysi annarra landa í þessari styrjöld, að þau héldu sér sem riki frá allri þátt-. töku í henni. Það heimtaði ,,al- gert hlutleysi", eins og hann komst að orði, hlutleysi, sem hann skýrði á þann hátt, að það væri ekki aðeins bindandi fyr- ir ríkin sem slík, heldur einn- ig fyrir hvern einstakan þegn þeirra. Hlutlaus ríki mættu ekki leyfa það, að einstakling- arnir létu í ljós neina andúð eða samúð með þeim þjóðum, sem ættust við í stríðinu, éða með öðrum orðum: Þau yrðu, ef þau vildu teljast hlutlaus, að svifta þegna sína málfrelsi og ritfrelsi og þar með raunveru- lega öllu skoðanafrelsi Um allt það, er málstað og hernað ó- friðarþjóðanna snerti. Slíkar kröfur hins nazistiska Þýzkalands eiga sér að vísu enga stoð í alþjóðarétti frekar en svo margt annað, sem - það heimtar og fremur. Því að sam- kvæmt honum felst í hugtak- inu hlutleysi ekki annað en það, að ríkið, það er að segja hið opinbera, haldi sér frá allri þátttöku í ófriði. En það er ekkert óskiljanlegt, þótt ein- mitt Þýzkaland Hitlers vilji falsa hugtak hlutleysisins með því að heimta, að hin hlutlausu ríki þaggi einnig niður alla and- úð og samúð með ófriðarþjóð- unum. Það veit að það er ekki vinsælt úti um heim, enda eng- in von eftir að heimurinn er búinn að horfa upp á þau blygðunarlausu samningsrof og ofbeldisverk, sem það hefir framið á hverju nágrannaland- inu eftir annað, nú síðast á hin- um friðsömu og varnarlitlu Norðurlöndum. Því er að vísu ekki til að dreifa, að þær óvinsældir stafi af neinni andúð á Þýzkalandi og þýzku þjóðinni. Það er bara andúðin á þýzka nazismanum og ofbeldi hans við aðrar þjóð- ir, sem nazistastjórnin vill bæla niður erlendis. Það er ein aðferðin til þess, að afvopna þjóðirnar andlega fyrirfram, áður en á þær er ráðizt, til þess að vörnin verði sem veikust og' ■sigur hins utan að komandi óf- beldis sem léttastur. Maður skyldi ekki ætla að slíkar kröfur þýzku nazista- stjórnarinnar um afnám alls raunverulegs málfrelsis og rit- frelsis meðal hinna hlut- lausu þjóða fengju mikinn byr eða hefðu mikil áhrif ut- an landamæra þriðja ríkisins. En þótt undarlegt megi teljast, er reynslan öll önnur. í mörg- um hlutlausum löndum, einnig hér hjá okkur, eru til menn, sem hafa gugnað svo fyrir hin- um nazistiska áróðri, að þeir þora ekki að segja meiningu sína sjálfir í sínu landi og telja það háifgert eða algert hlut- leysisbrot af öðrúm, sem kjark- meiri eru, að gera það. Hvað eftir annað hefir þessi undir- lægjuháttur við erlenda og sér- staklega þýzka ágengni gert vart við sig á meðal okkar. Og því er hann gerður að umtals- efni hér, að eitt blaðið hér í bænum benti á það í gær, og það ekki að ástæðulausu, hve lítið yrði vart þeirrar samúðar, sem við þó sannarlega höfum með frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, sem nú hafa orðið fyrir samvizkulausri árás hins nazistiska nágrannaríkis. og hve lítið eðlilegrar og réttlátrar gagnrýni á henni. Það er enginn efi á því, að sú tilgáta, sem í sambandi við þessa athugasemd var sett fram af blaðinu, er rétt: að margir þora ekki einu sinni að segja meiningu sína um árás hins nazistiska Þýzkalands á Norð- urlönd og halda jafnvel, að það sé hlutleysisbrot af okkar hálfu. Það er ástæða til þess að vara alvarlega við slíkum und- irlægjuskap við erlend ríki yf- irleitt. Þeim kemur það ekkert við, hvað einstaklingar hér á landi tala eða skrifa um styrj- öldina, sem nú geisar, eða um aðra þá viðburði, sem úti i heimi gerast. í hæsta lagi gætu ummæli manna hér varðað við íslenzk lög, en hlutleysisbrot geta þau aldrei falið 1 sér. Við eigum að sjálfsögðu að vera einhuga um það, að varð- veita hlutleysi landsins. En við eigum ekki að láta falsa hlut- leysishugtakið, þannig, að við ekki þorum að láta skoðanir okkar í ljós bæði í ræðu og riti á þann hátt, sem leyft er í ís- lenzkum lögum. Hlutleysið væri líka í sannleiká vafasamt hnoss, ef það ætti að svifta okkur þannig frumstæðasta frelsi og mannréttindum. Stjórnin í Kanaaa og Bretar ræða um aðstöðu íslands! YFIBLÝSINGAR GHURC0ILLS: „¥ið hðfam tekið Færeyjar. Það verður ekki polað að ÞJððverJar stfgi á land á Islandi ¥-'* AÐ, sem mesta athygli mun hafa vakið hér í ræðu ** þeirri, sem Churchill fluttti í gær í neðri deild hrezka þihgsins, eru ummæli hans um ísland og Færeyjar. Um Færeyjar sagði hann, að Bretar væru búnir að taka eyjarnar og þar yrði brezk flotastöð. Jafnframt yrði komið þar upp loftvörnum. Þá skýrði hann einnig frá því, að Bretar myndu skila Færeyjum aftur til Danmerkur, þegar sá tími væri kominn. Brezka litvarpið gaf hvað eftir annað í gær útdrátt úr ræðu Churchills, en hafði aldrei nákvæmlega sömu orðin um ummæli hans um ísland. En Churchill mun nokkurn veginn hafa sagt þetta: „Um ísland gegnir dálítið öðru máli. Afstaðan til ís- lands er nokkru erfiðari. En það vil ég taka fram, að eng- um Þjóðverja verður leyft að setja þar fót á land.“ Þá tók hann það fram, að Bretar réðu algerlega yfir sjóleiðinni til og frá þessum löndum. í síðustu fregnum er skýrt frá því, að McKenzie King, íorsætisráðherra í Kanada, hefði skýrt frá því í gærkveldi, að nú færu fram viðræður milli stjórnarinnar í Kanada og brezku stjórnarinnar um aðstöðu íslands og Grænlands. Danski seniiiiierranii i Wasiiington neitar að klýða fyrirskip - nnnn Djóðverja. ENRIK L. H. KAUFFMANN, danski sendiherrann í Was- hington hefir neitað aðhlýðaboði þýzkra yfirvalda. I gær gaf hann út opinbera tilkynningu í Washington til Roosevelts forseta bandaríska þingsins og blaðanna og var hún svohljóðandij: .,Hefi gefið blöðunum eftir- farandi yfirlýsingu til hirting- ar: Ég kom til þessa lands sem fulltrúi konungs míns og frjálsrar, óháðrar þjóðar. Og sem slíkur er ég hér ennþá- Hin lýðræðissinnaða, friðsama danska þjóð hefir orðið að lúta ofureflinu. Þjóð mín á myrka framtíð í vændum, en það er ekki í fyrsta sinn, sem slikt skeður. Við misstum ekki kjarkinn þá, og við munum ekki heldur missa kjarkinn núna. Ég mun vinna að einu takmarki: að gera dönsku þjóð- ina aftur frjálsa og óháða. Margir munu keppa að þessu marki ásamt mér, og ég veit, að það mun heppnast.“ Bretar líta á Dan nðrkn sen óvina land. A.MKVÆMT fregnum í dag um hádegi hafa !; verið gefnar út yfirlýsing- ar í London í dag þess !; efnis, að Bretar líti á Dan- !; mörku sem óvinaland og að um öll verzlunarvið- |; skipti við Danmörku gildi ;! ákvarðanir brezka hers- ;! ins gagnvart Þýzkalandi. Hllðgur m salt Mveiðarnar til stjérnarinnar ? Verður húsaleiga einstak ra herbergja gefin frjáls? A LLMIKLAR umræður urðu í gær í neðri deild um þingsályktunartillögu Alþýðuflokksins um saltfisk- veiðar togaranna. Skúli Guðmundsson sagði að Framsóknarmenn teldu rétt að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Ölafur Thors tók undir þetta, og kom með tillögu um að vísa tillögunni til ríkisstjórnarinnar. Haraldur Guðmundsson sagðist vera andvígur þessu. Hann hvaðst ekki hafa lagst á móti því að málið færi til ríkisstjórn- arinnar, ef togararnir hefðu nú verið byrjaðir saltfiskveiðar. En nú lægi það ekki fyrir. Þess vegna teldi hann alveg sjálfsagt að alþingi segði álit sitt á mál- inu. Umræðunni var lokið, en at- kvæðagreiðslu frestað þar til í dag. Þá var nokkuð rætt um fruin- varpið til laga um húsaleigu. Hafði allsherjarnefnd gert þá breytingartillögu við frumvarpið, að einstök herbergi yrðu undan- skilin ákvörðun laganna. Þessar breytingar voru því miður sain- þykktar og má því gera ráð fyr- ir ef þessar breytingar verða end- anlegar gerðar á frumvarpinu að leiga á einstökum herbergjum hækki mikið. ingja hefir bersýnilega stungið af og er á leið út úr borginni! Auk þessa voru enn lesnar tilkynningar um hoi’fin börn og fullorðna. Þá var fólk áminnt um að sýna stillingu og birgja glugga sína vel, en koma sér í skjól, ef til loftárásar kæmi. Úr útvarpinu í Qsló: sýna hjóðverjmn ðkirleisi fá pnnsa refsiigi -----4——?-- Bifreið þýzka höfuðsmannsins, sem skyndiiega hvarf úr borginni. W|ARGS KONAR leikar virðast erfið- mæta innrásarher í landi, þar sem hver maður sýnir honum fjandskap og andstöðu, virka eða óvirka. í útvarpinu í Oslo í gærkveldi bar á þessu, því að hvað eftir annað voru lesnar upp tilkynn- ingar og hvatningar til Oslo- búa um að sýna hinum þýzku hermönnum og yfirvöldum fulla vinsemd og kurteisi. ,,í einstökum tilfellum hefir viljað bresta á þetta,“ sagði útvarp- ið, en það þarf ekki að taka það fram, að þetta verður ekki þol- að.“ — Þá var skýrt frá því, að gefnir hefðu verið út seðlar, sem væru fullkominn gjaldmið- ill fyrir þýzka herinn og væru menn skyldir til að taka við þeim. Ein tilkynning var dálítið brosleg. Hún var á þessa leið: „Bifreið nr. ???, sem Haupt- mann Blucher, Hotel Astoria í Storgatan hefir til umráða, er horíin. Allir þeir, sem verða varir við bifreið þessa“ — og svo kom nákvæm lýsing á henni — „eru beðnir að gera lögregl- unni tafarlaust aðvart og setja vel á minnið hvert ,bifreiðin stefnir. í bifreiðinn eiga að vera bifreiðarstjórinn og annar mað- ur til.“ Einkabíll hins þýzka for-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.