Alþýðublaðið - 13.04.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.04.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: F. R. VALÐEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XX. ARC*AN€rWR LAUGARÐAGUR 13. apríl 194« 84. TÖLUBLAÐ Per Albin Haiisson lýsir p¥Í yfir, að Svíar leyfi ekkí yfirför. um land. sitt. ; •----------------------?--------¦-------------- TILTÖLULEGA TÍÐINDALÍTID er síðan í.gœr frá stríðinu á Norðurlöndum, eftir hina stórkostlegu viðburði síðustu daga, sjóorustuna í Skagerak og Kattegat, tund- urduflaiagningu Breta og einangrun þýzka landgönguhersins í Noregi. Allra augu beinast nú til Svíþjóðar, sem menn óttast að Þjóðverjar ráðist á þá og þegar með ofurefli íiðs, til þess að opna sér nýja leið til Noregs. ' Það er enginn'efi talinn á því, að Svíar muni verja land sitt, ef á það verður ráðist, •g að til stórkostlegra átaka komi strax í Suður-Svþjóð, ef þýzkur her yrði settur þar á land. Per Albin Hansson forsætisráðherra Svía ávarpaði þjóð sína í útvarpinu í Stokk- hólmi í gærkveMi og sagði, að hún yrði nú að vera við því búin að verja hlutleysi sitt. Styrjöld væri nú háð nálægt landamærum Svíþjóðar. Svíar héldu að vísu fast við hlut- leysið, en þeir myndu ekki leyfa neinni þjtð, sem á í styrjöld, að fara yfir land sitt. Forsætisráðherrann bar hins vegar á nóti því, að nokkuð væri hæft í þeim fregnum, . 3ið þess hefði verið krafizt af erlendu ríki, að fá að fara með her yfir sænskt land. Franska og enska stjórnin hafa tilkynrt sænsku stjórninni, að þeir veiti Svíum að- stoð, ef á þá verði ráðizt. mx mmwm ^pii ¥ mr umframt m. Á Hitlér a aniiað sagt. Seihni partinn í gær flugu þýakar- flugvélasveitir hvað eftir annað inn yfir Svíþjóð og vakti það mikinn ugg í Stokkhólmi, Fyrirskipun var gefin um að hef ja tafarlaust brottflutninga á fólki úr mörgum foorgum í Svíþjóð. Franska og enska konsúl- atið eru farin burt frá Gautaborg og allir bílar þar í borginni hafa veriðiteknix í þjónustu' landvarnanna. í Stokkhólmi hefir lögregluvörður verið aukinn mjög á götunum og slökkviíiðið aíltaf haft til taks, ef til loftorustu skyldi koma. ,, Mikill kvíði ríkir hvarvetna meðal fólksins. Sú fregn hefir borizt, að Hitler hafi látið þessi orð falla I samtali yið herforingja sína: „Vér þörfnumst Svíþjóðar um fram allt annað." m emipi ,YZKA LANDGÖNGUHERNUM í Noregi, sem nú er einangraður og fær ehgan liðstyrk eða aðflutninga á vopnum nema með flugvélum, verður lítið sem ekkert á- gengt. Sókn hans virðist að mestu hafa verið stöðvuð milli Kongsvinger og Eiðsvallar fyrir ofan Oslo, og annars stað- ar í landinu er hann einangraður í þeim hafnarbæjum, sem hann náði á sitt vald á þriðjudaginn, Kristianssand, Eger- sund, Stavanger, Bergen, Þrándheimi og Narvik. Norskar hersveitir hafa króað þessar haf narborgir af land- megin, en brezk herskip eru alls staðar á verði úti fyrir og brezkar flugvélar gera hverja loftárásina á eftir annarri á stöðy- ^r Þjóðverja. I Narvik hefir skipshöfnin af einum brezka tund- urspillinum, seni strahdaði þar á miðvkudaginn, gengið á land og n'áð að sameinast Norðmönnum. Norðmenn leggja ýmsar hindr- anir á vegí í SuÖur-Noregi og sprengja. brýr í loft upp, til þess ao koma í veg íyrir, ao Þjóð- veriar geti komiÖ viö hinnm vél- knúðu hergögnuni og herflutn- ingafarartækjum. Allt símasam- band við Þýzkaland hefir verið sli i\ Vi& Narvík hafa Norðmenn spiengt jarðgöng, til þess að [koma í veg fyrir að Þjóðverjar geti sótt fram meðfram járn- brautinni. Norskur her; hefir unnið sig- íur á pýzkri hersveit í Hallingdal ^ og tekið 13 pýzka hermenn hönd- um og einn þýzkan foringja. LaBöráðaiðeBn veröa skotiir, seoir nrska stjórnln. í fréttiim norsku stjórnarinnar segir ennfremur, að stjórnin hafi gefið út tilskipun um það í dag að þiear Norðmenn, sem gar^a í lið méð Quisling og þýzka hern- um, skuli verða skotnir sem Íand- ráðamenn. Landvarnamálaráðherra Quis- lings, Voslev major, hefir sagt af sér. Hann skýrir svo frá; að hann hafi verið staddur í Finn- landi, er hann fékk tilmæli um að taka sæti í bráðabirgðastríðs- stjórn. Kvaðs hann ekki hafa ann- að vitað en að stjórnin væri lög- leg og tók boðinu. Hann var Frh. á 2. síðu. Nfu pýzk herskip m lokuð inni Sslöfiri. Norðurlandakonungarnir þrír, sem nú sjá í fyrsta sinn lönd sín gerð að vígvelli: Kristján X., Gústav V. og Hákon VII. Tundnrdnfiabeltið nær yf- ir 1800 b. lanot svæli! Brezk faersbip öf: fpir. ¥J» KEGN frá .tkhóimi ¦*- hermir, að níu þýzk herskip séu nú lokuð inni á Oslofirðinum. En her- skip Breta séu á verði úti í fjarðarkjaftinum- Það er búizt við, að til sjóorustu komi milli þeirra á hverri stundu. Frá Hollandi northir að Bergen og inn í Kattegat soðer undir dðnsku eyjarnar ? -------------- TiT ÁNARI FREGNÍR af hinu nýja tundurduflabelíi Bréta, -*-^" sern komu seinnipartinn í gær, sýna, að þar er um stæístá tundurduflabelti að ræða, sem nokkurn tímahefir verið lagt. -•Kí. ,:X /,. />'". '"•••'-' Það er sagt vera um 1200 enskar mílur eða yfir 1800 kílómetrar á lengd og nær frá norðurströnd Hollands norður á móts við Bergen og inn í Skagerak og Kattegat suður undir dönsku eyjarnar. Aðeins mjó sigíingaleið liggur í gegnum þetta víðáttumikla tundurduflasvæði utan úr Norðursjó inn Skagerak og áustur í landhelgi Svíþjpðar' norðán við Gauta- borg. 'Með tundurduflabeltinu er Öllum höfnum á Norður- sjávarströnd Þýzkalands og Danmerkur lokað. Svo og allri norsku ströndinni frá Bergen til landamæra Svíþjóðar, sam- bandinu milli Þýzkalands^)g Noregs sjóleiðis alveg slitið og þýzku skipin, sem eru í höfnum í Noregi eða útí í Norður- sjó hindruð í því að komast heim. Þess er getið, að hin mjóa siglingaleið í gegnum tund- urduflabeltið verði undir sterkum verði Bandamanna og í sambandi við það var minnt á það í brezka útvarpinu, að Bandamenn hefðu 175 kafbátúm á að skipa. Brezkar loftárðsir yfi iönsliM snndnnum m Eptrasslíl. W$ REZKAR flugvéiar voru á ¦~* stöðugu sveimi allan dag- inn í gær yfir Skagerak og Kat- tegat, norðan frá Oslofirði og suður yfir Eystrasalt. Loftárásir voru gerðar á fjöldamörg þýzk skip, þar á meðal 7—8t skip, sem voru á leiðinni gegnum Stórabelti. Og enn fremur á eitt 3000 smálesta skip inni í Eystrasalti við suð- urodda Langalands. *sr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.