Alþýðublaðið - 13.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.04.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGU* 13. aprM 194« LAUGARÐAGUR VEÐRIÐ: Hiti í Reykjavík 1 stig. Yfirlit: Lægð fyrir norðaust- an land. Útlit: Norðvestan og norð- an átt, allhvass með snjóéljum í dag, en lægir og léttir til í nótt. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,15 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20.20 Leikrit: „Gréta“, eftir Böðv- ar frá Hnífsdal (Anna Guð- mundsdóttir, Friðfinnur Guðjónsson, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Ævar R: Kvaran). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Gömul danslög. 21,50 Fréttir. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Rannsóknarlögreglan hefir handtekið þrjá pilta, sem hafa brotizt inn í golfskálann og fjögur sumarhús í Kringlumýri. í golfskálanum stálu þeir flöggum og skemmdu útvarpstæki og legu- bekk. Skíðafélag Reykjavíkur fer tvær skíðaferðir næstkom- andi sunnudag ef veður og færi leyfir. Önnur ferðin er skíðaför yfir Kjöl. Ekið í bílum að Reyni- völlum í Kjós, en gengið þaðan Katiá —ástmey keisarans, heitir frönsk mynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er hún um ástir Rússakeisara og furstadótturinnar Katharina Dol- goronki. Aðalhlutverkin leika John Loder og Danielle Darrieux. Leikfélagið sýnir Fjalla-Eyvind á morgun kl. 3 fyrir lækkað verð. „Stundum og stundum ekki“ verður sýnt kl. 8. Kvenfélag Alþýðuflokksins heldur fund n.k. mánudagskvöld í Iðnó uppi. Sig. Einarsson doc- ent flytur erindi. Auk þess verða ýms skemmtiatriði. Fjalla-Eyvindur var leikinn í gærkveldi í 23. sinn fyrir fullu húsi. — Var það í fimtugasta sinn sem Har. Björns- son lék hlutverk Arnesar. Bárust honum heillakveðjur frá ýmsum leikfélögum víðs vegar um land, og mikið af blómum, bæði frá meðleikendum og öðrum leikurum ! hér í bæ. Næsta sýning á leiknum fer fram á morgun kl. 3. Mikið hefir verið gert að því undan- farið, að hjólreiðamenn vanræktu að hafa bjöllur á hjólum sínum. Verður farið að gera gangskör að því, að koma þessu í lag. Slökkviliðið var kallað að Ingólfsstræti 3 um hádegið í dag. Hafði kviknað þar í rusli í miðstöðvarklefa. Engar , skemmdir urðu. Þingsályktunartillögu Alþýðu- flokksins um saltfisksveiðar togaranna var vísað til ríkisstjórnarinnar í gær með öllum atkvæðum gegn 5. íþróttafélag Reykjavíkur. Skíðaferð að Kolviðarhóli í fyrramálið, ef veður og færi leyf- ir Farið frá Vörubílastöðinni Þróttur kl. 9. Farseðlar seldir í Gleraugnabúðinni. Laugavegi 2, og við bílana. „Tryggvi gamli“ er á leið hingað til lands með vélbátinn „Dóru“ í togi. Var „Dóra“ stödd um 145 mílur út af Hebride-eyjum, þegar vélin bilaði bg fór „Tryggvi gamli“ henni til hjálpar. „Dóra“ hefir verið í fiski- flutningum frá Vestmannaeyjum. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Jónas Kristj- ánsson, Grettisgötu 67, sími 5204. Næturlæknir er Þórarinn Sveins- son, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 10.45 Morguntónleikar (plötur); a) Celló-sónata í C-dúr, Op. 102, nr. 1, eftir Beethoven. b) Píanó- sónata nr. 3, f-moll, Op. 5, eftir Brahms. 11.40 Veðurfregnir. 12.00 —13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plötur): Ópera: „Pelléas og Melisande,” eftir De- bussy. 17.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 18.00 — Barnatími a) Sigurður Einarsson: Ferð um Rín. b) Gunnvör Sigurð- ardóttir: Sagan um Lorelei. c) Rínarlög. 19.15 Hljómplötur: Fiðlukonsert eftir Tartini 19.35 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 i Veðurfregnir. 20.20 Erindi: Sál | konungur (Ásmundur Guðmunds- son prófessor). 20,50 Hljómplötur: Orgellög. 21 Upplestur: „Systurn- ar“, saga eftir Jóhann Sigurjóns- son (ungfrú Kristín Sigurðardótt- ir). 21,15 Hljómplötur: Vínarvals- ar. 21,35 Danslög. (21,50 Fréttir.) 23 Dagskrárlok. MESSUR: í dómkirkjunni kl. 11 séra Frið- rik Hallgrímsson, kl. 5 séra Bjarni Jónsson. f Laugarnesskóla kl. 2 séra Garðar Svavarsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 10 f. h„ Fríkirkjan: Kl. 2 barnaguðsþjón- usta, sr. Árni Sigurðsson. Engin síðdegismessa. í kaþólsku kirkjunni í Landakoti Lágmessur kl. 6% og 8 árd. Há- messa kl. 10 árd. Bænahald og predikun kl. 6 síðd. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2. Sr. Garðar Þorsteinsson. SAUMALAUNÍN Frh. af 3. síðu. víkur breyttu taxtanum í nokkru. Reykjavíkurklæðsker- amir eiga ennfremur eftir að gera grein fyrir því, hvers vegna þeir eru nú enn búnir að hækka margnefndan taxta upp í 130—140 kr. fyrir fötin, meðan taxti sambærilegra klæðskera á Akureyri er aðeins 75 krónur. Tilleggskostnaðurinn, sem er innifalinn í nefndum taxta var fyrir stríð með smásöluálagn- ingu talinn frá 25—30 kr. fyrir fötin. Þessi kostnaður hlýtur að vera alveg sá sami í Reykjavík ■og á Akureyri, og mismunurinn því að liggja í kaupi og öðrum reksturskostnaði. Veit ég að allir sjá, að þessir mismunur á kaupi og reksturskostnaði hér og á Akureyri getur ekki verið á rök- um byggður. Guðjón V. Teitsson- I. O. 6. T. FÉLAGAR BARNAST. UNNUR — sem eru búnir að kaupa farseðla til Hafnarfarðar, — mæti í GT.-húsinu kl. 9,15 f. h. á morgun, sunnudag. Eng- ir miðar 'seldir við bílana- Nefndin. OAMLA BIO Sjóliðsfor- ingjaskóiinn Spennandi og skemmtileg amerísk kvikmynd. tekin af Metro-félaginu. Aðal- hlutverkin leika: James Stewart, Florence Rice og Robert Young, Katia - Astne; kelsaraas. Tilkomumikil frönsk stór- mynd um ástir Alexanders II. Rússakeisara og hinnar fögru furstadóttur, Katha- rina Dolgorouki. Aðalhlut- verkin leika: John Loder og fegursta leikkona Ev- rópu Banielle Darrieux. LEIKF6LAG REYKJAVlKUB. „Fjalia - Ejrvin<lar“ stundum og stunðuiu ekki Sýning á morgun kl. 3. Sýning annað kvöld kl. 8. LÆKKAÐ VERÐ. Aðgöngumiðar að báðum sýningunum verða seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Fyrsta klukkutímann eftir að sala aðgöngumiða hefst verð- ur ekki svarað í síma. BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. í Iðné í hvolá Hinar tvær vinsælu hljómsveitir: Hljómsveit Iðnó. — Hljómsveit Hótel ísland, syngur með hljómsveit öll nýjustu danslögin Þar, sem fólkið er flest skemmtir fjöldinn sér bezt. Aðgöngum. seldir frá kl. 6. Ölvuðum mönnum bannaður að- jpÍP gangur. % LepdardémnrWoBlvlnjl^ 25. goilii hallariDBar. — Hvers vegna? — Pú fékkst frest þangað til annað kvöld. Hann hafði á réttu að standa. Það skeði ékkert þett* ,kvöld og við buðum hvert öðru góða nótt. Ég v.arð hræddur, þegar ég kom inn í herberglð mitt. En ég sá fljótt, ,að bréfið var frá Sonju. Bréfið v.ar tekið af mér seinna, en ég mam efni þess. „Pierre, það væri ekki rétt, að syíkja hann einmitt núnp. Biðið“. Uro leið varð mér jijóst, hvað bréfið þýddi. Það þýddi það, að Sa,int-Luce ætti að deyja. Ég skrifað.i strax svajrið í þeirri von, að ég fengi færi á því ,að koraa því til hennar næs,ta dag. Ég skr.ifaði: „Sonja, ég vil að þér fylgið mér. Og ég er til alls íbúinin í því skynj, ,að koma þessu í framkvæmd“. Bæði bréfin lét ég í veskið mitt. Við gengum þögulir inn aftur. Ég hafði bréfið mitt til Sonju í vasanum og vonaði, að ég gæti komið því til hennar við tækifæri. En það tækifæri kom ekki. Saint-Luce greifi vék ekki frá mér. Það var mjög þögult við borðið. Sonja leit ekki á mig, og Gustave Aranc sagði ekki orð. Hann virtist taka eftir því, að eitthvað væri að. Að lokum þoldi hann ekki viðdengur. Hann sló hnefanum í borðið og sagði við Saint-Luce: — Hvers vegna segirðu ekkert? Hefirðu fengið eitt hótunarbréfið enn? Saint-Luce tók .breíið með hægð upp úr vasa sínulri, en lagði það ekki fram fyrr en Babtiste, sem þjónaði við borðið, var að fara. —- Bíðið, það er bezt, að þér fáið að vita, Babtiste, hvílík hætta er á ferðum hér í höllinni. Svo ráðið þér því sjálfur, hvað þér gerið. Hann las bréfið og hélt svo áfram: —- Þér megið fara í dag, BaUtiste, ef þér viljið. Babtisté var ekki hugaður maður, en honum þótti svo vænt urn greifann, að eftir ofurlitla stund svaraði hann því, að hann ætlaði að vera kyrr. Saint-Luce stóð á fætur og rétti honum höndina. — Það er gott, að við skulum verða hér allir sam- an, sagði Aranc. Þegar við sátum í bókasainum, kom eldabuskan og sagðist hafa frétt, það sem Babtiste hafði fengið að vita. Hún var hrædd, og greifinn bað hana að taka föggur sínar og hverfa strax í burtu. Það var aðeins Atanc, sem brosti vingjarnlega til hennar, þegar hún fór. Við Saint-Luce stóðum úti við gluggann, en Aranc settist hjá Sonju, og þau hófu hljóðskraf. Ég tók eftir því, að hún færði sig fjær honum, þegar hann nálg- aðist hana. Saint-Luce veitti þessu iíka athygli, og ég sá, að hann varð óþolinmóður. En Aranc lét sig það engu skipta, og nú laut hann að henrii, eins og hann ætlaði að kyssa hana. Um leið gekk Saint-Luce til hans. — Viljið þér ekki hætta þessum hlægilega leik? Gustav Aranc stóð á fætur mjög rólega og sagði: — Er ég ekki orðinn of gamall til þess, að talað sé til mín á þennan hátt? Það hefi ég eins og mér sýnist í mínu eigin húsi. :— Afsakið, en ég hefi ekki óskað eftir að fá að koma hingað. Þér hafið beðið mig að koma og verja yður. Saint-Luce leit út eins og hann ætlaði að kyrkja frænda sinn, svo áð ég gekk á milli þeirra. — Róbert, mundu, að hann er gestur þinn, sagði Sonja. — Farðu! æpti Saint-Luce. Og um leið skildi ég, hvaö um var að vera: Það var einmitt þetta, sem Aranc hafði óskað eftir. Hann var í raun og veru huglaus og hafÖi langað til þess að komast burtu. En gagnvart Sonju hafði hann viljað sýnast hugrakkur. Og hann þurfti í raun og veru ekk- ert að óttast. Hann vissi, að ég myndi ekki leyfa Saint-Luce að kyrkja hann. Nú greip Allou fram í: — Eruð þér viss um, að þér hefðuð getað hindrað það? Vinur yðar var stærri en þér og vist sterkari líka. — Hann var ekki svo sterkur, að við Aranc hefðura ekki gelað ráðið niðuriögum hans báðir saman. Nei, Aranc þurfti áreiðanlega ekkert að óttast. Þegar Saint-Luce skipaði honum að fara, hlýddi hann því strax, og ég kallaði á eftir rionum: — Þér fáið áreiðanlega að aka með eldabuskunni. Hann svaraði ekki orði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.