Alþýðublaðið - 15.04.1940, Page 1

Alþýðublaðið - 15.04.1940, Page 1
 S'sVs' S' Im borð í Liitsío'w, þýzka vasaorustuskipinu, sem nu liggur i 'K 1 Eystrasalfsstrðnd Þýzkalands er nú einnig Muð með tundurduflnni. Breeka flotamálaráðuneytið og hermála-ráðunéytið — GÁFU ÚT SAMEIGINLEGA YFIRLÝSINGU KLUKKAN iay2 í DAG, UM AÐ BRETAR VÆRU BÚNIR AÐ SETJA HER Á LAND í NOREGI Á MÖRGUM STÖÐUM, EN EKKERT ER LÁTIÐ UPPI UM ÞAÐ ENNÞÁ, HVAÐA STAÐIR ÞAÐ ERU. Þjóðverjar allsstaðar útilokaðir frá hafinu. MERKILEGASTA fréttin, sem barst í gær, var sú, er brezka fiotamálaráðuneytið til- kynnti, að Bretar hefðu lagt tundurduflum úti fyrir Þýzkalandsströndum í Eystra- salti, og er hið nýja tundurduflábelti 245 mílur á lengd, og nær allt tii landhelgi Lithauen. Fyrir aliri strandlengju Þýzkalands, í Eystrasalti sem í Norðursjó, eru því tundurdufla- svæði, sem ekki verður komist fram hjá, á leið til þýzkra hafna og frá þeim. Jafnframt er tilkynnt, að brezki floíinn sé í Kattegat og Stórabelti og ráði yfir þessum swndum. Með þessu hefir brezka flotanum tekizt að einangra Þýzkaland algerlega frá sjón- um, því að tundurduflabeltið, sem lagt var í síðustu viku í Norðursjó, nær alit að land- heigi Hollands. Þá er leidd athygli að því, að með þessu hafi verið útilokað að Þjóðverjar gætu náð ssensku málmunum, sem þeim hefir verið svo nauðsynlegt. Þetta hefir gífurlega þýðingu á hafnbannið á Þýzkalandi og viðskiptastríðið gegn því. Þá er það tilkynnt í útvarpinu í Bodö í gævkveldi, að þýzka vasaorustuskipið „Lútsow” hefði í síðustu viku strandað í Þrándheimsfirði og væri nú eyðilagt. Næstum samstundis var það tilkynnt í útvarpinu í London, að þá, fyrir skammri stundu hefði brezkur kafbátur hæft þýzka vasaorustuskipið „Admiral Scheer“, (sem áður hét Deutchlánd), systurskip „Graf von Spee“ — með tveimur tundurskeytum í 'Kattegat. Samandregnar fréttir i morgun SVÍAR skutu í gær og í nótt niður tvær þýzkar flugvélar í nánd við Gautaborg. Hafa Svíar nú tekið upp á því srijaliræði að setja uppgjafa ökutæki á flug- yelli, svo að árásáffíugvélar geti ekki lent á þeim, : SAMKVÆMT fregnum frá Bretlandi hafa Bretar sökkt 14 birgða- og herflutningaskipum áíðan Þjóðverjar réðust á Noreg'. HOLLENDINGAR hafa mjög mikinn viðbúnað vegna ótta við árás af hálfu Þjóðverja. Verðir eru við allar opinberar 'bygg- ingar og hernaðarástandi hefir verið lýst yfir í mörgum hér- uðum landsins. FYRIRLESARI í ítalska út- varþinu sagði í gær, að afstaða ítala til styrjaldarinnar gæti breyst skyndilega. ,,Við viljum ekki vakna upp við það einn morgun, að Sámá ástand sé komið í Italíu og nú er í Nor- egi.“ — Hvað átti hann við? QUISLING-Kuusinen Noregs hefir nú skipað sjálfan sig rikis- stjóra í 'Noregi, eftir að ráð- herrar hans hver af öðrum hafa yfirgefið hann. I gær var það tilkynnt í Oslo- útvarpinu, að ef menn söfnuð-ust saman í hópa á götum, yrði þeim sundrað með sprengjum. strandað í Þrándheimsfirði. Pýzka setuliðið flúði til fjalla, en þar bíða Norðmenn þess. ALAUGARIJACr uin liádegisleitið réðust brezk herskip uridir forystu hins kunná brezka orustuskips „Warspite" inn á Narvíkurfjörð og lögðu til orustu við þýzka tunduspillá —: 7—8 að tölu, sem lágu á firðinum. Jafnframt hófu herskipin skothríð á strandvirki, se,m voru í höndum Þjóðverja. Eftir skamma orustu höfðu brezku herskipin sökkt 4 þýzkum tundur- spillum og þaggað niður í einu strandvirkinu; lögðu þrír eða fjórir þýzkir tundurspillar á flótta inn í lítinn flóa, er gengur inn af Narvík, en brezku herskiþin eltu þá þangað og sökktu þeim. Talið er að um 1200 manna áhöfn hafi verið á þessum þýzku skipunum, Þjóðverjar haia þarna misst stóran hluta af tundur- spillaflota sínum og er þetta því ægilegt tjón fyrir þá ofan á allt annað, Brezku hérskipin, sem hófu árásina, höfðu haldið vörð úti fyrir Narvík síðan þau urðu frá að hverfa, eftir árásina í síðustu viku og gættu þess, að hin þýzku skip slyppu ekki út. Brezki flotinn varð fyrir nokkru tjóni. Þrír tundurspillar skemmdust og telja Þjóðverjar að þeim hafi tekizt að sökkva tundurspillinum „Cossack“. Bretar telja, að þýzka setuliðið í Narvík hafi flúið til fjalla, en Norðmenn hafa tekið sér stöðu í fjöllunum við borgina og undirbúa árás á hana. mótstöðuafl Nðrð annai ðllan Hákonar Noregskonungs ORÐMENN veita Þjóðverjum vaxandi andstöðu á öll- um vígstöðvum. Hefir hertaka Narvíkur áreiðanlega haft mikii áhrif og eflt norska herinn. Hervæðingin héldur áfram með miklum hraða og eru her- sveitirnar sem óðast að skipu- leggja sig til varnanna. í hér- aðinu bak við Bergen sldpulegg- ur yfirhershöfðingi Norðmanna mikið lið og er talið að miklar orustur hefjist þar þá og þegar. Þá hafa Norðmenn umkringt Narvik frá landi og við Þránd- heimsfjörð færast Norðmenn í aukana. Miklar orustur geisuðu í gær við Kongsvinger, en í morgun er sagt, að Þjóðverum hafi tek izt að ná rammgeru vígi Norð- manna þarna á sitt vald. Hinsvegar hafa Ndrðmenn tekið eitt vígi framarlega við Oslófjörð úr höndum Þjóðverja. 20 þúsund manna norskur her sækir fram ekki langt frá Osió. Margar loftárásir ð Mrstaði mína og stjórnar minnar. T ÚTVARPINU í Vigra, en þá útvarpsstöö hefir norska rík- isstjörnin, var í gærkveldi lesið upp svohljóðandi ávarp til nórsku þjóðarinnar frá Hákoni Noregskonungi:. „Á þessum erfiðustu reynslu- thnum, sem komið -hafa yfir land ntitt og þjóð í meira en 100 ár, beini ég þeirri bón til allra norskra manna og kvenna, að gera allt, sem hver einstakur get- ur til þess, að bjarga frelsi og sjálfstæði okkar kæra föðurlands. Land okkar hefir orðið fyrir skyndiárás þjóðar, sem við höf- Frh. á 2. síðu. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1940. 85. TÖLUBLAÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.