Alþýðublaðið - 15.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1940, Blaðsíða 3
AUÞYOIJGSF.AÐIO MÁNUDAGINN 15. APRÍS 1940. MÞYBUBLABIB Ritstjóri: F. R. Valdemai-ssoa. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). . Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hei-ma) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallágötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN H,J. „Oft var pörf en nú er nauðsyn" Árásirnar á Norðurlðnd. ATBURÐIR síðustu daga hafa verið örlagaríkir fyrir frændþjóðir vorar á NorðurlönJ- «m. Á éinum degi er sambands- ríki’ vört, Danmörk, svift sjálf- stæði sínu, Noregur á í styrjöld og. Svijrjóð býr sig af kappi und- ir að verjast árásum, sem vænta má á hverri stundu. Finnland er í sárum eftir viðureignina við Rússa. Allir jressir atburðir hafa haft djuptæk áhrif á hugi manna hér á landi. Við íslendingar höfum, eins og margar aðrar smáþjóðir, ®kki viljað trúa því, að hlutleysi smápjóðanna yrði skert og griða- sáttmálar á þeim rofnir. En nú verðum við að trúa því, atburðirnir, sem gerzt hafa, verða skki véfengdir. Við bárum gæfu til þess að sameina krafta þjóðarinnar á síð- ast liðnu vori og leggja deilu- málin til hliðar um stund. Þjóð- in stóð þvi sameinuð og örugg, ©r styrjöldin skall á og betur «ndir það búin að mæta erfið- leikunum en ella hefði verið, ef feinar gömlu flokkaerjur hefðu verið í algleymingi. Allir rnúnu nú viðurkenna, að það var rétt spor, sem stigið var með myndun þjóðstjórnarinnar •g þeim tilraunum til samstarfs. sem þá vorú hafnar. En svo mikil þörf, sem á því var þá, er þörfin enn meiri nú. Við finnum nú betur en nokkru sinni fyrr, þegar svo er komið fyrir Dönum og Norðmönnum, sem rauniaagjýnir, hversu nálægt styrjöldinnv^Fð erum komnir, ög að okkar einasta von tii þess að geta komist klakklaust gegnurn •srfiðleikana er, að fullkomin ein- ing riki innbyrðis um meðferð mála okkár og alla afstöðu bæði innávfð og útávið. Alþingi hefir gert þá samþykkt ineð samhljóða atkvæðum allra þingmanna, að flytja að svo stöddu allt vakl í málum okkar Inn í landið og lagt þetta vald í hencíur þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Við vitum ekki, hvaða atburði getur að höndum borið næstu daga eða vikur, en það má hik- laust fullyrða, að öll þjóðin gerir þá kröfu til alþingis og ríkis- stjórnar, að allar eldri deilur milli flokkanna verði látnar niður falla unr ’sinri, og ekki verði fitj- að upp á neinu því, er veikt geti þá samheldni, sem náðst hefir. Hverjum sörinum íslendingi ber að vinna áð því, að efla samhug og eindrægni ])jóðarinnar svo að allir finni og skilji, að þótt við séum smá og vopnlyus þjóð, er- urn við einhuga og samtaka svo langt sem orka okkar getur náð. Pað er ábyrgðarhluti hverjum þeinr, sem til þess stofnar nú, að vekja sundrung út af nrálefnum, s«m smávægileg verða að teljast í sanranburði við þá örðugleika, sem að okkur geta steðjað á næstunni og frarn úr þarf að ráða af samhentri stjórn og þingi. Alþjóð veit og viðurkennir, að sú stjórn, sem við nú höfunr, hefir verið samhent í störfum sín- unr og leyst fjölda vandamála, og þjóðin væntir þess, er ábyrgð stjórnarinnar hefir enn aukizt við það, að allt vald í málum vorum er nú að fullu í hennar höndunr, að hún verði enn betur samtaka um að gæta hagsmuna og vel- ferðar lands og þjóðar. Það er okkur mestur sómi, að geta á hættunnar stund staðið saman og sýnt öllum heimi, að við erum einhuga og samtaka, þrátt fyrir allt, sem áður hefir á milli borið. til frekari aðgerða. Það hefir dregist mjög lengi, að nokkuð yrði gert til að leiða aðila saman við samningsborð og er það lítt afsakanlegt, þó að segja megi að margt hafi uppfyllt huga manna á síðustu dögum. Má telja, að sá árangur hafi orðið af þessum fundi, að samningaumleitunum verður haldið áfram í þess- ari viku. Gera má ráö fyrir, að sjó- menn verði að halda fast við kröfur sínar, og ekki hafa sið- ústu atburðir úti í heimi dregið úr réttmæti þéssara krafna. Nú hafa hættusvæðin stækkað geysi- lega, þar sem tundurduflanetum heíir verið lagt á óralöngu svæði, þar sem áður var lítið um tund- urdufl. Þá virðist og að styrj- öldin sé nú mjög að færast í aukana og harðna, og hefir það vitanlega mikil áhrif á sigling- arnar. Það má því segja, að þó að kröfur sjómanna hafi verið, er þær voru lagðar fyrir þá við at- kvæðagreiðsluna, fullkomlega réttmætar, þá séu þær enn sterk- ari nú og því enn meiri óhæfa að neita þeim. Enginn óskar þess, að þessi deila endi með öðru en fullu samkomulagi milli sjómanna og útgerðarmanna. Það eru áreiðan- lega allir, sem vilja að fullur friður haldist, en sjómennirnir ÝZKA nazistastjórnin hef- ir hvað eftir annað á undanförnum mánuðum, hótað því í útvarpi og blöðum, að þegar Þýzkaland greiddi hnefa- högg sitt.í vesturátt mundi það verða mikið og eftirminnilegt. Þetta högg hefir nú verið greitt ekki hinum öfluga andstæðingi þess, — Bretum, — heldur varnarlitlum friðsömum smá- þjóðum, óviðbúnum og að nóttu til, þegar flestir voru í fasta svefni. Engin hernaðarárás, sem gerð hefir verið á síðari tímum er sambærileg þessari, nema ef vera skyldi árás Sovét-Rúss- lands á Finna í haust. Báðar þessar smáþjóðir, Norðmenn og Danir, hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð, til þess að gæta hins ítrasta hlut- leysis og hafa þar gert sér far um að sýna Þjóðverjum vin- áttu í hvívetna. Danir meira að segja gert ekkiárásarsamning við Þjóðverja. Landhelgi Noregs og Danmerkur var Þjóðverjum hindrunarlaus leið fyrir hvers konar flutninga. En samt hlýtur hertaka þessara landa að hafa verið ákveðin og undirbúin fyrir löngu. Engum dylst það, sem geta ekki dregið úr þeim kröfum, er þeir hafa borið fram, og þeir vita, að allur almenningur fylgir. Er líka vonandi, að sú verói raunin, að samkomulag náist, áð- ur en fresturinn er útrunninn, og að ekki þurfi að koma til frekari aðgerða. Stýrimaðnrinn á Súð inni drnknar í Fleet- wood. yilhjálmur horsteinssou Laup vegi 38 b. AÐ SLYS varð í Fleet- wood á laugardaginn, að stýrimaðurinn á Súðinni, Vilhjálmur Þorsteinsson, — drukknaði í höfninni þar. Súðin hefir legið í Fleetwood undanfarið, en nánari fregnir af þvi, hvernig slysið vildi til, eru enn ekki komnar. Jón Vilhjálmur Þorsteinsson stýrimaður er fæddur hér í bæn- um 26. febrúar 1895. Hann bjó á Laugavegi 38 B. Hann var kvæntur maður og átti upp- komna dóttur. Lyra kom hingað í gær. nokkra hugmynd hefir um vega- lengd milli Noregs og Þýzka- lands, að hin þýzku herflutn- ingaskip gátu ekki hafa verið langt undan norsku landi, þegar Bretar lögðu tundurduflunum, óví að á þeim fáu klukkustund- um, sem liðu frá því að tund- urduflunum var lagt og þar til Þjóðverjar settu her á land í öllum stærstu hafnarborgum Noregs, var óhugsandi að hægt hefði verið að flytja svo stóran her alla þá leið. Enda hefir því verið haldið fram í fréttum, að skip þau, sem hin gestrisna og heiðarlega norska þjóð leyfði ó- hindraða leið um landhelgi sína, og talin voru málmflutn- ingaskip. hafi ekki flutt málm heldur hermenn og hergögn, sem beitt er nú gegn Norð- mönnum. Lögn tundurduflanna getur því ekki hafa verið orsök til árásarinnar. Hverjum augum lítum við íslendingar svo á þessar aðfar- ir? — Að vísu hefir skoðun okkar á slíkum atburðum ekki mikla þýðingu. — En ég efast ekki um það, að hver frjálsborinn íslendingur for- dæmir hið ógurlega ofbeldi, sem Þjóðverjar hafa beitt frændþjóðir okkar, hryggð okk- ar er djúp og samúðin með þeim innileg, enda hefir það komið fram í öllum dagblöðunum. — Jafnvel Þjóðviljinn tekur ekki málstað ofbeldisins, eins og í Finnlandsstyrjöldinni, hvort sem það er nú af því, að komm- únistum þykir Bretar hér ó- þægilega nærri. Skal ég hér tilfæra nokk- ur ummæli blaðanna um þessi mál. Alþýðublaðið segir meðal annars: „Árás þessi á Noreg og Danmörku er, hvernig sem á hana er litið, ekkert annað en nakið ofbeldi herveldisins við friðsamar og varnarlitlar smá- þjóðir.“ Morgunblaðið segir'- í leiðara, þar sem það talar um nauðsyn okkar á að gæta æ- varandi hlutleysis: „En allt fyr- ir það, getur ekki hjá því farið, að samúð okkar með frænd- þjóðunum á Norðurlöridum er innileg og ævarandi.“ Vísir segir, þar sem hann talar um forlög frændþjóðanna: „Þess- vegna erum við snortin af at- burðum líðandi stundar meira en nokkru öðru, sem gerst hefir síðan styrjöldin hófst.“ Tíminn segir: „Þótt merkilegt kunni að virðast, hefir hér orðið vart minni samúðar í garð Dana, sem hafa misst mikilvægustu þjóð- réttindi sín, en Finnar hafa notið hér, sökum árásar Rússa á þá.“ ÖIl þessi ummæli sýna að hér ríkir samúð með frændþjóðum vorum. Ástæð- urnar til þess að samúðaraldan hefir ekki risið eins hátt og mótmælin ekki eins kr.Öftug nú eins og í haust, þegar ráðist var á Finnland, eru margar. Árársin á Finnland var sú fyrsta á Norðurlönd. Nú hafa hinir hættulegu atburðir færst nær okkur, hættan meira yfirvof- andi okkur sjálfum — og allt gerst svo óvænt, að við höfum tæpast gert okkur grein fyrir atburðunum. — Við hinar hörmulegustu fréttir setur menn oft hljóða, þá brestur orð til þess að lýsa sársaukanum. Þessir atburðir hafa lagst sem þungt farg á alla þóðina. Það er ótti og kvíði í hugum flestra. Nú stöndum við líka einir og einskis megandi og gjörsamlega útilokaðir frá'því, að geta veitt nokkra hjálp, en í vetur vorum við í hópi hinna Norðurland- anna og í sambandi við þau. Enn má benda á, að nú fá þessir frændur vorir alla þá hjálp, sem möguleg er, frá tveim stór- veldum, en Finnar börðust nær því einir síns lið gegn ofurefl- inu. Og loks sú staðreynd, að í haust var flokkur manna hér, kommúnistarnir, sem gengu beinlínis í lið með ofbeldisrík- inu og svívirtu eftir mætti þá smáþjóð, sem ráðizt var á. Það jók á réttláta reiði lands- manna, en ún er engum slíkum flokki til að dreifa, minnsta kosti ekki, sem þá skoðun lætur í ljós opinberlega. Á því er enginn efi, að við íslendingar munum strax, þeg- ar við fáum möguleika til, veita frændum vorum á Norð- urlöndum alla þá hjálp er vér megum og samræmist hlutleys- isafstöðu vorri, eins og vér veittum Finnum á hinum mestu hörmungartímum þeirra. Þá munum vér hjálpa, sem bezt gegnir og þá mun hjálpfýsi ís- lenzku þjóðarinnar vart brezta. Samúðin er djúp og innileg með frændþjóðum vorum á þessum örlagaríkustu tímum í sögu þeirra. Guðl. Rósinkranz. Gúmiskóviðgerðin Vopnl Aðalstræti 16. Sími 5830. Allar gúmmíviðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. Sækjum. —• Sendum- Halldóru Jónsdóttur, Reynistað. Skerjafirði, fer fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 16. þessa mánaðar kl. 2 eftir hádegi. Jarðað verður í gamla kirkju- garðinum. Margrét Kjartansdóttir. Jón Kjartansson. Kristján Kjartansson. Fulltrúar sjómanna og útgerðarmanna á fnndi sáttasem ra. DAG er 15. apríl. Eftir 5 daga aðeins er sá frestur, sen sjómenn gáfu til að semja um breytingar á samning um, útrunninn. Ef engir samningar verða komnir á á laug ardaginn kemur, hafa stjórnir sjómannafélaganna heimili

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.