Alþýðublaðið - 16.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝ&«miLAeiO —---------- IIÞfSUBLáill —:—♦ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru lians: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Aijjýðuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . F . 4--------------------------------------------♦ Sökin hjá okkur sjálfum. ÞRIÐJUÐAG 16. APRÍL 1940 Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Fimdnr verður haldinn miðvikudaginn 17. þ. m. kl. 8V2 e. h. í Al- þýðuhúsinu (gengið inn frá Hverfisgötu). FUND AREFNÍ: Fyrirtæki fulltrúaráðsins. Önnur mál. STJÓRNIN. ‘E,NGUM mun blandast hug- •*** ur um þaS hér í Reykja- vík, að árás Þýzkalands á Dan- mörku og hernám landsins muni hafa afgerandi áhrif á eitt atærsta mál okkar Reykvík- inga. Það er kunnugt, að mikið af efninu til hitaveitunnar átti að kaupa í Danmörku og ann- an hluta þess frá Þýzkalandi. Nokkuð af þessu er þegar komið hingað, en mestan hluta þess vantar enn. Það, sem komið er, raægir ekki nema að örlitlu leyti til framkvæmdanna. Eftir samkomulag, sem tókst í haust fyrir atbeina samninga- nefndar þeirrar, er fór héðan til Bretlands, um að Bretar tepptu ekki flutning hingað á efni og Mutum til hitaveitunnar frá Þýzkalandi, — urðu menn vongóðir um það að takast mætti, þrátt fyrir alla erfið- leika og svart útlit, að ljúka hitaveitunni nokkurn veginn á- tilsettum tíma, eða fyrir áramót. Nú eru þessar vonir að engu orðnar, eða að minnsta kosti sjá leikmenn í þessum málum ekki annað, eins og stendur. Þó að Danir eða Þjóðverjar gætu afhent efnið eða hlutina til hitaveitunnar, virðist engin leið að hægt sé að koma þeim ár höfnum Danmerkur eða Þýzkalands, þar sem bæði þessi lönd eru nú girt margföldum tundurduflabeltum á allar hlið- ar og þeirra er gætt af brezkum herskipum, brezkum kafbátum og brezkum flugvélum, og Ólík- legt, að Bandamenn fáizt til þess að veita nokkrar undanþágur frá viðskiptabanninu við Þýzka- land, eins og nú er komið. Þetta er því hið erfiðasta mál fyrir okkur. Margur mun segja, að það sé ekki mikið á móti því, sem bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum verða nú að þola og margar fleiri. Það er hverju orði sannara, en þetta nýja áfalí 1 hitaveitumálinu minnir óþægi- lega á þá óstjórn, sem var á öllum undirbúningi málsins af hálfu meiríhlutans í bæjarstjórn Reykjavíkur. Sökin liggur að verulegu leyti hjá okkur sjálf- um. Það er áreiðanlegt, að við Reykvíkingar fáum að súpa seyðið af þeirri óstjórn mörg ár eftir að hitaveitan er fullgerð. Það verðum við að gera með greiðslum okkar fyrir heita vatnið, sem kemur til með að kosta okkur mörgum milljónum króna meira en þurft hefði að vera, ef bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hefði ekki fengið þá flugu í höfuðið, að gera hita- veitumálið að pólitísku upp- sláttarmáli fyrir sig. Öllum er kunnugt um það, ai í mörg ár var bárizt urn þetta mál. í mörg ár streyttist íhaldið á móti því. Loks, þegar það lét undan almenningsálit- inu, tók það málið svo pólitískt,. að einstaka forsprakkar þess töldu framkvæmd þess sitt einkamál og ráku það sam- kværnt því. í undirbúningnum var viðhaft hið mesta þukur. Engir máttu koma nærri því, nema þessir sjálfútvöldu menn. Það hefir vitanlega haft þau á- hrif, að engir aðrir en þessir út- völdu íhaldsmenn bera ábyrgð á því, hvernig fór. Næstum því svo árum skipti ferðuðust svo þessir menn erlendis, leituðu vítt og víða og ferigu engu á- orkað. Jafnvel tillaga, sem kom fram frá lcunnum Alþýðuflokks- manni, var ekki rædd, vegna þess að hún kom frá' öðrum en Sj álf stæðismönnum. Allt þetta seinkaði fram- kvæmdum ákaflega og nú sjá allir afleiðingarnar. Við hörm- um þetta, allir sem búum í R- vík, en samt sem áður er rétt að benda á það, hvernig á því stendur að svona er komið. Það er ekki aðeins ófriðurinn, heldur einnig óforsjálir og hégóma- gjarnir valdamenn, sem eiga sökina. *»!= Veðnrfrepir tíl ler- st&ðviBna tvisvar á lii. HikysDíegsr riklutjéra- ariaaar í gær. 1G' INS og að nokkru var skýrt frá hér í blaðinu í gær, er hætt að senda veður- fregnir. Um þetta hafa blaðinu. borizt eftii’farandi tilkynningar frá ríkisstjórninni: „Vegna ástands þess er nú ríkir í alþjóðamálum; og vegna hlutleysisafsíöðu ís- lands, og í samræmi við það, er margar aðrar hlutlausar þjóðir hafa gert fyrir löngu, hefir ríkisstjórnin ákveðið að hætta að útvarpa öllum veð- urfregnum og veðurspám og einnig að hætta að senda þær út frá stuttbylgjustöðinni og loftskeytastöðinni. Ríkisstjórnin.“ í gær sendi Veðurstofan út svohljóðandi tilkynningu: „Fyrst um sinn verða veð- urspár birtar tvisvar á dag á símastöðvum nokkurra helztu verstöðva og kauptúna á morgnana kl. 10, eða skömmu þar á eftir, og gildir sú spá fyrir hlutaðeigandi stað og nærliggjandi svæði SongkennslaB! barnaskólnnnm. /| UNDANFÖRNUM ÁRUM ^ hafa ýmsir menn hér í höM uðstaðnum setið um hvert tæki- færi til þess að níða i.söng- kennsluna við barnaskólana, og jafnvel gefið í skyn, að þeir sem kennsluna stunda séu naumast verkinu vaxnir. Venjulegast hafa þetta verið illkvittnislegar dylgj- ur. og aðdróttanir lítt viturra manna með lélegri dómgreind og rnjög takmarkaða þekkingu á sviði tönlistar, en þær broslegu fullyrðingar og ágizkanir slíkra manna tekur vitanlega enginn til greina né andsvara, því að eng- um skýldi meinað að þjóna sinni lund. En þegar jafn glöggur maður og Emil Thoroddsen leyfir sér að kveða upp dóm yfir störf- um söngkennaranna, í Vviðlesn- asta blaði þessa lands, er öhjá- kvæmilegt annað en taka fullyrð- ingar hans til litilsháttar athug-. unar, og jafnframt benda hon- um á, og öðrum þeim sem láta sig þessi mál skipta, að álit list- dómarans mðvíkjandi söngkennsl unni í barnaskólunum er vasg- ast sagt fleipur og ágizkun út í bláinn. Með reglugerð og lögum frá hinu háa alþingi er svo fyrir- Jagt, að börn fái vissa þekkingu og lærdóm í öllum þeim fræð- um, sem heimtuð eru til fulln- aðarprófs úr barnaskóla. Með fullu tilliti til þessara reglna, og einnig þess, hversu nauðsynlegt þykir að krefjast áf ‘érhverjum aldursflokki ba~n~, simja for- ráðamenn skólanna stundaskrár nemendanna. Á þann hátt er námsferiil barnanna afmafkaður öll þau námsár, sem þau kunna að dvelja i barnaskóla. Það er, því miður, ekki á með- færi okkar kennaranna að þoka til svo nokkru nemi í þessum efnum, því til þess þarf fyrst og fremst samþykki þeirra sem fræðslumálunum ráða og í öðru lagi aukin fjárframlög til skól- anna. En sízt mundurn við söng- kennararnir hafa á móti bættum skiiyrðum og, breyttum aðferð- um í söngkennslu. Við þekkjum starfið betur en spvo, að slíkt hefidi okkur. Sú söngkennsla, sem skólarn- ír veita nú, fullnægir að ötlu leyti kröfunum, sem gerðar eru í fræðslulögunum til sérhverrar aldursdeildar. Og á meðan sva er, sýnist óþarfi að hefja árás á skó’ana eða söngkennarana fyr- ir lélega unnin störf á sviði söngkennslunnar. Einnig er fjarri öliu réttlæti að líkja samaft getu og kunnáttu þeirra söngflokka, sem valdir eru úr og síðan æfðir íátlaust af kappi og nákvæmni, með tilliti til þess ;að syngja opinberlega, og aftur þeirra barna, sem rétt hafa til eins söng- tíma á viku. Emil Thoroddsen veit áreiðan- lega manna bezt hversu feikna mikið starf liggur á bak við vel- þjálfaða söngflokka og þá ekki þann dag til kvölds. Kvöld spáin verður ög birt um kl. 19, og gildir á sama hátt fyrir næstu nótt. Veðurstofan, 15. apríl 1940. Þorkell Þorkelsson.“ sízt, ef um barnasöngflokk er að ræða. Það er ekki meðfæri nokkurs manns að ,æfa slíka flokka, svo frambærilegir séu, á fáum mánuðum. Það efast eng- inn um getu, kunnáttu né dugn- að Sigurðar Þórðarsonar söng- stjóra. Til þess hefir hann unnið of stóra landvinninga á sviði hljómlistarinnar, bæði innánlands og utan, og mætti því með sanni l’T M síðustu mánaðamót var ^ afli á öllu landinu á ver- tíðinni orðinn ,11850 smálestir og er það röskum 2000 smálest- um minna en í fyrra á sama tíma. 31. marz í ár var salt- fiskaflinn 6409 tonn. en 31. marz í fyrra var hann 14004 tonn. Hinsvegar hafa fiskibátar selt í togara. í vikunni, sem leið, voru stirðar sjógæftir og mjög tregur afli í flestum verstöðvum lands- ins. Úr einstökúrn verstöðvum er þetta helzt: í Þorlákshöfn og á Stokks- eyri voru stirðar sjógæftir og tregur afli í vikunni sem leið. Frá Þorlákshöfn var róið fjóra daga vikunnar og komu á land um 15 þús. fiskar, eða um 14 skippund, og er það mjög lítill afli. miðað við tilkostnað. Frá Akranesi var róið þrjá daga vikunnar. Aflinn var afar tregur eða að meðaltali 3—4 skippund. Frá Sandgerði var róið 4 daga vikunnar og var afli sæmilegur. í fyrrinótt og í gær var þar eins og víðar, af- afspyrnurok af norðri. Tveir bátar er lágu 1 höfninni, Magni frá Norðfirði og Anna frá Ak- ureyri löskuðust. Vildi það til með þeim hætti, að Anna dró legufærin og rak hana á Magna. Anna brotnaði talsvert, en Magni tiltölulega lítið. í Vestmannaeyjum voru stirðar gæftir í vikunni. Land- legudagar voru tveir, en aðra daga voru einhverjir á sjó. Afli var mög lítill. Frá Hafnarfirði var róið þrjá daga vikunnar. Af4i var rýr, eða benda öllum slóðum, hvort held- ur þeir finnast fremur í hópá söngkennaranna við barnaskólana eða annarsstaÖar, á dugnað og stálvilja Sigurðar Þórðarsonar, og mætti ennfremur fylgja ein- læg áskorun til þeirra, sem slík- um titlum má titla, að taka vand- virkni og nákvæmni söngstjór- ans sér til fyrirmyndar í hví- vetna, Jón Isleifsson. 5—12 skippund á bát í róðri. í Grindavík voru stirðar gæftir vegna útsynnings og afli tregur. Frá Hornafirði var róið fjóra daga síðustu viku. Afli var treg- ur á línu, mest 8 skippund í róðri. Talsvert hefir verið róið með handfæri á smærri bátum, og hefir aflast vel. Frá Keflavík var róið 5 daga síðustu viku. Afli var fremur lítill eða alls frá 5—16 skip- pund á bát í róðri. Loðna veiðist nú ekki lengur frá Keflavík. Frá Hólmavík var símað í gær, að í síðustu viku hafi tals- verður þorskafli verið í Stein- grímsfirði og hafi sumir wihu- bátar frá Hólmavík tví og þrí- dregið lóðir sínar tvo til þrjá daga vikunnar. Síðan hefir veið- in minkað og í gær hafa gæftir spillst. Virðist þetta hafa verið þorsksganga, enda hefir afli á þessum slóðum verið mjög lít- ill eða enginn lengi undanfarið í vetur. (FÚ.) NÝ LEPPSTJÓRN I OSLO Frh. af 1. síðu. fleyg á milli hans og hinnar lög- legu stjórnar landsins. Ókunnugt er með öllu, hvort þeir menn, sem nefndir eru í sambandi við þessa nýju lepp- stjórn hafa raunverulega gefið samþykld sitt til þess að ta!ka sæti í henni. En líklegast þykir, að þeim hafi annaðhvort verið þröngvað til þess, eða nöfn þeirra jafravel tekin í algerðtt heimíidarleysi. Minn lijartkæri eiginmaður og faðir, Sæmundur S. Kristjánsson, fisksali, * andaðist í gær, 15. apríl. Þorgerður Sveinsdóttir. Sigurdís Sæmundsdóttir. Jarðarför konunnar minnar, Halldóru Þórarinsdóttur, fer fram fimmtudaginn 18. þ. m., hefst með húskveðju á heimili mínu, Laugaveg 3, kl. IVi eftir hádegi. Fyrir mína hönd og barna minna. Andrés Andrésson. Aflinn á öllu landinu um 2000 smál. minni en í fyrra •----♦----

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.