Alþýðublaðið - 16.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.04.1940, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAG ÞRIÐJUDAGUR Nætyrlæknir er Pétur Jakobs- son, Leifsgötu 9, sími 2735. Næturvörður er í Reykjavíkur- og ISunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,15 Þingíréttir. 19.45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20.20 Erindi: Þættir úr sögu lífs- ins, IV: Hönd og'eldur (Jó- hannes Áskelsson jarðfræð- ingur). 20.45 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó, Op. 49, d-moll, eftir Mendelssohn. 21.20 Hljómplötur: Celló-konsert eftir Lalo. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Gengi erlendrar myntar var skráð fyrsta sinni í dag í heila viku. Gengið er skráð þann- ig: Sterlingspund 23,12, dollarar 6,51,65, ríkismörk 260,76, franskir frankar 13,10, svissneskir frankar 146,17, gyllini 345,90. Sænskar, norskar og danskar krónur eru ekki skráðar. Vélbáturinn „Sæbjörg“, 12 smálestir að stærð, sökk á Vestmannaeyjahöfn í gær. Er hún eign Vöruhúss Vestmannaeyja h.f. Vonast menn eftir, að hægt verði að ná bátnum upp. Menntaskólanemendur leika Frænsku Charley’s í kvöld. Hefir Valur Gíslason æft leikinn. en leikendur eru 11, allt nemendur skólans. Leikfélagið sýnir „Fjalla Eyvind“ annað kvöld kl. 8 fyrir lækkað verð. Er það 25. sýningin að þessu sinni. Karlakórinn Fóstbræður heldur samsöng í Gamla Bíó annað kvöld kl. 7,15. Söngstjóri er Jón Halldórsson. Einsöngvarar: Arnór Halldórsson, Daníel Þor- kelsson og Garðar Þorsteinsson. 50 ára er í dag Bjargmundur Guð- mundsson rafveitugjaldkeri í Hafnarfirði. Breytingar á lögunum um alþýðutrygg- ar voru samþykktar á alþingi í gær. Verður síðar skýrt frá því í hverju þessar breytingar eru fólgnar. Dettifoss kom í dag' kl. 11 úr Ameríkuför. .Línuveiðarinn Freyja kom aí hákarlaveiðum í nótt. Afli var sæmilegur. Lyffræðingaskóli íslands. Lög um lyffræðingaskóla ís- lands voru afgreidd í gær frá al- þingi. Samkvæmt þeim verður skólinn stofnaður og verður for- stöðumaður hans kennarinn í lyfjafræði við háskólann. Sæmundur Kristjánsson fisksali, Hringbraut 188, varð bráðkvaddur í gær kl. rúmlega 1. Sæmundur Kristjánsson var að koma út úr Verbúðunum og stakst áfram og var þegar örendur. Sæ- mundur var ákaflega vel látinn maður og drengur hinn bezti. Hann hafði stundað fisksölu í mörg ár. Ferðafélag íslands heldur skemmtifund að Hótel Borg þriðjudagskvöldið 16. þ. m. Húsið opnað kl. 8,15. Pálmi Hann- esson rektor flytur erindi um Fjallabaksveg og sýnir skugga- myndir. Dans til kl. 1. Aðgöngu- miðar í bókaverzlunum Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldarprent- smiðju. Aðalfnndnr Kron í fyrradag. AÐALFUNDUR KRON var haldinn í Oddfellowhúsinu í fyrrad. Or stjórn áttu að ganga Margrét Björnsdóttir, Þorlákur G. Ottesen og Hjörtur B. Helgason, en voru endurkosin, nema Mar- grét Björnsdóttir; í hennar stað var kosinn Sigfús Sigurhjartar- son. Or varastjórn voru dregnir Guöjón Jónsson og Guðjón Teits- son. Báðir voru endurkosnir. Á aðalfund S. 1. S. voru kosnir þessir fulltrúar: Jens Figved, Sveinbjörn Guðlaugsson, Haukur Þorleifsson, Magnús Kjartansson, Theodor Líndal, Vilmundur Jóns- son og Eysteinn Jónsson. I fundarlok minntist fundar- stjórinn, Steingrimur Steinþórs- son, Norðurlandaþjóðanna og þeirra þrautatíma, sem þær ættu nú við að búa. Lýstu fundarmenn samúð sinni með því að rísa úr sætum sínum. Karlakórinn Fóstbræður. Saasiipr í GAMLA BÍÓ á morgun 17. apríl kl. 7.15. Söngstjóri: Jón Halldórsson. Einsöngv- arar: Amór Halldórsson, Daníel Þorkelsson, Garðar Þorsteinsson. Aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlunum ísafoldarprent- smiðju og Sigf. Eymundsson- ar. Nokkrir aðgöngumiðar seldir á 1 krónu. Matrosfotin úr . Fatabúðinni Góður harðfiskur til sölu. Hringið í síma 4923. Sendum. Stúlkur geta fengið ágætis vistir nú þegar, og 14. maí, bæði í bænum og utan bæjarins. Vinnumiðlunarskrifstofan, sími 1327. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. ”ÞÁ ER það blessaður kolaum- sjónarmaðurinn. Hann sagði okkur í haust, að það væru nóg, ódýr kol í allan vetur. En svo er hann svo góður í sér, að hann lætur selja mikið af ódýru kolunum burtu úr bænum. Við þetta hafa kolin pot- ast upp i 155 krónur tonnið, þó þau hafi á sama tíma ekki kostað nema 94 krónur í Hafnarfirði. Góð- ur embættismaður það! „MÉR HEFIR alltaf skilist, að verzlunin ætti að vera fyrir þjóð- félagið, en þjóðfélagið ekki fyrir verzlunina. Og það hefir ávalt ver- ið álit gamaldagsverzlana, að öll- um verzlunarréttindum fylgdu nokkrar skyldur. Ég vil taka það fram, að ég beini ámælum mínum ekki eingöngu að kaupmanna- verzlununum. Mér virðast kaupfé- lögin ekki vitund betri“. Hannes á horninu. nAMU BIOB Jefflávarðnr Amerísk stórmynd, tek- in af Metro-Goldwyn- Mayer. Aðalhlutverkin leika strákarnir óvið j af nan legu Freddy Barthplomew og Mickey Rooney. Katia - Astney kelsarans. Tilkomumikil frönsk stór- mynd um ástir Alexanders II. Rússakeisara og hinnar fögru furstadóttur, Kafha- rina Dolgorouki, Aðalhlut- verkin leika: ~ John Loder || og fegursta leikkona Ev- gj rópu Danielie Darrieux. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR. it „Fjalla-Eyvindnr. 25. sýning á morgun (miðvikudag) kl. 8. LÆKKAÐ VERÐ. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir M. 1 á morgun. BÖRM FÁ KKKI AÐGANG. V eggféðursverslun hefi ég opnað í Hafnarstræti 5, við hliðina á „Glæsi.“ Aðaláhersla lögð á vandaðar vörur, sanngjarnt verð og liðlega afgreiðslu. — Verzlunin annast alla vinnu veggfóðraraiðninni tilheyrandi. Aðeins fagmenn við vinnuna. Victor Kr. Helgason. Sími 5315. — Hafnarstræti 5. — Heimasími 3456. RAFNA6NSMQTENDUK t REYIJAVÍK: Fyrir 5 aura stykkið kaupir Rafmagnsveita Reykjavíkur notaða varatappa af gerðinni N D Z. Lengd þeirra er 5 cm. Þver- mál 1,2 cm. Einnig fyrst um sinn aðrar gerðir af vartöppum. Þar sem erfiðleikar eru á að fá vartappa, þá eru rafmagns- notendur beðnir að athuga, að fleygja ekki brunnum vartöppum, heldur selja þá Rafmagnsveitunni eða löggiltum rafvirkjum í Reykjavík. Rafmagnsveita Reykjavíkur, Tjarnargötu 12. H * i i ■' .......... i■■iii. — i , ■ —...- im LevndardómurWt,BI Vin,lry: >7. gomla hallarinnar. né Afríku, sagði Saint-Luce. -^- Það minnir ofurlítið á ýlfur hýenunnar, en J)ó er ein^ og hljóðið komi úr — Úr mannsbarka? — Ég hefi aldrei heyrt hyenu ýifra, en mér fannst hljóðið minna meira á mann en dýr. Óttinn hafði yfirbugað Sonju. Hún hafði haldið sér fast í Istóilinn, en rú fél! hún í yfirlið. Við lögðum hana á iegubekkinn, en við hin sátum uppi aiia þessa löngu, hræðilegu nótt. Loks sofnuð- um við og vöknuðunr ekki fyrr en liðið var á morg- uninn. Við vöknuðum viö það, að falíhurðin var opnuð’. Sonja var ekki í stofunni. Ég hljóp ofan til Babtiste, sem var að fella fall- hurðina. —- Fyrir hverjum opnuðuð þér? — Fyrír frúnni. Éjjf leit út og sá Sonju í garðinum. — Hvert ætlar hún? — Ég veit það ekki. Það leit svo út, sem hún gengi í svefni. En hún bað mig að opna. — Það hefðuð þér ekki átt að gera. Opnið hliðið aftur og flýtið yður. Ég náði henni fijótlega. — Hvert ætlið þér að fara? — Veit það ekki. Bara eitthvert burtu. — Já, þér ættuÖ að fara héðan. — Nei, ég fer ekki frá honum. Hann hefir verið mér svo góður. Én hvert eruð þér þá að fara núna? Ég ætla bara að ganga ofurlítið og ná tali af fólki. Annars held ég, að ég gangi af vitinu. — Má ég koma með? — Nei, farið ekki frá honum. Hún taidi ekki Babtiste með, og það gerði ég ekki heldur. Ég snéri við og gekk aftur til haliarinnar. Á ]>repunum mætti ég Saint-Luce. Ég sagði honum, hvað Sonja hefði sagt. — Og þú fórst ekki á eftir henni ? — Nei, hún vildi ekki, að þú værir einsamall. — En hvað hún er umhyggjusöm, sagði hann háðs- lega. , Ég leit undrandi á hann. Skiluröu ekki, að hún hefir farið til þess að hitta Gustave? Þú ert genginn af yitinu! Tókstu ekki eftir því, hvernig hún hagaði sér gagjjvart honum? ■ — Jú, auðvitað, þegar ég var viðsfaddur/ En Gustave hefði ékki hagað sér syona, ef hún hefði ekki verið búin að gefa honum undir fótinn. Mótbárur mínar báru engan árangur. Við skulum fara á eftir henni og vita, hvað við sjáum. Þegar við náðum henni, var hún komin út í hag- anrt og var að tala við gamla geitasmalann, Antoine. Hundurinn reyndi að gelta. þegar hann kom auga á okkur, en það kom ekkert híjóð frá honum. Geita- smalinn heilsaði okkur, alvarlegur á svip. Hann virtist vera mjög órólegur. — Þér hafið þá líka heyrt það? — Já, herra greifi. Klukkan var fjórðapart yfir tólf, og það stóð yfir í hálfa mínútu. Ég horfði á klukkuna. — Hvað haldið þér að þetta hafi verið? — Ég er hræddur við þetta, herra greifi. — Voruð þér heima hjá yður? Já, ég fer ekki framar út á nóttunni. — En hundurinn? spurði ég. — Hann lét öllum illum látum, krafsaði í hurðina og skældi sig. Ef hann hefði getað gelt, þá hefði hann vafalaust gert það. Saint-Luce rétti Sonju arminn, og við gengum heim- leiðis. Ég lét þau fara á undan, en snéri mér að gamla manninum. — Næst, þegar þér heyrið þetta, skuluð þér sleppa hundinum út. XVII. Ýlfrið í priðja sinn. Ég hefi aðeins óijósar hugmyndir um það, sem gerðist þennan dag, ehda þótt ekki séu nema fjórir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.