Alþýðublaðið - 17.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1940, Blaðsíða 3
Ritstjóri: F. R. TaidemaraBO*. í fjarveru hai*s: Stefá* Péturssom. Sfrnar 4902 «g 3*»1 (heima). Ritstgórn: Aiþýöuhúsitiu við Hverfisgötu. Síiaar: 4982: Ritstjóri. 4901: Iimienclar fréttir. 3021: SteÉán Pét- ursson (heima) SeUandsstíg 16. 4993: Yiihj. S. VMhjáiaas- so» (heima) Brávallagötu 50. Afgreiösia: Aiþýðuhúsinu gengáð inn frá Hverfisgötu. Símar: 4990 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 16 aurar í lausas&iu, ALÞÝ9UPEENTSMIBJAN H . F . Þjóðstjórnin byrjar annað ár sitt. —...— ■ ■» -- W DAG er nákvæmlega eitt ár liðið, síðan núverandi atjórn, þjóðstjórnin, var mynd- uð. Eitt ár, fullt af örlagaríkari viðburðum og erfiðari viðfangs- tfaum, en sennilega nokkur •nnur stjórn, sem hér hefir far- ið með völd, hefir orðið að horf- ast í augu við. Þegar litið er yfir þetta ár, má með fullum sanni segja, að hið upphaflega tilefni þess, að þjóðstjórnin var mynduð — erf- iðleikar útgerðarinnar og sam- komulag þriggjá aðalflokka jsingsins um að reyna að ráða Sram úr þeim með gengislækk- un krónunnar — hafi ekki verið stórt í samanburði við þau iniklu vandamál, sem síðar hafa klaðizt á hennar herðar. Það er í-íka sannast að segja, að þjóð- stjórninni var í byrjun tekið aaeð misjöfnum tilfinningum í illum flokkum. Menn, sem ár- um saman höfðu staðið á önd- verðum meið í stjórnmálum og •ft skipzt á hörðum: skeytum, «ttu í fyrstu erfitt með að sjá •auðsyn þess, að vinna saman . — og möguleika þess, að geta unnið saman. En stríðið gerði innan skamms »nda á öllum slíkum byrjunar- örðugleikum samstarfsins. Það lagði stjórninni og þjóðinni allri svo alvarleg viðfangsefni á herð- ar, að engum, sem nokkur dug- ur var í, datt lengur í hug, að draga sig í hlé vegna gamalla pólitískra væringa. Og í dag mun fáan iðra þess, að hin póli- tfcku sverð voru slíðruð innan- lands svo snemma, að þjóðin stóð sem einn maður, þegar erf- iðleikar stríðsins steðjuðu að. Hér væri mikið öðruvísi um- 'horfs nú, ef hver höndin hefði þá verið upp á móti annarri, og ekki hefði verið unnið í einingu og samhug að því, að birgja þjóðina upp að þeim nauðsynj- um, sem hún getur sízt án ver- ið, úthluta þeim þannig, að fyrir öllum væri séð, og tryggja um leið þá hækkun kaupgjalds í híutfalli við verðhækkunina í landinu, að dýrtíðin yxi al- menningi ekki yfir höfuð. En nú hefir stríðið lagt þjóð- stjórninni nýjan og ennþá meiri vanda á herðar, en nokkurn þann, sem hún hingað til hefir orðið að leysa úr. Hildarleikur- inn sjálfur hefir nálgast okkur síðustu dagana á ískyggálegan hátt. Nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum, sem, eins og við, einskis óskuðu frekar en að fá að vera 1 friði, hafa orðið fyrir blóðugri árás annars ófriðarað- ilans, og sambandsþjóð olckar verið svift frelsi sínu og full veldi um óáltveðinn tíma. Þjóð- stjórnin hefir af þeirri ástæðu, að svo stöddu, orðið að taka bæði konungsvaldið og æðstu stjórn utanríkismálanna, sem sam- bandsþjóðin fór með í imiboði okkar, í sínar hendur til þess að tryggja sjálfstæði og hlutleysi okkar. Það er, á þeim tímum, sem nú eru, alvarlegasta á- byrgðin, sem nokkurri stjórn hefir verið lögð á herðar hér á landi. Samtímis er ekki annað sjá- anlegt, en að við höfum við það, að nágrannaþ j óðir okkar á Norðurlöndum soguðust inn í ófriðinn og siglingar stöðvuðust þangað, eins og þegar áður til Þýzkalands, misst helminginn af þeim markað.ý sem við höfð- um selt afurðir okkar á undan- farin ár. Þar með skapast ný og ægileg viðfangsefni fyrir okkur, sem enginn fær séð enn, sem komið er, hvernig fram úr verður ráðið. Þannig er ástandið nú á eins árs afmæli þjóðstjórnarinnar. Hún hefir á fyrsta starfsári sínu borið gæfu til þess, að stýra þjóðarfleyinu heilu og höldnu í gegnum allar hættur ófriðarins. En ennþá stærri hættur eru fram undan. Og þjóðin treystir því, að stjórninni takizt einnig að stýra fram hjá þeim. Skil- yrðið fyrir því er að vísu fram- ar öllu öðru það, að sú eining haldist, sem hingað til hefir verið sýnd, að öll gömul deilu- mál séu kveðin niður meðan á- standið er eins hættulegt og það er, og ekki sé gerður neinn leikur að því, að skapa ný á- greiningsmál, sem gætu stofn- að einingunni og þar með þjóð- arheildinni í voða. Þjóðstjórnin hefir nú með flutningi konungsvaldsins og æðstu stjómar utanríkismál- anna inn í landið á alvarlegustu tímum, sem yfir þjóðina hafa dunið, fengið vald í hendur, sem útheimtir meiri einingu og ábyrgðartilfinningu af henni, meira pólitískt hlutleysi, en krafizt hefir verið og hægt hefir verið að krefjast af nokkurri stjórn áður hér á landi. Og það er áreiðanlega ekkert fleipur, að þjóðin gerir öll, án tillits tii pólitískrar flokkaskiptingar, þá kröfu til hennar, að hún sýni sig vand,- anum vaxin og sanni það þar með fyrir umheiminum, að við séum virkilega færir um að fara með öll okkar mál sjálfir. Ef nokkur þeirra flokka, sem að þjóðstjórninni standa skyldi bregðast skyldu sinni á þessari stundu, meðan slíkt millibilsá- stand er á stjórn landsins, með því að skapa óþarfan ágreining um eitt eða annað og stofna ein- ingunni á þann hátt í hættu, þá bakar hann sér þunga ábyrgð gagnvart þjóðinni. ALÞÝBIIBLAaAO MÍÐVÍKUDAGUB 17. ý.PBIL 194* Mpeiðsla lilsis á aiplap hefir mtt meiri 11» enliestðnoormál EINS OG KUNNUGT ER, not- fær'ðí rfklsstjðrnin sér ekki gefna helmild af alþingi fil þess að greiða opmbemra starfsmönn- *un tíýrtíðarappbðf f samræml rið Iðgin um gengisskráningy o. fl. Fjármálaráðherra tjáði for- mönnum stéttarfélaga opinberra starfsmanna, sem gengu á fund hans, að ríkisstjórnin myndi leggja tillögur um uppbót fyrir alþlngi það ,er nú situr, og væri ætlan hans, að afgreiðsla þessa máls gengi svo vel, að í marz- mánaðarlok yrðl hægt að greiða uppbót fyrir þrjá fyrstu mánuði árslns. Þetta hefir ekki ræzt; ennþá er frv. það, sem lagt var fram, á ferðinni í neðri deild, og enn er reynt að skerða dýrtiðaruppbót- ína. ! 1 ; i Hvað veldur? Það er næsta ífndarlegt, að alþingi skuli lítils- virða starfsmenn ríkisins aðra en máske þá, sem þar eiga setu. 'Er hægt að hugsa sér ríkið án starfsfólks? Áreiðanlega munu allir 'þingmenn svara því neit- andi. Á ríkið þá að láta sér nægja lélegustu starfskrafta, sem unt er að fá, og reyna að bæta það upp með hærri starfs- mannatölu? Vaíla er hægt að gera sér þaÖ í hugarlund eftir nýsamþykktri þingsályktunartillöcu um rann- sókn á starfsmannahlhögun og sparnaðarmöguleikum í því sam- bandi. Ég leyfi mér a. m. k. ekki að svo komnu að álíta hv. al- þingismenn svo grunnfærna, að þeir áliti lélega og marga starfs- menn ódýrari en góða og hæfi- iega marga. Er þá þessi andstaða gegn dýr- tíðarappbót til handa þessum launþegum sprottin af því, að þeir séu stríðsgróðamenn eða hæpnir handhafar lánsfjár þjóð- arinnar og þurfi af þeim ástæð- urn enga uppbót? Tæplega rétt ástæða. Opinberir starfsmenn eru ekki með stærstu atvinnutækin eða helztu forréttindin í sínum hönd- um, nema þá undantekningar. Þeir hafa ekki breiðu bökin til að bera byrðar erfiðleikanna um- fram aðra þjóðfélagsþegna. Þéir hafa ekki farið fram á að þeirra byrði yrði léttari en ann- ara launþega, heldur aðeins að þeir nytu sömu réttinda, þ. e. að kjörorðið: „Jafnt skal yfir alla ganga", yrði haft í heiðri. En svo lítur út, sem einstaka nærsýnir nesjamenn hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að launa- greiðslur til opinberra starfs- rnanna sé sú drápsklyf, sem muni sliga atvinnuvegi landSins, og sé sá útgjaldaliður, sem fyrst o,g fremst beri að spara. Ég undrast ekki, þó að slíkar raddir heyrist, því undur ske jafnan með hverri ]ijóð, en hitt undrar mig meira, ef fjölmennir stjómmálaflokkar og jafnvel sjálf löggjafarsamkunda þjóðarinnar er svo talhlýðin við spámenn nesjamennskunnar, að tafin er af- greiðsla sjálfsagðra réttlætismála. Nema svo sé komið, að andi einræðisins eigi bústað í hjörtutn þjóðfulltrúanna, og þeir hafi fundið hóp manna f íslenzku þjóðfélaigK, sem skuli kenna um allt illt á sama hátt og Hitler kenndi Gyðingum í Þýzkalandi. En erfitt er fyrir hv. alþingis- menn að skella allri skuld á ó- breytta starfsmenn; ekki hafa þeir ráðið sig sjálfir til starfa, og erfitt er frá mannúðar- og sið- ferðissjónarmiði að neita þeim tai þann rétt, sem alþingi hefir veitt öðram launþegum, þó að svo sé um hnúta búið, að verk- fallsrétturinn sé ekki til. Félagssamtök þessara launþeg* hafa borið fram réttmætar óskir um að þau séu höfð með í ráö- um, og að þeim sé gefin vit- neskja um breytingar á kaupi og kjörum, sem ríkisstjórnin kunni að vilja gera á hverjum tima. Þessu er ekki anzað, og neðrt deild alþingis afgreiðir ekki uppbótína, þó að kolahækkunÍB ein út af fyrir sig gleypi alla þá uppbót, sem efri deild sam- þykktí að veita skyldi. Það er enginn þróttur 1 því lýðræði, sem lætur smásálir tefj* fyrir sjálfsðgðum réttarbótum. Opinberir starfsmenn vænta þess, að neðrideildarþingmenjB reki af sér slyðruorðið og sam- þykki frumvarpið eins og þat kom frá efri deild. Guðjón B. Baldvinsson. UppfitinÍHg sænsks greifa: Bjðrgunarbúningnr, sem nú kemur að góðu haldi. —— ♦ —.... Slfmaraafélagið hefir syert ráð* stafaalr tii að fá slíkan báaiag« Oænskur greipí, — *** Möraer að nafni, fann upp í vetur björgunarklæðn- að fyrir sjómenn, sem allar líkur eru til að fái fljótlega og mikla utbreiðslu. Blöð sjómannasamtaka á Norður- löndum skrifa allmikið um bennan björgunarbúning og láta mjög vel af honnm. „Faklen“ (Kyndillinn), blað danska kyndarasambandsins, gef- ur þessa lýsíngu á búningnum: „Björgunarbúningurinn er eins og samfestingur úr mjög sterku, vatnsheldu efni. Hann nær allt frá hálsi og niður, um hendur og fætur. Aðalkostur húningsins er vatns- þéttur, stór rennilás með sérstök- um bryddingum úr gúmmii að framan. Innan í búningnum að ofan og saumað við hann er flotvesti, sem heldur sjómannin- jum uppréttum í sjónum, þannig, að höfuð og herðar era fyrir ofan sjávarborð. I vösum bún- ingsins að frarnan er hægt að hafa litla vatnsflösku, lítið ljós- ker og matarbita. Uppfinninga- maðurinn, Mörner greifi, sýndi búning sinn ýmsum sérfræðing- um og trúnaðarmönnum danskra sjómannasamtaka í Kaupmanna- höfn núna eftir áramótin, og undríiðíist ménn stórum þennan útbúnað. Greifinn klæddi sig í ' búninginn að fullu á rúmri mín- útu og kastaði sér síðan í sjóinn; flaut hann þá uppréttur og var alþurr, er upp úr kom.“ Samkvæmt blaði kyndaranna er flotmagn búningsins svo mikið, að maður, sem er í honum, getur haidið uppi 4 mönnum i einu. Þá er frá því skýrt, að maður geti lifað i þessum sbúningi í sjónum í marga daga, án þess að verða kalt. I sambandi við þetta er á það bent, að margir af þeim sjómönnum dönskum, sem farist hafa síðan stríðið brauzt út, hafi dáið úr kulda og frosið í hel. Er jafnframt leidd athygli að því, að í þessum búm ingi séu menn öruggir á björg- unarflekum, þar sem hann vernd- ar gegn sjógangi og bleytu. Uppfinningamaðurinn hefir fengið einkaleyfi á þessum bún- íngi í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Englandi. Hann kostar nú 185 sænskar krónur, en verður ódýr- ari, þegar stórframleiðsla er byrj- úð á honum. Slysavarnafélagið hér hefir þegar gert ráðstafanir til að fá hingað einn svona búning til reynslu. ALTKJOT Ágætt pækilsaltað dilkakjöt til sölu. Kjötið geymist óskemmt sumarlangt. Sanband ísl. samvinnnfélaga. Sími 1080. GóSur harðfiskur til sölu. Hringið í síma 4923. Sendum. Dömufrakkar áivalt fyrir- liggjandi. Guðm. Guðmundsson, klæðskeri, Kirkjuhvoli. úr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.