Alþýðublaðið - 18.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1940, Blaðsíða 3
Ritst-jóri: F. R. Valdewtacssoa. í fjarveru kans: Sfcéfán Pétursson. SíM*ar 4902 og 5021 (heima). Ritstjóra: Alþýöutiúsínu viö KYerfisgötiu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar íréttir. 5021: Stéíán Pét- ursson (heima) Sellandsstig 16. 4903: y&itj. S. VHhjálms- son (heima) Bróvallagötu 5Ó. Afgreiösla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. VerS kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.,F. n-— --7—:----------:--------;------------------—ó. Krókódílstár. ALÞYÐU3LAÐIO **» í* dráðln í Eftir Jónas Guðmundsson. AÐ skal alveg ósagt látið, hvað kaupendur kommún- istablaðsins hér láta bjóða sér. En blöskri þeim ekki sú við- bjóðslega hræsni, sem Þjóðvilj- inn hefir borið á borð fyrir þá síðustu dágana í sambandi við árás Hitler-Þýzkalands á Norð- urlönd og ráðstafanir Banda- manna til þess að mæta henni, þá er alveg óhætt að segja það, að þeir hafa það blað, sem þeir verðskulda. Árum saman hefir Þjóðvilj- inn svívirt Norðurlönd fyrir það, að þau skyldu ekki gera hernaðarbandalag við þau stór- veldi, sem hann taldi líklegust til þess að grípa til vopna gegn yfirgangi þýzku nazistastjórnar- innar. En það var, áður en Stal- in gerði vináttusamning sinn við Hitler, fyrst og fremst Sovét- Rússland, eins og öllmn er enn í fersku minni, og England. Það lá við sjálft, að Þjóðviljinn færi fram á það, að ísland tæki þátt í slíku hernaðarbandalagi gegn Hitlef-Þýzkalandi. En til vara stakk Einar Olgeirsson upp á því í útvarpsræðu á fullveldis- degi okkar í hitt eð fyrra, að við bæðum um vernd Sovét-Rúss- lands, Englands og jafnvel A- meríku. Og í fyrravor rauk sami maður með þjósti miklum upp á þingi út af því, að stjórnin skyldi ekki hafa beðið um brezka herskipavemd, þegar það var orðið kunnugt, að herskipið ,,Emden,“ sem nú ligg- ur á mararbotni, ætlaði að koma hingað í opinbera heim- sókn! Nú syngur að vísu töluvert öðruvísi í tálknum Þjóðviljans, enda varð eins og kunnugt er lítið úr forystu Sovét-Rússlands í baráttunni gegn Hitler-Þýzka- landi, þegar til átti að taka. — Stalin kaus heldur að gera vin- áttusamning við Hitler á kostn- að smáþjóðanna í Austur- og Norður-Evrópu, en að verja þær fyrir yfirgangi Þýzkalands, eins og hann hafði hátíðlega lofað árum saman. Og þegar ein þess- ara þjóða, Norðmenn, þurfa nú xaunverulega á „brezkri her- skipavernd“ og brezkri hjálp að halda gegn blóðugri árás þýzka nazistaríkisins, hefir blað Ein- ars Olgeirssonar ekkert annað um þá hjálp og þá árás að segja annað en það, að ,,Bretar, Frakkar og Þjóðverjar, allir í einum hóp .... fótumtroði rétt og hlutleysi hinna marglofuðu frænda okkar á Norðurlönd- um“! Það er svo sem ekki verið að kalla til baráttu gegn þýzka nazismanum nú! „Vægðarlaust fótumtrþða stór veldin þannig hlutleysi og frelsi smáþjóðanna,11 segir Þjóðviljinn á öðrum stað, ,,og lýsa því bara yfir að þau verði að gera þetta til að standa bet- ur að vígi í því að sigra fjand- manninn.“ En með leyfi að spyrja: „Fót- umtróð“ ekki Sovét-Rúss- land ,,vægðarlaust“ „frelsi og hlutleysi“ Finna undir því yfir- skini, að það ,,yrði að gera þetta til að standa betur að vígi 1 því að sigrg fja4dmanninn“? Heimtaði það ekki lönd og borg- ir af Finnum með slíkum fyrir- slætti, og réðst það ekki á þá með blóðugu ofbeldi, þegar Finnar neituðu að beygja sig fyrir slíkum kröfum? Hvar var vandlæting Þjóðviljans þá? Eða svo drepið sé á annað til þess að sýna hina takmarka- lausu hræsni kommúnistablaðs- ins: Það tók sér á dögunum orð- ið ,,leppstjórn“ í munn í sam- bandi við landráð nazistans Quislings í Noregi. En hvað sagði Þjóðviljinn um landráð og leppstjórn kommúnistans Kuusinens á Finnlandi? Þá var nú ekki alveg verið að tala um leppstjórn, heldur um „alþýðu- stjórnina í Terijoki“! Aðrir munu eiga erfitt með að finna nokkurn mun á leppstjórn Kuusinens á Finnlandi og lepp- stjórn Quislings í Noregi. Og það er áreiðanlega ekki heldur hægt að gera upp á milli þeirr- ar árásar, sem Þýzkaland hefir nú gert á Noreg, og árásarinn- ar, sem Rússland gerði á Finn- land í vetur. Hvorttveggja er líka ávöxtur eins og þess sama: vináttusamningsins milli Hitlers og Stalins í Moskva í haust. Það er þýðingarlaust fyrir Þjóðvilj- ann að vera með nokkur láta- læti lengur í sambandi við þá viðburði, sem síðan hafa gerzt. Þeir voru ráðnir í sameiningu af þessum tveimur einræðis- herrum þýzka nazismans og Moskvakommúnismans. Eða er Þjóðviljinn búinn að gleyma því, að vináttusamningur þeirra hét öðru nafni „táðfæringar- samningur,“ svo sem til ör- yggis þvi, að hvorugur skyldi hafast neitt að nema í samráði við hinn? Nei, Þjóðviljinn getur sparað sér öll krókódílstár út af árás- inni á Noreg. Sú árás er ekkert annað en ein afleiðing þess bandalags milli þýzka nazism- ans og Moskvakommúnismans, sem hann sjálfur hefir lofsung- ið, þvert ofan í allar fyrri yfir- lýsingar, síðan í haust. Skrlfstofa Bókaúígáfu Menningarsjóðs, Austurstræti 9. Sími 4809. Opin daglega klukkan 10—7. AÐ má nú telja fullvitað, að innrás Þjióðverja í Noreg hefir verið undirbúin í samráði við norska nazista. Fullkunnugt er, að strandvirkin við Narvik og Bergen hafa verið svikin í hendur Þjóðverja af norskum föðurlands svikurum. Það er og vitað, að nafn Kohts utanríkismálaráðherra Norðmanna var falsað til þess að takast mætti að svíkja einá mik- ilvægustu flotastöðina við Oslo- fjörðinn í hendur Þjóðverja, Frá öllum þeim löndum, sem enn eru ekki virkir þátttakendur í ófriðnum, berast nú daglega fréttir um, að hert sé á eftirlit- inu með útlendingum og félags- skap þeirra manna, sem líklógir eru til þess að láta hafa sig til föðurlandssvika. en það eru fyrst og fremst kommúnistar og naz- istar. Það hlýtur að vera hryllileg til- hugsun nú fyrir norsku þjóðina, að vita, að það voru þeirra eigin landsmenn, sem >^viku hana á hinni örlagariku stund. Það er vitað, að löngu áður en Bretar lögðu tundurduflunum við Noreg voru komin inn í norska firði flutningaskip meö tugi þúsunda yif þýzkum her- mönnum innanborðs. Norðmenn höfðu ekkert eftirlit með því, hvaða farmur var í skipunum, sem sigldu í hundraðatali með- fram ströndum þeirra. Kom þetta bezt í ljós í Alt- markviðureigninni, sent fram fór inni í norskri landhelgi. Það er nú enn fremur vitað, að árás Þjóðverja á Noreg og Danmörku var fyrir löngu undir- búin og það á einn hinn lævís- legasta og ódrengilegasta hátt, sem um getur. Að næturlagi er læðst ineö óvígan her inn í löndin og svikararnir heima fyrir gerðir að æðstu stjórnendum þegar, er innrásin hefir tekist. Aðfarir Þjóðverja i Noregi eru nákvæmlega hinar sömu og að- farir Rússa í Finnlandi. Einn er þó meginmunur í undirbúningn- um, að því er virðist, en hann (er sá, að í sjálfu Finnlandi fannst varla nokkur maður, er léti hafa sig til föðurlandssvikanna. Rúss- ar urðu aÖ dubba upp Kuusinen, sem lengi hafði verið í Rúss- landi, og gera hann að lepp fyrir landráðastjórnina. í Noregi aftur á roóti hafa landráðamennirnir verið fleiri og betur skipulagðir. Vert er að aðgæta þaö, að lítið bar á nazisjum í Noregi síð- ustu árin, og menn voru farnir að halda, að af þeim stafaði þjóðinqi engin hætta. Nú hefir reynslan skorið úr. Það eru þeir — hinir innlendu nazistar í Nor- egi — sem hafa svikið land og þjóö í hendur erlendu stórveldi. * Af atburðunum, sem gerzt hafa í Finnlandi og Noregi, og kunnir eru nú með fullri vissu, er það sýnilegt orðið, að einn þátturinn I starfsemi kommúnista og nazista er sá, að kaupa til fylgis við sig flokka manna í hlutlausum löndurn til þess að. hafa það hlutverk með höndum, að svíkja þjó'ðir sínar, þegar niérkið er gefið. Hefir slík aöferð hingað til verið álitin hin fyrir- litlegasta, af þeim, sem henni beita, og allar aldir hafa for- dæmt að eilífu svikarana, sem keyptir hafa verið og sviku land sitt og þjóð. Þegar menn hugsa um það, hve norski nazistaflokkurinn var fyrirlitinh og lítils megandi í Noregi og virtist þar i sífeldri hnignun, verður manni á að minnast þessa flokks hér á landi. Hann var hér til um skeið, en var forsmáður og fyrirlitinn af öllum að kalla, og lagðist síðan með öllu niður sem opinber stjórnmáiafiokkur hér. — En er nú víst, að það hafi verið nema kænskubragð? Eru ekki til hér, eins og í Nor- egi, föðurlandssvikarar, sem bíða eftir tækifærinu til þess að svikja ísiand undir eriend yfirráð? Öll- um er kunn afstaða kommúnista. Þeir eru alls staðar föðurlands- svikarar og hafa föðurlandssvik beinlínis á stefnuskrá sinni. Menn muna líka afstöðu þeirra hér í Finnlandsstyrjöldinni. Nú er það upplýst, að síðan Rússar og Þjóðverjar gerðu „griðasáttmála“ sín á milli hafa kommúnistar og nazistar flestra landa unnið saman, og sú sam- vinna hefir verið mjög náin undir niðri, bæði á Norðurlöndum og utan þeirra. Landráðastarfsemin er rekin í leyni og með lygum, svikum og undirferli, og það er hægurinn hjá að fá allan þorra manna til hess að láta sér fátt um finnast, ef opinberlega er varað við sltk- urn mönnum, því menn vilja ekkí trúa því, að mitt á meðal þeirra séu föðurlandssvikarar og land- ráðamenn. Við höfum nú séð, hvernig Norðmönnum reyndist öll linkind við þessa menn. Nú bætir norska þjóðin fyrir það með blóði sínu og eígnum, að ekki var gengið nógu langt í því, að útrýma þeim úr öllum trúnaðarstöðum og gera þá óskaðlega. Það er vitað mál, að hér á landi eru menn með slíkan hugs- unarhátt bæði á sjálfu alþingi og í fjölmörgum opinberum trúnað- arstöðum, sem meiri og minni þýðingu hafa fyrir öryggi lands og þjóðar. Pappírssamþykktir á alþingi eru að vísu góð byrjun í 'því efni, að afstýra hættunni, en þær eru ekki nógar. Við höfuni séð ,hvað gerzt hef- (ir í Noregi nú síðustu dagana, og við eigum að láta okkur það að kenningu verða. Það er skylda allra sannra Islendinga, að vera á verði gegn því, að svipaðir at- burðir geti gerzt hér. Frh. af 1. síðu. NJÖSNARAR NAZISTA I Rotterdam í Hollandi hefir Hollendingur af þýzkum ættum verið dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir að gefa érlendu ríki upp- lýsingar uni herflutninga í Hol- landi og siglingar hollenzkra skipa. Lögreglan í Eíasel í Sviss hefir handtekið mann, sem var að setja í póst fullan poka af naz- FMMTUDAGUR 18. APRIL 1940 NoreaL Páiína Þorfinnsdótí- ir finmtng í ðag. * PÁLÍNA ÞORFINNSDÓTTIR Frú palína þorfinns- DÓTTIR, Urðarstíg 10, er fiinnítulg í dag. Pálma Þoiíínnsdóttír héfir um margra ára skeiÖ tekið virkan þátt í starfsemi Alþýðuflokksins, og hefir hún lagt fram krafta sína bæði í flokksfélaginu hér í Reykjavík, í Verkakvennafélaginu Framsókn, og á sínum tíma í Þvottakvennafélaginu Freyja. — Þegar déilurnar urðu sem mestar innan samtakan-na og lúð síðar- talda félag eyðilagðist í höndum kommúnista, hvarf Pálina úr þeim félagsskap, enda er hann nú orðið ekki orðinn annað en nafnið tómt. Pálína Þorfinnsdóttir hefir starfað sem fulltrúi á sambands- þingum og í Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna. Hún hefir átt sæti í fjöldamörgum nefndum innan samtakanna; þannig átti hún sæti í hinni kunnu „25 manna nefnd“, sem stofnuð var daginn, sem Héðinn Valdimarsson 1 afhenti kommúnistum Jafnaðarmannafé- lagið; en það var þessi nefnd, sem stofnaði Alþýðuflokksfélagið eins glæsilega og raun varð á. Pálína er skapmikil og föst fyrir. Hún segir meiningu sína umbúðalaust, hver sem í hlut á. olLkir menn eru oftast öruggir og tryggir, þar sem þeir taka því. Þannig er um Pálinu. Félagar hennar í alþýðusani- tökunum munu í dag senda henni hamingjuóskir sínar. Hún hefir unnið vel, það sem af er, og það er áreiðanlegt, að hún á eftir að bæta við starf sitt í þágu hinna vinnandi stétta, fyrir þá, sem heyja baráttu við skort og allsleysi. Hún hefir skipað sér íþar í sveit, sem barizt er iyrir réttlæti og mannúð, og þar er starf hennar vottur viljafestu hennar og ósérplægni. istiskum áróðursritum. Maðurinn kvaðst gera þetta samkvæmt fyr- irskipunum, sem gefnar voru á ræðismannsskrifstofunni þýzku í Basel. 1 Tyrklandi hafa yfirvöldin gripið til þess ráðs, að vísa úr landi öllum útlendingum, sem grunsamlegir þykja, og bitna þessar ráðstafanir sérstaklega á mönnum, sem komið hafa í kaup- sýsluerindum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.