Alþýðublaðið - 18.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1940, Blaðsíða 4
FiMMTUDÁGUR 18. APSÍL 194« FIMTUDAOUR Nœturlæknir er í nótt Halldór Stelánsson, Ránarg'tu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.15 Þingíréttir. 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Erindi: íslandsnefndin 1785 (Skúli Þórðarson magister), 20.45 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson: : Romance í G-dúr, ». eftir Joh. S. Svendsen, 21.00 Frá útlöndum. 21.20 Útvarpshljómsveitin: Lagá- syrpa eftir Schumann. 21.50 Fréttir. f. Dagskrárlok, Póstferðir 19. apríl 1940: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Rang árvallasýslupóstur, Vestur- og Austur-Skaptafellssýslupóstar. — Snæfellsnespóstur, Breiðafjarðar- póstur. Akranes. Borgarnes. Txl Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. — Húnavatnssýslupóstur, Skagafjarð- arsýslupóstur. Dalasýslupóstur. Strándasýslupóstur. Austur-Barða- strandasýslupóstur. Akranes. Borg- arnes, Bílslýs varð í gær hér innan við bæinn. "Var verið að flytja vorur á yöru- bíl og sat ölvaður maður fram í hjá bifreiðarstjóranum. Við ójöfnu á veginum, greip ölvaði maður- inn í handlegg bifreiðarstjórans og fór bifreiðin út af. Meiddust báðir mennirnir lítilsháttar. Bátatjón af völdum óveðursins. í óveðrinu. sem geisaði um allt land 5. og 16. þ. m. varð tölu- vert tjón á bátum á Litla-Árskógs- sandi. Þrír trillubátar sukku þar á legunni. Vélbáturinn Gideon slitnaði upp og rak á land, en er þó ekki talinn mikið skemmdur. “Við Flatey á Skjálíanda sökk vél- báturinn Óli Björnsson. Spegillinn kemur út á morgun. Dr. Jekyll og Mr. Hyde komnir aftur. Gamla Bíó hefir aftur fengið til sýningar einhverja hrottalegustu kvikmynd. sem búin hefir verið til. Mynd þessa sýndi Gamla Bíó fyrir allmörgum árum við feikna að- sókn. þrátt fyrir það, þó að það væri ekki hollt fyrir taugaveiklað fólk að sjá hana. Kvikmyndin er um sálskiptingu. Glæsilegur vís- indamaður gjörbreytist og fremur þá hin verstu afbrot. Fredric March leikur hlutverk beggja af framúr- skarandi snilld, enda er myndin talin frábært listaverk, þrátt fyrir það, þó að segja megi, að hún sé Ijót. . ? ,. , ■' ■ •' Tónlistarfélagið hefir hljómleika í kvöld ein- göngu með verkum eftir Karl O. Runólfsson. Verða hljómleikarnir kl. 7 í Gamla Bíó. Leikfélagið sýnir gamanleikinn „Stundum og stundum ekki“ annað kvöld kl. 8. Til Laugarneskirkju afhent síra Garðari Svavarssyni 25 krónur frá þakklátum systkin- um fyrir barnastarfið. Útvarp fyrir Dani á Grænlandi. Ríkisútvarpið hefir fengiö beiðni um það frá Grænlandi, að það út- varpi helztu tíðindum á dönsku einhverntíma dagsins. Síðan styrj- öldin færðist yfir Norðurlönd hafa Danir á Grænlandi tapað öllu sambandi við heimaland sitt. — Þessi beiðni liggur nú til úrskurð- ar hjá ríkisstjórninni. Það virðist hinsvegar vera sjálfsagt vinarbragð að verða tafarlaust við þessari beiðni. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 24. marz til 30. marz. f svigum tölur næstu viku á undan: Hálsbólga 46 (56 . Kvef- sótt 91 (94). Blóðsótt 14 (9). Iðra- kvef 5 (18). Kveflungnabólga 3 (5). Taksótt 2 (1). Skarlatssótt 0 (1). Munnangur 0 (1). Hlaupabóla 1 (5). Kossageit 0 (1). Ristill 2 (0 . Mannslát 8 (4). Landlæknis- skrifstofan. (FB). Knattspyrnufélagið „Fram‘‘. Knattspyrnuæfing hjá meistara- flokki, 1. flokki og 2. flokki kl. 8.15 í kvöld í íshúsinu við Slökkvi- stöðina. Mætið stundvíslega. Talkóræfing í kvöld kl. 8V2. Mætið stundvíslega. ♦----------------------♦ Ferniigargjafir Skínandi falleg AMBÖND og HÁLSFESTAR. EOIMBORG i----------------------♦ HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. sem eitthva hafa, gera það ennþá ekki nema að litlu leyti. Er von á öðru? Hvar er sparnaðar gætt í rekstri þess opinbera? Verða ekki foráðamenn þjóðarinnar fyrstir að sýna í verki sparnað — og þá helzt á fé þjóðarinnar sjálfrar? — Al- þingi situr nú — kostar hundruð króna á klukkutíma — nefndir eiga að starfa — hafa að minnsta kosti verið skipaðar — kosta fleiri þúsundir árlega. Þjóðin er búin að fá nóg af slíku ráðlagi, en íslend- ingar eru seinir til, og í landi kunningsskaparins gerist margt, sem óhugsandi væri annars stað- ar,“ „VÆRI EKKI ATHUGANDI að koma upp mötuneyti fyrir þá, sem bágast eiga? Atvinnuleysið er mik- ið og fjöldi manna hefir vart í sig eða á. — Er vitanlegt að með góðri stjórn og hagsýni má fá góðan mat fyrir allmiklu lægra verð heldur en fólk getur þegar það þarf að kaupa í matinn fyrir fáa. T. d. vildi ég’ benda þér á að fiskur kostar 40 aura kg., en hingað kom- inn ef keypt eru 1000 kg. kr. 180,00 eða 18 aura kg. Allar vörur til mötuneytis má kaupa í heild- sölu og er verðið þá talsvert lægra heldur en annars — ( og einnig er miklu drýgra að matreiða fyrir marga heldur en fáa. Þá má og kenna fólki að borða íslenzkan mat, sem er hollur og ódýr, t. d. síld og kartöflur. Að mínu viti má með mötuneyti (þar sem sparnað- ar er gætt og hagsýni fá betri mat og miklu ódýrari fyrir fátæka fólkið heldur en með því að greiða því styrk í peningum.“ ÉG ER ANDVÍGUR þvinguðu mötuneyti fyrir fólk. Hitt finnst mér alveg sjálfsagt, að athugað sé af yfirvöldum bæjarins að setja upp stórt mötuneyti og selja mat þeim. sem vilja, bæði á staðnum og eins í ílát. Þetta gæti verið bæði til hægðarauka og sparnaðar. CiAMLA Blð Ci Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Amerísk kvikmynd, — gerð eftir hinni frægu skáldsögu Robert L. Stevensons. - Aðalhlut- verkin leika: Fredric March og Miriam Hopkins. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. NiiFM BIO Katia - Islaei keisarans. Tilkomumikil frönsk stór- mynd um ástir Alexanders II. Rússakeisara og hinnar fögru furstadóttur, Katha- rina Bolgorouki. Aðalhlut- verkin leika: John Loder og fegursta leikkona Ev- rópu Banieile Darrieux. „liilai §1 stmdn ekfei“. Sýning annað kvöld (föstudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Fyrsta klukkútímann eftir að sala aðgöngumiða hefst verð- nr ekki svarað í síma. BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. I. O. O. T. FREYJUFUNDUR ánnað kvöld kl. 8V2. Tekið á móti nýliðum. Venjuleg fundarstörf. 1 Hag- nefndaratriði annast br. Krist- mundur Þorleifsson og br. Guð- mundur Tryggvason með sjálf- valin efni. Systir Hallbjörg Elinmundardóttir: Upplesfur. Fjölmennið stundvíslega. — Æðstitemplar, TÓNLISTARFÉL AGIÐ: garl 6. iBiólfssonar eru í kvöld kl. 7 í Gamla Bíó. Aðgöngumiðar seldir í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og hjá Sigríði Helgadóttur. ÞVÖTTÁDUFT aðeins 0.65 pakkinn. Kristalssápa 1.10 pk. Bón Vé kg. 1.20 pk. Sunlight-stangasápa, Persil — Radion — Rins® Lux-sápa og spænir. Komið, — símið, — sendið. Ásvallagöíu 1. Sími 1678 TJAKNARBCÐIN. Sími 3570. Stúlkur geta fengið ágætis vistir nú þegar, og 14. maí, bæði i bænum og utan bæjarins. VinnumiSIunarskrifstofan, simi 1327. Lepdardómnr — 29. gðmln hallarinnar. — Jú, ég var í mínu herbergi og svaf þar i fáeina klukkutíma, og Saint-Luce var i sínu herbergi. Já, lestrarsalur var oft mannlaus. Við ákváðurn, samkvæmt uppástungu frá mér að læsa hurðunum, aðrar dyrnar lágu út að ganginum, en hinar til herbergis Sonju og Saint-Luces. í — Eru skammbyssurnar hlaðnar? spurði ég og rann- sakaði mína skammbyssu. — Já, svaraði Saint-Luce og rannsakaði sína byssu. — Hafið þér ekki skammbyssu, frú? — Nei, ég kann ekki aÖ fara með skammbyssu. — Taktu samt byssu í hönd, sagði Saint-Luce og fékk henni skammbyssu. Hann sýndi henni, hvernig hún ætti að halda á henni. t háifan annan klukkutíma urðum við aó bíða og sú bið var löng. Allt í einu heyrði ég málmhljóð inni í herbergi Sonju og Saint-Luces. Þau heyrðu líka þetta hljóð og snéru sér í áttina þangað með byssurnar á íofti. Þá leit Sonja á mig augnaráði, sem gerði út urn örlög mín. Þér vitið, hve heitt ég elskaði hana og á þessari stundu hefði ég getað lagt lífið í sölurnar fyrir hana. I stað þess að bíða þreif ég slagbrandinn frá hurðinni. Saint-Luce ætlaði með mér, en Sonja hékk í honum og kjökraði. I — Ég þori ekki að vera einsömul. Þetta hafði ;hún líka hrópað fyrir fjórurn árum þegar Carlovitch hvarf. Ég var búinn að opna dyrnar. Ég ýtti dyratjöld- unum til hliðar og gekk inn í herbergið með skamm- byssuna í annari hendinni, en vasaijós í hinni. Annars var þaö óþarfi, því að í herberginu loguðu öll Ijósin. Ég svipaðist fljótlega um í herberginu og sá, að þar var allt með kyrruin kjörum. En þar hlýtur mér að hafa skjátlast, enda þótt ég viti ekki enn í dag, hvernig í því hefir legið. Jæja, ég gekk gegnum herbergið og opnaði dy.rnar fram á ganginn. Þar var iíka bj.art. Ég stóð þar fáeinar sekundur og litaðist um. Pa heyrði ég allt í einu skothvell inni i bókasalnum og fiýtti mér þangað inn. Sainí-Luce lá á gólfinu og hreyfði sig ekki. Blóðið lagaði úr sári, sem hann hafði á enninu. Hann hélt á skammbyssunni ennþá í hendinni. Sonja stóð fáein skref frá honum og hallaði sér upp að arinhillunni. Hún starði út í loftið og virtist ekki taka eftir neinu. Munnurinn var opinn, eins og hana iangaði til að æpa, en ekkert hijóð kom yfir varir hennar. Hún hafði misst skammbyssuna á gólfið. Ég leit því næst á dyrnar út að ganginum, því að Sonja virtist horfa þangað. En slagbrandurinn, sem ég hafði sett fyrir dyrnar, var þar ennþá. Morðinginn hlaut því að vera í herbérginu. Ég fór að veita um koll húsgögnunum í herberginu, sem hægt var að fela sig bak við, en ég var ekki. búinn að velta öllum húsgögnunum, þegar bankað> var á dyrnar og ég opnaði fyrir Babtiste, sem þaut jnn í herbergið og sá húsbónda sinn þar dauðan. Hvar voruð þér þegar þér heyrðuð skotið? spurði ég. — í stiganum. Ég heyrði hávaða uppi. Babtiste hlaut því að hafa mætt morðingjanum, ef hann hefði flúið ofan stigann. Ég gaf honum skipun urn, að gera lögreglunni að- vart. Þér munið, að síminn var á neðri hæðinni. Bab- tiste hlióp ofan. Þetta hafði aðeins varaöí örfáar sekundur. Svo snéri ég mér aftur að Sonju. Hún var nú að byrja að ná sér aftur. Hún benti á dyrnar á herberginu við hliðina, en þær dyr hafði ég skilið eftir opnar, og sagði: þarna. Ég skiidi, að meðan ég hafði snúið baki að henni og; ta'að við Babtiste, hafði morðinginn flúið þangað inn. Hefði hann ekki getað flúið, áður en þér opnuðuú dyrnar fyrir þjóninum? spurði Allon. — Nei, þá hefði ég hlotið að sjá hann. Ég fór inn í lierbergið og rannsakaði það nákvæmlega, en ^ar var enginn. En dyrnar á því herbergi, sem lágu út aö ganginum, stóðu opnar, svo að morðinginn hefði getað fiúið. En hann gat ekki verið kominn langt í burtu. Hann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.