Alþýðublaðið - 20.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.04.1940, Blaðsíða 2
LAUOABDAGIM 2t. APWQ. 1*4« AílÞÝÐUBLAÐIÐ Engln ðnnnr nærlng getar konaið í stai mjélkur segir prófessor E. Langfeldt. Og hann segir ennfrem- ur: „í mjólk eru öll næringarefni: Eggjahvítuefni, kolvetni, fita, sölt og fjörefni. Mjólkurneyzla kemur í veg fyrir næringarsjúkdóma og tryggir hinni upp- vaxandi kynslóð hreysti og heilbrigði.“ Yfirlæknir dr. med. A. Tanberg segir m. a.: — „Það getur ekki leikið á tveim tungum, að rétt notk- un mjólkur og mjólkurafurða í daglegri fæðu er eitt áhrifamesta ráðið til þess að auka hreysti og heil- brigði þjóðarinnar.“ I. O. G. T. íþróttafélag templara. Kvöldskemmtun í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 8%. SJÓNLEIKUR — EINSÖNGUR — DANS. Gömlu og nýju dansarnir. Ágæt hljómsveit. Aðeins fyrir Templara. Aðgöngumiðar fást í G.T.-húsinu eftir kl. 4. Sálarrannsóknarfélag íslands keíir fræðslukvöld fyrir almenning í fríkirkjunni í Reykjavík sunnu- dag (á morgun) kl. 5. ÆFINTÝRIÐ UM D. D. HOME, erindi, sem forseti félagsins, síra Jón Auðuns, flytur. Hr. Kr. Ingvarss. og hr. Herm. Guðmundss. aðstoða með orgelsóló og einsöng. Aðgöngum. á I kr. í taókaverzl. Snæbjarnar og Eymundsen í dag og við innganginn g morgun. STJÓRNIN. SUMARGJÖF Frh. af 1. síðu. og ísak Jónsson kennari, hafi unniö þar vel og mikið. Sumargjöfin hefir oft átt úr vöndu að ráða. Féð, sem al- menningur hefir afhent henni á barnadaginn, hefir verið of lítið vegna þess að þörfin hefir verið svo mikil, og þó hefir almenn- ingur lagt fram ótrúlega mikið fé. Sumargjöfin miðar starfsemi sína algerlega við fátæku börn- in, en foreldrar þeirra eiga vit- anlega erfiðast með að greiða fyrir þau. Útkoman hefir orðið sú, að Sumargjöfin hefir orðið að velja úr þau börn, sem ekki var hægt að fá gjald fyrir, en neitað hinum, sem boðið hefir verið gjald fyrir. Hundruð barna hafa notið dvalar á heimilunum Græna- borg og Vesturborg, og enginn getur reiknað það út, hvílík á- hrif dvöl þeirra hefir haft á þau og framtíð þeirra, því að slík áhrif vara lengi. Sumargjöf hefir og undanfar- ið rekið vetrarheimili í Vestur- borg, sem jafnframt hefir verið skóli. Hefir þangað verið kom- ið þeim börnum, sem af ein- hverjum, oftast nær mjög slæmum, ástæðum hafa ekki haft heimili og umsjá góðra for- eldra. Þetta er mikilhæft björg- unarstarf, sem enginn getur horft á óvirkur og kærulaus, enda er hugur Reykvíkinga ein- mitt þannig, að slíka starfsemi vilja þeir síyrkja af alhug. Þetta hefir líka áþreifanlega komið í ljós á undanförnum ár- um. Almenningur hefir keypt upp barnadagsmerkið og Barna- dagsblaðið, fyllt húsin þar sem skemmtanirnar hafa verið, og yfirleitt stutt starfsemina fram- úrskarandi vei. Nú er dýrtíð í landinu, stríð í heiminum, meira atvinnuleysi hér og meiri fátækt og vand- ræði hjá hinum fátæku. Það/ er því enn meiri nauðsyn fyrir starfsemi Sumargjafarinnar en nokkru sinni áður — og erfið- leikar hennar verða líka enn meiri nú en áður. Nú á Barnadaginn efnir Sum- argjöf vitanlega til. mikillar starfsemi og heitir á alla Reyk- víkinga að bregðast nú betur við en nokkru sinni áður, þó að þeir hafi oft gert vel. Skemmtanir til ágóða fyrir starfsemina verða í öllum sam- komuhúsum bæjarins, skrúð- ganga, útihljómleikar, ræða af svölum alþingishússins, leik- sýningar, merkjasala o. s. frv. Þá kemur út Barnadagsblaðið fjölbreytt og myndarlegt. Kost- ar það 25 aura og verður selt á mánudag. Eru sölubörn beðin að koma í Grænuborg, Vestur- borg eða afgreiðslu Mgbl. Þá kemur út Sólskin Stein- gríms Arasonar. Eru nú í því um 60 smásögur, sem Stein- grímur hefir tekið saman og endursagt. Það veltur á bæjarbúum eins og áður, hve mikill árangur verður að starfsemi Sumargjaf- arinnar. ÚTSVARSFRELSI TOGARA. Frh. af 1. síðu. haldið áfram. Það er ekki nerna um tvennt að gera: að afnema útsvarsfrelsi togarafélaganna eða að togararn- ir færu á saltfiskveiðar. Síðari leiðin reyndist ekki fær fyrir at- beina togarafélaganna, og því er þes§i leið ein eftir. Frumvarpið var síðan sam- þykkt til 3 umræðu með 15 atkv. gegn 12. irafriðnr ðlifsdðttir Látin þ. 9. apríl 1949. Jarðsett í dag. Þú áttir hvorkí auð né völd en ást til barna ig mildi, og trúmennskuna í tæpa öld treyst gat sá, er vildi. Börn af alhug þakka þér þau, sem veittir skjólin, munu í hjarta og minni sér muna þig um jólin. Dyggðir þær, sem drottinn mat dýrsta verðs- ígildi. Efast um þær engin gat sem innri mann þinn skildi. Þú varst trú í skini og skúr, þér skart mun Jesú veita, lífskórónu í dauðadúr, djásn þitt höfuð skreyta. í sambandi við þetta má geta þess, að Maí í Hafnarfirði fór út í saltfiskstúr á þriðjudaginn, og er hann væntanlegur inn í dag með fullfermi. Danski herinn brðst ekki skyldn sinni. OENDIHERRA Dana í Reykja vík hefir beðið Alþýðu- blaðið fyrir eftirfarandi til- kynningu: „Þann 12. þessa mánaðar var flutt í danska útvarpinu eftii'- farandi tilkynning: í tilefni af því, að borgarar hafa gert aðsúg að dönskum liðsforingjum á götu, skal vakin athygli á því, að ákvörðunin um uppgjöf Danmerkur var tekin af konunginum og með- limum ríkisstjórnarinnar. Liðs- foringjarnir gerðu aðeins skyldu sína og þá var ekki um peitt að saka. Eftir að þessi tilkynning var lesin upp, var lesin upp tilkynn- ing frá yfirhershöfðingja Dana. Prior generallötjenant, og var hún á þessa leið: Þann 9. apríl var hafin mót- staða um hríð, þar til gefin var skipun um, að hætta mótspyrn- unni.Menn mega ekki álíta, að mótstaðan hafi ekki kostað blóð. Einmitt hið gagnstæða, mann- tjónið var töluvert, en það hafði ekki verið árangurslaust. Því næst hafði lierinn hlýtt skipun um að hætta mótstöð- unni — og hafði framkvæmd þeirrar fyrirskipunar í mörgum tilfellum lífshættu í för með sér. Herinin hefir því gert skyldu sína, og foringjar og hermenn þurfa ekki að blygðast sín fyrir að horfa í augu landa sinna.“ Reynaud fær ein- réna traustsyfir- lýsiugu jiingsins. LONDON í morgun. FLT. 17 RANSKA FULLTRÚADEILD- ■®- IN samþykkti í gær einróma traust á Reynaud fo.rsætisráð- herra. Atkvæðagreiðslan fór fram í lok fundar, sem haldinn var fyrir luktum dyrum. Á fundinum gerði Reynaud grein fyrir stjórnmálalegum og hernaðarlegum horfum. UM DAGINN OG VEGINN Krfíð spurnin£ frá Tedd gamla. Hvað er hægt að fá minnst keypt af kolnm? Litli drengurinn með pokann á bakinu. Pottbrota- Hallur skrifar enu um bókmenntir. Margir liggja undir áburði almennings. Hversvegna er þagað yfir nöfnum hinna dæmdu? Um \hægri handar akstur og áhrif hans. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. TEDD GAMLI. sem ég þekki mjög vel og hnippir einstaka sinnum í mig með athugasemdum sínum hitti mig í gær, blánefjaður og hálfloppinn og sagði við mig: „Segðu mér hversvegna ég fæ ekki keypt kol? Ég á aldrei peninga eins og þú veist, nema þá bara fyrst á haustin og nú er ég alveg Iens eða svo að segja- Ég bý einn í herberg- iskytrunni minni og ég er sparsam- ari en flestir. Ég hef ekki efni á að kanpa meira en 25 kg. af kolum, en ég fæ þau ekki nema ég kaupi 50. kg.. enda duga mér 25 kg. ótrú- Iega Iengi.“ ÉG GAT ENGU svarað Tedd gamla. eins og ég kalla hann, en ég veit bara að þetta er rétt hjá hon- um. Enginn fær keypt minni en 50 kg. Röksemdir kolasalanna eru þær, að þeir geti ekki afgreitt minna, en það finnst mér harla ótrúlegt og slíka röksemd tek ég ekki gilda svona að órannsökuðu máli. í SAMBANDI við þetta dettur mér í hug augnabliksmynd úr Reykjavíkurlífinu um þessar mund ir, sem brá fyrir mig einn versta rokdaginn núna eftir síðustu helgi. Ég var að fara í mat og fór niður Hverfisgötuna. Þá mætti ég litlum kút, smádreng, grútskítugum og kolsvörtum i framan með poka á bakinu. Af litnum á drengnum og pokanum réði ég það, að hann væri með kolamylsnu. Hann hafði verið að slæða kol við hafnarbakk- ann. sópa saman mylsnu úr hjól- förum undan krananum og víðar — og nú var hann á leið með þetta heim til mömmu sinnar. Þegar ég fór að segja litlu dóttur minni sög- ur um kvöldið, þá sagði ég henni söguna af þessum dreng. Hún sagði að sögunni lokinni: ,,Og kannske hefir litla systir hans ver- ið veik og kalt heima.“ ÉG HYGG að kolavandræðin, verðið á kolum og atvinnuleysið hafi skilið m‘rg sá eftir í þessum bæ í vetur. Það er hart, ef við þurfum að taka á móti öðrum stríðsvetri, hitaveitulausir. Okkur, sem höfum vinnu, er kannske engin vorkunn, en hinum, þeim, sem ekki hafa vinnu og ekki geta keypt kolin, hvernig halda menn. að þeim líði, og hvernig halda menn að líðanin hafi verið í vetur hjá gamla fólk- inu með bæjarstyrkinn óbreyttan síðan fyrir stríð? VEGFARANDI SKRIFAR: ,.Fyr- ir nokkrum dögum las ég grein í einu blaðinu, sem nefndist: „Hinn blóðugi friður.“ Fjallar hún um umferðaslys, bæði hér og erlendis og gefur greinarhöfundur glögga lýsingu á þeirri hættu, sem alls- staðar er að finna í borgum og bæjum vegna hinnar miklu um- ferðar. Finnst honum með réttu að þessum málum sé mjög ábóta- vant hér og munu flestir honum sammála hvað það snertir.“ „í ÞESSU SAMBANDI datt mér í hug það gerræði við íslenzka veg- farendur, sem Alþingi okkar samdi, er það á dögunum samþykkti nær einróma, að breyta vinstri akstri í hægri akstur. Þó er það merki- legast við fr'umvarpið, sem fól í sér þessa breytingu, að það færir engin rök fyrir henni. Og þó, eina ástæðan, sem fram var borin til áréttingar þessari vanhugsuðu koll- vörpun á umferðarreglum okkar, var sú, að stundum kom það fyrir að menn ferðast héðan til útlanda með bifreiðar sínar og ekki gildi þar sömu umferðareglur og hér. Einnig að útlendingar kæmu hér með sínar bifreiðar og væru óvanir okkar vinstri akstri. Sem sagt: Til þess að fáeinir lúxusflakkarar geti notið ferða sinna í fullkomnu ör- yggi, þykir sjálfsagt að hætta lííi og limum heillar þjóðar með breyt- ingu á umferðareglum okkar. Þrátt. fyrir eindregin mótmæli bifreiðar- stjórafélaganna, hefir Alþingi samt sem áður látið þetta mál ganga — eins og smurt — gegn um þingið.“ „ÉG ER HRÆDDUR um að þetta glappaskot hinna ráðandi manna eigi, því miður, eftir að orsaka svo- dýrar og stórar fómir, að þeir sjái ávöxt sinnar glópsku, en þá mun ef til vill of seint að vakna, er þeir sjá hvílíkar fórnir bæði börn og fullhraust fólk þarf að færa fyrir þessar aðgerðir hins háa Alþingis. Mér finnst að yfirvöldin ættu miklus frekar að gjöra eitthvað annað tiL þess að minnka þá slysahættu, semi virðist fara í vöxt með hverju ár- inu, sem líður, því það er óþarfi að- friður sá, er við njótum hér heima á íslandi, sé gerður blóðugri en. hann er orðinn nú þegar.“ „ÞÁ ER EKKI úr vegi að ympra? svolítið á útkomu Jarðar. Það er tímarit, sem mér líkar. Alltaf eru menn að tala um það, að það sé að bera í bakkafullan lækinn, að bæta við nýju tímariti hér á fs- landi. Hvílík heimska! . Hversu- miklir peningar fara ekki til' kaupa á útlendum „Magasínum"" og blöðum! Gott fólk! Segið upp öllum erlendu ,,magasínunum“ og blöðunúm, en kaupið svo íslenzku: tímaritin og blöðin.“ , „ÓHEPPINN" segir í taréfi tiE mín: „Mér var í gær af einum vini: mínum tjáð, og það í alvöru, að ég væri talinn vera einn þeirra. manna,. sem riðinn væri við kyn- villumálið, sem blöðin hafa minnst á nýlega. Sjálfur hefi ég heyrt: nefnd nöfn 15 til 20 manna — og: sumra merkra hér í bænum, sems ættu allir að vera við þetta mái riðnir. Sitt eigið nafn heyrir mað- ur af skiljanlegum ástæðum sízts nefnt sjálfur. Þar sem nú aðeins- tveir menn hafa þegar verið dæmd- ir fyrir þennan glæp, þá er það- næsta ófyrirgefanlegt, að við sem svo ógæfusamir höfum verið, að> nöfn okkar hafa verið bendluð við þetta mál, allra saklausra nema. tveggja.“ MÉR KOM TIL HUGAR að- skrifa yfirlýsingu um að ég væriii saklaus af þessum áburði, en mér finnst ég ekki geta fengið mig til að birta nafn mitt í sambandi við þetta óþverra mál. Mér finnst, að bæði ég og hinn stóri hópur manna, saklaus í munni almennings, ligg- ur undir áburði þessum, eigi bók- staflega heimtingu á að nöfn þess- ara tveggja seku manna, verði. birt opinberlega — og það bæði í dagblöðunum og útvarpinu. Hver er annars meiningin með að hilma yfir gerðir þessara manna. Eiga ekki allir að vera jafnír fyrir lög- unum? Slíkt mál, sem þetta, hefir því miður, verið hér á döfinni áð- ur — 0g var nafn þess seka þá> hiklaust birt í dagblöðunum.“ F.U.J. Talkórinn hefir æfingu í kvöld kl. 81/2 í Iðnó. Æskan, 4. tölublað yfirstandandi árg. er nýkomið út. Forsíðumyndin er af kvennaflokki Ármenninga á fimleikasýningu í „Lingiaden” í Stokkhólmi. Efni: Ásta litla lipur- tá, barnasaga, eftir Stefán Júlíus- son, íslenzkir tónlistarmenn, eftir I Pál Halldórsson, Frá alheimsfim- 1 leikamótinu í Stokkhólmi 1939.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.