Alþýðublaðið - 22.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1940, Blaðsíða 2
fttÁNVBAftUC 28. APt«L 1»4*. A4.t>YL>rmL£öiö KARLINN í TUNGLINU er vlnsælasta danslagið kostar 1,75 með íslenzkum og enskum texta. Hpðfærahúsið. Fulltrúaráð verkalýðsfélagaima í Reykjarík. Fnndur vwður haldinn þriðjudaginn 23. þ. m. kl. 8V2 e. h. í Alþýðu- húsínu (gengið ina frá Hverfisgötu). FtFNÐAREFNI: Fyrirtæki fulltrúaráðsins, 2. umræða. Önnur mái. ' STJÓRNIN. S«marg|afir fyrir börn og fullorðna í mikiu úrvali. K. Einarsson & BJörnsson Bankastræti 11. ðáarfsmannafélag Reykjavíkurbæjar: Framhalds - aðalfundur verður haldinn í Kaupþingssalnum í kvöld klukkan 8V2. Ðagskrá: — 1. Lagabreytingar. 2. Önnur aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Sarnavinafélagið Sumargjöf. IpBipfiTOtó O0i sumarfapað heldur Barnavinafélagið Sumargjöf að Hótel Borg þriðju- daginn 23. þ. m. kl. 8V2 að kveldi. SKEMMTIATRIÐI: Kvikmyndasýning. Ræður og ávörp: Gretar Fells, Kristmann Guðmundsson, Sigurður Einarsson. Ein- leikur á píanó: Þekktur píanósnillingur. Söngur: Karla- kór iðnaðarmanna. Dans frá kl. 11. Aðgöngumiðar á kr. 2,50 seldir á morgun í afgreiðslu Al- þýðublaðsins og Morgunblaðsins og að Hótel Borg. Félagar Sumargjafar! Sækið þetta fyrsta kynningarkvöld félagsins og takið með ykkur gesti. LOFTÁRÁSIR BRETA Frh. af 1. síðu. sprengikúlum á margar flugvélar «g flugvélarennibrautir stöðvar- ínnar. Eldur kom í flugstöðinni meðan á árásinni stóð. Þá hefir enn verið gerð loft- árás á flugstöðina í Stafangri. Brezki flotinn og brezki flug- flotinn halda áfram árásum sín- um, segir brezka útvarpið til þess að hindra herliðsflutninga Þjöð- verja til Noregs. í erindi, sem jflutt var í brezka útvarpið í gær af flugmálasérfræðingi þess, var leidd athygli að því, hversu mikilvæ.gt það væri að halda uppi stöðugum árásum á flug- stöðvar Þióðverja. Markmið þeirra, sagði sérfræðingurinn, væri að nota flugstöðvar sem faæki- stöðvar fyrir flugvélar, sem gera árásir á brezk herskip og flutn- ingaskip, og siðar til árása á Bretland. Ennfremur væri Þjóð- verjum þær mikilvægar vegna her- flatninga loftleiðis ef þeir gætu starfrækt þær óáreittir, en hlut- verk brezka flughersins væri að gera þeim flugstöðvarnar gagn- lausar til þessa. í erindi, sem flotamálasérfræð- ingur brezka útvarpsins flutti í gær, Iagði hann sérstaka áherzlu á það að Þjóðverjar hefðu n'eyðst til þess að flytja lið til Noregs loftleiðis, og sýndi það hversu erfitt brezki flotinn hefði gert Þjóðverjum fyrir um alla flutn- inga sjóleiðlna. Bandamenn að setja lið ð land i Sopi? Óstaðfestar fregnir herma, að Bandamenn séu nú að setja Iið á land á einum stað enn, í Lærdal innst inni í Sogni, en þaðan liggja bílvegir austur yf- ir fjall alla leið til Gjövik vest- an við Mjösavatn neðst í Guð- brandsdal og austur að Berg- ensbrautinni hjá Gol í Halling- dal. Rarrfk enn í bðnd- m þjóðverja. "E* REGNIRNAR af bardögunum * umhverfis Narvík eru enn mjög ógreinilegar og mötsagna- kenndar. Fyrir nokkrum dögum var því haldið fram í brezkum fréttum, að borgin Narvík væri þegar á valdi Bandamanna og þýzka landgönguliðið þar á und- anhaldi til sænsku landamær- anna. En þýzkar fréttir báru á móti því. Nú var sagt frá því í norska útvarpinu frá London á laugar- daginn, að Þjóðverjar í Narvík væru meira og meira að einangr- Fib. af á. siðffl. ¥M BAa##í m VBCHNN Styrjaldarleikföng handa börnum, loftvarnabyssur og kan- ónur. Er rétt að gefa börnum slíkar gjafir? Bréf um ým- islegt frá Ketilríði gömlu. Aðgöngumiðaprang við kvik- myndahúsin. ------- ATHUGANIR HANNGSAR A HORNINU. --------------- ir EG sá nýlega auglýsingu í einu blaðanna um gjafir hanða börnum. Þar voru auglýstar til- valdar tækifærisgjafir: Loftvarna- byssur, kanónur, rifflar, vélbyss- ur o. s. frv. Ég tel ekki líklegt að foreldrar eða aðrir, sem hafa löngun til að gleðja börn, vilji eða telji heppilegt að færa þeim slík- ar gjafir. HAMINGJA okkar íslendinga er í því fólgin að vera eins ein- angraðir og við erum. Við heyr- um ekki þórdunur vígvélanna, þó að við þurfum að þola marga erf- iðleika vegna stríðsins. Styrjald- irnar eru mesta óhamingja, sem yfir heiminn dynur, því að það er ekki aðeins að þær eyðileggi stór- kostleg verðmæti, þær gera að engu andleg verðmæti, færa menningarlega þróun aftur á bak, spilla sálarlífi þjóðanna, skapa ægilega spillingu, sem kastar skugga sínum yfir heilar kynslóð- ir, langt inn í framtíðina. EIGUM VIÐ að leggja í litlu lófana eftirlíkingarnar af dráps- tækjunum? Eigum við að láta augu barnanna okkar stara sig þreytt á morðtólin? Hvernig fer foreldri að því áð svara spurning- um bams síns viðvíkjandi slíkum gjöfum? Ef það svarar: Með þessu eru menn drepnir, þá er hætt við að augun verði enn meira spyrj- andi. í ÖÐRUM LÖNDUM hafa mannvinir og friðarvinir barizt hart gegn slíkum leikföngum og erlendis gefur enginn friðarvinur barni sínu slíkt glingur. Er á- stæða fyrir okkur íslendinga að færa okkar bömum svona gjafir? Nei og aftur nei. — Við skulum halda börnunum eins langt frá vitneskjunni um styrjöldina og við getum, að færa hana svo að segja í gullastokkinn þeirra væri glæpur. ÞETTA BRÉF fékk ég frá Ket- ilríði í morgun: „Ég sit í leiðu skapi í herberginu mínu, hendur mínar eru stirðar af kulda í kola- leysinu og ég sit og hugsa um stríðið og erfiðleikana alla, sem leiða af því, þrátt fyrir þá bless- un, sem stjórnin og verðlagsnefnd- in veita oss með allskyns fyrir- höfn og umhyggju. Ég er búin með kaffiskammtinn minn, þó að hann sé meira en nógur flestu fólki, en svo að ég segi nú eins og er, þá á ég ekki aura fyrir flösku, en það hefði sjálfsagt hresst mig og yljað mér eins og öðrum, þó að ég sé því nú óvön, en mér er sagt að það sé óskammt- að og ég trúi því, af því að mér hefir enginn miði verið sendur fyrir flösku. En úr því að þetta er nú nauðsynjavara, sem alltaf er keypt og allir nota og ríkið kaupir, þá þyrfti ég að hafa þetta þegar kaffið er búið, því mér dug- ir ekki 1 pakki á mánuði, þó að ég drýgi eins og ég held að ég megi mest hafa af stuðlinum. En úr því að ég hefi ekki verið pönt- uð í útvarpið, hvorki til að kenna sparnað eða matreiðslu, þá gef ég það ekki upp hér, hvað ég nota o, nei, nei, en undir 4 auga get ég sagt þér það, Hannes minn.“ „GETUR ÞÚ nú ekki sagt mér hvers vegna á nú að fara að borða fjallagrös í vatni, söl og skarfa- kál, meðan peningar eru yfirfljót- anlega nógir bæði í skemmtanir og veizlur, einnig næturhljómleika hvað þá annað. Útvarpið auglýsir þetta seint og snemma auk blað- anna. Þá eru nú kannske aurar til að komast að skíðaskálanum, sem ég trúi að sé nauðsyn. En mér hefir nú dottið í hug að þetta fólk eigi ekki að fara að snapa eftir sölvum og skarfakáli og fjalla- grösum soðnum í vatni. Það var nú ekki haft nema með mjöli í sveitinni minni.“ „VIÐ SAMBÝLISKONA MÍN vorum að súpa síðasta gromsið og spjalla um þetta, og hún hélt að þetta yrði nú dýrt þegar það kæmi í búðirnar, því að hún segir að skarfakál og söl fáist ekki á flúð- unum hérna í kringum Reykjavík, og hún hlýtur að vita það, en þá og húnhlýtur að vita það, en þá sagði ég að blessunin hann Páll Zóph. mundi nú sjá um það, eins og með tólg og smjör og kjöt og aðra íslenzka vöru, sem ekkert hefir hækkað eða þá sáralítið, sem eðlilegt er, t. d. tólgin. Ekki var kaup og fæði farið að hækka fyrir hjá því fólki, sem vann fyrir því fé, sem drepið var í haust, og þetta skilja þeir góðu menn og sami er skilningurinn með kolin. „ÞESSU FÓLKI, einkum verð- lagsnefnd og fröken Helgu Sigurð- ardóttur, sem leggur á sig erfiði við upplýsingar og ráðleggingar handa oss fávísum og fátækum, bið ég dálk þinn að flytja alúð- arþakkir og fegin vildi ég eiga þau að þegar þau tína fyrir sig að taka þá ögn fyrir mig um leið, því ég er orðin svo stirð og slæm. í fótunum, að ég treysti mér ekki út á skerin.“ AURASÁR BÍÓGESTUR skrif- ar: „Ég vildi spyrja þig, hvort ekki tilheyri ólögmætum verzlun- arháttum prang það og prettir, sem fram fer í anddyrum Bíóanna og samkomuhúsanna hér I bæ. Til dæmis er það algengt, að ófyrir- leitnir unglingar og jafnvel full- orðnir líka geri sér það í gróða- skyni að kaupa aðgöngumiða sve tugum skiptir og selja síðan aftur með talsverðri álagningu. Er þetta ekki óþægilega líkt leyni- vínsölunni? Hvað gerir lögreglan til að uppræta þetta, eða er henni ekki kunnugt um þetta?“ Nýfsa Stútungur Pærafískur öellur RanOmagi, lækkað verð. Simi 1456 HafliHI Baldvinssoii* Aðalfundur U.M.F. Velvakandi verður í Kaup- J' ngssalnum priðjudag 23. p. m. kl. Dagskrásamkv félagsiögum Stjórnin. Dömufrakkar, kápur og Svagg- erar ávalt fyrirliggjandi. Verð við allra hæfi. Kápubúðin á Laugavegi 35. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.