Alþýðublaðið - 23.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1940, Blaðsíða 3
Ititsfcjóri: F. R. Valdemarssom. í fjarveru hans: Stéfám Fétursson. Símar 4802 og 5421 (heima). Ritsígórn: AlþýSuhúsiriu við Hverfisgötu. Simar: 4902: Ritötjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hekna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heirma) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu ^gengið inn frá Hverfisgötu. Simar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. AL>Ý9UPRENTSMI8JAN H.P. Fyrsti maí í ár -------»----- FYRSTI MAÍ er verkalýðsins um heim. Og þar sem verkalýður- inn hefir framar öllum stéttum harizt fyrir friðsamlegri og bróðurlegri samvinnu allra þjóða, er fyrsti maí jafnframt dagur alþjóðahyggjunnar, feræðralagsins meðal mann- anna, hverrar þjóðar, sem þeir eru. Aldrei hefir verið meiri þörf á því að halda á lofti þessari þýðingu fyrsta maí hátíðahald- anna en einmitt í ár. Því enda þótt verkalýðurinn sé bræðra- lagshugsjón sinni trúr eins og áður, hefir harðdrægum og á- byrgðarlausum sérhagsmuna- .klíkum auðvalds og einræðis úti um heim enn á ný tekizt að steypa þjóðunum út í hörmung- ar blóðugrar styrjaldar, þar sem bæði með morðtólunum og feinum eitruðu aðferðum stríðs- æsinganna er unnið markvíst að því, að myrða þann vísi til alþjóðlegs skilnings og alþjóð- legrar samvinnu, sem vaxið feefir upp í slóð verkalýðshreyf- ingarinnar frá því að hún hóf göngu sína. Það er hlutverk verkalýðsins á slikum tímum, að halda á lofti merki alþjóðahyggjunnar og bræðralagsins meðal mann- anna til þess að hindra það að feinum blindu öflum gamla tímans, auðvaldsins og einveld- isins, takist að eitra samlíf þjóðanna til langframa. Það er felutverk hans að berjast fyrir réttlátum og varanlegum friði undir eins og þeim öflum hefir verið steypt af stóli, sem á- byrgð bera á þessari styrjöld, friði, sem tryggir öllum þjóð um rétt til þess að ráða sér sjálfar, jafnt þeim smáu sem þeim stóru, og skapar öruggan grundvöll fyrir friðsamlegri sambúð þeirra í framtíðinni. Við íslendingar stöndum, að minnsta kosti enn, fyrir utan þá styrjöld, sem nú er háð. En aldrei höfum við fundið eins vel til þess og í dag, hversu mjög framtíð smáþjóðanna, og þá einnig framtíð okkar, er und ir því komin, að réttlátur og varanlegur friður fáist að stríð- inu loknu, á grundvelli full- komins jafnræðis og gagn- kvæms skilnings meðal þjóð- anna. Nánustu frændþjóðir okkar hafa þrátt fyrir einlægan friðarvilja og fullkomið hlut- leysi verið dregnar inn í ófrið- inn og lönd þeirra gerð að víg- velli. Finnar hafa orðið fyrir blóðugri og tilefnislausri árás Sovét-Rússlands. Þeim tókst að verja frelsi sitt, en land þeirra liggur í rústum eftir árásina. Danir hafa orðið að horfa upp á hið varnarlausa land sitt her- tekið að jafn tilefnislausu af Hitler-Þýzkalandi og beygt undir ok nazistiskrar harð- stjórnar um ófyrirsjáanlegan tíma. Norðmenn verða ’nú dag- lega að leggja líf sitt í sölurnar til þess að verja land sitt og frelsi fyrir sams konar kúgun- artilraun. Og engum dettur í hug, að sá tími verði talinn nema í hæsta lagi í vikum þar til Svíar verða einnig að taka sér sverð í hönd til þess að mæta blóðugri og ægilegri árás sama ofbeldisins og ofureflis- ins á land þeirra. Hvergi í heiminum hefir bræðralagshugsjónin og al- þjóðahyggjan borið fegurri á- vöxt en einmitt í samvinnu þessara landa sín á milli, hinni norrænu samvinnu. Og hvergi hefir það verið greinilegra, að það er verkalýðshreyfingin, sem er grundvöllur slíkrar samvinnu. Hvað er því eðli- legra en það, að við minnumst fyrsta maí í ár fyrst og fremst þessara frændþjóða okkar og baráttu þeirra bæði fyrr og nú fyrir frelsi, jöfn- uði og bræðralagi, sem hvergi í heiminum hefir borið eins glæsilegan ávöxt? Við vit- um ekki, að hve miklu leyti þær geta haldið fyrsta maí há- tíðlegan í ár á sama hátt og hingað til. En við vitum hitt, að þær berjast raunverulega í dag fyrir þeim hugsjónum, sem fyrsti maí er helgaður. Og við, sem enn höfum tækifæri til þess að halda upp á fyrsta maí, eins og hingað til, getum í ár ekki gert það betur en að hylla þessar frændþjóðir okkar á stund hættunnar, sem nú geng- ur yfir þær. Við hyllum þar með um leið þær hugsjónir, sem dagurinn er æfinlega helg- aður: hugsjónir verkalýðs- hreyfingarinnar, jafnaðarstefn- una og alþjóðahyggjuna, sem hvergi hafa mótað veru- leikann sjálfan eins varanlega og einmitt á Norðurlöndum. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna hér í Reykjavík hefir þegar boðað til hátíðahalda fyrsta maí. Látum þau verða að voldugri og einhuga sam- úðaryfirlýsingu með hinum stríðandi frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, undir fánum þeirra, okkar eigin þjóðfána og hinum sameiginlega fána verkalýðshreyfingarinnar. Á engan annan hátt getum við betur haldið fyrsta maí há- tíðlegan í ár. „Forðum í Flosaporti.“ Dömufrakkar álvalt fyrir- liggjandi. Guðm. Guðmundsson, klæðskeri, Kirkjuhvoli. dagur allan AU»Y«i8)LAO» ______ WHÖJUDAGUR 23. APRIL 194« Allmikil jarðabótavinna austur i 01fusi i sumar. —>'—.♦ Rfklð ætlar að kanpa jarðfirnar fivamm ofg Kirkjuferjn 09 allan afnotarétt að Hvolslandfi. t*ar eiga að rísa upp nýbýli i framtíðinni. /I LÞINGI hefir nýlega *"*■ samþykkt frumvarp um allstór jarðakaup í ölf- usi og afnotarétt jarða. Er ráðgert að á jörðum jessum verði f ramkvæmd stórfelld jarðabótavinna með það fyrir augum að coma þar síðar upp nýbýla- hverfum. Þessar jarðir eru: Hvammur í Ölfusi og Kirkjuferja með hjáleigu. Hvammur stendur eins og kunnugt er til vinstri við veginn austur undir Ing- ólfsfjalli, og fylgir jörðinni mikið land. Kirkjuferja stend- ur hægra megin við veginn rétt niður við Ölfusá og er mjög kostarík jörð. Þá er í frumvarp- inu um afnotarétt Hvolslands, en sú jörð er líka kostarík og stendur hægra megin við veg- inn austur, en sést bærinn tæp- lega af veginum. Allar þessar þrjár jarðir eru með þeim kosta ríkustu og land þeirra með því bezta, sem völ er á austan fjalls. tíðaráformið er að koma þarna upp hverfi af nýbýlum, sem míð- ast við heimilþarfir nýbyggjanna, en viðfangsefnið nú í atvinntileys inu er að skapa á löndunum atvinnu til undirbúnings þessu áformi. Nefndin valdi þessi lönd eftir nákvæma athugun. Starfi hennar er alls ekki lokið. Hún mun halda áfram að athuga Iönd við kauptún og kaupstaði, ekki ein- Ungis til þess að koma þar upp nýjum býlum, heldur til að koma upp ræktuðum löndum fyrir I- búa þessara staða, svo að þeir geti stundað þar ræktun með- fram annari vinnu. — Hefir nokkur áætlun verið gerð um hve mörg nýbýlin verða í Ölfusi? „Nei, um það er engin áætlun enn sem komið er, enda er hægt að brjóta löndin og vinna þar að jarðabótavinnu, án nokkurrar slíkrar áætlunar. En nefndin lítur svo á, að réttast væri að taka mest allt Ölfusið fyrir og skipu- leggja það með þétta byggð fyrir augum, þar sem hvort tveggja er fyxir hendi, góðar samgöngur og væntanlegt áveituland til afnota, bæði í ölfusforum og ef til vill austur í Flóa. — Verður unnið að þessu í sumar? „Það má gera ráð fyrir því, að allmikið verði unnið að jarð- (árbótavinnu í isumar, enda er full þörf fyrir atvinnu nú og meira en það. öllum mun líka skiljast að hér er um opinbera vinnu að ræða, sem hlýtur í framtíðinni að skapa mikil verðmæti." Þættir úr verzlunar- og iðnaðar- sögu íslands heitir nýútkomin bók eftir Chr. Fr. Nielsen umboðs- & heildsala. Er þetta 1. hefti og von á fleirum. Þá segir enn fremur í frum- varpinu: „Ef ekki semst við eigendur um kaupverðið, er ríkisstjórninni heimilt að taka eignarnámi jarðir þær og afnotaréttindi, er um getur í 1. gr. Eignarnámið skal framkvæmt samkv. lögum nr. 61 14. nóv. 1917. RfkisstjöminÐi er heimilt að verja úr ríkissjööi til landþurk- unar og vegagerðar í sambandi við stofnun nýbýla allt að 150 þús. krönum á árlnu 1940 og allt að 200 þús. br. á árinu 1941“. Frumvarp þetta var borið fram að tilhlutun landbúnaðarráðherra en hann skipaði nefnd til að rannsaka og undirbúa þetta mál og á Ingimar Jónsson skólastjóri sæti í þeirri nefnd fyrir hönd Alþýðuflokksins. Leitaði Alþýðublaðið í dag um- sagnar hans um það og sagði hann meÖal annars: „Aðaltilgangurinn með þessum lögum er sá að skapa á þessum löndum jarðabótavinnu í sumar og næsta sumar og láta vinna þar að því að undirbúa landið svo að síðar meir verði komið upp á því nýbýlum í stórum stíl. Hins vegar er ekki ætlunin að koma upp nú þegar nýbýlum þarna, heldur verður landið þurk- að og unnið svo að það geti þróast til góðrar ræktunar, en þau mistök hafa mjög oft orðið, að land, sem tekið hefir verið til ræktunar, hefir verið tekið allt af fljótt í notkun, túnsvæðin hafa verið þurrkuð of lítið, ræktunin hefir verið allt of hröð og nær- ingarefnaforði mýrarinnar lwí ekki komið að þeim notum, sem orðið hefði, ef meiri þolinmæði hefði gætt og landið fengið að Þetta mál er tvíþætt. Frarn- Jarðarför míns hjartkæra eigitunanns og föður Sæmundar Kristjánssonar fisksala fer fram frá fríkirkjunni miðvikudaginn 24. apríl. Hefst með húskveðju að heimili okkar, Hringbraut 188, kl. 1% e. hád. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Þorgerður Sveinsdóttir. Sigurdís Sæmundsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Arnfríðar Ólafsdóttur. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Guðhjörg Loftsdóttir. STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Stúdentar hylla Gnnnar Gnnnarsson, skðld að Bótel Borg annað kvðld kl. 8,30 e. k. Formaður félagsins: Ávarp. Sigurður Nordal prófessor: Gunnar Gunnarsson. Pétur Á. Jónsson óperusöngvari: Einsöngur. Hallgrímur Helgason tónskáld: Einleikur á píanó, frumsamin lög. D A N S . Aðgöngumiðar á kr. 3,50 seldir í anddyri Háskólans í dag og á morgun kl. 4—7 e. h. Hátíðabúningur. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Fundur verður haldinn þriðjudaginn 23. þ. m. kl, 8V2 e. h. í Alþýðu- húsinu (gengið inn frá Hverfisgötu). FUNDAREFNI: Fyrirtæki fulltrúaráðsins, 2. umræða. Önnur mál. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.