Alþýðublaðið - 23.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.04.1940, Blaðsíða 4
i»RiÐJUDAGUR 23. APKL 1§4* ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Ólafur Þ. Þor- steinsson, Mánagötu 4, sími 2255. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,15 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,20 Útvarpsagan: „Ströndin blá“, IX, eftir Kristmann Guðmundsson. (Höfundur- inn.) 20,50 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó í a moll, eftir Tschai- kowsky. 21,35 Hljómplötur: Symfónía nr. 6, G-dúr, eftir. Haydn. 22,00 Fréttir. Dagskrárlok. ------8 Eftir tillögu lögreglustjóra hefir bæjarráð ákveðið að banna akstur reiðhjóla og hestvagna um Kirkjugarðsstíg frá vestri til aust- urs. Enn fremur ákveðið að banna akstur reiðhjóla um Fischerssund. Barnavinafélagið Sumargjöf gengst fyrir boðsundskeppni milli barnaskólanna kl. 8,30 ann- að kvöld. Súðin fer héðan í kvöld tjl Húnaflóa og Skagafjarðarhafna. Burtför Esju er frestað til kl. 9 annað kvöld. Barnadagsblaðið verður selt í Grænuborg og Vesturborg í dag. Þangað eiga sölubörn að koma, og enn fremur þau böm, sem ekki hafa skilað af sér fyrir sölu í gær. Kvenréttindafélag íslands hélt minningarfund um frú Brí- etu Bjarnhéðinsdóttur í Oddfell- owhöllinni í gærkveldi. Fór það hið ánægjulégasta fram, hófst með erindi frú Aðalbjargar Sigurðar- dóttur, sem var útvarpað, þá var einleikur á píanó, Jórunn Viðar, síðan töluðu Ingibjörg Benedikts- dóttir, Jónína Jónatansdóttir og María Knudsen. Að ræðunum loknum var gítarsamspil og söng- ur. Sumarfagnað heldur glímufélagið Ármann í Iðnó annað kvöld kl. 10 síðd. Til skemmtunar verður: Glímusýning, hnefaleikasýning, söngur og dans. Hinar tvær vinsælu hljómsveitir: Hljómsveit Iðnó og hljómsveit Hótel íslands spila undir dansin- um. Bazar. Þeir, sem ætla að láta muni af hendi á bazar kvenfél. Hringsins í Hafnarfirði, eru beðnir að koma þeim fyrir 5. maí til Unu Vagns- dóttur, Austurg. 47. Leikfélagið sýnir Fjalla-Eyvind í kvöld kl. 8 fyrir lækkað verð. Stúdentafélag Reykjavíkur heilsar sumri með fagnaði að Hótel Borg síðasta vetrarkvöld. Sigurður Nordal fagnar Gunnari Gunnarssyni, Pétur Á. Jónsson syngur einsöng, Hallgrímur Helga- son tónskáld leikur eigin verk ofl. Barnavinafélagið Sumargjöf heldur kynningarkvöld og sum- arfagnað í kvöld kl. 8V2. Verður þar kvikmyndasýning, ræðuhöld, píanósóló, kórsöngur og dans. Hetjan á hestbaki heitir myndin, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er það amerísk gam- anmynd með Joe Brown í aðal- hlutverkinu. Slys við hofnina í morgun. ¥7' LUKKAN rúmlega 7 í morg- un varð sviplegt slys hér við höfnina. Lenti maður í vindu um borð í togaranum Belgaum og stórslasaðist. Heitir hann Sigur- jón Guðmundsson, Hverfisgötu 89. Belgaum liggur hér við Löngu- línu. Klukkan 7 í morgun var veriö að by.rja á því að taka kol úr skipinu. Var Sigurjón við vinduna. Vita menn ekki glöggt, hvernig slysið bar að höndum, ken allt í einu sáu menn, sem voru aö vinna í skipinu, áð Sigurjón varö á milli togsins og vindu- koppsins. Vafðist hann nokkra snúninga í vindunni, áður en hægt var að stöðva hana. Var hann þegar í stað fluttur á Landsspítalann. Við læknisrann- I. O. 6. T. ST. EININGIN nr. 14. Fundur miðvikudagskvöld kl. 8. Inn- taka Sumarfagnaður stúkunnar: 1. Einsöngur: Hermann Guð- mundsson. 2. Upplestur: br. Freymóður Jóhannsson listmálari. 3. Einsöngur: str. Anna Ingvars, dóttir. 4. Leiksýning: „Öhemjan'*. 5. Erindi: Vetur kvaddur, sumri heilsað: br. Sig. Ein. dós. 6. Dans. 'Æt. BRÆÐRAKVÖLD heldur stúkan Iþaka nr. 194 í Góðtemplara- húsinu. í kvöld (þriðjud. 23. þ. m.). Hefst með fundi uppi kl. 814. Samkoma niðri. — Skemmtiatriði: Sjónleikur. — Samspil. — Kaffidrykkja og fleira. — Dans. — Allir mæti. Skemmtinefndin. Meistaramótin í Badminton hefjast föstudaginn 26. þ. m. í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson- ar kl. 10 e. h. Keppt verður svo sem hér segir: í II. fl. Ein- menningsmót karla og kvenna. í I. fl. Einmenningsmót karla og kvenna. Tvímenningsmót karla og kvenna. Tvímennings- mót mixed-double. Þátttaka í tvímenningsmótunum er opin öllum, hvaða flokki sem þeir tilheyra. Væntanlegir þátttak- endur verða að hafa gefið sig fram við Jón Jóhannesson fyrir fimtudagskvöld. Mótanefndin. LOFTHERNAÐURINN Frh. af 1. síðu. yfir ' suðausturhluta Belgíu. Að því er segir í fregn frá Brússel höfðu þrjár franskar flugvélar knúið hana til. þess að fljúga inn yfir landamærin. sókn kom í ljós, að maðurinn var handleggsbrotinn og höfuð- kúpan hafði laskast. Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Aðalhlutverkið leikur FREDERICH MARCH Börn fá ekki aðgang. Notaður barnavagn til sölu ódýrt. Upplýsingar Grettisgötu 1, uppi. Hetjan á hestbaki. Sprellfjörug og fyndin amerísk skemmtimynd. — — Aðalhlutverkið leikur hinn óviðjafnanlegi skop- leikari JOE E, BROWN ásamt Carol Hughes, Jos- eph King o. fl. SKEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIR. DANSLEIKUR í Alþýðuhtísinu við Hverfisg. miðvikudag 24. apríl klukk- an 10 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2, sími 4900. Pantaðir aðgöngum. verða að sækjast fyrir kl."9%. Harmonikuhljómsveit félagsins. Eingöngu gömlu dansarnir. ÖLVUÐUM BANNAÐUR ADGANGUR. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR. „Fj aíla-Eyvindnr.“ Sýning í kvöld kl. S. ! Síðasta sinn fyrir lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. BÖRN FÁ EKKI AÐGAN€ Y Dansleik heldur glímufél. Ármann I Iðnó síðasta vetrardag kl. 10 síðd. Til skemmtunar verður enn fremur: < Glímusýning — Hnefaleikasýning — Söngur. Hinar tvær vinsælu hljómsveitir spila: Hljómsveit Iðnó Hljómsyeit Hótel ísland undir stjórn F. Weishappel. undir stjórn C. Billich. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá ki. 6 síðasta vetrardag. Leyndardðmnr ... linli hallarinnar. töluverður tími frá því þér heyrðuð seinna skotið og þar til Babtiste kallaði? Gat hann ekki á þeim tíma hleypt morðingjanum út? — Nei, það hafa ekki getað liðið meira en fimmtán sekúndur. Við rannsókn lögreglunnar kom það í !jós, að það tekur að minnsta kosti þrjár mínútur ^ð hlaupa niður, opna og loka aftur og hlaupa upþ. Höllin var rannsökuð gaumgæfilega hátt og lágt, en enginn finnst, enda þótt þar hiyti að hafa verið ein- hver. Þér eruð ekki viss jtm það, vegna þess, að þér grunið mig um morðin. En ég er viss í minni sök. Annað hvort hefi ég verið brjálaður, þegar glæpirnir voru framdir, eða morðinginn hefir getað flúið á ó- skiljanlegan hátt. . Þegar búið var að rannsaka húsið, kom röðin að Babtiste og mér. Ég verð að játa, að það, sem kom fram við rann- sóknina, felldi mig alveg. Öll atvik voru í mótsögn við frá^ögn rnína. Allt mælir með því, að ég sé hinn seki. En þá heíi ég verið brjálaður, þegar þetta gerð- ist. En virðist yður ég ekki vera með fullu viti núna? — Jú, í dag eruð þér vafalaust með fullu viti. — Frásögn af yfirheyrzlunni finnið þér í blöðunum. Ég hefi blöðin hér öll. — Nei, þakka yður fyrir, það er mér ekki nóg. Bíðið andartak. Allou gekk að símanum. Hann þekkti lögreglufulltrúa í París, Sallent að' nafnj, sem einu sinni hafði unnið að málsrannsókn á- samt'. Allou. — Halló, Sallenti Þetta er Allou. Ég þarf að biöja yður bónar. rr- Fy.rir yður geri ég allt, sem í mínu valdi stendur. — Þekkið þér Libot iögreglufulltrúa í Versölum? — Það er gamall kunningi minn. — Biðjið hann að koma til mín í kvöld og segja mér allt, sem hann veit um visst mál. — Hann mun áreiðanlega ■ koma; verið þér viss um það. Allou sagði honum heimilisfang sitt í París. Hann gekk aftur inn í veitingasalinn. Skyldi Pierre Herry, sitja þar ennþá? Já, hann sat kyrr og horfði í gaupnir sér. — Það er orðið framorðið, sagði Allou. — Nú borðið þér með mér kvöldverð og komið svo með mér. Herry hugsaði sig um andartak og spurði svo: — Álitið þér, að ég sé sekur? — Ég er ekki Cordani sakadómari. Það er þýðingar- laust að spy.rja mig. XIX. SÖNNUNIN Um kl. 9 um kvöldið kom Libot. Það var lítill náungi, sem virtist dálítið uppstökkur. Allou sat í lestrarsalnum, Pierre Herry, sat í hliðarherberginu og hurðin var í hálfa gátt. — Heyrið mig, hafði Allou sagt. — Ég vil ekki, að þér verðið tekinn fastur hér hjá mér. Ef hann skýrir rangt frá þá segið mér það á eftir, þegar hann er farinn, því að ég vil ekki að þér verðið tekinri fastur hér. Libot byrjaði að ræða um málið, en Allon tók frarn í fyrir honum. — Ég þekki málið frá því þér komuð til hallarinnar, þar sem þér framkvæmduð nákvæma rannsókn. — Já, þó að um saumnál hefði verið að ræðá, hefðum við fundið hana. — Og enginn hefir getað komíst út? Nei, enginn, nema einhver hallarbúa hafi verið í vitorði með honum. ■— Hvernig komust þér inn í garðinn? — Við sprengdum litla hliðið- Fyrst datt okkur í ,hug að fá lánaðan stigann hjá Antoine gamla, nábúanum; blaðamennirnir notuðu hann fy.rir fjórum árum. En við fundum hvorki glitsmalann né stigann. Og svo sprengd- um við upp ldiðið. — Og hvað skeði svo? — Þegar við höfðum leitað allsstaðar þóttist ég viss Um, að ekki gæti verið um aðra að ræða, en þá ,tvo hallarbúa, sem rvoru á lífi. Fyrst yfirheyrðum við Pierre Herry.. Hann gaf meiningarlausa lýsingu á at- burðunum. Libot endurtók frásögn Herrys og kom það að öllu ley.ti heim við það, sem Pierre Herry hafði sagt. — Að lokum vildi hann rey.na að fá okkur til að trúa því, að hann og morðinginn hefðu hlaupið til skiptis úr einu herberginu í annað og fram á ganginn. — Já, ég hefi lesið það. Það er mjög ósennileg saga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.