Alþýðublaðið - 24.04.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.04.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 24. apríl 1940. 93. TÖLUBLAÐ Bandamenn nálgast Þránd- heim bæði norðan og sunnan -----<ÍN----- Miirfl ®msfa stendar eii fflr wli Lewaiiger riima fimmfíia kilémétrÁ naréaíislasi wlli liargiraa. HER BANDAMANNA sækir nú fram gegn her Þjóð- verja í*Þrándheimi úr íveimur áttum, eftir járnbraut- umim norðan frá Namsos og sunnan frá Dombás. Að norðan hefir her Bandamanna þegar sótt fram um 150 km. vegarlengd, er kominn fram hjá Stenkjer og Stikla- stað og berst nú við Þjóðverja hjá Levanger, sunnarlega fyrir botni Þrándheimsfjarðarins, rúma 50 km. frá Þránd- heimi. Að sunnan eru hersveitir Breta í aðeins 45 km. fjar- lægð frá borginni. RorskH bilstjér- i! arnir berjast á | sfna vísh. BÍLSTJÓRARNIR í Oslo, sem þýzki inn- ;> rásarherinn hefir neytt til J; ;! þess að aka hílum fyrir j! hann upp í land, eru nú !; farnir að berjast á sína 1; vísu, eftir því sem Lund- j! !; únaútvarpið segir frá. j! !; Hjá Skarnæs við Glaum j! ;; elfi, skammt suðvestur af !; jj Eiðsvelli, óku nokkrir !; j! þeirra á fullri ferð með á ;j jj annað hundrað þýzka her- jj j! menn út af hárri vegar- j! brún. Hermennirnir fór- jj !; ust allir. jl Byssa sprinpr í hðndum manns. Fluttur í gœr á Landsþítalatm austan úr ðlfnsi. GÆR var komið með mann j_ á Landsspítalann austan ui' sveitum, sem hafði slasast á veið- um. Heitir hann Gísli Friðgeir Guð- jónsson frá Kotströnd í Ölfusi. Hafði hann verið að fara með byssu, en lásinn hrokkið af henni bg í ennið á manninum hægra megin. Við læknisrannsókn kom í ljós, að augabrúnin hægra megin hafði brotnað. Ekki telja læknar hann í lífshættu. Það vekur einnig mikla at- hygli, að þýzka útvarpið er nú Bardaear við Lillebámm- eroo Rena austanfjalls Á vígstöðvunum uppi af Oslo, í Suður-Noregi, er barlzt við LiIIehammer í Guðbrandsdal við norðurenda Mjösavatns, og við Rena ! Eystridal. Er það stað- fest bæði I sænskum og enskum fregnum og því augljóst, að bæði Hamar og Elverum eru á valdi Þjóðverja. Bærinn Lillehammer er sagöur vera á valdi Banda- manna. Bandamenn halda stöðugt á- fram að setja lið á land *í Án- dalsnes við Romsdalsfjörðinn og flytja það jafnharðan með járn- brautinni til Dombás, þar sern liðinu er skipt og nokkur hluti þess sendur norður á bóginn, til Prándheims, en hinn hlutinn suð- ur Guðbrandsdal til Lillehammer. Frá Narvik berast engar áreið- anlegar fregnir. En talið er, að það geti ekki tafizt nema örfáa daga, að þýzku hersveitirnar þar, sem eru bæaði tvístraðar og ein- angraðar, verði yfirbugaðar til fulls. Fullyrt er, að Narvik hafi ekki enn orði'ð fyrir neinum vemieg- um skemmdum, enda hafi herskip Breta aldrei skotið á borgina sjálfa. farið að hafa ! hólunum við Svía. Frh. á 4. síðu. Lundúnaútvarpið segir, að hersvéitir Bandamanna mæti hvarvetna hinum hlýjustu við- tökum í Noregi, og geri al- menningur allt, sem hann get- ur, til þess að greiða fyrir her- mönnunum. Bretar hafa gert eina loftárás- ina enn á flugvöllinn við Ála- borg, og er það sú þriðja í röð- inni. Var árásin gerð í fyrrinótt. Um skemmdir af völdum hennar er ókunnugt. Bretar gerðu einnig loftárás á flugvöllinn .við Fomehu fyrir vestan Oslo í fyrrinótt. Eldur sást koma upp á flugvellinum að á- rásinni lokinni. Mmenn taka sætl í æðsta herráði Banda- manna. Æðsta herráð Bandamanna kom saman á áttunda fund sinn í París í gær. Fyrir hönd Frakk- lands tóku þátt í fundinum Paul Reynaud forsætis- og utanríkis- , málaráðherra, Daladier, land- varnaráðherra, Gamelin, yfirhers- höfðingi, flotamálará'ðherrann, flugmálaráðherrann og nokkrir helztu herforingjar. Fyrir hönd Bretlands: Chamberlain, Lord Halifax, Churchill, Samuel Hoare, Ironside og fleiri. Fyrir hönd Pól- lands: Sikorski, forseti pólska lýðveldisins, og fyrir hönd Nor- egs sendiherra Norðmanna í París. Rætt var um stjórnmála- og hernaðarástandið, og þvi næst teknar ákvarðanir um málefni þau, er vörðu'ðu sameiginlegt ör- yggi ríkjanna og áframhald stríðsins. Paul Reynaud, Chamberlain og Sikorski báðu sendiherra Norð- manna að votta stjórn sinni að- dáun þeirra cá hetjulegri vörn norsku þjóðarinnar gegn hinni þýzku árás. Sendiherrann bar fram þakkir norsku stjórnarinnar fyrir hina skjótu og róttæku hjálp, er Bandamenn hefðu veitt Noregi. Er pýzkar her að búa sig nndir landgðngn í Sripjðð? Þýzka útvarpið hefir i hótunnm við Svia —.—...♦----— SAMKVÆMT fregíium frá París er nú litið svo á þai', að hættan á þýzkri árás á Svíþjóð sé alveg yfirvofandi. Orðrómur gengur um það, að í óða önn sé verið að flytja þýzkt herlið á skipsf jöl í þýzku hafnarborgunum við Eystra- salt, og gæti það ekki þýtt annað en að verið væri að undir- húa landgöngu í Svíþjóð. 4 A Stórþingsbyggingin í Oslo, sem nú er á valdi Þjóðverja. Þingslit í dag: Verzlnnarfólkið fékk enga dýrtíðarngpbðt ð laun sin. --------------♦—--- En iaunauppbót opinberra starfsmanna var nú loksins sampykkt í gær. ÍÐUSTU deildarfundir voru haldnir á alþingi í gær. í dag kl. IV2 var fund- ur í sameinuðu þingi og fóru þá fram þinglausnir. í gær voru fundir í samein- uðu þingi og deildum. Úrslit helztu mála hafa orð- ið þessi: Launauppbótin til op- inberra starfsmanna var end- anlega samþykkt í gær í sam- einuðu þingi og var felld breyt- ingartillagan um 8000 króna hámarkið með 24 atkv. gegn 23, en frumvarpið var sjálft samþykkt með 29 atkv. gegn 6. 13 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið um launaupp- bætur til handa verzlunar- og skrifstofufólki dagaði uppi í efri deild. Neitað var um afbrigði ' á frumvarpinu og greiddu þeir Jónas Jónsson og Pálarnir atkvæði gegn því að leyfa afbrigði. Þetta er óvenjuleg og ein- kennileg framkoma. Frumvarp- ið hafði farið gegnum allar um- ræður í neðri deild og átti nú að takast til 3. umræðu í síð- ari deild. Verzlunar- og skrif- stofufólkinu er með þessu raunverulega kastað á dyr. Má gera ráð fyrir því, að ef hér hefði verið um hagsmuni heildsala að ræða, þá hefði Sjálfstæðisflokkurinn staðið betur á verði. Þá dagaði uppi frumvarpið um útsvarsskyldu útgerðarfé- laganna. Það er jafn undarleg afgreiðsla og spyrja menn nú hvort samningar hafi komizt á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Samþykkt var heimildin um að skera niður ýms lögboð- in útgjöld um 35% ef nauðsyn ferzlnnarmannafé lag Rvíknr boðar til opinbers fnndar. ALÞÝÐUBLAÐIÐ snéri sér í dag til Adolfs Björnssonar, sem á sæti í stjórn Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, en það félag beitti sér fyrir því að frumvarpið um launa- uppbætur til verzlunar- fólksins næði fram að ganga. Blaðið spurði Adolf hvað félagið myndi nú gera. „Við erum ákaflega óá- nægðir með þessa af- greiðslu málsins,“ sagði hann, „og eigum hágt með aS skilja hana. Hinsvegar er um það mikið réttlæt- ismál að ræða, að við munum ekki gefast upp að svo komnu. Stjórn fé- lagsins ræðir málið og mun félagið boða til opin- bers fundar um það á föstudagskvöld kl. 8%. En sá fundur verður nánar auglýstur. krefði vegna hallærisástands. í fjárlögunum var sams konar heimild gefin ríkisstjórninni viðvíkjandi ólögbundnum út- gjöldum á fjárlögum ef nauð- syn krefði. Fmmvarp Sjálfstæðismanna um breytingar á gjaldeyris- nefnd var endanlega samþykkt. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.