Alþýðublaðið - 25.04.1940, Page 1

Alþýðublaðið - 25.04.1940, Page 1
ÁRGANGUR FIMMTUDAG 25. APRIL 1940 94. TOLUBLAÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKRURINN Þetta þing mun verða tallð eitt merkasta í sðgu þjóðarinnar. ----*--- Þingslitaræða Haralds Guðmundssonar í gær. ALÞINGI var slitiS kl. IV2 í gær og er þetta eitt stytzta þing, sem haldið hefir verið. Áður en þingslit fóru fram, fiutti Haraldur Guðmundsson, forseti sameinaðs þings, eftirfarandi ræðu: „Störfum þessa alþingis er jiú lokið. Það er hið 55. lög- gjafarþing, en 70. samkoman frá því alþingi var endurreist. Frá stofnun alþingis eru nú liðin 1010 ár, en 678 ár frá því ísland játaðist undir konungs- yfirráð. Oft hefir alþingi setið leng- ur að störfum en að þessu sinni, og málin, sem það hefir afgreitt, eru sízt fleiri nú en ®ft áður. Þó tel ég það alveg vafalaust, að þetta alþingi muni jafnan verða talið eitt hið allra merkasta í sögu þjóð- arinnar. Og vissulega mun oft- lega verða til þess vitnað er tímar líða. Styrjöldin mikla magnast enn og tekur til æ fleiri landa ®g þjóða. Áhrif hennar bein og óbein verða stöðugt ríkari og tilfinnanlegri. Hlutleysi og íriðarvilji smárra þjóða er að engu haft. Nágrannaþjóðir vorar, frænd þjóðirnar á Norðurlöndum, sem einskis hafa annars óskað en að gæta hlutleysis og lifa í sátt og friði við nábúa sína alla, hafa snú þrjár nauðugar dregizt inn í þenna hildarleik. Og hin fjórða bíður þess milli vonar og ótta, hvort og hvenær hún hljóti sömu örlög. Ein hefir orðið að sætta sig við nauðung- jtrírið eftir frábæra vörn gegn ofurefli og látið hluta af landi sínu. Önnur berst nú fyrir lífi sínu og sjálfstæði við erlendan árásarher, sem hefir helztu borgir landsins á valdi sínu. Og hin þriðja, sambandsþjóð vor, hefir neyðst til þess að beygja sig fyrir vopnavaldi ná- búa, sem er þrítugfalt sterkari en hún. Vér íslendingar erum magn- lausir áhorfendur þessa voða- lega harmleiks. Vér getum að- eins vottað þessum frændþjóð- um vorum einlæga samúð og dýpstu hluttekningu. Vér höf- úm dáðst að afrekum þeirra, verklegum og andlegum. Hvergi hefir lýðræði og lýð- frelsi verið meira virt né gefið betri raun en hjá þeim. Lífs- kjör almennings, menning og á- hrif í þjóðmálum voru þar jafn- ari og betur tryggð en hjá flest- um þjóðum öðrum. Stærri þjóðir, ríkar og voldugar, sóttu til Norðurlanda fyrirmyndir í félagsmálalöggjöf, alþýðutrygg ingum, samvinnufélagsskap og öðrum slíkum efnum. Vér íslendingar eigum enga ósk heitari þessum frændþjóð- um vorum til handa en þá, að þeim lánist sem fyrst að end- urheimta frið og frelsi og ó- skert umráð yfir löndum sín- um. tskyggileear tasrfar. Vér íslendingar höfum ekki orðið fyrir árásum neinnar styrjaldarþjóðar, og til þessa höfum vér borið gæfu til að komast hjá manntjóni af völd- um stríðsins. Fjarstaða lands- ins hefir enn sem fyrr reynst oss haldgóð vörn. En þrátt íyrir það verður á- standið einnig hjá oss ískyggi- legra með hverjum degi, sem líður. Vígstöðvarnar hafa færst nær. Öllu viðskiptasambandi er nú slitið við mörg hin þýðing- armestu markaðslönd vor; — lönd, sem hin síðari ár hafa keypt talsvert meira en helm- inginn af öllum útflutnings- vörum vorum og séð oss næst- um því fyrir helmingi hins inn- flutta varnings. Allt bendir til þess að vér verðum að vera viðbúnir stór- felldri röskun á atvinnulífi og viðskiptum. Ekki er annað sýnilegt en að veigamiklar at- vinnugreinir, svo sem vinna við byggingar og saltfisksverkun muni mjög dragast saman. Og um fjárhagsafkomu ríkisins og einstaklinganna er allt í hinni mestu óvissu. Ástand og horfur móta jafn- an störf alþingis. Svo er og að þessu sinni. í sambandi við af- greiðslu fjárlaga og með sér- stökum lögum hefir alþingi veitt ríkisstjórninni alveg ó- venjuléga víðtækar heimildir til að draga úr fjárframlögum til ýmissa framkvæmda, ef á- standið breytist þannig, að slíkt verður óhjákvæmilegt. En það er von þingmanna, að eigi komi til þess, að nauðir reki til að beita þeim heimildum. Og víst má telja, að ef nauð- synlogt verður að grípa til þe:' ra, þá verða og aðrar að- geröir óhjákvæmilegar. Haraldur Guðmundsson. Alþingi hefir afgreitt lög um uppbætur á ellilaunum örorku- og slysabótum, um verðlags- uppbætur til opinberra starfs- manna, um húsaleigu, um stríðs tryggingu sjómanna o. fl., sem öll bera vott um vilja alþingis til að mæta þeim örðugleikum er styrjöldin veldur. Sama má og að nokkru leyti segja um lögin um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að taka eignar- námi tilteknar landspildur til nýbýlastofnunar og fjárframlög til ræktunarframkvæmda á þess um jarðeignum, svo og lögin um tilraunastarfsemi í þágu landbúnaðarins. Hvorttveggja miðar að því að nytja betur gæði landsins og skapa ný at- vinnuskilyrði í stað hinna, sem tapast. Atburðir þeir, sem gerst hafa á Norðurlöndum hafa fært oss heim sanninn um það, hver hætta lýðræðinu og sjálf- stæði landsins getur stafað af starfsemi ofbeldisflokka og á- róðursmanna erlends valds. Af því tilefni m. a. samþykkti al- þingi því nær einum rómi á- lyktun um ráðstafanir til verndar lýðræðinu og öryggi ríkisihs og undirbúning lög- gjafar um þau efni. Aðeins þrír þingmenn voru andvígir þess- ari ályktun. Þiéðln tekur iil mál sie i sinar bendnr. Afleiðing þess, að sambands- þjóð vor og kónungur hafa neyðst til að lúta valdi annars ríkis, er sú, að þau stjórnar- farslegu tengsl, sem verið hafa milli vor og hennar, hafa rofn- að, og að konunginum er ókleift að fara með það vald, sem hon- um er fengið í stjórnarskránni. Þessu nýja viðhorfi varð al- þingi að mæta. Með atkvæðum Frh. á 2. síðu. Samsæti fyrir danska og sænska sjómenn hér í gær. Orð danska sendiherrans: Þjéi mfin leiiar né skjéls fi pðguflli asiil- stoéu meian pruman gengur yfir -—...........—------- J*jJ ORRÆNA FÉLAGIÐ ^ og Góðtemplarareglan buðu skipshöfnum hinna dönsku og sænsku skipa til samsætis í gær kl. 5. Sátu þetta hóf um 80 manns og fór það fram í Góðtemplara- húsinu. Meðal gestanna voru sendiherrar Danmerkur og Svíþjóðar. Stórtemplar, Fi’iðrik Á. Brekkan bauð gestina vel- komna fyrir hönd góðtemplara- reglunnar og Stefán Jóh. Stef- ánsson fyrir hönd Norræna fé- lagsins. Ræður beggja báru blæ þeirra tíma, sem við lifum á. St. J. St. lauk sinni ræðu með þessum orðum: „Þjóðir vorar eru allar í ægi- legri hættu. Ein þeirra er nú í járngreipum ofbeldis og kúgun- ar, önnur berst með vopni í hönd fyrir frelsi sínu. Hin þriðja býst við árás á hyerri stundu. Vér íslendingar bíðum milli vonar og ótta eftir úrslit- um þessa hildarleiks. Verður menningarstarf Norðurlanda- þjóðanna lagt í rústir? Við vonum að svo verði ekki og að eftir skamma stund geti þær hafið uppbyggingarstarf sitt eftir eldinn, sem fer nú urn lönd þeirra.“ Sage de la Fontenay sendi- herra Dana mælti nokkur al- vöruþrungin orð: „Vér elskum frelsið og verjumst kúguninni. Vér hötum ofbeldið og þráum frið. Sagan sýnir okkur, a# harðstjórnin getur ekki •orðið löng. Fyrr eða síðar fellúr hún á eigin sök. Þjóð mín leitar nú skjóls í þögulli andstöðu meðan þrumuveðrið gengur yfir, en hún stendur ósigruð. Hún hefir áður að nokkru reynt erlenda stjórn og hún sýndi þá, að hún tapaði ekki ást sinni á frelsinu. Eins mun fara nú. Aftur munt hún rísa upp til vaxandi menn- ingarstarfs.“ Að samsætinu í Góðtempl- arahúsinu loknu fóru gestirnir í Nýja Bíó. Þar söng Karlakór Reykjavíkur nokkur lög, en síð an var sýnd íslandskvikmynd. Er vert að þakka Góðtemplara- reglunni og Norræna félaginu íyrir þetta vináttubragð við hina erlendu sjómenn. Þýzk árás bseði á Norð ur- og Saður-Svíþjéðf ------------— ísbrjótar eiga að ryðja herfluíninga skipunum braut inn í Helsingjabotn. ------+r------ 1K EIM FRÉTTUM fer stöðugt fjölgandi, að stríðsviðbún- aður fari nú fram í Eystrasaltshöfnum Þýzkalands, sem ekki geti haft neinn annan tilgang en árás á Svíþjóð. Fjöldi herflutningaskipa er sagður saman kominn í þessum höfnum, vestan frá Sassnitz og austur að Danzig, og er í óða önn verið að skipa liði út í þau. ísbrjótar eru hafðir til taks með herflutningaskipun- um, og þykir það benda til þess, að árás sé ekki aðeins fyrir- huguð á Suður-Svíþjóð, heldur og meðfram öllum strönd- Svíþjóðar norður í Helsingjabotn, sem enn er ísi lagður, en þaðan er skemmst til námuhéraðanna í Norður-Svíþjóð og Narvíkur í Noregi. Svíar búa sig af kappi undir það að> mæta hinni yfirvofandi árás. Allar borgir í Suður-Sví- þjóð eru í svarta myrkri á nótt- unni og öllum útlendingum hefir vegna njósnahættunnar verið vísað úr syðstu héruðum landsins. Lingström yfirforingi sænska Eystrasaltsflotans lýsti því yf- ir í dag, að sænska stjórnin væri fastákveðin í því að berj- ast til hins ýtrasta, ef á landið yrði leitað. í sama streng taka öll helztu blöð Svía. „Dagens Nyheter“ í Stokkhólmi segir til dæmis, að hvarvetna verði vart við vilja þjóðarinnar til þess að verja land sitt og frelsi, enda sé barátta upp á líf og dauða betri, heldur en að beygja sig fyrir ofbeldinu. % »

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.