Alþýðublaðið - 25.04.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1940, Blaðsíða 4
HAFNARFJÖRÐUR Auglýsíð í Alþýðublaðinu ingarmikið fyrir fólk, sem hefir atvinnu nokkum hluta ársins ut- an heimilis síns, fyrir skólafólk og ýmsa aðra. Ýms önnur ákvæði mætti nefna, «n rúmsins vegna verður að stikla á því stærsta. Tryggingarstofnun ríkisins fær heimild til að takmarka greiðslur tyrir önnur lyf heldur en þau nauðsynlegustu, eftir því sem þörf þykir. Þykir hafa borið á þvi, að lyfjanotkun hafi aukizt mjög undanfarin ár, sérstaklega af lyfjum, sem litið eða vafasamt gagn gera. Hins vegar verða öll lain nauðsynlegustu lyf greidd að % eins og áður, og verður innan skamms gerð sérstök skrá yfir slíks lyf. Þess má geta, að nsest- síðasta alþingi aflétti verðtollin- »im af nauðsynlegustu lyfjum og miðar það að því, aíð þau geti ®rðíð almenningi sem ódýrust. Loks má geta þess, að nánara sambandi hefir verið komið á milli slysatryggingarinnar og sjúkrasamlaganna. Framvegis taka sjúkrasamlögin að sér, þar sem þau eru til, aÖ veita alla þá sjúkrahjálp, sem slysatryggingin hefir veitt hingað til. Verður það þá og skilyrði fyrir því, að sjúkrahjálpin sé veitt, að menn hafi haldið við réttindum sínum hjá sjúkrasamlaginu. Dagpening- ar, örorku- og dánarbætur verða hins vegar eftir sem áður greidd af slysatiyggingunni. SAMTAL VIÐ JENS HÓLM- GEIRSSON. Frh. af 1. síðu. sem sendi bændum bréf og spurðist fyrir um verkafólksþörf þeirra. Um 2000 svör hafa borizt. Við höfum síðan unnið úr þessum bréfum. Verkafólksbeiðendur eru hokkuð á 2. þúsund. Vilja bænd- ur fá fólk á öllum aldri og við alls konar Sstæður: unglinga, og kaupafólk, ársfólk, og þar á með- al nokkrir, sem vilja jafnvel taka hjón með einu eða tveimur bcirn- um. Annars má geta þess, aÖ að- sókn að ráðningarstofunni er tals- vert að aukast af hálfu verka- fólksins, enda eðlilegt, þar sem stríðsástandið lokar nú fleiri og fleiri atvinnumöguleikum hjá okkur. Ráðningarstofan er eins og kunnugt er á vegum nefndar- innar og Búnaðarfélags íslands í sameiningu." 3 milljónir króna árlega til styrkþega. — Hvaða afskipti hafið þið haft af hinum beinu framfærslu- málum? „Bein afskipti af þeim eru ekki mikil ennþá. Þó má geta þess, að fyrir atbeina nefndarinnar hef- ir félagsmálaráðuneytið í fyrsta skipti hafið skýrslusöfnun alls staðar að af landinu um styrk- þegafjölda og ástæður hinna einstöku styrkþega. Það er ekki vanzalaust fyrir hið opinbera, að þekkja ekki betri skil á þessum málum, þegar þess er gætt, að um 3 milljónir króna fara á hverju ári til styrkþeganna víðs vegar um landið. Enn frem- ur er öll úrbót á framfærslumál- unum óhugsandi, ef ekki er glöggt og greinilega hægt að vita um ráðstöfun framfærslustyrks- ins, ástæður fy.rir styrkþörf, svo og yfirlit um ástæður styrkþeg- anna sjálfra. — Hvernig taka bæjar- og sveitarstjórnir þessari starfsemi? „Enn sem komið er má svara þessari spurningu játandi. Ég vænti, að öllum sé ljós hin brýna nauÖsyn á því að breyta nokkuð frá fyrri reglum í þessum málum — og ég er viss um, að almenn- ingi er einnig að verða það ljóst, að lífið gengur ekki sinn vana- gang eins og áður; tímarnir eru það hættulegir."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.