Alþýðublaðið - 29.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.04.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÁNUDAGUE 29. APRÍL 1940. Qlafur við Faxafen; Á að telja island til Amerikn —---♦---;- INKENNILEGA hljótt hefir verið í íslenzkum blöðum g tímaritum, um bök þá, er /ilhjálmur Stefánsson hefir ritað im ísland og út kom í Banda- ríkjunum á síðast liðnu ári.*). Myndu þeir, er ekki þekkja til, halda, að eitthvað byggi undir tómlæíi þessu, en svo mun það þó ekki vera, heldur mun valda hinn almenni andlegi svefn, er nú virðist hafa sigið á meiri hluta þeirra manna, sem eiga að láta sig þessi mál varða. Bók Vilhjálms er 275 bls. að stærð, og er allur frágangur hennar hinn prýðilegasti, og það þó miðað sé við hinn enskumæl- andi heim. — Um tuttugu myndir eru í henni, og taka þær að vali fram flestum myndum, sem verið afa í bókum um ísland. Formála fyrir henni hefir ritað heódór Roosevelt Theódórsson nseta, þess er var Bandarfkjar _^rseti á árunum 1901—1909, og var einn hinn merkasti í hinni lön'gu röð af merkum mönnum, •r gegnt hafa forsetastarfi í þessu stærsta lýðveldi heimsins. Var hann, auk þess, er hann var í stjórnmálunum, jafnvígur hvort eð heldur var til stórræða, svo sem hemaðar og ljónaveiða, eða til vísinda- eða bókmenntaiðkana, og mun hann hafa átt fáa sína jafnoka á vorum tímum. Átti Is- land góðan vin, þar sem hann \ ar, svo sem sjá ma meðal ann- a , á æfisögu Bryce lávarðs, J eirri, er hann sjálfur ritaði. En þpssi Theódór yngri Roosevelt, virðist hafa mjög hinn sama hug til íslands, sem faðir hans. Vilhjálmi hefir tekizt ágætlega að sýna bæði landið og þjóðina frá þeim hliðum, sem bezt lætur, én þess að fara með ýkjur. Flyt- ur bókin kafla um sögu landsins, bókmenntir vorar nú á dögum, 'ræðslumál, heilbrigðismál, sam- innuhreyfinguna, iðnað, verzlun t, s. frv. En aftan við hana em 'msar tölur til skýringar. Fyrsta *) Iceland, The First American Republic. New York 1939. Kostn- rmenn: Doubleday, Doran & Verð 3f4 dollar. kaflann byrjar höfundurinn á þvi að segja, að honum finnist kom- inn tími til, að Bandarikin og Kanada uppgötvuðu þjóðina, sem fyrst uppgötvaði meginland Ame- ríku. En þegar Island fannst, var að hans dómi fundin Ameríka, hinn nýi heimur. Margt segir hann að sé líkt (þó margt sé einnig ólíkt) með fyrsta lýðveldi Ameríku og því stærsta — Is- landi og Bandaríkjunum. Bendir hann á, að þótt Bandarikin hafi nú staðið í hálfa aðra öld, hafi íslenzká lýðveldið, sem leið undir lok 1262, þó staðið 180 ámm lengur en Bandaríkin eru búin að vera til. Bók Vilhjálms hefir vakið meiri feftirtekt í Vesturheimi en nokk- ur önnur bók, er rituð hefir ver- ið um Island á ensku, og mun nafnið hafa ráðið þar nokkm, en hún ber nafnið: ísland. Fyrsta ameríska lýðveldið. Flytja Banda- ríkjablöðin mjög lofsamlega rit- dóma um hana, og sum þeirra birta jafnframt myndir frá ís- landi. 1 sérútgáfu stórblaðsins New York Herald Tribune um bækur, birtist þannig grein um þessa bók á fremstu síðu, og nær fyrirsögnin þvert yfir blaðið, og einnig mynd frá Islandi, er nær yfir alla dálkana. Er myndin úr bókinni, og sést á henni fjárrekst- jur, en í baksýn er Akureyri, séð yfir Pollinn. Segir ritdómarinn, að þegar Vilhjálmur Stefánsson riti bók, þá sé búist við hvoru tveggja, að bókin sé skemmtileg og að efni hennar sé þess vert, að því sé gaumur gefinn — og svo sé um þessa bók. Flytur greinin ýms lofsamleg ummæli um Islendinga, og endar á því, að Vilhjálmur hafi gert fyrsta ameríska lýðveldinu (Islandi) og stærsta ameríska lýðveldinu (Bandaríkjunum) verulegan greiða með því að rita þessa bók. Aðrir ritdómar, er ég hefi séð, eru í aðalatriðum mjög líkir þessum dómi. Vilhjálmur segir, að þótt raarg- ir muni Iíta á ísland seiu eins konar stiklu milli Evrópu og Ameríku, þá sé enginn vafi á, að réttilega beri að telja það til Leipgaröar bæjarins. Þeir, sem í fyrra fengu matjurtagarða á leigu hjá bænum og enn hafa ekki látið vita hvort þeir óska eftir að nota þá í sumar, eru hér með á- minntir um að gera það fyrir 8. maí n.k., annars verða garðarnir leigðir öðrum. > Skrifstofan er opin daglega kl. IV2—3. fjc. BÆJARVERKFRÆÐINGUR. SALTKJ0T ígætt pækllsaltað dilkakjöt til sðln. iCJÖtið geynaist öskemmt sumarlangt. Samband IsL samvlnnufélaga Sími 1080. Vesturheims. Segir hann, að landfræðingar geri það og telur fram mörg rök því til stuðnings. T. d. það, að ekki eru nema 180 sjómílur milli Islands og Græn- lands ,en milli Islands og Skot- lands 500 sjómílur. Vilhjálmur telur ekki ósenni- iegt, að það kunni stundum að sjást af. háfjöllum milli landanna, og að það hafi verið íslenzk börn, sem af fjöllum á Vestfjörðum, fyrst hvítra manna litu Grænland. Hefir það lengi verið trú manna hér á landi, að sjá mætti bæði löndin í einu, ef verið væri á skipi milli þeirra. En ef það væri hægt. ætti eins að vera hægt að sjá efstu fjaílatinda Grænlands- megin af fjöllum hér. Það mun þö ekki vera rétt, að þetta sé hægt. Til þess að bunga jarðarinnar skyggi ekki sýn á þeesari 180 sjömílna leið, þyrftu fjöllin hvoru megin að vera þre- falt til fjórfalt hærri en Esjan, eða að samanlögðu báðum megin sjö þúsund metra. En þau eru hérna megin ekki nema 500— 1000 metra, og Grænlandsmegin 2300 metra. Þetta er ekki einu sinni helmingur af þeirri hæð, sem þarf. Hæð Snæfellsjökuls og Forelsfjalls í Grænlandi eru að samanlögðu nokkuð meira eða á fimmta þúsund metra, en milli þeirra er helmingi Iengra, en þar sem stytzt er, svo að þar kemur enn siður til mála að sjáist a mflíí. En svo eru hillingarnar. Það er ekki gott að fullyrða, að ekki geti sézt á milli í hillingum, og víst er, að Skrælingjar í Loðnu- veiðahéraði á Austur-Grænlandi vissn, þegar hvítir menn komu fyrst til þeirra, um land, er var í þá átt er ísland lá frá þeim. Kölluðu þeir það Akvilínekk (á- herzla á síðasta atkvæði, sagði mér Knútur Rasmussen). Orðið kvað þýða landið hinum megin við hafið, og hafa Skrælingjar nefnt fleiri lönd þetta. Mörgum kann að finnast það óviðkunnanlegt, að telja ísland til Ameríku, en þess er að minn- ast, að Grænland, sem nú er á öllum landabréfum talið til Ameríku, hefir ekki alltaf- verið talið það. Fyrir 30 til 40 árum var það jafnan talið hluti af Ev- rópu, og sáust hér engin landa- bréf, að það væri ekki talið svo. Man ég hve forviða ég varð í fyrsta skipti, er ég heyrði þess getið, að sumir vildu telja það til Vesturheims, og af því að ég hafði vanizt hinu, þótti mér þáð þá einkennileg fjarstæða. Má vera að við venjumst því fljót- lega, að vera taldir til Ameríku. Sá kafli bókarinnar, sem merki- legastur er frá sjónarmiði okkar íslendinga sjálfra, er um fund Islands og ferðir hingað fyrir daga Ingólfs. Má nú fullvíst telja, að Island hafi verið fundið mörg- um öldum fyrr, en almennt er talið. Hefði þarna mátt vera frá- sögn um rómversku peningana frá þriðju öld, er fundizt hafa á tveim stöðum á Austurlandi, en það er of langt mál að fara út í hér, þó mjög sé það hugnæmt. Enginn vafi er á því, að þessi bók verður stórum til þess að auka þekkinguna á íslandi og Is- lendingum. Kaupi gull hæsta verði. Sig- urþór, Hafnarstræti 4. UM DAGINN OG VEGINN Hátíðisdagur verkalýðsins, merki alþjóðahyggjunnar og bræðralagsins ber að haida hátt á lofti einmitt nú. Komm- únistar hafa svívirt og svikið rauða fánann. Barnadagurinn og ágóðinn af kvikmyndahúsunum. Niðursuðan í haust og sykurinn. Þvoið þvottinn í þvottalaugunum eins og í gamla daga! ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞAÐ MUN VEKJA enn nýja athygli á kommúnistum og stefnu þeirra, að þeir ætluðu sér að kasta rauða fánanum og al- þjóðasöngnum fyrir borð 1. maí. Þetta ætluðu þeir að gera til þess að fá að hylja nekt sína í fylk- ingum annarra þennan hátíðisdag. Ef alþýðusamtökin tækju upp slíkar starfsaðferðir, svikju þau með öllu grundvallarstefnu sína, hugsjón jafnaðarstefnunnar um jöfnuð og bræðralag, þá afneituðu þau því merki, sem frá upphafi hefir verið sameiningarvottur hinna kúguðu verkamanna um allan heim. HUGSJÓNIN LIFIR þó að ein- stakir menn svíki eða gefist upp. Þó að hart blási nú á móti rétt- læti og bræðralagi meðal mann- anna og þórdunur vígvéla yfir- gnæfi nú alþjóðasöng jafnaðar- stefnunnar og aðra frelsissöngva, þá munu kröfurnar um meiri jöfnuð aftur rísa hátt og á þær mun verða hlustað að hildarleikn- um loknum, þá munu samtök al- þýðunnar brjótast undan kúgun og Harðstjórn í fjölda þjóðlanda og verkamannamilljónirnar munu læra í þessu stríði, að sundrungin er eyðileggjandi fyrir stefnu þeirra og að einingin er björgun þeirra. EITT BLAÐ talar um rauða fán- ann sem ofbeldis- og landráða- merki Blaðið mun stefna þessu skeyti að Rússlandi. Kommúnistar hafa bæði í Rússlandi og annars staðar svívirt og svikið merkið. Það er þeirra dómur, en ekki dómur yfir rauða fánanum. Rauði fáninn er elskaður af milljónum manna um öll lönd heims. Ef dóm- ur blaðsins um hann væri réttur, væri hægt að kveða upp sama dóm yfir merki kristninnar, af því að það hafi verið svívirt og svik- ið. Það dettur mér ekki í hug að gera. FULLTRÚARÁÐ VERKALÝÐS FÉLAGANNA hefir nú ákveðið að efna til hátíðahalda 1. maí eins og alltaf áður. Hins vegar munu hátíðahöldin taera svip þeirra tíma, sem nú eru. Dönsk og norsk alþýða hefir nú ekki tækifæri til að halda daginn hátíðlegan eins og áður, Svíar hafa ákveðið að dagurinn skuli miða að því að auka samheldni og skilning með- al allrar þjóðarinnar undir merkj- um jafnaðarstefnunnar, þjóðfán- anum og annarra Norðurlanda. ó- víst er þó enn hvort Svíar verða ekki einmitt þennan dag komnir í hildarleikinn. hvers konar menningar- og mann- úðarstarfsemi. Þetta mál virðist vera svo augljóst, að það hefði átt að hafa náð fram að g'anga fyrir löngu, en svo er ekki, og geta all- ir, sem vilja, svarað sjálfum sér um það, hvað þessu hefir valdið. UNDANFARIN ÁR hefir bei'ja- niðursuða og' niðursuða á rabar- bara bætt mörgum í búi. Svo virð- ist sem í haust verði enn, nauð- synlegra fyrir fólk að gera þetta en áður hefir verið. En til þessa þarf mikið af sykri. Sagt er að ekki verði látinn neinn auka- skammtur til þessa af sykri. Nú þegar eru þær húsmæður, sem mesta hafa fyrirhyggjuna, farnar að reyna að safna sykri og ættu þær allar að gera þetta eins og þeim er frekastur kostur, því að það verður dýrt að kaupa næsta vetur efnið í grautana og annan mat, sem drýgður hefir verið með þessum matvælum. ATHUGULL SKRIFAR: „Ég hefi ékki orðið var við að þú í dálkum þínum hafir minnzt á nýtt fyrirtæki, sem hafið hefir göngu sína hér í borginni, en vegna þess að ég ér þeirrar skoðunar, að hér sé um nytjastarf að ræða, og þú hefir í verki sýnt stuðning þinn á öllu gagnlegu, vildi ég leyfa mér að vekja athygli þína á því að fyrir stuttu varð ég var við aug- lýsingar í blöðum og útvarpi uin keyrslu á þvotti í laugarnar.“ „Á ÞESSUM dýrtíðar- og stríðs- tímum finnst mér sjálfsagt að fólk spari allt það, sem dýrt er og flytja þarf til landsins. Hér er um að ræða sparnað á kolum, og sjálfsagt að fólk noti sér þessi þægindi, að láta fyrir lítinn pen- ing flytja þvottinn til og frá þvottalaugunum og þvo hann síð- an þar, eins og gert var í gamla daga.“ Fix ÞVOTTADUFT 4' ’ aðeins 0.65 pakkinn. Kristalssápa 1.10 pk. Bón Yi kg. 1.20 pk. Sunlight-stangasápa, Persil — Radion — Rinso Lux-sápa og spænir. Komið, — símið, — sendið. BARNADAGURINN er nýaf- staðinn. Hann bar enn betri ár- angur fyrir Sumargjöfina en nokkru sinni áður, þrátt fyrir hina erfiðu tíma. En þetta nægir ekki. Aldrei munu fátæk börn í Reykja- vík hafa haft jafnmikla þörf fyrir það, að geta notið sumarsins í rík- um mæli eins og einmitt nú. Hið opinbera þarf því að grípa til al- veg sérstakra ráðstafana. Hér í bænum eru rekin tvö kvikmynda- hús. Enginn veit þó í raun og veru hver það er, sem rekur annað þeirra, og er einkennileg þögn allt í einu fallin yfir það mál. Það hefir lengi verið barizt fyrir því að bæjarfélagið tæki rekstur kvikmyndahúsanna í sínar hend- ur, en við það hefir ekki verið komandi, ALLVERULEGUR ÁGÓÐI mun hafa orðið af rekstri kvikmynda- húsanna á undanförnum árum og virtist liggja beinast við að þetta fé hefði runnið allt til bæjarfélags- ins og það svo notað það til ein- BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1378 TJARNARBÚÐIN, Sími 3§70. Lang beztu ferm ingargjafirnar eru: REIÐHJÓL — HAMLET og ÞÓR, oia armbandsúr frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Bókabúð Æskunnar er í Kirkjuhvoli. Sími 4235.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.