Alþýðublaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR. MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1940. 99. TÖLUBLAÐ Sýnum bræðraþjóðnnum á NorOnr lSnd" um samúð okkar og wlrðlngn í dag. Mætum öll við Iðnó kl. 1,30 og tökum þátt í hópgöngunni og útifundinum í Bankastræti. DAG fylkir alþýða Reykjavíkur liði undir hinum al- ¦*¦ þjóðlega fána verkalýðshreyfingarinnar og þjóðfánum allra Norðurlanda til þess að hera fram kröfur sínar um hætt kjör og votta hræðraþjóðunum á Norðurlöndum inni- iega samúð á alvarlegustu tímunum, sem yfir þær hafa gengið. Það er náið samhand milli haráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum og hinnar heitu samúðar hans með hræðra- þjóðunum á Norðurlöndum, því að hvergi hefir verkalýðs- hreyfingin horið glæsilegri ávöxt en hjá þeim. Sú barátta, sem þær heyja í dag gegn utanaðkomandi ofbeldi, er því ekki aðeins harátta fyrir frelsi þeirra og sjálfstæði, heldur og fyrir verkalýðshreyfingunni og öllu því, sem hún hefir fært alþýðu Norðurlanda. Um leið og við hyllum hræðraþjóðir okkar á Norður- löndum á þessari stund hættunnar, látum við því í Jjós tryggð okkar við hugsjónir verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar, bæði hér á landi og annars staðar. , Látum engan vanta í fylkinguna í dag. Fjórir forvígismenn verkalýðs- hreyfingarinnar á Norðurlöndum i —.. • •M'Wí-iM 'f'" '---^'^¦^ 'vl 1 ¦ ¦ ¦ Hedtoft-Hansen, forseti danska Alþýðuflokksins. Oscar Torp, forseti norska Alþýðuflokksins. HH m iliiSfr i::-v::: y. 'y.; ' ¦'¦''¦"' m August Lindberg, forseti sænska Alþýðusamb. Vainö Tanner, forseti finnska Alþýðuflokksins Hátíðahöldin fara fram und- ir forustu Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna og verður fyrir- komulag þeirra þannig: Kl. 1,30 safnast fólk saman við alþýðuhúsið Iðnó (ekki við Al- þýðuhúsið við Hverfisgötu eins ¦og í fyrra og hitteðfyrra). Þai fala Guðjón B. Baldvinsson for- maður 1. maí nefndar Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna og*Sig- urður Einarsson dósent. Kl. 2 hefst hópganga frá Iðnó og verður farin stutt lejð um Vonarstræti, Suðurgötu, Túngötu, Ægisgötu, Vesturgötu, Hafnar- stræti, Hverfisgötu og Ingólfs- stræti inn í Bankastr. Þar flytja ræður Stefán Jóh. Stefánsson fé- lagsmálaráðherra, forseti Alþýðu- sambands íslands, Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafé- lágs Reykjavíkur, Soffía Ingvars- dóttir, bæjarfulltrúi, Stefán Pét- ursson, ritstjóri og Haraldur Guð- mundsson, varaforseti Alþýðu- sambands tslands. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í göngunni og milli ræðanna alþjóðasöng jafnaðarmanna, þjóðsöngva Norð urlanda og ýms önnur lög. — t göngunni verður borinn í fylk- ingarbrjós.ti fá~>i Alþýðusambands ins, íslenzki fáninn og þjóðfán- ar allra hinna Norðurlandannia. I, hópgöngunni og hátíðahöld- unum taka þátt danskir og sænsk ir sjómenn af þeim skipum, sem hingað hafa leitað og nú liggja hér. \ t kvöld verba skemmtanir í al- þýðuhúsinu IÖnó og Alþýðuhúsi Reykjavíkur. Þar tala Jóhanna Egilsdóttir og Asgeir Ásgeirsson. Mjög vel hefir verið vandað til þessara skemmtana og er flokks- fólk hvatt til að sækja þær. (Há- tiðahöldin eru auglýst nánar á 2. síðu hins tbl. blaðsins í tíag). Gætið vel að því að merki dagsins er: allir Norður- landafánarnir með rauðri slaufu. Kaupið aðeins það merki. 1. mai blaðið. 1. maí blaðið er að þessu sinni Arroði, blað Félags ungra jafn- aðarmanna. Er það prýðilegt að öllum frágangi. A forsíðu er mynd af ungum verkamanni með haka og rauðan fána með þrem- ur örfum. :H Forsætisráðherrar Danmerkur Noregs og Svíþjóðar í dag. Per Albin Hansson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.