Alþýðublaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 2
MIÐVIKUBA&UB t. MAI 1S4I. ALÞYBUBLABIÐ Fyrsta kröfugangan sem far in'var í Reykjavik 1. maí. AÐ eru aðeins 17 ár sxðan verkalýðurinn í Reykja- vík byrjaði á því að halda upp á 1. maí sem sinn hátíðisdag eins og verkalýður í öðrum menningarlöndum. Það þótti nokkuð í ráðist, þegar hefja skyldi baráttu fyrir sérstökum hátíðisdegi fyrir verkalýðinn — degi, sem jafn- framt yrði baráttudagur fyrir betri kjörum, meiri áhrifum á þjóðmálin, meira frelsi'. Ef það skyldi hljóma ein- kennilega í eyrum einhverra, að baráttu hafi þurft að heyja ----------«---------- fyrir eins sjálfsögðum hlut eins og frídegi fyrir verkalýðinn 1. maí, þá er ofur auðvelt að sanna það, að svo var þetta, meira að segja verkalýðsstétt- in sjálf var ekki einu sinni sam- mála um það, hvort taka skyldi upp þennan sið. Til voru menn í verkalýðsfélögunum, sem kviðu mótstöðunni, sem veitt yrði, og töldu vafasamt að það borgaði sig að framkalla hana með því að fara af stað. Nokkr- ir töldu það þýðingarlaust, en aðrir töldu vorið hjá okkur koma svo seint, að hæpið væri að ætla sér að vera úti með samkomur á þessum tíma árs o. s. frv. Það var árið 1923, að áliðn- um vetri, sem Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna tók að ræða það á fundum . sínum að hafa hátíðahöld 1. maí. Var þar samþykkt að kjósa nefnd 'manna til :að sjá um frairx- kvæmdir. Sú nefnd snéri sér til hinná einstöku verkalýðsfélaga Um þátttoku. Félög;ih tóku yfir- leitt vel í málið og kusu nefnd- ir-til samstarfs. Þegar svo fyrsta l.-maí- nefndin tók fullskipuð til starfa, var margt að sýsla .Allt var þetta í byrjun og nýtt, það þurfti að tryggja sæmilega þátttöku, það þurfti að útvega samkomuhús, ræðumenn, sjá um að dagurinn bæri sig, og ákveða fyrirkomulag dagsins. Og þó var eitt af því mikilvæg- asta, og það, sem. helzt var um deilt — átti að hafa kröfu- göngu, átti að sýna félögin á götum úti? Það var fljótlega ákveðið að ganga um götur bæjarins, bera rauða fána og spjöld með ýms- um áletrunum, sem gæfu til kynna hin ýmsu framtíðarbar- áttumál félaganna og Alþýðu- flokksins. Þetta voru hinar miklu syndir dagsins, að bera rauða fána og spjöld með hags- bótakröfum verkalýðsins. Þar fóru þeir alveg með það, sögðu hinir vísu andstæðingar! Það var ekki svo voðalegt að verka- lýðurinn hefði einhverjar sam- komur fyrir luktum dyrum, en að ganga um götur og torg, halda æsingaræður og heimta allt mögulegt, það var ljóta uppátækið! Og að vísu er þetta ekki ein- stakt með verkalýðssamtökin og jafnaðarstefnuna. Þótt þetta hafi mætt andúð öðru fremur, þá er það nú svo og hefir verið um öll umbóta- og hugsjóna- mál. þau eiga töluverðan í’étt á sér, bára ef þau ekki eru svo frek að vilj a framkvæmdir! Menn mega til dæmis vera í bindindi og hafa bindindisfé- lög, ef áféngið er alls staðar að fá, svo tryggt sé að lítill árang- ur verði af starfseminni! Menn mega hal'a trú og kristindóm, Erh. á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.