Alþýðublaðið - 03.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSOM <JTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR. FÖSTUDAGUR 3. MAI 1940. 101. TÖLUBLAÐ Bandamenn horfa með 1 sitt nr Snður-Noregi Hópganga fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna neðst á Laugavegi. Áhrifamikil hátf ðahðld verkak lýðsins hér í Heykjavík Í7maL ° Það var flutt frá Dombás niður í Romsdalsf jörð og um borð i her flutningaskip Bandamanna þar. ----------------«---------------- Já.pnbraufin til Þpáiidlieifns @g Bergensbrautin á valdi Þ]óðver]a —,--------«-------------- ALVARLEGUSTU FRÉTTIRNAR, sem hingað til hafa borizí frá styrjöldiiini í Noregi, bárust hingað í gær- kveldi. Þær vorir á þá leið, að það væri nú opinberlega viðurkennt í London, að Bandamenn hefðu orðið að hörfa með landgöngulið sitt úr Guðbrandsdal og við járnbraut- ina milli Dombás og Stören, niður að Romsdalsfirði, þar sem herflutningaskip Bandamanna hafi tekið við því. Þar með hafa Bandamenn gefið upp þá fyrirætiun, að verja Þjóðverjum járnbrautina til Þrándheims að sunnan og Þjóðverjar að því er virðist náð Noregi sunnan Þránd- heims alveg á sitt vald. Þjóðverjar segjast hafa komizt með lið sitt niður að Ándalsnesi við Romsdalsfjörð kl. 3 í gær, jafnframt til- kynna þeir að lið þeirra, sem sótti upp með Bergensbraut- inni bæði frá Bergen og Oslo, hafi nú náð saman og hafi það því alla járnbrautina á sínu valdi. IMAÍ bar þess greinilega vott, a# eftir sundrungu und- • angenginna ára eru alþýðusamtökin hér í Reykjavík aítur að styrkjast. Þátttakan í hátíðahöldum Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna var mjög góð, var þeim og fyrir komið og stjórnað af myndarskap og festu af fjölmennri nefnd úr Fulltrúaráðinu, sem í voru fulltrúar frá mörgum stéttar- félögum. Um morguninn var drungi í lofti og rigndi nokkuð þá um morguninn, en upp úr hádeg- inu stytti upp og hélst svo þurrt veður næstum alveg, — nema hvað eitt sinn gerði dá- litla dembu. Það var líka margt fólk á götunum allan daginn frá því um hádegi; miðbærinn var svartur af fólki. Alþýðuflokksmenn söfnuðust saman við Iðnó'kl. ÍVk, og var þar skipað í gönguna. Þarna setti formaður 1. maí-nefndar- innar, Guðjón B. Baldvinsson, hátíðahöldin með stuttri ræðu, en síðan talaði Sigurður Einars- son — og mæltist vel að vanda. Gangan var þannig skipulögð, að ffemst var borinn fáni Al- þýðusambandsins, þá kom ís- lenzki fáninn og síðan samhliðá fánar Norðurlandaþjóðanna: Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Færeyja. Klukk- an rúmlega 2 var lagt af stað frá Iðnó og haldið vestur Von- arstræti, um Suðurgötu, Tún- götu, inn í Aðalstræti, Hafnar- stræti, Hverfisgötu, gangan staðnæmdist fyrir framan danska sendiherrabústaðinn og var þar leikinn danski, þjóð- söngurinn „Det er et yndigt Land" og hrópað: „Lengi lifi Danmörk." Sendiherrahjónin stóðu á svölum hússins meðan þetta f ór f ram og hrópaði sendiherrann: „Lengi lifi ís- land." Var nú haldið áfram inn Hverfisgötu að bústað norska sendiherrans. Þar var leikinn norski þjóðsöngurinn — „Ja, vi elsker dette Landet, som det stiger frem," en síðan var haldið upp Vatnsstíg, um Laugaveg og í Bankastræti. Var þar staðnæmst neðst, -en ræðustól hafði verið komið fyr- ir inni á túninu, við hlið gamla- bakarísins, gegnt Lækjargötu, þarna voru og nokkrir hátalar- ar. Félagar úr Félagi ungra jafnaðarmanna, sem gengu í göngunni framarlega, hlið við hlið og voru í Alþýðuflokks- skyrtum, mynduðu fánaborg fram undan ræðupallinum, auk þess stóðu þar aðrir fánaberar með fána sína, þar á meðal Frh. á 4. síðu. Ókunnugt er um fyrirsetlan- ir Bandamanna í Noregi eftir þetta, en líklegt þykir, að þeir setji liðið, sem farið var með frá Romsdalsfirði, á land norð- ar, og jþá sennilega fyrst og fremst við Namsos, fyrir norð- an Þrándheim. Þau orð, sem Chamberlain forsætisráðherra Breta viðhafði í ræðu í gær um styrjöldina í Noregi, að Bandá- menn hefðu með brottflutningi sunnan, þykja að minnsta kosti benda í þá átt. Engar fregnir hafa enn bor- izt um það lið, sem Bandamenn settu nýlega á land við Norð- fjörð um 100 km. sunnan við Romsdalsfjörð. AI hálfu Bandamanna er bent á það, að slgur Þjóðveria í iSluð- Ur-Noregi hafi ekki þá þýðingu, sem virðast mætti í fljótu bragði. Aðaltakmarkið með árás þeirra á liðsins frá Ándalsnesi hætt við | Noreg hefði verið það, að tryggja að reyna að taka Þrándheim að | Frh. á 4. síðu. Sjémenn veita enn priggja séiarhringa (rest tii nýrra "saikoninlagstilranna. Rikisstjórnin skipar sáttanefnd TJ1 ULLTRÚAR stéttarfélaga sjómanna ákváðu 1. maí að í veita enn þriggja sólarhringa frest til nýrra samkomu- lagstilrauna í deilunni um áhættuþóknunina. Var það gert með tilliti til þess, að ríkisstjórnin skip- aði þann dag tvo menn í sáttanefnd til þess að reyna, ásamt sáttasemjara ríkisins, að koma á samkomulagi milli aðil- ' anna. Ríkisstjórnin skipaði þá Emil Jónsson, vitamálastjóra og Pétur Magnússon hæstaréttarmálafærslumann til að hafa þetta starf með höndum. Stefán Jóh. Stefánsson talar á útifundinum við Bankastræti. Bæði Tíminn og Morgunblaðið hafa ráðist hatramlega á sjðmenn undanfarna daga og birt villandi tölur til að reyna að sýna fram á, að sjómenn bæru fram ósann- gjarnar kröfur. Það skai tekið fram, að með bráðabirgðasam- komu!aginu, sem gert var 7. sept. var því lofað, að áhættuþó'knun Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.