Alþýðublaðið - 03.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.05.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTODAQUR 3. MAI 19«. Bezta smjörlíkið er GULA framleltt i smjörlíkisgerð Sambandi ísl. samTinnufélaga Sfmi: 1080. •r-------- ALÞYÐUBLAÐIÐ ------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. 1 fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hehna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S, Vilhjálms- son (heima) Brávaliagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhusinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.J. u -------------—---------------------------♦ Einkennileg túlkun frelsisins. Eimskipafélagið og ankamennirnir "-ii " " .. Á dauður kolakrani að vera rétt* hærrl en verkamennfirnlr ? -----.» — HVAÐ meinar formaður Framsóknarflokksins? — Ætlast hann til þess, að launa- stéttir landsins sætti sig við sömu laun og fyrir stríðið, eftir að allar lífsnauðsynjar eru stignar stórkostlega í verði, og framleiðslustéttirnar í landinu hafa ákveðið hverja verðhækk- unina eftir aðra á afurðum sín- um? Það er ekki annað hægt að sjá á grein Jónasar Jónssonar, sem hann nefnir „Frjáls þjóð í frjálsu landi,“ í Tímanum á þriðjudaginn. Þar er kvartað undan því, að „frelsistöku ís- lendinga hafi að svo komnu verið svarað heldur óskörulega af sumum launastéttum lands- ins.“ Þær séu „í kapphlaupi um kröfur á hendur atvinnuvegun- um, höfúðstaðnum og ríkis- sjóðnum, um stóraukin útgjöld úr fátækum sjóðum.“ Svo held- ur sónninn áfram um dýrtíðar- uppbótina á laun opinberra starfsmanna, hina sjálfsögðu málaleitun verzlunarfólksins um að fá laun sín bætt upp vegna dýrtíðarinnar, og óskir sjómannanna um að fá á- hættuþóknun sína fyrir sigl- ingar á stríðshaettusvæðum hækkaða á sama hátt og gert var í Danmörku þegar fyrir fjórum mánuðum síðan. En eins og kunnugt er, var áhættu- þóknun sjómanna okkar ákveð- in sú satna í haust og í Dan- mörku, þár sem hún var lægst á Norðurlöndum, og jafnframt var lofað, að hún skyldi aldrei verða lægri hér, en þar sem hún væri lægst í þessum ná- grannalöndum okkar. Það er því sannarlega engin furða, þótt sjómennirnir okkar telji sig rangindum beitta, þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá hækkun áhættuþóknunarinnar í Danmörku, án þess að nokkur litur hafi af útgerðarmönnum okkar verið sýndur á því, að hækka áhættuþóknunina hér til samræmis við það. Formaður Framsóknar- flokksins telur það vera vönt- un á þegnskap hjá launastétt- um þessa lands, að þær skuli vilja fá laun sín bætt til þess að geta borið uppi dýrtíðina. En hvar er þá þegnskapur þeirrar stéttar, sem hann telur sig vera fulltrúa fyrir? Var ekki kjötið hækkað í verði á innanlandsmarkaði tvisvar sinnum í vetur, um samtals .30%? Og var það ekki gert undir því yfirskini, að það hefði hækkað svo erlendis, að bændurnir ættu heimtingu á slíkri hækkun einnig hér heima? Hvernig getur for- maður Framsóknarflokksins eftir það neitað þeirri sann- girniskröfu sjómanna, að á- hættuþóknun þeirra verði líka hækkuð til samræmis við það, sem gert hefir verið í nágranna- löndum okkar? Það er ekki nýtt, að heyra slíka óbilgirni í garð hinna vinnandi stétta og þá, sem fram kemur í grein formanns Fram- sóknarflokksins í Tímanum á þriðjudaginn. En það er alveg nýtt að sjá hana fóðraða með kröfum um það, að þær sýni umhyggju fyrir frelsi landsins. Það er fremur ófýsileg notkun á hinu nýfengna sjálfstæði. Og furðulegt að fulltrúi bænda- stéttarinnar skuli leyfa sér annað eins, eftir að afurðir hennar Hafa verið hækkaðar í verði til fulls samræmis við dýrtíðina annarsstaðar í heim- inum, og jafnvel meira en það. Það er einkennileg túlkun á frelsinu, að launastéttirnar eigi að kaupa það með slíkum fórn- Þessari grein var synjað um rúm í Vísi. EGAR kolakraninn var byggður, var svo til ætlast, að hann yrði eingöngu notaður aí h.f. Kol & Salt. Sú hefir líka orðið raunin á, þar til nýlega, að Eimskipafélag íslands tók að hagnýta sér kranann. Kom þetta fyrst til við uppskipun á kola- farmi frá Ameríku, en sjá mátti þó hik nokkurt á ráðamönnum félagsins gagnvart þessari ráð- stöfun, enda var þegar kært yfir henni til stjórnar Dagsbrúnar. Forstjóri Eimskipafélagsins af- sakaði sig með því, að skipinu hefði legið svo mikið á, að af- köst verkamanna myndu ekki hafa hrokkið til. Reyndin varð þó sú, að þótt verkamenn einir hefðu unnið að losuninni, hefði skipið getað farið á sama tíma og það fór. Nú má telja víst, að þegar á allt er litið, sé hagnaður af hag- nýtingu kranans harla smár. Hitt hlýlur hlutaðeigendum að vera vel kunnugt, að kolavinnan hefir um, þegar aðrar stéttir halda sínum sérhagsmunum fram til streitu. einmitt verið einhver stærsti lið- urinn í starfi þeirra verkamanna, sem byggt hafa lífsframdrátt sinn á ígripavinnu hjá Eimskipafélag- inu. Þessi nýja ráðstöfun virðist því komin úr hrafnshjarta, ein- mitt nú á neyðarinnar tíma, þeg- ar hvert handtak er verkamann- inum dýrmætara en nokkru sinni áður. Við verkamenn, sem hreppt höfum hlutskipti svökallaðra „aukamanna“ hjá Eimskipafélag- inu, hljótum að reyna að treysta öryggi okkar svo sem verða má, án þess þó að ganga á hlut „fastamannanna“ framar en heil- brigt má telja. „Fastamennirnir" eru ósamningsbundnir verkamenn með tímakaupi, rétt eins og við, og forréttindi þeirra eru einungis hefð, sem mörg starfsár hafa skapað. Við þessu er ekki nema gott eitt að segja, svo framar- lega sem við „aukamennirnir" megum ávinna okkur hlutfalls- lega sömu hefð. En atburður sá, er gerðist ^nemma í þessum mánuði, þegar við vorurn 'reknir frá vinnu áður en affermingu skips var lokið, bendir til þess að okkur eigi alls sliks réttar að verða varnað. Atburðurinn er alkunnur: Þegar „fastamennirnir" höfðu lokið vinnu í „Goðafoss", vorum við „aukamennirnir“, sem vomm langt komnir með að losa „Lagarfoss", þegar látnir rýma fyrir þeim. Enda þótt dæmi hafi verið til sliks áður, verður að líta svo á, að á þeim atvinnu- leysistimum, sem nú eru, sé slíkt framferði óforsvaranlegt. Ekkiber heldur að líta svo á, að hér hafi verið um óbilgirni „fasta- mannanna" að ræða, heldur var það verkstjórinn, Jón Erlendsson sem ekki lét annars igetið að kveldi en að við ættum að koma áfram til vinnu daginn eftir, en rekur okkur siðan öfuga heim aftur að morgni. Við leituðum þegar ásjár hjá stjórn Dagsbrún- ar, og átti formaÖur hennar tal við verkstjórann, en mun hafa fengið þau svör ein, sein rétt- lætistilfinning Jóns Erlendssonar telur hæfilegust í garö umkomu- lausra verkamanna. Síðan þetta gerðist, hefir það þá einnig sýnt sig, að allt út- útlit er fyrir að við fáum að gjalda þeirrar „uppreisnar" að leita réttar okkar. Fyrir hálfum mánuði var okkur útskúfað frá kolavinnu, sem þá fór fram, bæði við „Selfoss" og „Dettifoss". Mið- vikudaginn áður hafði líka ein- um okkar, sem þá leitaði eftir vinnu, verið synjað ktma. Ráðamönnum Eimskipafélags- ætti að vera það allra manna kunnugast, að þeir verkamenn, sem undanfarin úr hafa igefið sig við hinni stopulu ígripavinnu hjá þessu félagi, eiga yfirleitt ekki í annað hús að venda um atvinnu. Þeir eru flestir löngu búnir að glata öllum öðrum möguleikum engu síöur en „fasta mennirnir". Líf þeirra, kvenna þeirra og barna liggur því við. Trú þessara manna á viðgang félagsins og traust þeirra á þvi að aldrei y.rði gengið á rétt þeirra og afkomuskilyrði að ósekjueða nauðsynjalausu, hefir verið þeirra einasta von. Á nú að svifta þá menn, sem unnið hafa félaginu í 3—7 . ár eða jafnvel lengur, þessari einustu von? Eiga það að verða launin fyrir að hafa í öll þessi ár, reynzt þolinmóðar varaskeifur hvenær sem á hefir þurft að halda? Hvort er sterk- ara, réttlætið, eða kolakraninn og Jón Erlendsson, ef það og þeir geta ekkf átt samleið? I Við „aukamennirnir" hljótum að gera þær kröfur til stjórnar Eimskipafélagsins, að hún i fyrsta lagi skerði ekki atvinnu okkar, eins og hún hefir gert með hag- nýtingu kolakranans, að hún í öðru lagi svifti okkur ekki vinnu í miðju kafi affermingar á einu og sama skipi, eins og gert var í „Lagarfossi", og að hún í þriðja lagi Iáti okkur ekki búa við hlut- dræga og hefnigjarna verkstjórn, eins og sýnt er um Jón Erlends- son. En af stjórn Dagsbrúnar vænt- um við þess, að hún haldi fast á okkar málum og veiti okkur fulltingi gegn hverskonar of- sóknum þeirra manna, sem allt- af þykjast vera að „skaffa okk- ur atvinnu" af eintómum brjóst- gæðum, en segja okkur raunar óbeinlínis að „éta skit“, hvenaer sem ágóðinn af brjóstgæðunum þykir ekki nógu mikill. Elnn hinna úískúfuðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.