Alþýðublaðið - 04.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.05.1940, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 4. MAI 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ y VI w BJ n Liftrrggingar Vðtryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar. Lækjargðtu 2. F Heilsnfræðlngar telja, að frekar megi spara flestar aðrar fæðu- tegundir en mjólk og mjólkurafurðir Þetta ætti hver og einn að hafa hugfast, ekki sízt nú. Berið mjólkurverðið saman við núverandi verð á ýmsum öðrum fæðutegundum og minnist þess, að verðið á skyri og mjólkurostum er ennþá óbreytt. J Vormarkaður Blindrafélagsins verður haldinn í Goodtemplarahúsinu, uppi, á morgun kl. 1. Margskonar prjóna- og vefnaðarvörur, gólfklútar, burstar o. fl. á boðstólum. Um leið og þér gerið góð kaup, styðjið þér gott málefni. Matrosfötin úr Fatabuðinni Innheimtuhefti frá Alþýðu- blaðinu hefir tapast. Skilist x afgreiðslu blaðsins. Byggingarfél. alþýðn heldur aðalfund miðvikudaginn 8. maí kl. e. h. í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Dagskrá samkvæmt félags- lögum. Lagabreytingar og önnur mál. Skuldlausir félagar fyrir ár- ið 1939 fá aðgöngumiða á skrif- stofu félagsins og við inngang- inn. Félagsstjórnin. Fix ÞVOTTADUFT aðeins 0.65 pakkinn. Kristalssápa 1.10 pk. Bón V\ kg. 1.20 pk. Sunlight-stangasápa, Persil — Radion — Rinso Lux-sápa og spænir. Komið, — símið, — sendið. BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678 TJARNARBCÐIN. Sími 3570. Leikfélagið sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ annað kvöld kl. 8. Ðansleik heldur skemmtifélagið „Gömlu dansarnir“ í Alþýðuhúsinu við Hverfisg'tu í kvöld kl. 10 e. h. ------UM DAGINN OG VEGINN---------------------- Áhorfendur 1. maí, sem kunnu illa við sig. Klofningsmaðurinn aftur í hinum rússneska hóp. Vegur er ófær austur. Nauðsynlegar viðgerðir. Hvernig á Leikfélagið að fá að vita um dóma leikhúss- gesta. ------- ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.---------- IMAÍ sá ég nokkra fyrrver- • andi félaga mína standa á götuhornum og vera áhorfendur að því, sem fram fór. Þá langaði áreiðanlega að ganga inn í raðir Álþýðuflokksins og hefja að nýju starf þar eins og áður, en enn sem komið er fá þeir sig ekki til þess. Eftir tveggja ára herleiðingu er nú svo komið, að brotið, sem fór úr Alþýðuflokknum, stendur nú uppi forystulaust og vonsvikið, sannfært um það hve ægilegur misskilningur það var að trúa orð- um kommúnista. en afsaka sig' með því að tilraunin til að „sameina“ hafi verið svo áríðandi, að ekki sé hægt að áfellast þá fyrir að hafa gert hana. En það er þó jafnmikill misskilningur og annað. ÞAÐ VAR EKKI MARGT af fyrrverandi Alþýðuflokksmönnum í kröfugöngu kommúnista, aðeins örfáir, hægt að telja þá á fingr- um sér. Þar var Pétur G. Guð- mundsson og fer nú hvað úr hverju að verða lítið eftir af áliti því, sem verkamenn höfðu eitt sinn á þesum manni. í vetur var hann einn þeirra í miðstjórn Sam- einingarflokksins svokallaða, sem sagði sig úr honum, en nú gengur hann í hinum rússneska hóp á götunum. Væri gaman að fá að sjá rökstuðning þessa að ýmsu leyti vel gefna manns fyrir slíkum fá- rænuhætti. OG HVAR VORU hin kommún- istisku skáld 1. maí? Allt í einu er Halldór Laxness horfinn af ræðumannalistanum og . okkar blessaði Þórbergur var hvergi ná- lægur. Eru skáldin farin að linast í trúnni á föður Stalin og föður- land öreiganna? MÉR DATT í HUG þegar ég las ávarp það, sem Knut Hamsun hefir sent út til norsku þjóðarinn- ar, hvort Menntamálaráð myndi halda áfram við að gefa út bók háns „Sult“. Hamsun hefir nú op- inberlega gengið í lið með föður- landssvikurunum svo að ekki verður um villst og óneitanlega virðist svo, að ef Menntmálaráð vildi vera sjálfu sér samkvæmt. þá ætti það að hætta við að gefa út bók hans. Hins vegar teldi ég það ekki rétt, því að bókmennta- gildi „Sult“ stendur óhaggað hvað sem líður þessari afstöðu hins norska skálds og nazista. BIFREIÐARSTJÓRI, sem er nýkominn úr ferð austur yfir fjall, kom að máli við mig og skýrði mér frá því, að vegurinn væri svo að segja alveg ófær alla leið frá byrjun Svínahrauns austur Hellisheiði, Ölfusveg og Flóaveg og alla leið austur að Þjórsá. Veg- urinn er eintómar holur og ó- mögulegt að aka hann nema í 2. eða 1. gír. EKKERT segir bílstjórinn að það þýði að hefla veginn, því að það vanti algerlega ofaníburð og hann er þarna enginn. Það er al- veg óskiljanlegt, segir bílstjórinn, að vegamálastjóri skuli ekki hafa látið hefja viðgerðir á veginum, því að svona hefir vegurinn verið allan veturinn. Hér ganga hund- ruð jnanna vinnulaus og ekki þarf gjaldeyri svo að teljandi sé til slíkra vegaviðgerða. DEILA SJÓMANNA og útgerð- ármanna út úr áhættuþóknuninni vekur að vonum mikla athygli og menn bíða þess með óþreyju hvort samkomulag muni takast svo að ekki þurfi að koma til stöðvunar í kvöld. Blöð útgerðarmanna reyna eins og við var að búast, að áf- flytja málstað sjómanna, og eru allmikið að tala um tryggingar í því sambandi. Hljóðið var ekki alveg svona í garð trygginganna meðan deilt var um þær í alþingi, En það væri ekki úr vegi að' spyrja útgerðarmenn hvort þeir vilji ekki sleppa gróðanum af ís- fisksölunni og fá áhættuþóknun og tryggingu í staðinn! ÞAÐ ER HÆTT VIÐ ÞVÍ að þeir muni neita slíku boði. Þeim mun finnast eins og vonlegt er að gróðinn sé betri í vasa. Sjómenn irnir vilja líka hafa sem mest upp úr vinnu sinni meðan þeir lifa. þó að þeir neiti því hins vegar ekki, að stríðstryggingin er mikið ör- Frh. á 4, síðu. LeyndardófflnrMoiSI Vi— 34. gomlu hallarlnnar. — Já, finnst yður ekki? Ég vissi strax, að hann sagði ósatt, og lét hann skilja það á mér, að ég vissi það. Raunar hafði hann líka átt þátt í skuggaiegum atburði sem gerðist í þessari höll fyrir fjórum árum, þegar Carlovitch hvarf. — En afsakið, haldið þér ekki að maðurinn geti verið í góðri trú. Libot horfði á Allou með ofurlítiili samúð. — Nei, vitið þér nú hvað, herra dómari, þessi saga um buddhalíkneskið og hindúana er eintómur reifari. Slíkt og þvílíkt les maður um í lélegum neðanmáls- sögum, en slíkt kemur ekki fyrir í hinu daglega lífi. Nei, það er aðeins eitt í þessu rnáli, sem er leyndar- dómsfullt, það eru ýlfrin, sem aliir hallarbúar heyrðu. En samkvæmt rninni skoðun er það Herry, sem hefir komið þeim af stað og hafi haft einhvern samsekan sér. Ég hefi með öðrum orðum látið hann skilja það á rnér, að hann skrökvaði þessu öllu. Ég yfirheyrði hann í tvo klukkutima. Loks hélt ég, að hann ætlaði að fara að játa, en það var nú öðru nær. Hann ,sat lengi steinþegjandi. Ég fékk nýja von, en þá endurtók hann: l*ér hafið vafalaust á réttu að standa, en það fór nú samt sem áður fram, eins og ég hefi skýrt frá. Ég lét auðvitað lækni rannsaka hann. Ég tók skamm- byssuna, sem hann hafði á sér. — Hvað eigið þér við með þessari Ieiðréttingu? spurði Allou undrandi. — Það munuð þér fá að vita eftir ofurlitla stund. Ég tók öll skjöl hans. Flest þeirra höfðu enga þýðingu. En þar voru tvö bréf, sem höfðu töluverða þýðingu. Annað hafði Sonja undirritað. Hún skrifaði: Pierre, ég get ekki farið frá honum eins og stendur. Bráðum verð ég laus. Bíddu. — Og í hinu bréfinu, sem Pierre liafði undirskrifað, stóð: Sonja þú verður að koma með mér. Ekkert annað hefir þýðingu fyrir mig. Ég er til alls búinn í því skyni að koma þessu í framkvæmd . . . Loks hafði ég fundið ástæðuna til morðsins. Konan hafði neitað að flýja með honum. Hann drepur hana og elskhuga hennar. Pað er augljóst mál. — Finnst yður það, sagði Allou. Hvers vegna skrifar hún honum. Bráðum verð ég laus? Bjóst hún viö því, að Saint-Luce myndi deyja? Og óttaðist hún líka ein- hverja utanaðkomandi hættu? Hafði hún nokkra ástæðu til þess? — Nei, það þýðir ekki annað en það, að hún biður Pierre Herry að sýna þolinmæði. — Þá kemst hún einkennilega að orði, finnst mér. Hefði hún þá ekki fremur átt að segja, að hún færi bráðum frá honum, eða eitthvað á þá leið. — Þetta eru þýðingarlausir smámunir. — Finnst yður það líka þýðingarlaust, að hún segir: „eins og á stendur'1. Hvers vegna segir hún það? — Það er vegna nafnlausu bréfanna, sem greifinn fékk. Ég hefi fundiÖ þau. Þar hefir Herry skýrt satt og rétt frá, en það er líka eina atriðið. — Hvaðan koma þessi bréf. — Vafalaust frá hinum meðseka. Það varð lað koma því svo fyrir, að einhver utanaðkomandi maður vildi ráða greifann af clögum. En hann var bara svo barnalegur að álíta, að viö tryðum sögu hans um hindúana og líkneskið. Samsekur maður í ástarævintýri? Það er sjaldgæft fyrirbrigði, sagði Allou. — Hvort sem það er sjaldgæft eða ekki, þá er það að minnsta kosti í þetta sinn. Bréfin voru fyrsía sönn- unargagnið gegn Pierry Herry. 'f — Voru fleiri sönnunargögn gegn honum? — Hvort þau Voru fleiri? Já, og öll nægileg til þess að fella hann. Við höfum ennfremur fullkomnar sann- anir fyrir því, að hann hefir logið. Þegar ég gat ekki fengið hann til þess að játa, lét ég tvo menn gæta hans, þar til rannsóknardómarinn kæmi morguninn eft- ir. Klukkan var ekki orðin meira en 6. Á .méðan þetta stóð yfir var ég að yfirheyra Babtiste. Hann vissi ekki mikið. En það, sem hann vissi kom heim við það, sem Herry hafði sagt. Og það var líka auð- velt, því að auövitað hafði Herry haft vit á því að láta^frásögn sína koma heirn við það, sem Babtisté tók sér fyrir hendur meðan á þessu stóð. Og það var mjög auðvelt, því að það var einskisvirði, sem Babtiste sagði. — Ég hafði lesið frásögn hans í blöðunum, sagði Allou. Ég stanzaði við eitt atriði. Þegar fyrsta skamm- byssuskotið reið af var Babtiste ekki í herbergi sínu, heldur í stiganum. Hvernig stóð á því? — Hann hefir sjálfur skýrt það atriði. Hann hafði heyrt hávaða inni í herbergi húsbónda síns, en það liggur uppi yfir herbergi hans. — Og þó er gólfið svona þykkt. — Já, ég hugsaði um það líka. Og ég komst að þeirri niðurstöðu, að hávaðinn hefði hlótið að koma utan frá. Það hefir sennilega verið kastað. steini í vegginn. — Ög það hefir verið sá meðsekí? — Já. — í hvaða skyni var það gert. — Til þess að leiða athygli að því, að árásin væri gerð utan að. — Það er hugsanlegt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.