Alþýðublaðið - 04.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.05.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. t fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . JF . Pyrrhusarsigur Hitlers. Þingeysk ljóð. AÐ getur ekki hjá því farið, að ákvörðun Banda- manna um að hörfa með lið sitt burt úr Noregi sunnan Þránd- heims, og meira að segja einnig frá Namsos, norðan við þá borg, hafi orðið mörgum mikil von- brigði, ekki sízt á Norðurlönd- um. Því að þar með er allur suðurhluti Noregs á valdi hins þýzka innrásarhers og öll von augsýnilega gefin upp um það, að hrekja hann þaðan í bili. Mikill meirihluti norsku þjóð- arinnar verður því fyrirsjáan- lega að sætta sig hið þunga ok þýzka nazismans í nánustu framtíð á sama hátt og danska þjóðin, þó að vafalaust megi gera ráð fyrir að vörninni verði haldið áfram í Norður-Noregi, þar sem Þjóðverjar komu í upp- hafi aðeins liði á land í Narvík, sem nú er innilokað og einangr- að, og mjög ólíklegt verði að teljast, að þeim takist nokkru sinni að ná öllu landinu á sitt vald. Það er viðbúið, að það veki töluverðan óhug meðal þeirra þjóða, sem enn standa utan við stríðið en eiga á hættu að verða fyrir þýzkri árás, að Banda- menn skyMu ékki geta stöðvað sókn þýzka innrásarhersins í Suður-Noregi, uppi af Oslo, og hindrað hann í að sameinast hinum einangruðu þýzku her- sveitum í Þrándheimi og Berg- on. Sérstaklega væri það ekki óeðlilegt, þó að Svíar væru nú mjög uggandi um framtíð sína, eftir að Þjóðverjar hafa náð öllum Noregi norður fyrir Þrándheim á sitt vaM, og þýzk- ur her gæti þar af leiðandi ráð- izt inn í landið að vestan sam- tímis því, sem þýzk árás yrði gérð á það sjóleiðina, frá Sjá- landi og sunnan yfir Eystra- salt. Því Verður í öllu falli ekki neitað, að aðstaða Svíþjóðar til þess að verjast þýzkri árás hef- ir versnað stórkostlega við þann sigur, sem Þjóðverjar hafa unnið í Suður-Noregi. Það er augljóst, hvers vegna hjálparher Bandamanna tókst ekki að stöðva sókn Þjóðverja í Suður-Noregi. Þegar í upphafi náði þýzki innrásarherinn öll- um þýðingarmestu borgunum í þeim hluta landsins, OsM, Stav- anger, Bergen og Þrándheimi, á sitt vaM, og með þeim öllum vopnabúrum og flugyöllum landsins. Landgöngulið Banda- manna átti þar af leiðandi vegna vöntunar á flugvéla- bækistöðvum ákaflega erfiða aðstöðu, og landgöngustaðirnir, Ándalsnes við Romsdalsfjörð og Namsos, voru ofurseMir miskunnarlausum árásum hinna þýzku sprengjuflugvéla, sem virðast hafa gert uppskip- un á skriðdrekum og stórum fallbyssum lítt mögulega. í annan stað virðist brezka flot- anum ekki hafa tekizt að stöðva til fulls þýzka herflutn- inga sjóleiðina til Noregs, þrátt fyrir hið mikla afhroð, sem þýzki flotinn beið strax fyrstu dagana eftir innrásina. Og þó að herflutningar sjóleiðina hafi alla tíð síðan ve.rið mjög stop- ulir og hættulegir fyrir Þjóð- verja, hafa þeir að minnsta kosti jafnt og þétt getað flutt innrásarhernum nokkurn lið- styrk með flugvélum sínum og þannig getað fullkomnað hinn tiltölulega létta sigur sinn í Suður-Noregi. Sá sigur er, jafnvel þótt hann reyndist ekki nema bráða- birgðasigur, vissulega þungt á- fall fyrir frændþjóð okkar í Noregi. En frá sjónarmiði Bandamanna, sem bersýnilega miða allar sínar stríðsráðstaf- anir við það, að svifta Þýzka- land aðflutningum á öllum hrá- efnum, sem nauðsynleg eru til hernaðarins, og koma því þann- ig hægt og hægt á kné, er þessi árangur hinnar þýzku árásar á Noreg að minnsta kosti mjög vafasamur ávinningur. Það, sem þýzku nazistastjórninni var fyrir öllu, þegar hún réðizt á Noreg, var að ná Narvík á sitt vaM og opna aftur sjóleiðina þaðan til Þýzkalands, sem brezki ílotinn var að mestu búinn að Mka, því að frá Nar- vík kemur mikið meira en helmingurinn af norður-sænska málminum, sem Þýzkaland flyt ur árMga inn og getur allra sízt án verið á ófriðartímum. Og langt fram á vor getur það engan málm fengið frá Norður- Svíþjóð yfirMitt nema frá Nar- vík, vegna þess að hin sænska útflutningshöfn hans, LuMá við Helsingjabotn, er ísi Mgð — allt að því helming ársins. — Þessum aðaltilgangi árásarinn- ar á Noreg hafa Þjóðverjar hinsvegar, þrátt fyrir sigurinn í Suður-Noregi, ekki náð. Þeir komu að vísu liði á land í Nar- vík í byrjun. En það var von bráðar inniMkað þar af brezka fMtanum og virðist engrar und- ankomu eiga auðið, enda mun það sýna sig, ef á reynir, að Bandamenn Mggja allt aðra og meiri áherzlu á að haMa yfir- ráðunum yfir sjóMiðinni frá Narvík, heMur en Suður-Nor- egi, svo óþægilegt, sem það kann að vera fyrir Breta að eiga þýzkar Mftárásir yfir höfði sér frá Bergen og Stav- anger. Þegar á allt er litið, hlýtur sigurvíma þýzku nazistástjórn- arinnar eftir hernám Suður- Noregs að vera mjög blandin. HitMr hefir að vísu enn einu sinni þanið út yfirráðasvæði Ljóð eftir 50 þingeyska höfunda, aðalútsala: Þór- arinn Stefánsson, Húsavík. YRIR SKÖMMU kom út ný- stárlég bók, sem heitir Þing- eysk lj'öð, kvæöi eftir allmarga höfunda, karla og konur, búsetta í Þingeyjarsýslu. Sumir þessara höfunda eru þekkt skáld, önnur minna þekkt, og langflest hafa sjaldan eða aldrei birt eftir sig kvæði. Á þessu skáldaþingi eru hvorki meira né minna en fimmtíu BragabræÖur við Bragaræður. Eru þaÖ bændur, ver'kamenn, iðnaðannenn, sjómenn, húsfreyj- ur, kennarar og kennslukonur. Enginn skyldi örvænta um tím- anlega velferð þjóðarinnar, þó að svona mörg skáld séu til í Þing- eyjarsýslu. Það mun sennilega vera færra af skáldum í hinum sýslum landsins, enda yrði senni- lega lítið um jarðabæturnar, ef allir blessaðir bændurnir okkar tækju upp á því að mæna upp ‘í himininn. Margt verður þessum skáldum að yrkisefni. Þau yrkja um veðr- ið, landið umhverfis sig, hafið, hestinn sinn, ýmislegt smáskritið, sem fyrir ber í daglega lifinu og ótal margt annað. Við fljótan lestur bókarinnar virðist eitt skáldið bera af, sem fram að þessu hefir þó sjaldan kveðið sér hljóðs á Ijóðaþingi þjóðarinnar, en það er Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum í Reykja- dal, nú söngkennari á Húsavík, sem kunnugir vita, að ekki er síður íþróttum búin í tónlist. Hún á fjögur kvæði í bókinni, hvert öðru betra. Virðist hún hafa náð furðulegu valdi á gígjunni, svo lítið, sem hún hefir þó iðkað listina. 1 mjúkum, lyriskunt tón yrkir hún kvæðið: Smalastúlkan: ; I morgungeim með léttu kvaki fuglinn fer. Og fjórtán ára smalastúlkan vak- in er af sárum draumi um lítið lamb, sem fært var frá og hvarf svo ungt og angurmótt á eyÖin blá. Um vesturheiðar flæðir sól og sumarunn. En svalt er enn í skugga bak við hæð og runn. Þar kvíahjörðin sefur sæl í sum- arull. Af júnígróðri jarðar streyma júgrin full. Og smalastúlkan stígur létt um stall og hlíð, og skygnist frán um leiti, lægð og löndin við, með brúna hönd og bros á vör, sem birtan ól, sitt, en um leið fórnað flota sín- um þannig, að hann á sér aldrei aftur viðreisnarvon í þessari styrjöld, dreift kröftunum og eytt óhemjubirgðum af hráefn- um, sem erfitt verður að afla aftur. En því, sem hann ætlaði að vinna með árásinni á Noreg, norður-sænska málminum frá Narvík — hefir hann ekki náð. Og í ljósi þeirrar staðreyndar virðist sigur hans í Suður-Nor- egi ekki síður vafasamur en sigrar Pyrrhusar konungs á Rómverjum forðum. um vangann hlýjan heiðarblæ, í hári sól. Hún hittir stundum sterkan vin, sem flýtir för. Á flesjamýri tiginn fák með augu snör. og leggur við hann mittisbands- ins mjúka taum, og stillir hestsins hófaslátt við hjartans draum. I slakkanum við Stekkjarlind er snöggvast áð; og þráfalt verður þessi straumur þyrstum náð. Og ferskan ilm af villiviði vatn- ið ber; við beitilág og lyngsins lokk það leikur sér. Svo hallar sumri. Stjarnan Venus vaknar hljóð. Og beitilyngið reifar rinda, rautt sem blóð. Ei smalastúlkan lengur laut að lindarbrunn, því dýrri svölun bauðst við bláan berjarunn. Þá er allmikill þróttur í kvæði Guðfinnu: Hófatak, enda þótt það beri ofurlitinn keim af kvæði Einars Benediktssonar: Fákar, sem er sennilega ort undir áhrif- um frá Schiller, svo íslenzkt, sem það þó er. I kvæðinu Hófatak er þessi haglega gerða vísa: Þey, þey, ég heyri hófatak, er hærra í loftin dró. Um bifröst, er tengir himin og heim og hvelfist um land og sjó, fer ástin á drifhvítum drauma- fák og dauðinn á bleikum jó. Fleiri góð kvæði eru I þessari Dök, svo sem: Heimanfylgd, eftir Jón Haraldsson bónda á Einars- stöðum, hljómþýtt stemnings- kvæði, Hátt stígur sjórinn, snjállt kvæði eftir Ketil Indriðason bónda á Fjalli, Á dansleik, vel gert kvæði, eftir Heiðrek Guð- mundsson bónda á Sandi, Á- rekstrar, skemmtilegt kvæði, eftir Egil Jónasson verkamann á Húsa- vík, og að lokum frumlegt kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson bónda á Litlu-Laugum: Nú hnígur sól að hafi. Ég horfi á gengið skeið. Tek föggur mínar í fatla. Fer m’ína leið. Úr samkvæiþis gáskaglaumi ég geng á skemmuhlað. Ferðbúinn fólkinu pakka. En — fyrir hvað? — Ungsveinn á hafið horfir hljóður með tár á kinn. Lítið pappírsblað legg ég i lófa þinn. I kross mínu kvæði ég vendi. Þið kotnið öll um hæl. En fram heldur vaka í veri. Verið þið sæl. Enn fremur eiga þarna falleg kvæði systurnar Aðalbjörg og Bergljót dætur Benedikts heitins Jónssonar frá Auðnum og Jón Baldvinsson rafvirki á Húsavík. Mun hann aldrei hafa birt eftir sig kvæði áður og hefir farið mjög dult með skáldskap sinn. Lausavísur eru margar snjallar í* í LAUGARDAGUR 4. MAl 1940. í bókinni, enda hafa Þingeyingar mikla þjálfun í ferskeytlugerð, Þar er Egill Jónsson einna snjall- astur. Svona yrkir hann urn mann, er hann nefnir kommún- istarauð, og mun hafa haft at- vinnu hjá Framsóknarflokknum: Fyrir eðli ótugtar engin gæði metur. Yfir fóðri Framsóknar fýlir grön — en étur. Hjálmar Stefánsson böndi á Vagnbrekku yrkir svohljóðandi annál: Reiddi fár að ráðherrum, risu hár á konginum. Þá var ár í uppsveitum; ærnar báru í gálganum. Fátt er um ástarkvæði í þessari bók. Þó yrkir Steingrímur Bald- vinsson bóndi í Nesi svo um meydóminn: Meydómurinn mesta þykir hnoss meðan hann er þetta kringum tvítugt, Ep verður æðimörgum kvalakross, ef kemst hann nokkuð teljandi yfir þrítugt. Þórarinn Sveinsson bóndi í Kílakoti er töluvert þekktur af lausavísum sínum. Þessi vísa eft- ir hann hefir áður birzt á prenti, en er ekki of oft kveðin: Örðugan ég átti gang, yfir hraun og klungur. Einatt lá mér fjall í fang frá því ég var ungur. Og svona yrkir hann eftirmælín: Skarðan drátt frá borði bar, barn að háttum, glaður. Völl hann átti, en hann var enginn sláttumaður. Það hefir verið sagt, að annar- hver Þingeyingur gæti komið saman vísu. En þar með er ekki sagt, að allir, sem geta rímað rétt, séu skáld. Til þess þarf ofurlitið meira en að geta rímað. Og ekki eru allir, sem ljóð eiga í þessari bók skáld. Þó skulu menn ekki álíta, að þessi bók sé einungis gefin út í þvi skyni, að höfundarnir fái að sjá nafnið sitt á prenti. Síður en svo. Bókin er gefin út til fjárhagslegs stuðnings sjúkrahúss Húsvíkinga. Nú er það alkunna, að skáld, að minnsta kosti íslenzk skáld, eiga lítið af þessa heims gæðum, en þessi þingeysku skáld hafa ekki þótzt of góð til þess að láta af mörkum það, sem þau áttu, til stuðnings þessu nauðsynlega fyr- irtæki, og birta þjóöinni um leið ofurlítið sýnishom af þeirri al- þýðuménníngu, sem fram að þessu hefir þótt einkenna Þing- eyjarsýslu öðrum sýslum á land- inu fremur. K. I. Sklp hleður í Leith til Reykjavík- ur 11.—13. þ. m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.