Alþýðublaðið - 06.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.05.1940, Blaðsíða 2
MANUDAGUR 6. MAI 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ j TUkynnlng. 1 ;j Það tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum mínum, að ég j; jj undirritaður hefi selt firmað Fatapressun Reykjavíkur, 1; jj Hafnarstræti 17, firmanu Efnalaugin Kemiko h.f., Lauga- ;j jj vegi 7, og vona ég að hið nýja firma megi verða aðnjótandi 1; jl viðskipta yðar í framtíðinni. ;j i; ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON. jj ;j Samkvæmt ofanrituðu höfum við undiritaðir keypt Fata- jl jj pressun Reykjavíkur, Hafnarstræti 17, og munum við hér jl jj eftir reka það sem nýtízku efnalaug. jj F. h. EFNALAUGIN KEMIKO h.f. j; '; Þorv. Þorsteinsson. ;; Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að Líftryggingarfélagið „Dan- mark“ á eignir í íslenzkum verðbréfum, er nema um 2 - V mHJón króna Lítum vér svo á, að fjárhæð þessi tryggi fyllilega þær lífsábyrgðir, sem félagið hefir nú hér á landi. Starfsemi aðalumboðsins heldur áfram á sama hátt og verið hefir, og eru hinir tryggðu beðnir að senda iðgjöld og vaxtagreiðslur á réttum tíma, svo að trygg- ingar þeirra falli ekki úr gildi. Þórður Sveinsson & Co., H. F. Nokknr skrifstofnherbergi og geymslupláss til leigu. SÆNSK-ÍSLENZKA FRYSTIHÚSIÐ. Símar 2362 & 2361. telja, að frekar megi spara flestar aðrar fæðu- tegundir en mjólk og mjólkurafurðir Þetta ætti hver og einn að hafa hugfast, ekki sízt nú. Berið mjólkurverðið saman við núverandi verð á ýmsum öðrum fæðutegundum og minnist þess, að verðið á skyri og mjólkurostum er ennþá óbreytt. hefi ég undirritaður opnað í Miðstræti 3 A, Viðtalstími 11—12 og lVz—4. Sími 5876 Sérgrein gigt- og liðsjúkdómar. Kristján Hannesson læknir. Heir.sem áttn fit sín í hreinsun, pressun eða viðgerð hjá Fatapressun Reykjavíkur, Hafnarstræti 17, geri svo vel og vitji þeirra í Efnalaugina Ke- miko h.f., Laugavegi 7. Munið að símanúmerið hið sama —— 2742. er S. R. R. fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld klukkan 8V2. Beztu sundmenn Ármanns, K. R. og Ægis keppa. Aðeins keppt um úrslit í hverju sundi. Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni. Opinbert uppboð verður hald ið við lögreglustöðina í Reykja- vík miðvikudaginn 8. þ. m. kl. 1 e. h. og verða þar seldir ýms- ir óskilamunir, sem eru í vörzl- um rannsóknarlögreglunnar, svo sem reiðhjól, skíðasleðar o. fl. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. LÖGMAÐURINN í REYKJAVÍK. KVENNADEILD SLYSAVARNAFÉL. ÍSLANDS Fundur mánudaginn 6. þ. m. kl. 8V2 í J Oddfellowhúsinu. Fundarefni: Ýms félagsmál. Upplestur: Friðfiiwiur Guð- jónsson. Stjórnin. Verkafólk! Ráðningarstofa landbúnaðar- ins í Alþýðuhúshtu er opin kl. 6—9 síðdegis alla virka daga nema laugardaga. SÍMI 132 7. Ma - vistir í LejrndardómnrWoB1 Vindryi 35. gomln hallarinnar. — Að minnsta kosti fann ég merki eftir stein, sem hafði verið kastað í gluggahlerann. — En þér leiðið ekki grun að Babíiste? — Hann er að minnsta kosti ekki upphafsmaðurinn. Frásögn Pierre Herrys sýknar hann algerlega. Eg veit að vísu vel, að hann hefir logið, en hefÖi hann getað komið sökinni á þjóninn, þá hefði hann gert það. Hann hefir valið þá leiðina að koínast ekki í mötsögn við framburð þj'ónsins. Samkvæmt frásögn Pierre Herrys, þá voru dyrnar fram á ganginn lokaðar eftir fvrsta morðið, þangað til Babtiste barði að dyrum. Ef Babtiste er sekur, ef bann hefði falið sig í lestrarsalnum eftir giæpinn, þá hefði hann ekki getað komið að utan. Babtiste hlýtur að hafa komið að utan, þegar hann barði að dyrum. Um annað morðið er það að segja, að í sam- bandi við það er engin dularfull gáta. Þjónninn var niðri að síma, þegar hann heyrði skotið. Herry hefir sjálfur staðfest það. Með öðrum orðum: Babtiste getur í mesta lagi verið meðsekur, og ég veit þ*ó ekki á 'hvern hátt hann getur verið það. Það getur hugsast, að hann hafi hjálpað morð- ingjanum til þess að komast út gegnum fallhliðið. — En þá hlaut Herry að hafa heyrt hávaðann. — Herry. hefir ef til vill sínar ástæður til þess að hilma yfir með Babtiste! Ef til vill hafa þeir báðir ástæðu til þess að hilma yfir með morÖingjanum. — Hvaða ástæða ætti það að vera? — Það veit ég ekki, en við verðum að gera ráð fyrir öllu hugsanlegu. : — Öllu hugsanlegu, sagði Libot. — Auðvitað rannsakaði ég Babtiste, en fann ekkert ekki svo mikið sem skammbyssu. Svo kom Cordani rannsóknardómari. Við urðum að draga upp fallhurðina, en því miður gleymdum við að fella hana aftur. Hann yfirheyrði Pierre Herry, en tveir lögregluþjónar stóðu yfir honum á meðan. Hann virtist svo rólegur, að engum datt í hug, að hann hefði í hyggju að flýja. En því miður lék hann á okkur. Allt í einu tók hann undir sig mikið stökk. Ég hefi aldrei séð annað eins. Hann stökk eins og tígrisdýr og var horfinn út, áður en við gátum áttað okkur. Hann stökk upp á bifhjólið mitt, sem var hraðskreiðast af öllum bifhjólunum, sem stóðu við múrinn og það var engin leið að ná honum. Síðan hefir hann leikið lausum hala. En við náum honum áreiðaniega aftur. Við tókum veskið hans og vasa- bókina, svo að hann er peningalaus. Hungrið rekur hann áreiðanlega í fangið á okkur aftur. Flóttinn var ein sönnunin enn gegn honum. — Hafið þér fleiri sannanir? — Finnst ýður þetta ekki nægilegar sannanir. — Það eru til menn, sem hræddir eru við að lenda í fangelsi, jafnvel þótt það sé einungis gæziuvarðhald. Þeir eru miklu hræddari við það en að svelta. — Við höfum fleiri. f fyrsta lagi rannsökuðum vió höllina nákvæmlega. Byggingafræðingur var með okkur við rannsóknina. Enginn gat hafa komist inn í höllina um nóttina. — En um daginn? — Hvað eigið þér við? — Fóru þau ekki út Saint-Luce, Sonja og Herry fyrir hádegið, en Babtiste var einn heima? — Jú, rétt er það. En um kvöldið rannsökuðu þau öll herbergi. — Nei, aðeins þau herbergi, sem búið var í. Bab- tiste gat hafa hleypt einhverjum inn, sem síðan hefir falið sig í þeim hluta hallarinnar, sem ekki var búið í. Lögreglumaðurinn yppti öxlum óþolinmóðlega yfir skilningsleysi Allous. — Jafn vel þótt þriðji maðurinn hefði verið í yitorði þá hefðu atburöirnir ekki getað farið fram, eins og Herry skýrir frá. Morðinginn hefði skotið þau bæði, án þess að hlaupa út í millitið. — Að þessu leyti er ég yður sammála. — Þarna sjáið þér! Og það hefði ekki verið nóg, að Babtiste hefði sleppt morðingjanum inn; hann hefði líka orðið að koma honum út, áður en við komum. — Og setjum nú svo, að hann hefði gert þetta, og að Pierre Herry, hafi ekki haft hugrekki til þess að talk um þetta. — Hann á meira á hættu, ef hann þegir. — Ef þið náið honum aftur þá er hann ef til vill ennþá hræddari við morðingjann en lögregluna. — Nei, það hafa ekki getað verið nema fjórar mann- eskjur í höllinni. Tvær eru dauðar, þriðja persónan getur ekki verið sek og þá er aðeins um þá fjórðu að ræða. En nú komum við að aðalsönnuninni. Við t'ókum skammbyssuna, sem Herry hafði á sér. Hin myrtu höfðu sina skammbyssuna hvort í hendinni. Þegar réttariæknirinn kom, komst hann að þpeirri niðurstöðu, að skotunum hefði verið skotið úr að minnsta kosti hálfs meters fjarlægð. Það gat því ekki verið um sjálfsmorð að ræða. Kúlan sat ennþá í höfði konUnnar, kúlan, sem varð greifanum a’ð bana isat í gúlfinu. Þriðja kúlan sat í v^ggnum. — Hvar? — Einmitt þar, sem Pierre Herry þóttist hata verið staddur, þegar hann fékk áverkana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.