Alþýðublaðið - 07.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.05.1940, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBIAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKRURINN XXI. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAG 7. MAÍ 1940 104. TÖLUBLAÐ ítalskar hernaðarflugvélar í Libyu, við landamæri Egyptalands, þar sem í óða önn er nú verið að búa allt undir stríð. Samkomulag í nótt um áhættu þóknunina á kaupskipunum. --------------------------4---------------i------------ ÁhættnÞóknunin hækkar fyrir alla nm 4 kr. en pað er um 50°!» fyrir háseta. Nýjar breytingar á brezkn stjórninni i aðiigi? Cbamberlain fiytur ræðu sina nm striðið i Noregi í brezka pinginn i dag. CHAMBERLAIN flytur ræðu sína um styrjöldina í Noregi í brezka þinginu í dag, sennilega kl. 4, og er hennar beðið með mikilli eftirvænt- ingu um allan heim. Búizt er við því, að miklar umræður verði á eftir, og að stjórnin verði fyrir alvarlegri gagnrýni fyrir brottflutning hersins frá Suður-Noregi. Mun leiðtogi Alþýðuflokksins, Att- lee, talá næstur á eftir forsæt- isráðherranum, en síðan Sir Archibald Sinclair, foringi frjálslynda flokksins. Það er ekki gert ráð fyrir því, að um- ræðunum verði lokið í kvöld, og sennilega talar Churchill ekki fyrr en á morgun. Sum ensku blöðin gera ráð fyrir því, að breytingar hljóti að verða á brezku stjórninni að þessum umræðum loknum. „Times" virðist vilja auka völd Churchills enn. En „Daily Te- legraph" krefst þess^ að jafn- aðarmenn taki nú einnig sæti í stjórninni. T*\EILUNNI milli sjómanna á kaupskipunum og útgerð- ¦¦"' arfélaganna er lokið. Þrátt fyrir það þó að svo liti út í gærkveldi, að alger- lega slitnaði upp úr samningum og vinnustöðvun yrði, tókst samkomulag í nótt og voru samningar undirritaðir kl. 4 í morgun. Úrslit deilunnar urðu þau, að nýtt áhættusvæði er komið í samningana og að áhættuþóknunin hækkar fyrir háseta úr 250% upp í 300%. Sömu upphæð fá aðrir skipverjar án tillits til kaups þeirra, og verður hækkunin hlutfallsleg eftir því. Samningurinn er viðbótar- samningur við samninginn frá 7. október 1939, sem er fram- lengdur. Viðbótin er í 4 grein- um og er svohljóðandi: 1. gr. Fyrir siglingar á svæðinu milli 63° og 45° N. br. og austan 20° V. 1. greiðist viðbótáráhættu- þóknun kr. 4,00 pr. sólarhring hverjum skipverja, sem samning- ur þessi nær til. Þessi aukaþókn- un greiðist frá byrjun þess dæg- urs ,er skipið kemur inn á á- hættusvæðið og tíl loka þess dægurs, er skipið kemur til hafn- ar (miðað við kl. 12 eða 24). Á sama hátt reiknast aukaáhættu- þóknun þessi frá byrjun þess dægurs, er skipið fer ú'r höfn á þessu áhættusvæði og til loka þess dægurs, er það fer út af því. Fyrir þann tíma, sem skip líggur í höfn greiðist ofanrituð aukaþóknun ekki. 2. gr. Á svæðinu milli 8. og 3Q° A. 1. og milli 65.° og 72.° N. br. greiðist sama áhættuþóknun og í Ameríkuferðum. Ef skip liggur í norskri höfn greiðist þó sama áhættuþóknun og í öðrum höfnum ðfriðaraðila. 3. gr. Samningurinn gildir til næstu áramóta, þó þannig, að ef veruleg breyting, miðað við und- arifarna mánuði, verður á á- hættunni, að áliti nefndar, sem aðilar koma sér saman um, þá hefir hvor aðili fyrir sig rétt til þess að krefjast endurskoðunar á samningnum, og náist eigi sam- komulag innan 14 daga, þá aþ þeim fresti liðnum að segja hon- Um upp með 14 daga fyrirvara, að því er snertir þau svið, þar sem nefndin telur ' að veruleg breyting hafi oröið. \ Ef hvorugur aðili hefir sagt upp samningi pessum fyrir 15. des. n. k., heldur hann áfram að gilda þar til honum er sagt upp með 14 daga fyrfrvara. 4. gr. Ákvæði samnings þessa skulu gilda frá og með 21. apr. s. 1. Að öðru leyti en hér er fram tekið, framlengist samning- urinn frá 7. október 1939 ó- breyttur. Norðmenn eiga bezta 110 sitt ésigrað í Norður-Noregi —,—~ , ?,—.,, Búist við að Þjóðverjum lendi innan skamms saman við það á leiðinni norður T7"0HT UTANRÍKISMÁLARÁÐHERRA NORÐMANNA ¦*¦*¦ sagði í viðtali í London í gær, að bezta liðið, sem Norðmenn ættu á að skipa, væri enn óþreytt og ósigrað í Norður-Noregi. Hann sagði, að Norðmenn hefðu síðan Rússar réðust á Finna haft mikinn viðbúnað þar nyrðra, af því að þeir hefðu gert ráð fyrir því, að svo gæti farið, að Rússar réð- ust á Noreg. Þangað hefði því verið sent töluvert lið og það verið æft vel í fjallahernaði og nú ættu Þjóðverjar þessu liði að mæta, ef þeir reyndu að brjóta undir sig Norður-Noreg. Þjóðverjar halda því fram, i því að hann hefir búið ramm- að lið þeirra hafi nú hafið sókn sína frá Grong í Þrændalögum norður á bóginn og telja það fara hratt yfir. En talið er víst, að þess verði ekki langt að bíða, að það reki sig á mót- spyrnu 6. norsku herdeildarinn- ar, sem er sögð hafa tekið sér varnarstöðu sunnarlega í Norð- ur-Noregi, þvert yfir landið, sem alls staðar á þessum slóð- um er nvjög mjótt frá sjó til sænsku landamæranna, og mjög ógreitt yfirferðar. Þessi herdeild Norðmanna er talin vera vel útbúin að öllum ný- tízku vopnum. Frá Narvik berast ekki mikl- ar fregnir. Það er álitið að Þjóðverjar hafi þár um 4000 manna her, en hann er króaður þar alveg inni af brezka flotan- um og hersveitum Banda- manna. Þó er búist við því, að nokkur tími geti liðið, þangað til hann verður að gefast upp, lega um sig á öllum beztu stöð- um umhverfis borgina. í þýzkum fregnum kemur það fram, að franskir Alpahermenn eru komnir til vigstöðvanna við Narvík og taka þátt í sókninni þar á hendur þýzka landgöngu- liðinu. En brezk herskip skjóta öðru hvoru á varnarstöðvar pess frá sjónum. 1 sænskum blöðum er því haldið fram, að aðstaða Þjóðverja "fari mjög versnandi þarna nyrðra. Veður er sagt mjög slæmt sem stendur á þess- um slóðum, stórhríðar og erfitt um allar hernaðaraðgerðir. Flýðu á opum bát frá Noregi til Skotlands. 1 norska útvarpið frá London talaði í gær norskur maður og skýrði frá för sinni og þriggja félaga sinna í opnum bát yfir Frh. á 4. síðu. 3 tuiidursfiilliim sökkt fyrir Bandamðnniun við Noreg. —,—^---------------. Einnm brezknm, einnm frönsknm, og einnmpólsknm LONDON í morgun. FÚ. IGÆR síðdcgis og gærkveldi var tilkynnt, að sökkt hefði verið 3 tundurspillum fyrir Bandamönnum. Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnir, að brezkum tundur- spilli hefði verið sökkt, þegar verið var að flytja herlið Bandamanna frá Namsos. Ekk- ert tjón varð á neinu herflutn- ingaskipanna. Flugvélarnar, sem árás gerðu á herflutninga- skipaflotann og verndarskipin, voru mjög margar. Komu þær .í bylgjum og má þakka það á- gætri vörn, að ekki varð meira tjón að. Skothríðin úr loft- yarnabyssum herflutningaskip- anna og herskipanna var hin á- kafasta. Gátu flugvélarnar því ekki flogið mjög lágt. Tvær þeirra voru skotnar niður. Tundurspillirinn, sem sökkt var, „Afride", varð fyrir sprengikúlu. Tundurspillirinn var 1600 smálestir og var syst- urskip tundurspillisins „Cos- sacks". Á „Afride" mun hafa verið um 200 manna áhöfn. í brezka flotanum voru 179 tundurspillar, er styrjöldin brattzt út. Frá þeim tíma hafa Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.