Alþýðublaðið - 07.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1940, Blaðsíða 3
ALK»ÝÐUBLA&!& ÞRIÐJUDAG 7. MAI IMO ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hehna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H , ,F • Sj ómannasamningarnir. Ví mun vissulega hafa ver- ið fagnað af flestum, að á síðustu stundu skyldi takast að afstýra vinnustöðvun á skip- unum. En það væri synd að segja, að útgerðarmenn ættu miklar þakkir skyldar fyrir þau málalok. í fjóra mánuði voru útgerðar- menn, þrátt fyrir stórkostlegan hagnað á ísfiskveiðunum síðan í haust, búnir að teygja samninga- umleitanir við sjómennina um hækkun áhættuþóknunarinnar og uppbót á lifrarhlutnum á langinn, enda þótt sjómenn annars stað- ar á Norðurlöndum væru fyrir löngu búnir að fá áhættuþöknun sína hækkaða, og lifrin væri kom- in í svo margfalt verð við það, sem hún var fyrir striðsbyrjun, að fulikomið hneyksli mátti telj- ast, að útgerðarmenn skyldu ætlast til þess, að fá lifrarhlut sjómannanna fyrir sama og áður. Þegar samið var um áhættu- þóknunina bæði á fiskiflotanum og kaupskipaflotanum í haust, var því lofað í upphafi, af út- gerðarmönnum, að hún skyldi ekki verðá lægri hér en þar, sem hún væri lægst annars staðar á Norðurlöndum. Og í samræmi við það loforð var áhættuþókn- unin ákveðin sú sama hér og í Danmörku í samningunum, sem gerðir voru í október. Það var því ekki nema eðlilegt, að sjómennirnir okkar vildu fá á- hættuþóknun sína hækkaða, þeg- ar áhættuþóknunin var hækkuð við háseta í Danmörku um nýjár vegna vaxandi siglingahættu upp í kr. 24,50 á dag. En þá bregður svo einkennilega við, að útgerð- nrmenn hér neita að verða við þeirri kröfu og ganga með því raunverulega á gefin loforð i haust. Því að ekki var heldur hægt að vitna í það, að áhættu- þóknuninni væri haldið niðri annars staðar á Norðurlöndum. Hún var hækkuð í Svíþjóð í byrj- un desembennánaðar upp í 25 krónur á dag fyrir alla undir- pienn, og í Noregi ekki siðar en um miðjan marz upp í 27 krón- ur á dag, einnig fyrir alla undir- menn. Áhættuþóknunin hefir þvi mánuðum saman verið lang lægst hér, eða ekki nema kr. 19,32— 22,50 á fiskiskipunum og kr. 19,54 á kaupskipunum. Og þó að hún hafi nú með hinum nýju samningum loksins verið hækkuð upp í kr. 23,19—27,00 á fiski- skipun'um og upp í kr. 23,54 á kaupskipum, þá vantar enn tölu- vert á, að staðið hafi verið við þau loforð, sem sjómönnunum voru gefln í haust. Og það er þvi eingöngu sjómönnunum aðþakka, • sem fyrst gáfu útgerðarmönnum mánaðar frest, síðan vikufrest og nú síðast þriggja daga frest til samkomulags, og að endingu unnu það til friðar, að falla að nokkru leyti frá þeirri hækkun áhættuþöknunarinnar, sem þeir áttu kröfu til, að þeim vandræð- um var afstýrt, sem af því hefðu hlotizt, ef skipin hefðu stöðvast. Það má að vísu segja, að það sé nokkur bót í máli fyrir sjó- mennina á fiskiskipunum, að þeir hafa nú með hinum nýju samn- ingum fengið nokkra uppbót á lifrarhlut sínum, að minnsta kosti nokkurn hluta ársins, með annari skiptingu lifrarinnar en áður, og nokkur önnur hlunnindi, sem þeir fóru fram á, þannig að þeir samningar, sem nú hafa tekizt, megi eftir atvikum teljast viðunandi fyrir sjómennina. En það breytir í engu þeim sann- leika, að það er þegnskap þeirra, en ekki útgerðarmanna að þakka, að ekki kom til vinnustöðvunar á skipunum vegna þeirra rang- inda, sem sjómennirnir hafa verið beittir síðan um nýjár í vetur. Matarskammturinn minnkar! KornvOrnskantmturinn nm 1,7 og sykurinn nm 0,3 kg. -----<9--- Úthlutað werHiir I elnvi Magl ffyr- Ir two máiiiiil i serni í sumsar. R ÍKISSTJÓRNIN hefir gefið út nýja reglugerð um skömmtun matvæla í landinu. Aðalatriði þeirra breytinga, sem gerðar hafa verið á reglugerðinni eru þau, að skammtur á sykri og kornvörum hefir verið minnkaður. Skammturinn á sykri hefir verið minnkaður niður í 1700 grömm, eða um 300 grömm, og kornvöruskammtur- inn niður í 5500 grömm, eða um hvorki meira né minna en 1700 grömm, eða tæp 2 kg. Þá hefir sú breyting verið gerð, að neytendur fá að ráða því sjálfir, hvaða kornvörur þeir vilja nota, þannig' að rpit- irnir verða aðeins gerðir fyrir kornvörur, en ekki skipt á ýms- ar tegundir, eins og gert hefir verið. Þá hefir verið ákveðið að út- hlutað verður næst í einu lagi fyrir júní og júlí — og einnig í ágúst og september. Þessum ákvörðunum sínum lætur ríkisstjórnin fylgja langa greinargerð til almennings. í greinargerðinni segir m. a.: ar komiö i Landsspítalano. ----«--—— Ófelffur Ófelfgsson læknlr sýndl blaðamðnnum það í gærdag. o FEIGUR ÓFEIGSSON læknir sýndi blaðamönn- um í gær hið fræga stállunga, sem framleitt er af Nuffield lá- vai’ði, auðmanninum heims- kunna og aðeins gefið til þjóða Bretaveldis, Ófeigur íæknir skýrði svo frá: Sérfræðingur í svæfingum og deyfingum, R. R. Macintosh, pró- fessor við háskólann i Oxford, kom hingað í fyrrasumar og heimsötti Landsspítalann. Fór Ófeigur með honum um spítal- ann og víða um bæinn. Að skiln- aði kvaðst prófessorinn gjarna vilja bjóða ungum efnilegum lækni til þriggja mánaða nám- skeiðs í svæfingum og deyfing- um. Jafrííramt kvaðst liann hafa með höndum úthlutun hinna kunnu stállungna Nuffields lá- varðar — og hann vildi gjarna gefa mér eitt slíkt verkfæri. Ég þakkaði vitanlega þessi ágætu boð. Og nú er stállungað hér. Það er eign Landsspítalans. Stállungað er notað við ýmis konar lamanir í Öndunarfærum og hjarta. Það er notað til þess að örfa andardráttinn. T. d. er hægt að setja i það lömunar- veikissjúklinga, sem þjást af öndunarerfiðleikum. Þá er hægt aö nota það við .eitranir, við menn, sem komnir eru að drukkn- un og ýmislegt annað. Stállungað er stór kista. 1 botni hennar er gúmmísæng, sem dregin er út um gafl kistunnar. Sjúklingarnir hafa höfuðið út um annan gaflinn, en inn um hinn gaflinn er dælt lofti inn í kist- una og dregið út úr henni frá miklum gúmmíbelg, en loftið er framleitt í betginn með dynamo. Um leið og loftið fer í kistuna dregst brjóstið saman, og um leið og loftið er dregið út, þenst brjóstið út, jafnframt kemst hreyf- ing á öndunarfærin í hálsinum. Er þetta líkt og fer fram, þegar björgunartilraunir eru gerðar við sjódrukknanir. Þetta er mjög vegleg gjöf og þýðingarmikil fyrir .Landsspítal- ann. Gúmiskógerðin Vopni Aðalsti’æti 16. Sími 5030. Allar j/úmmíviðgerðir fljótt og vcl af hendi leystar. Sækjum. — Sendum. „Þegar ríkisstjórnin ákvað í septembermánuði síðastliðnum að taka upp skömmtun á nokkr- um matvörutegundum, var sú ráðstöfun fyrst og fremst gerð til þess að reyna að sjá svo um að þær vörur, sem til voi'u þá í landinu og fluttar yi'ðu síðar til landsins, skiptust sem jafnast milli landsmanna. Hinum upphaflega tilgangi skömmtunarinnar var fyllilega náð á skömmum tíma, og hefir almenningur í landinu tekið þessum sjálfsögðu ráðstöfunum mjög vel og sýnt fullan ■ skiln- ing á nauðsyn þeirra. Þegar matvælaskammturinn var upphaflega ákveðinn í ó- friðarbyrjun þótti. ekki bein á- stæða til þess þá þegar að á- kveða hann verulegum mun minni en vitað var að notkunin hafði verið almennt í landinu fyrir ófriðinn. Almenningur hefir því fram til þessa ekki þurft að spara mjög hinar skömmtuðu matvörutegundir, nema þá þau heimili, sem not- að höfðu þessar vörur fram yfir meðallag undanfarinna ára. Á þennan hátt hefir náðst full- kominn jöfnuður. Þannig að allir hafa átt jafnan aðgang að hinum skömmtuðu matvöruteg- undum, og enginn átt þess kost að safna birgðum af þeim. Þegar eftir atburðina, sem gerðust í Danmöi'ku og Noregi í byrjun síðastliðins mánaðar, varð það fyllilega ljóst, að þær hei'naðarráðstafanir hlutu að snerta afkomumöguleika þjóð- arinnar mjög, tilfinnanlega. Fyrst og fremst vegna þess, að þar með lokuðust viðskiptaleið- ir íslendinga til Norðui’landa um ófyrirsjáanlegan tíma. Lok- un þeirra hlýtur að leiða til mai'gháttaðra vandræða um sölu á íslenzkum framleiðslu- vörum, þar sem ýmsar helztu framleiðsluvörur íslendinga hafa aðallega eða nær eingöngu selzt á mörkuðum þeim, sem þá lokuðust, eða áður höfðu lokast í PóIIandi og Þýzkalandi. Jafn- framt ríkir alger óvissa um hvort takast muni að selja þess- ar útflutningsvörur á öðrum mörkuðum, og þá með hvaða verði. Að vísu mun hægt að fá margar helztu nauðsynjar fluttar til landsins, en yfii'leitt verður að greiðp þær við af- hendingu og að sjálfsögðu Sparið í dýrtiðinni og kaupið i pðkkum. Matrosfötin úr Fatabúðinni Hnattspjrrnnfél. Fram Æfingatafla. Meistaraflokkur og 1. flokkur á nýja íþróttavellinum: Þriðjud. kl. 7Vá— 9 síðd. Fimmtud. — 9 —10 Vi — Laugard. — IV2.— 9 — 2. flokkur á gamla íþróttavellinum: Mánud. kl. 8— 9 síðd. Miðvikud. — 8— 9 — Föstud. — 9—10 — 3. flokkur á 3. fl. vellinum á Melunum: Sunnud. Mánud. Miðvikud. Föstud. kl. 11—12 árd. — 9—10 síðd. — 9—10 — — 8— 9 — 4. flokkur á gamla íþróttavellinum: Mánud. kl. 5—6 síðd. Miðvikud. — 5—6 — Föstud. — 5—6 — Mæíið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. HÍJS, 12 þúsund króna hús í Skerjafirði, 16 þúsund króna hús í Austurbænum til sölu. Jón Magnússon, Njálsgötu 13 B, heima kl. 6—10 síðdegis. Sími 2252. Guðspekifélagar. Fundur á morgun 8. maí kl. 9. Lótusdag- urinn. Fyrirlestur: Wesakhátíð- in. leigja skip til flutninganna. Skipakostur íslendinga er hins vegar mjög takmarkaður og framboð leiguskipa lítið og flutningsgjöld afar há. Ríkisstjórnin hefir því séð sig neydda til þess að grípa til róttækari ráðstafana en áður hafa verið gerðar um takmörk- un erlendra vara í landinu. Væntir ríkisstjórnin þess að haldist geti hið góða samstarf, sem tekizt hefir milli skömmt- unarskrifstofu ríkisins,’ bæjar- stjórna, hreppsnefnda, kaupfé- laga, kaupmanna, iðnfyrir- tækja og einstaklinga um þessi mál,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.