Alþýðublaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAG 8. APRÍL 1940 105. TÖLUBLAÐ Fyrsti ríkisráðsfundurinn í fundarsal forsætisráðherra í Stjórnarráðinu: Sitjandi við borðið frá vinstri: Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra, Jakob Möller fjármálaráðherra, Her- mann Jónasson forsætisráðherra, Stefán Jóli. Stefánsson félagsmálaráðherra og Ólafur Thors atvinnumálaráðherra. Vigfús Einarsson skrifstofustjóri, sem stendur fyrir enda borðs- ins, var ritari fundarins. Fjrsti rfkisráðsfnndirim í Revkjavik eft ir að æðsta vaidið var flntt inn i iandið TVffERKUR VIÐBURÐUR gerðist í gær í stjórn- málasögu íslendinga. Fyrsti ríkisráðsfundurinn var sett- ur í fundarsal forsætisráð- herra kl. 11 fyrir hádegi og stóð hann til kl. rúmlega 12. Fundinn sátu allir ráð- herrarnir og Vigfús Einars- son skrifstofustjóri, sem var ritari fundarins. Það fyrsta, sém var tekið fyrir á fundinum, var að kveða upp úrskurð um með- ferð mála í ríkisráði í sam- ræmi við þær ályktanir, sem gerðar voru á Alþingi 10. apríl síðastliðinn. Valr úrskurðurinn svohljóð- andi: Ráðuneyti Islands, handhafi konungsvalds, gerir kunnugt: Samkvæmt 14. gr. stjórnar- skrárinnar, sbr. Alþingisálykt- un 10. apríl 1940, fer ráðuneyti íslands með konungsvald á samkomu ráðherra, er heitir ríkisráð, og stýrir forsætisráð- herra samkomunni. Þar skal bera upp lög og aðrar mikil- vægar stjórnarráðstafanir. í ríkisráði skal ráðherra sá, er stöðu sinni samkvæmt fer með mál, bera það upp til úr- skurðar. Ráðherrar allir, er svo eru heilir, að til þess séu færir, og sé unt að ná til þeirra, rita nöfn sín undir ályktun sem handhafar konungsvalds, enda bera þeir enga ábyrgð á álykt- un vegna undirskriftar sinnar. Lögmæt er ályktun þó, ef meiri jhluti ráðherra undirritar hana. Greina skal í gerðabók ríkis- ráðs, hvers vegna ráðherra hafi eigi undirritað ályktun. Ráð- herra sá, er með málið fer, ritar síðan nafn sitt undir ályktun og ber ábyrgð á henni lögum sam- kvæmt. Gert í Reykjavík, 7. maí 1940. Hermann Jónasson. Eysteinn Jónsson. Jakob Möller. Ólafur Thors. Stefán Jóh. Stefánsson. Hermann Jónasson. Að þessu loknu voru staðfest öll lög, sem afgreidd voru af síðasta alþingi, 28 samtals. fieorge Laosbiry er látion. Lansbury í hópi nokkurra aðdáenda sinna. EORGE LANSBURY, einn af þekktustu og vinsæl- ustu forvígismönnum brezku verkalýðshreifingarinnar, and- aðist í London í gær, 81 árs að aldri. Hann var fæddur árið 1859 Frh. á 4. síðu. Tfl pess aö sigra parf aðra menn við stjórnvölinn. -------4------ Orð Attlee ma|érs leiðtoga brezka Alpýðuflokksins við lamræðurn* ar í neðri málstofu plngsins í gær -------4------ OTJÓRN CHAMBERLAINS varð fyrir harðri gagnrýni af hálfu stjórnarandstæðinga og raunar einnig úr hópi sinna eigin flokksmanna í neðri málstofu brezka þingsins í gær. Sérstaklega var leiðtogi Alþýðuflokksins, Attlee, þungorður í garð hennar. Hann lýsti því afdráttarlaust yfir sem skoðun sinni, að til þess að sigra þyrftu aðrir menn að vera við stjórnvölinn. Það er þó eftir umræðurnar í gær ekki búizt við því, að nein veruleg breyting verði á brezku stjórninni í bili vegna viðburðanna í Noregi. Chamberlain tilkynnti aðeins að fyrirhugað væri, að gera Churchill að sérstökum ráðu- naut herforingjaráðsins og þar sem það yrði mikið starf, gæti svo farið, að létt yrði af honum störfum flotamála- ráðherrans. Ræða Chamberlains. Chamberlain sagði í ræÖu sinni, að það væri ekki á nokkurn hátt hægt að líkja brottflutningi her- liðs Bandamanna frá Ándalsnesi og Namsos við brottflutninginn frá Gallipoli í heimsstyrjöldinni. 1 fyrsta lagi hefði alls ekki verið um mikið lið að ræða — ekki meira en sem svaraði einu her- fylki, og hvergi hefðu miklar birgðir hergagna verið skildar eftir. Pjóðverjar hefðu orðið fyrir •miklu meira tjóni í Noregi, þótt ekki væri á það eitt að líta. Um áhrif þau, sem brottflutn- ingurinn hefði haft í öðrum lönd- um, sagði Chamberlain, að í Frakklandi hefðu menn tekið fregnunum af miklum stöðugleika svipað og í Bretlandi, og í þess- um löndum, sem og i iíg'ipta- landi hefðu menn harðnað við þessa raun og vildu, að meira væri aðhafzt. f Svíþjóð hefði fregnunum verið þungiegar tekið en annars staðar, og kvaðst Chamberlain harma þau ummæli, sem þar hefðu komið fram. Pau kæmu hvorki Svíum eða neinum öðmm að gagni. Ef sænska þjóð- in og ríkisstjórnin ákvæðu að vera hlutlaus, yrði að'gæta þess, að hlutleysinu væri svo strang- lega framfylgt, að á engan sé hallað. Barðaianir nm Pránfl- beim. Chamberlain sagði enga gagn- rýni hafa komið fram á hendur stjörninni fyrir að hafa sent her- lið til Narvíkur og lokað hlið- inu að jámmálmssvæðinu. Þar næst’ ræddi hann ákvörðunina 'um, að gera tilraun til þess að ná Þrándheimi úr höndum Þjóð- verja. Þessa ákvörðun hefði rík- isstjórnin tekið, þrátt fyrir það, að hún gerði sér ljóst, að um mikla áhættu væri að ræða, ýegna betri lofthernaðarlegrar að- stöðu Þjóðverja í Noregi, og að búast mætti við, að Þjóðverjar sendu herlið til sóknar upp dal- ina í áttina til Þrándheims. Engin ríkisstjórn gæti séð allt fyrir, sem gerast kynni, en það hefði orðið ofan á, að gera þessa tilraun, og mundi ríkisstjórnin hafa sætt gagnrýni, ef Banxla- menn hefðu enga tilraun gert til þess að ná Þrándheimi, sem er norsku þjóðinni hjartfólginn sögulegur staður og mikilvægur að öðru leýti. Hefði þessi tilraun ekki verið gerð, gat afleiðingin orðið, að Þjóðverjar næðu öll- um Noregi á sitt vald. Bandamenn pnrfa alls- staðar að vera viðbúnir Þegar ákveðið var að senda herafla til Noregs, var það gert, sagði Chamberlain, með eins miklum hraða og auðið var, í von um, að það lið, sem fyrst færi, gæti komið sér þar vel fyrir, en tvent hefði aðallega gengið í móti. Það hefði ekki verið auðið að láta þessu liði í té nægilega vernd, þar sem Bandamenn höfðu enga flug- velli í Noregi og gátu Þjóðverj- ar því haldið uppi stöðugum loftárásum á lið Bandamanna, og ekki var auðið að koma í veg fyrir, að Þjóðverjum bærist liðsauki. Hér hefði og komið til greina, að vegna aðstöðu Þýzka lands til árása á ýms lönd, væri Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.