Alþýðublaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 9. MAI 1940. 106. TÖLUBLAÐ Breytingar á stjórn Cham^ berlains eða stjórnarskipti ? ---*--- Talað um Churchill eða Lord Halifax sem forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Churchill. Lfk rak í gær í f iðejr "1" GÆR rak Iík á fjöru í Við- ■®- ey. Var það mjög skadd- að og hefir ekki ennþá verið hægt að þekkja það, nema ef vera skyldi af Marel Einars- syni, sem hvarf hér í vetur. Kl. 8,30 í gærmorgun tóku skipverjar á sænska skipinu, sem liggur hér á ytri höfninni, eftir því, að lík rak fram hjá skipinu. Klukkan 3 ¥2 í gær til- kynnti sænska konsúlatið lög- reglunni þetta. Fór lögreglan strax á báti að leita og fannst líkið í gærkveldi rekið við Viðey. INUM SÖGULEGU UMRÆÐUM í brezka þinginu lauk seint í gærkveldi með atkvæðagreiðslu, sem leiddi það í ljós, að stjórn Chamberlains hefir aldrei haft minni meirihluta í þinginu en nú. Með stjórninni greiddu | atkvæði 281, en á móti 200. Brezku blöðin skýra í morgun þessi úrslit atkvæða- ij greiðslunnar sem raunverulegan ósigur fyrir Chamberlain, i'; og mörg þeirra telja óhjákvæmilegt, að stjórn hans verði endurskipulögð með því, að Alþýðuflokkurinn og Frjáls- *lyndi flokkurinn taki sæti í henni, eða alger stjórnarskipti verði, ef þessir flokkar skyldu neita að vera með í stjórn undir forsæti Chamberlains. í því tilfelli er helzt húizt við, að hin nýja stjórn yrði mynduð af ChurchiII, núver- andi flotamálaráðherra, eða Lord Halifax, núverandi ut- anríkismálaráðherra. Það vekur þó eftirtekt, að blað Alþýðuflokksins, „Dai- ly HeralcT, krefst þess í morgun að Lord Halifax segi af sér. En hingað til hefir gagnrýni stjórnarandstæðinga að- allega beinzt að Chamberlain sjálfum, Sir Samuel Hoare, flugmálaráðherra og Sir John Simon, fjármálaráðherra. Það er húizt við, að Cham- berlain reyni til að byrja með að endurskipuleggja ráðuneyti sitt og bjóði í því skyni stjórn- arándstæðingum að taka sæti í því einhvern allra næstu daga, og í öllu falli áður en ársþing hrezku verkalýðsfélaganna kemur saman á annan í hvíta- sunnu. En neiti þeir því tilhoði, er talið mjög ólíklegt að kom- izt verði hjá algerum stjórnar- skiptum, sem þá sennilega yrðu í næstu viku. Flóttamenn frá Noregi komn ir á vélbát til Seyðisfjarðar ----$.- Þeir sluppu nauðulega undan loftárás* um Þjáðverja á Molde við Romsdalsf jðrð NORSKUR VÉLBÁTUR, um 70 brúttótonn að stærð, með 10 flóttamenn frá Molde í Noregi, kom til Seyð- isfjarðar kl. 5 í fyrradag. Molde er á Mæri, í Romsdals- firði, skammt fyrir norðan Álasund, en í botni Römsdals- fjarðar er Ándalsnes. í Molde eru um 3000 íbúar. Er bær- inn alkunnur fyrir náttúrufegurð og mjög sóttur af ferða- mönnum. Vélbáturinn kom beina leið upp að bryggju og hafði norskan fána uppi. Skipverjar gengu þegar á land og snéru sér til yfirvalda á staðnum, en bæjarfógeti mun hafa farið um borð í bátinn í gær og rannsakað hann. Fréttaritari Alþýðublaðsins á Seyðisfirði, sem hefir haft við- tal við skipstjórann á bátnum, skýrir svo frá í símtali í morgun: „Skipstjórinn, sem er þrítug- ur að aldri, skýrir svo frá: „Á bátnum eru alls 10 menn. Þeir eru allir ókvæntir nema ég. — Við flýðum frá Molde kl. 12 á hádegi á laugardaginn og sluppum út úr höfninni rétt í sömu svifum og Þjóðverjar tóku bæinn. Nokkrum mínút- um áður en við stigum um borð í bátinn var ég á heimili mínu, Allt í einu vajð ég var við það, að sími minn hafði verið slit- inn úr sambandi og jafnframt fékk ég vitneskju um það, að Þjóðverjar væru að ganga inn í bæinn. Við söfnuðumst sam- an í einni svipan og létum úr höfn. Samtímis vissi ég um tvo aðra báta með flóttafólk. Voru þeir báðir miklu stærri en minn og voru á öðrum þeirra 8 fjöl- skyldur. Við fylgdumst að nokkurn tíma, en ég hygg að báðir þessir bátar hafi tekið land í Færeyjum. Ferðin hing- að gekk mjög vel. Flðttian frð Mslde. Við flýðum frá Molde vegna þess, að við vissum, að Þjóð- verjar myndu taka af okkur bátinn og neyða okkur til að vinna gegn okkar eigin lands- mönnum. Við vildum heldur leggja út í óvissuna, en verða að sæta því hræðilega hlut- skipti. Á fimmtudag og föstudag Frh. á 4. síðu. 2% ffiiljón kvadd ar til vopna ð Bretlandi i dag. M' LONDON í morgun. FÚ. ’ EÐ konunglegri til- skipun voru 2% milljón manna kvaddir til vopna á Bretlandi í dag. Eru það 8 árgangar alis og menn þeir, sem kvadd- ir eru í herinn, eru á aldr- inum 27—36 ára. Lord Halifax. Sígarettum stolið. í fyrradag var stolið 150 sígar- ettupökkum úr sendiferðabifreið Tóbakseinkasölunnar. Rannsóknar- lögreglan hefir haft uppi á þjóf- inum, en hann var búinn að losa sig við sígaretturnar. Aðalfundur Norræna félagsins er í kvöld í Oddfellowhúsinu. Grænlendingar biðja Íslendinga um hjálp! ----4.-- Landfógetarnir snúa sértil stjórnarinnar R IKISSTJÓRNINNI hef- ir borist símskeyti frá landfógetunum á Grænlandi, þar sem þeir, sem hin lög- legu yfirvöld í landinu, fara þess á leit við íslendinga, að þeir veiti Grænlendingum hjálp til að koma sjávaraf- urðum landsins í verð. Ríkisstjórnin hefir sent þessa málaleitun til Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda með tilmælum um, að það athugi möguleika fyrir því að verða við þessara beiðni og hefir stjórn S.Í.F. tekið vel í að at- huga þetta mái. . .Á þessu stigi málsins er svo lítil vitneskja fyrir hendi, bæði um magn þessarar framleiðslu og ásigkomulag, að ekki er hægt að svo stöddu að segja um á hvern hátt heppilegast yrði að koma til móts við þessa málaleitun. Landfógetarnir á Grænlandi eru tveir og eru þeir æðstu em- bættismenn dönsku stjórnar- innar í landinu. Heitir annar þeirra Svane, og situr í Godt- haab, er hann landfógeti í Aust- ur-Grænlandi og hinn Brun, — situr hann í Godhaven og er landfógeti í Vestur-Grænlandi. Vorosjilov hermálaráðherra Stalias, er nt (allinn i ðnáð. .. ,4b ' , , Kennt um ófarirnar í Finniandsstríð- inu og sviftur embætti. 1T OROSJILOV hefir al- * veg óvænt látið af störfum sem hermálaráð- herra sovétstjórnarinnar og yfirmaður rauða hersins. Við starfi hans hefir tekið Timotsjenko hershöfðingi, sem stjórnaði innrás rauða hersins í Austur-Pólland í haust. Jafnframt hefir Timotsjenko verið sæmdur marskálksnafn- bót. Vorosjilov hefir verið gerð- ur að varamanni Molotovs sem forsætisráðherra sovétstjórnar- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.