Alþýðublaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 9. MAI 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ ♦r----------:-------------------♦ TilkynnW flutninga [ skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Tjarnargötu 12, simi 1222 vegna mælaálesturs. Rafmagnsveita Reykjavíknr. I----------------------------*--♦ ♦---,---------------------------♦ MUNIÐ Þvottahúsið „GEYSIR“ Spitalastíg 4 B. — Sirai 3796. Þvoum —'strauum — stífum. Sækum - seitdum. - Revnið viðskiptin Félag Reykvikinga. heldur stofnfund í Oddfellowhúsinu föstudaginn 10. þ. m. kl. 8Vi síðdegis. Konur og karlmenn, 40 ára eða eldri, sem eru fæddir eða uppaldir í Reykjavík, koma aðeins til greina, sem félagsmenn. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Einar Erlendsson. Georg Ólafsson. Guðm. Kr. Guðmundsson. Gunnar E. Benediktsson. Pétur Hall- dórsson. Sigurður Halldórsson. Sigurður Þorsteinsson. Vilhjálmur Þ. Gíslason. Þorleifur Gunnarsson. Fundur verður haldinn i Starf smannafélagi Reykja víkurbæjar í Kaupþingssalnum annað kvöld kl. 8,30. Fundarefni: 1. Úrslit fulltrúaráðskosningar. 2. Önnur mál. Stjérnin. ------UM DAGINN OG VEGINN---------------- Þeir, sem skammast út úr skömmtuninni. Þeim, sem hjálpað er til að spara, og hinir, sem ekki geta keypt. Sést til Græn- lands af Vestfjörðum? „Fröken klukka“. Skrumauglýsing- ar. Eyðsla Reykvíkinga og samúðin með bræðraþjóðum okkar. Er samúðin notuð sem hjúpur? ------ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ----- Félag Reykvíkinga stofnað annað kvðld ANNAÐ kvöld verður hald- inn í Oddfellowhúsinu stofnfundur „Félags Reykvík- inga“. Félagsmenn geta þeir aðeins orðið, sem eru fæddir og upp- aldir hér í Reykjavík, heimil- isfastir hér og eru fullra 40 ára eða eldri. Við síðasta manntal voru 1185 núlifandi Reykvíkingar, sem fæddir voru fyrir aldamót. Einn Reykvíkingur er á lífi, sem fæddur er 1849 og tveir fæddir 1850. Til samanburðar má geta þess, að árið 1905 voru hér 1769 innfæddir Reykvíkingar, en árið 1910 voru þeir 2698. Forgöngumenn að stofnun fé- lagsins eru: Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup, Einar Erlendsson bygg- ingameistari, Georg Ólafsson bankastjóri, Guðmundur Kr. Guðmundsson frá Vegamótum, Gunnar E. Benediktsson lög- fræðingur, Pétur Halldórson borgarstjóri, Sigurður Hall- dórsson byggingameistari, Sig- urður Þorsteinsson verzlunar- maður, Vilhjálmur Þ. Gíslason magister og Þorleifur Gunnars- son bókbandsmeistari. Arctic fer frá Færeyjum. Væntanlegt hingað innan fárra daga. TALIÐ ER LÍKLEGT að ,,Artic“, skip Fiskimála- nefndar muni koma hingað einhvern næsta dag. Upphaf- lega var svo ráð fyrir gert, að það myndi koma hingað í febr- úar, en frostin í Danmörku urðu þess valdandi að svo vel tókst ekki til. Skipið fór og til viðgerðar í Danmörku áður en það lagði af stað hingað, en þegar það var á leiðinni, munu þessar viðgerðir ekki hafa dug- að, enda hreppti það erfið veð- ur og komst það til Færeyja og þar hefir það legið undanfarn- ar vikur og ýmislegt verið gert við það. Sagt er, að skipið muni fara frá Færeyjum um þessar mund- ir og er það þá væntanlegt hingað innan fárra daga. YMSIR skammast mikið út úr breytingunum, sem gerðar hafa verið á matvælaskömmtun- inni, en ég get ekki tekið undir það. Það er raunverulega engin matvælaskömmtun komin á, því að engir munu hafa þurft að tak- marka neyzlu sína. ÞAÐ ER LÍKA að athuga, að þeir, sem geta keypt, hafa ekkert á móti því að þeim sé hjálpað til að spara, og þeir, sem hafa lítið handa á milli, hafa ekki getað keypt skammtinn sinn og ekki nærri því. Við höfum lítið þurft að kenna á ófriðarástandinu enn sem komið er, nema verkalýður- inn í auknu atvinnuleysi og vax- andi dýrtíð. — Ríkisstjórnin ætti að hjálpa fólki enn til að spara með því að banna alveg innflutn- ing á ýmis konar óþarfa, sem enn er fluttur til landsins, þrátt fyrir allt. „ÞAÐ VÆRI GAMAN að rann- saka það, hvort ekki myndi vera hægt að sjá til Grænlands af Vest- fjarðafjöllunum einhverjum," seg- ir M. G. í bréfi. „T. d. í hillingum að sumarlagi. Það þýðir líklega ekki að reyna það undir öðrum kringumstæðum eftir því sem Öl- afur við Faxafen segir í grein, sem hann ritaði nýlega I Alþýðublaðið. En hillingar geta eins og kunnugt er dregið fjarlæga staði miklu nær en þeir raunverulega eru, og jafnvel lyft eyjum og skerjum úr sjó, sem sjást ekki ella.“ „ÞORMÓÐSSKER, sem liggur hér vestur í flóa út af Borgarfirði, sést ekki héðan yfirleitt, en í hill- ingum sést það af hæðunum hér við Reykjavík. Eg man sérstak- lega eftir því einu sinni hvað það sást vel. Það var fyripartinn í september 1917. Þá vann ég ásamt mörgum fleirum í mónum hér inn við Kringlumýri. Nokkuð af món- um var flutt upp í holtið fyrir austan mýrina til þerris. Við, sem unnum þarna, sáum þá eitt sinn eins og eyju vestur í flóanum, í stefnu framan við Akranestá. Þeir, sem kunnugir voru, sögðu að þetta væri Þormóðssker. Þessa eyju hillti þarna uppi í tvo daga, svo breytti um veður og hún sást ekki meir.“ „EF HILLINGAR hefðu þá ver- ið líkar vestur í Grænlandshafi, tel ég líklegt að eitthvað af aust- urströnd Grænlands hefði sést af Vestfjarðafjöllum. Það var trú gamla fólksins þegar ég var ung- lingur uppi í sveit, að þegar verið væri á skipi miðja vega milli Is- lands og Grænlands, þá sæist bæði Snæfellsjökull á íslandi og Hvít- serkur á Grænlandi. Það væri ekki lengra en þetta milli þessara landa. Og jafnvel væri hægt að sjá Hvítserk af fjöllum hér í góðu skygni. Þetta hefir lengi verið trú hér á landi, og væri gaman að vita, hvort það hefði við rök að styðjast. Stæðu Vestfirðingar bezt að vígi með að athuga þetta, og ættu þeir að gera það við góða hentugleika, og skýra síðan frá árangrinum,“ S. í HORNINU skrifar mér: „Mér hefir verið sagt, að þrefalt símagjald sé fyrir að hringja á „ungfrú klukku“. Ef svo er, hvers vegna er það og hvers vegna er fólk ekki látið vita um það?“ — Þetta er rangt. Það er aðeins ein- falt samtal að hringja á ungfrúna einu sinni. „ÖÐRUHVORU eru birtar hér í blöðunum auglýsingar um olíu, Vedol Motor oil, sem qru svo smekklausar og ógeðslegar, að undrum sætir, að nokkurt blað skuli birta þær. Yfirskrift auglýs- inganna er m. a. „Örn stelur lömb- um“ og „Refur stelur kindum“, og þar fyrir neðan eru teiknaðar myndir af þessum atburðum, og eru þær með sérstöku grimmdar- sniði. Hver hefir umboð fyrir þessa verzlunarvöru, og telur sér samboðinn svo ógeðfelldan skrum- auglýsingahátt ? ‘ ‘ „HJÁ REYKVÍKINGUM rikir einkennilegur hugsunarháttur í mörgu, og á hóglífi þeirra og vel- Frh. á 4. siðu. Lejrndardómur -lvlndryt 88. gömlu hallarinnar. er orðið framorðið. Var það nokkuð fleira, sem þér viltluð fá upplýsingar um? — Nei, þakka yður fyrir. — Verið þér sælir! Þegar iðgreglumaðurinn var kominn aftur ofan á götuna, tautaði hann fyrir munni sér: — Og þessi maður sagði Sallent að væri óvenju- lega gáfaður maður! Heppni, að svona menn skuli ekki vera í Versölum! Hann lokar augunum fyrir því, sem er deginum ljósara, og talar eintómt þvaður! XX. Um leið og Labot hafði lokað dyrunum, kom Pierre Herry, fram. — Ég þakka yður fyrir, að þér vilduð hlusta á mig. Verið þér sælir. — Hvert ætlið þér að fara? — Á lögreglustöðina. — Þér játið þá? — Ég játa ekkert, síður en svo. Allt, sem ég hefi sagt, er satt. En látið yður ekki detta það í hug, að ég hafi látið morðingjann sleppa vegna þess, að ég hafi verið hræddur. Berið mér á brýn hvað sem þér viljið, en ásakið mig aldrei um það, að ég sé heigull. — Ég ætlaði aðeins að vita, hvort þér gripuð i hálm- stráið, sem ég rétti yður, en þér genguð ekki í 'gildruna. Hefðuð þér gert það, hefði ég álitið, að þér væruð sekur. Nú veit ég ekki, hvað ég á að álíta, en ég veit, að þér eigið það skilið, að einhver taki mál yðar að sér. Allou gekk tuu gólf og hugsaði. Svo fór hann að blaða í dagblöðumuu og fann tölublað með smágrein, 22. október, fáeinum dögiuu eftir að Carlovitch hvarf. „Sjaldgæf villidýr. I Meudonskóginum urðu fáeinir skógarhöggsmenn varir við einkennileg dýr og heyrðu furöuleg ýlfur. Þeir umkringdu dýrin og skutu þrjár hýenur, sem álitið var að hefðu brotizt úí úr dýra- garði.“ í næstu blöðuin var ekkert minnst á þetta mál. — Jafnvel þótt þér hafið ekki verið í Afríku, sagði AIIou, þá vitið þér þó á hverju þessi dýr lifa. — Á líkum. — Alveg rétt. Hýenurnar hafa afar sterkan tann- garð, og þær gefast ekki upp við sterkustu bein. — Þér eigið við . . . ? — Ég á við það, að það er bezt, að þér farið <nn og leggið yður, svo tökum við til óspilltra málanna á morgun. Cordani sakadómari var ekki svo iítið undrandi, þegar Allou kom inn í skrifstofu hans snemma næsta morgun, og á hæla honum gekk hinn eftirlýsti morðingi. Allou bað um að mega bera fram fáeinar spurningar, áður en Herry yrði settur^ í fangelsið, og dómarinn lét það eftir að kaila á lögregluþjóninn, sem hafði tekið Gustave Aranc fastan nóttina, sem morðin voru framin. Allou vildi gjarnan fá að athuga fjarverusönnun hans. — Ég stóð á miðri Saint Claud götunni, í bjarma götuljósanna. Aranc kom akandi á fleygiferð og stefndi Ibeint á mig. Þegar ég rétti upp hendina stanzaði hann, en hann var svo ósvífinn, að ég gat ekki sieppt honum. — Var það ekki einkennilegt, að slíkur ökuníðingur skyldi stanza, þegar merkið var gefið? — Hann gerði það að minnsta kosti. ly __iUJ_Í-aá«_ — Ef hann hefir viljað láta taka sig fastan, þá hefir þetta verið örugg aðferð. — Rétt er það. — Var annars nokkuð einkennilegt við framkomu hans? — Nei, hann var í góðum fötum og því um líkt. — Og hvað var klukkan? spurði Cordani. — Hana vantaði 7 mínútur í eitt. — Það skiptir litlu máli, sagði Allou. Þegar maður leggur áherzlu á það að vera tekinn fastur þrem stund- arfjórðungum áður en einn af nánustu ættingjum mann* er drepinn með sviplegum hætti, má maður þá ekki láta sér detta í hug, að sami maður sé að útvega sér fjarverusönnun. Og má maður ekki láta sér detta í hug, að hann viti, á hvaða stundu glæpurinn eigi að fara fram. Allou fékk Cordani til þess að koma með sér ásamt réttarvitni á fund Antoines gamla. Herry, fékk að aka með. Þeir biðu, meðan Allou för á fund Antoines gamla, sem sat úti fy.rir húsinu sinu. — Ég var vinur Sonju Carlovitch, sagði Allou. — Viljið þér hjálpa mér til að hefna hennar? Augu gamla mannsins skutu gneistum. — Ég vildi, að morðinginn væri kominn milli handa minna. — Hvers vegna viljið þér ekki hjálpa mér til að finna morðingjann? — Ef þér eruð sporhundur lögreglunnar, þá farið samstundis. — Ég er ekki í sambandi við lögregluna. En ég veit, aö lögreglan álítur yður meðsekan, en ég veit það líka, að það er enginn fótur fyrir því. Antoine grét eins og barn. — Ég hefði átt að vera samsekur um að myrða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.