Alþýðublaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIB FIMMTUDAGUR 9. MAI 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. t fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H , f. Umræðurnar í brezka pinginu Hðrð ummæli HToregs* konungs um ÞJóðverfa. —---♦_--- Ægileg lýsing á aðfðrum Þjóðverja í liernaðinum. ♦ Hépur barna bryijaður nlður. UMRÆÐURNAR, sem fram hafa farið í brezka þing- inu undanfarna tvo daga. hafa vakið gífurlega eftirtekt úti um allan heim. Menn hafa talað um það sín á milli, hvort þeim myndi ljúka með því, að stjóin Chamberlains yrði nú loksins að segja af sér og víkja sæti fvíir öðrum, sem treyst væri til þess að heyja styrjöldina gegn hinum ægilega óvini á meginlandinu af meira krafti en hingað til hefir verið gert. En um hitt hefir verið miklu minna talað, hve merkilegar þessar umræður voru í sjálfu sér, alveg án tillits til þess, hver úrslit þeirra urðu. Þarna voru fyrir opnum dyr- um, að viðstöddum erlendum sendiherrum og blaðamönnum, og óteljandi áheyrendum öðr- um, rædd einhver alvarlegustu mistökin, sem Bretum hafa orð- ið á í yfirstandandi styrjölci: hin misheppnaða tilraun til þess að stöðva sókn Þjóðverja í Suður-Noregi, uppi af Oslo, og hindra það, að hersveitir þeirra þar næðu að sameinast hinum einangruðu þýzku land- gönguliðssveitum í Bergén og Þrándheimi og leggja þar með undir sig allan suðurhluta landsins. Menn af öllum flokk- um stóðu á fætur, lýstu því op- inberlega yfir sem sinni skoð- un, að Bretar hefðu orðið fyrir alvarlegu áfalli og stórkostleg- um álitshnekki við brottflutn- ing landgönguliðs síns úr Suð- ur-Noregi, gagnrýndu stjórn- ina harðlega fyrir fyrirhyggju- leysi og ódugnað og heimtuðu, að hún viki sæti fyrir nýjum mönnum, sem hefðu meiri hæfileika til þess að stjórna Bretlandi á svo hættulegum tímum og leiða það til sigurs í styrjöldinni. Það skal hér alveg ósagt lát- ið, hvort eða að hve miklu leyti sú gagnrýni er réttmæt, sem stjórn Chamberlains varð fyrir í þessum umræðum. Það er erf- itt fyrir okkur, sem stöndum á- lengdar og vantar alla sérþekk- ingu, að mynda okkur rök- studdar skoðanir á því, hvaða bardagaðferðir eru sigurvæn- legastar fyrir Bretland í viður- eigninni við Þýzkaland á þessu stigi styrjaldarinnar, og ekki ó- sennilegt, að það geti einnig verið álitamál fyrir þá, sem nær standa viðburðunum. En hitt getur engum dulizt, að sú þjóð hlýtur að vera sér mikils innri styrkleika meðvitandi, sem svo hreinskilnislega og op- inskátt ræðir um mistök sín frammi fyrir sjálfum óvininum og frammi fyrir öllum heimin- um á slíkum hættutímum. Það er hið rótgróna brezka lýðræði, sem sýnir sig í um- ræðunum í brezka þinginu und- anfarna tvo daga. Að baki þeim liggur löng og farsæl þróun hugsunarfrelsis, málfrelsis, lýðræðis og þingræðis á Bretlandi. í einræðislandi væru slíkar umræður ó- hugsanlegar í friði, hvað þá heldur í ófriði. Þar yrði mistökunum vafalaust leynt fyrir þjóðinni svo lengi, sem unnt væri. Og þó einhver, sem ekki væri ætlað að fá neina vitneskju um þau, kæm- ist að þeim og vildi gagnrýna einræðisstjórnina fyrir gerðir hennar, þá ætti hann hvorki aðgang að þingi, blöðum né op- inberum mannfundum til þess að láta skoðanir sínar í ljós. Umræður eru yfirleitt ekki leyfðar í slíku landi nema í hæsta lagi í lokaðri klíku ein- ræðisherrans, þar sem almenn- ingur veit ekkert, hvað fram fer. Og leyfi einhver sér þrátt fyrir það að rjúfa þögnina og segja meiningu sína, á hann það nokkurn veginn víst að verða lokaður inni í fangabúð- um, ef ekki tekinn af lífi fyrir landráð. Þegar kúgunin hefir þannig heltekið nokkur stærstu lönd heimsins, sem nú gera kröfu til þess, að leggja undir sig hvert landið af öðru með blóðugu of- beldi, er það mikil örvun fyrir alla þá, sem frelsinu unna og ekki geta hugsað sér að lifa án þess, að sjá hina voldugu brezku þjóð halda málfrelsið og lýðræðið þannig í heiðri, meira að segja í ægilegri styrjöld fyr- ir sinni eigin tilveru, eins og umræðurnar undanfarna daga í brezka þinginu bera vott um. Um allan heim mun verða litið á þær sem fyrirheit um það, að lýðræðið muni að lokum sigr- ast á kúguninni í þessari styrj- öld, enda var enginn ágreining- ur um það í brezka þinginu, að styrjöldinni skyldi haldið á- fram þar til fullnaðarsigur væri unninn. Þvert á móti. Það, sem stjórninni var gefið að sök, var það, að styrjöldin: væri ekki háð af nógu miklum krafti. Það er andvaraleysi undanfarinna ára, áhrif nazismans, sem brezka lýðræðið er að vakna upp af og hrista af sér. SmDrðshrauðsbúðin er flott af Lauga- vegi 34 ð Viðimel 45, siml 3544. IX ÁKON Noregskonungur hefir sent þjóð sinni nýjan boðskap og er ákaf- lega harðorður í garð Þjóð- verja. Hann segir meðal annars: „Það er ekki styrjöld, sem Þjóðverjar reka í Nöregi, held- ur morð og brennur og tilefnis- lausar blóðsúthellingar. En þó er ástand vort ekki svo að öll von sé úti. Þvert á móti er það óbifandi trú *nín og von, að bráðlega verði breyting til batnaðar. Þjóðverjar hafa brot- ið undir sig stóra hluta lands- ins, en hernaðarlegt tjón þeirra er miklu stærra bæði á sjó og landi en tjón vört og banda- manna vorra. Hvorki loftárásir, morð eða brennur hafa haft þau áhrif, sem Þjóðverjar gerðu sér von um, það er að brjóta niður siðferðisþrek og varnarvilja norsku þjóðarinn- ar. Þessar hroðalegu aðfarir hafa þvert á móti orðið til þess að stæla þetta hvort tveggja og efla í öllum Norðmönnum þann vilja að létta ekki fyrri en tak- markinu er náð, en það er: Nor- egur fyrir Norðmenn.“ Her Norðmanna og Banda- manna sækir nú að Þjóðverjum á Narvíkur-svæðinu og heldur uppi stöðugum loftárásum og' stórskotahríð á þá. Eru margir sem vænta þess að Þjóðverjar verði þarna bráðlega matarlaus- ir. Víða veita norskar hersveitir Þjóðverjum snarpa mótstöðu t. d. hafa Þjóðverjar hvergi komist inn í Nordlandsfylki. Þá hafa . borist fregnir, en að vísu óljósar um ákafa bardaga í Gaulsdal, þar sem Norðmenri hafa veitt Þjóðverjum öflugt viðnám. Norðmenn ern igætir hermenn. Þá voru í norska útvarpinu frá London birt ummæli sænsks íiðsforingja sem er sjálfboðaliði í her Norðmanna. Horum farast orð á þessa Ieið: Norðmenn eru ágætir hermenn þó að landið hafi átt friði að fagna um langt skeið og vér munum geta varist langa hríð, ef ekki brestur vopn. Almenningur, sem að vonum var mjög hræddur við loftárásir Þjóð verja fyrst í stað er aftur að fá vald yfir taugum sínum. Hræðslan er að hverfa og mönn- um er að lærast að leita sér hælis í loftárásum. Þá segir liðsforingi þessi svo frá að engin hersveit hafi ver- ið til handa honum að stjórna er hann kom til Noregs. „En á einni viku safnaði ég að mér 500 mönnum, æfði þá í þrjá daga og fór síðan rakleitt með þá r eldinn. Og eftir þessa ^rriggja daga æfingu börðust þessir Norð- menn svo vasklega og viturlega að hvert einasta liðsforingja- hjarta hefði hlotið að gleðjast yfir þeim. Ég er stoltur af þeim". Víða annarsstaðar frá koma og fregnir um ágæta framgöngu Norðmanna. Það sem veldur vinum Nor- egs einna mestum áhyggjum er það, að skortur kunni að verða á vélknúnum hergögnum, léttum fallbyssum og flugvélum. Það eru í raun og veru þessi hergögn, sem Norðmenn þarfnast framar öllu öðru. Ægiiegnr viðburðnr i Qnðbranðsdai Þessu næst var í norska út- varpinu frá London birt skýrsla frá enskum hermanni um ægileg- an atburð sem orðið hafði í Guðbrandsdal. Honum segist frá á þessa leið: „Vér rákumst á þýzka hersveit á leiðinni til Lille-hammer. Þjóð- verjar hófu vélbyssuskothríð og vér gerðum slíkt hið sama. Á milli hinna fjandsamlegu her- flokka lá vegur, og er minnst varði vonum komu nokkur börn hlaupandi eftir veginum án þess að eiga sér nokkurs ills von. Vér hættum þegar vélbyssuskothríð- inni, en Þjóðverjar héldu áfram og börnin voru brytjuð niður í kúlnaregninu. Sum dóu en önn- ur engdust í sárum. Vér Bretar stóðum klumsa af viðbjóði og skelfingu en allt i einu blossaði upp í okkur hatr- ið, vér urðum óðir og æddum á Þjóðverjana, sem voru færri en vér og hjuggum þá niður í návigi“. % Halftian Koht utanrikismálaráð- herra Norðmanna fór til Parísar í morgun og tóku þeir á móti honum er þangað kom Paul Reynaud, forsætisráðherra Frakka CammiIIe Chautemps og aðrir mikilsvirtir stjórnmálamenn. Er gert ráð fyrir að hann muni þeg- ar í dag hefja viðræður við franska stjórnmálaleiðtoga með svipuðum hætti og hann hefir áður átt við stjórnmálaleiðtoga í London. Fix ÞVOTTADUFT aðeiris 0.65 pakkinn. Kristalssápa 1.10 pk. Bón V4 kg. 1.20 pk. j Sunlight-stangasápa, Persil Radion —• Rinso Lux-sápa og spænir. Komið, — símið, — sendið. BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1078 TJARNARBÐÐIN. Sími 3570. Bezt er heima- bakað Ágætt hveiti í smápokum og lausri vigt. Ný egg daglega, og alít til ji bökunar. i|. Eyjabúð. | Bergst.str. 33. Sími 2148. ;; #'#s##*#‘##s#^#s##^##n##'#^s#v##s#n#^**###s###\#^ rrn:i|Hi.i3 austur um land í strandferð n.k. laugardagskvöld kl. 9. Vörum veitt móttaka til hádeg- is á morgun. Pantaðir farseðlar sækist fyrir sama tíma. Útibreiðið Alþýðublaðið! DanmSrk frjáls. Norska sendiráðið í Kaup- mannahöfn er á Törum þaðan og hefir sænska sendiráðinu ver- ið falið að fara með málefni Noregs fyrst um sinn. Butler, aðstoðarutanríkismála- ráðherra Breta, hefir lýst því yf- ir að endurreisn frelsis og sjálf- stæðis Danmerkur sé eitt afhern- aðarmarkmiðum Breta og Banda- manna þeirra. Dansskóli Báru Sionr- jónsdóttur. N emendadansleikur og lokadansleikur verður að Hótel Borg í kvöld, og hefst kl. 8. — Aðgöngumiðar seldir í dag á Laugavegi 1 kl. 5 —6 og við innganginn. Kosta kr. 2,50,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.