Alþýðublaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR B. MAI 1?4Ö. FIMTUDAGUR Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Laufásveg, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifreiða- stöð íslands, sími 1540. ÚTVARPIÐ: 12,00—13,00 Hádegisútvarp. 18.50 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.15 Hljómplötur: Polkar og mazúrkar. 19,30 Lesin dagskrá næstu viku. 19,45 Fréttir. 20.15 Frá útlöndum. 20.35 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel): Lög eftir Si- belius. 20.50 Garðyrkjuerindi, III (Stef- án Þorsteinsson garðyrkju- kennari). 21.15 Útvarpshljómsveitin: Syrpa af lögum eftir Chopin. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Leikfélagið sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ í kvöld kl. 9. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Vigdís Eyjólfs- dóttir og Maríus Jóhannsson sjó- maður, Njarðargötu 27. Fimmtudagsklúbburinn heldur dansleik í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 10. IJngfrú Bára Sigurjónsdóttir danskennari heldur nemenda- dansleik í kvöld kl. 8 að Hótel Borg. Hefir ungfrú Bára fullnum- að sig í danslist hjá frægum er- lendum danskennurum, enn frem- ur hefir hún lokið prófi í hinum fræga fimleikaskóla Ollerup í Danmörku. Gamla Bíó sýnir í kvöld myndina María Antoinetta með Normu Shearer og Tyrone Power í aðalhlutverk- unum. Revyan Forðum í Flosaporti verður sýnd kl. 8 í kvöld í Iðnó. Aðalfundur Byggingarfélags al- þýðu var haldinn í gærkveldi. Þorlák- ur G. Ottesen átti að ganga úr stjórninni, en hann var endurkos- inn. Samþykkt var á fundinum að leita tilboða um rafmagnsofna til kyndingar í íbúðunum að minnsta kosti meðfram. 75 ára er í dag (10 maí) Jón Jónsson, fyrrum bóndi að Skjálg í Kol- beinsstaðahreppi, nú til heimilis á Bergþórugötu 43. Saumaklúbbur Kvenfélags Alþýðuflokksfélags- ins kemur saman í kvöld á venju- legum stað og tíma. Pianóhljómleikar Árna Kristjðnssonar / ARNI Kristjánsson píanóleik- ari heldur hljómleika I kvöld kl. 7,15 í Gamla Bíö. Eru þetta 6. hljómleikar Tón- listarfélagsins á þessu starfsári, og er efnisskráin sem hér segir: Beethoven: Tunglskinssónatan; Carl Nielsen: Thema með varia- tionum op. 40; Chopin: Ballade, As-dur, op. 47; Impromtu, As- dur, op. 29; Noctume, Fis-dur, op. 15 nr. 2; Impromtu, Ges-dur, op. 51; Barcarole, Fis-dur, op. 60, og Fr. Liszt: Hinn heilagi Fran- ziskus gangandi á öldunum. NORSKU FLÖTTAMENNÍRNIR Frh. af 1. síðu. voru gerðar 2 loftárásir á Mol- de. Fyrri daginn féllu 4 sprengj ur á bæinn, þær sprengdu nokkur hús í loft upp og kveiktu í öðrum. Þennan dag lá norskur strandvarnabátur á höfninni í Molde og gerðu hin- ar þýzku sprengjuflugvélar til- raun til að sökkva honum. En þrátt fyrir allar tilraunir þeirra tókst það ekki. fflolde shotla i bál með- an riklsstiórnln var par Á föstudaginn kom norska ríkisstjórnin til Molde á leið sinni norður á bóginn undan þýzka hernum.“ (Er þessi frá- sögn skipstjóra í samræmi við ummæli Halvdan Koths í brezka útvarpinu á dögunum, er hann skýrði frá því að hann hefði horft á Molde skotna í bál.) — „En rétt á eftir, er rík- isstjórnin var komin til bæjar- ins,“ heldur skipstjórinn á- fram, „komu margar þýzkar sprengjuflugvélar og bókstaf- lega lögðu bæinn í rústir, svo að þar varð ekkert hús uppistand- andi eftir loftárásina. En ríkis- stjórnin slapp án þess að nokk- ur ráðherranna særðist. Mjög lítið manntjón varð við þessar loftárásir vegna þess að daginn áður hafði mestur hluti bæjarbúa flúið burtu.“ Þegar fréttaritarinn spurði skipstjórann um fjölskyldu hans, svaraði hann: „Foreldrar mínir búa utan við Molde. Þangað fór kona mín og börn, og þar eru þau nú.“ Enn mun ekkert vera ákveðið hvað um þessa flóttamenn verður. En vitanlega ber að taka þeim sem vinum og gera það fyrir þá, sem hægt er. VOROSJILOV Frh. af 1. síðu. innar og forseta í hermálanefnd hennar. Úti um heim er almennt litið þannig á þessa frétt, að Voro- sjilov, sem um fimmtán ára skeið, eða síðan Trotzki var steypt af klíku Stalins, hefir verið hermálaráðherra og yfir- maður rauða hersins, hafi ver- ið látinn gjalda ófaranna í Finnlandsstríðinu og honum hafi verið fórnað af vini sínum Stalin vegna óánægjunnar, sem risið hefir á Sovét-Rússlandi út af hinni aumu frammistöðu rúsneska hersins í því stríði. Það er gamla aðferðin, að finna ævinlega einhvern sökudólg fyrir axarsköpt einræðisherr- ans. Vorosjilov hefir fengið hið nýja embætti sem varamaður Molotovs sem eins konar sára- bætur í bili. En ef að venju læt- ur þar eystra verður þess ekki langt að bíða, að eitthvað verði honum einnig þar að falli. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. líðan á undangengnum árum sjálf- sagt mikinn þátt í því, að alvöru- leysi skuli vera hér eins áberandi og orðið er. Vafalaust höfum við flest okkar mikla samúð með ná- grannaþjóðum okkar í hörmung- um þeim, sem yfir þær hafa dun- ið síðan í haust. En þessi samúð ér notuð eins og fat, sem öðru hvoru er varpað yfir sig, og minnir mig oft á þann hjúp, sem stundum er notaður í sambandi við kristin- dóminn. Líklega hefir aldrei ríkt meiri gleðskapur og glaumur á opinberum stöðum í Reykjavík en einmitt í vetur. Samkomustaðir bæjarins hafa nálega hvert kvöld verið uppteknir af samkomum í einhverri mynd. Drykkjuskapur er sagður ekki minnkandi og það tóbak, sem flyzt til bæjarins öðru hvoru, gengur upp nærri sam- stundis.“ „EFTIR ÞESSU AÐ DÆMA er auðsjáanlega engin peningaþurrð hjá öllum þorra bæjarmanna, því dýrtíðin hefir haldið áfram að vaxa, en lítil eða engin dýrtíðar- uppbót á launum fólks ennþá. Mér finnst mjög óviðeigandi að halda hér mót og dansleiki eins og ekk- ert hafi í skorizt. I þessu efni ættu stúdentar og aðrir menntamenn þjóðarinnar að ganga á undan, en því fer fjarri. í haust, þegar ráðizt var inn í Finnland, aflýstu stúd- entar dansleik sínum, því árásin bar upp á sama dag, en héldu svo dansleikinn kvöldið eftir. Fyrir nokkrum dögum héldu þeir aftur dansleik, þrátt fyrir að tvö önnur nágrannaríki hafa sætt líkum ör- lögum og Finnland." Heima eða heiman. Til hátfðarinnar verður í öllum tilfellum bezt að kaupa í Sími 2064. GAMLA BIO I María Antoinetta Aðalhlutverk: NORMA SHEARER og TYRONE POWER. Þessi tilkomumikla mynd verður vegna áskorana SÝND í KVÖLD KL. 9. ■ NÝJA BIO ■ Brosandi meyjar. Amerísk kvikmynd frá FOX-FILM. Aðalhlutverk- in leika: ALICE FAYE og DON AMECHE. FIMMTUDAGSDANSKLUBBURINN DANSLESM í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld klukkan 10. Aðgöngumiðar á kr. ■€ BEáS seldir eftir kl, 8 í kvöld N.B. Olvuðum mönnum stranglega baimaður aðgangur. LEIKFÉLAO REYKJAVlKUR. „Stundam og stnndui ekki“. Sýning annað kvöld (föstudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. Síðasta sýning fyrir hvítasunnu. BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. Félagið i&vSldvaka: Skemíim í Jklpýðsiimisiiani föstudaginn 10. þ. mán. kl. 9 síðd. Fjölbreytt skemmtiskrá. Ðans. Góð harmonikuhljómsveit. — Aðgöngumiðar í Mál- aranum, hjá Pétri og Snæbirni, Bergstaðastræti 4 og í Ljósafoss, Laugav. 26. Hver er sinnar gæfn smiðnr Kaupið í hvítasunnubaksturinn: Hveiti. Strausykur. Melis. Egg á 1,50 V2 kg. Allskonar dropar og krydd að vanda í fjöl- breyttu úrvali. Vörugæði okkar eru löngu þekkt. I. O. 6. T. FREYJUFUNDUR annað kvöld kl 81/2- Kosning fulltrúa til um- dæmisstúku. Br. Jón Árnason: Rósirnar. S.Anna Ingvarsdóttir: Einsöngur. Fjölmennið stund- víslega. Æðstitemplar. STYRKUR verður veittur úr Mínningar- sjóð Gunnars Jacobsson handa ungum pilti, sem hefir verið berklaveikur. — Umsóknir sendist til frú Guðrúnar Briem, Tjarnargötu 20. í daa ern síðusti forvðð að kaapa miða oo endurnýja. Á morgun verður það um seinan. Happdrættið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.