Alþýðublaðið - 10.05.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 10.05.1940, Side 1
r XXI. ÁRGANGUR FðSTUDAGUR 10. MAI 1940. 107. TÖLUBLAÐ Bretar setja her á land i Reyhjavik. ---4-- 1 Til þess að verða á undan ÞJóðverjum segir í tilkynningu þeirra. Þýzki ræðismaðurinn og margir ÞJððverJar teknir fastir. -----4----- O REZKT HERLIÐ var sett á land hér í Reykjavík seint í nótt. — Klukkan rúmlega 4 komu 4 brezk ^ herskip inn á ytri höfnina, en nokkru áður, eða um kl. 3,45, hafSi brezk flugvél flogið inn yfir bæ- inn og varpað niður flugmiðum. Um kl. 5 fór eitt herskipið, tundurspillir, upp að gamla hafnarbakkan- um og byrjaði að setja lið á land, en samtímis voru togararnir „Sindri" og „Þorfinnur" og einn brezk- ur togari, sem kom hingað í fyrradag, teknir af hinum brezku hermönnum og látnir flytja meira lið ur herskipunum, sem lágu á ytri höfninni. Fyrsti hermannahópurinn, sem steig á land, skipti sér. Fór nokkur hluti hans tafarlaust vestur að bú- stað þýzka ræðismannsins við Túngötu og tók hann á sitt vald. í þessum hóp voru 25 hermenn, allir vopnaðir, og var brezki ræðismaðurinn í fylgd með þeim. Var þýzki ræðismaðurinn tekinn fastur og síð- ar í morgun fluttur á brott úr húsinu og u m borð í hinn brezka tundurspílli. Hinn hluti fyrsta hermannahópsins fór upp að Landssímahúsinu og útvarpsstöðinni við Austurvöll og tók húsið á sitt vald. Meðan á þessu stóð var stöðugt haldið áfram að flytja lið á land, og skipti það sér í marga hópa og dreifði sér um bæinn. Tók það Hótel Borg á sitt vald og er þar nú aðalbækistöð landgönguliðsins. Enn fremur tók það Hótel ísland, og hefir hjúkrunarliði Rauða krossins, sem fylgir hernum, verið komið þar fyrir og fáni Rauða krossins v#rið dreginn að hún. Þá var settur her- vörður við Loftskeytastöðina, Pósthúsið og auk þess við Herkastalann, Hótel Heklu, brezku ræðismannsskrifstofuna í Hafnarstræti og allar benzínstöðvar í bænum. í Herkastalanum bjuggu flestir þeir Þjóðverjar, sem hingað hafa komið síðan x ófriðar- byrjun og voru þeir allir teknir fastir og fluttir um borð í brezka tundurspillirinn við hafnarbakkann. — Jafnframt voru og ýmsir aðrir Þjóðverjar í bænum teknir fastir. Landgöngulið tók þegar í morgun margar bifreiðar í þjónustu sína. Fluttu þær her- mannaflokka á ýmsa samgöngu staði í úthverfum hæjarins. Her vérðir voru settir við Elliðaár- brúna (efri) við vegamótin á Bústaðavegi upp að útvarps- stöðinni á Vatnsendahæð, í Fossvogi og víðar. Höfðu her- mennirnir alvæpni og loft- skeytastöðvar, sem þeir notuðu við og við. Þá hafa þeir tekið að bækistöð fyrir liðið Iðnskól- ann og Mjólkurfélagshúsið alt. í úthverfum bæjarins stöðvuðu hermennirnir bifreiðar og leit- uðu í sumum þeirra að byssum, en spurðu um þær fyrst. — Hleyptu þeir mörgum bifreið- um um vegina eftir kl. 9. Á Vörubílastöðinni „Þrótti“ voru teknar margar flutningabifreið- ir og fluttu þær herlið upp í Hvalfjörð, ásamt tjöldum og vistum. Ekki er gott að segja hve margir hermenn hafa gengið hér á land, en það virðist vera allmikið lið. Flestir eru þessir menn kornungir, sumir þeirra að minnsta kosti eru Kanada- menn. Herskipin þrjú, sem hingað komu heita: „Barrick," „Grlas- gow“ og Fearless“. Um nafn tundurspillisins er ekki vitað. Brezka útvarpið skýrði frá því í morgun kl. 8, að brezkt herlið hefði verið sett á land á íslandi í því skyni að afstýra þýzkri árás á landið og hefði ís- lenzku stjórninni verið tilkynt það, að liðið myndi verða flutt burtu um leið og friður væri kominn á. í dag kl. 2yz fór fjöldi her- manna úr bænum í flutn.bílum. Tilkpning Breta. ----------4--------- UM leið og brezka herliðið steig á land hér í morgun, var fest upp víða í bænum eftirfarandi tilkynning, sem er samhljóða flugmiðum þeim, sem varpað var yfir bæinn úr brezku flugvélinni í nótt: „Brezkur herafli er kominn snemma í dag á herskip- um og er núna í borginni.. Þessar ráðstafanir hafa verið gerðar bara til þess að taka sem fyrst nokkrar stÖðvar og að verða á undan Þjóðverjum. Við Englendingar ætlum ekkert að gera á móti íslenzku landsstjórninni og íslenzka fólkinu. En við viljum verja ís- land gegn örlögum, sem Danmörk og Noregur urðu fyrir. Þess vegna biðjum við yður að fá okkur vinsamlegar við- tökur og að hjálpa okkur. Á méðan við erum að fást við Þjóðverja, sem eru í Reykjavík eða annars staðar á íslandi, verður um stund- arsakir bannað 1. að útvarpa, að senda símskeyti, að fá símtöl. 2. að koma inn í borgina eða að fara út úr henni í nokkra klukkutíma. Okkur þykir leiðinlegt að gera þetta ónæði, við biðj- um afsökunar á því og vonum að það endi sem fyrst. R. G. STURGES, yfirforingi.“ Þýzk Arás á Holland og Belgin i náttt ---4-- Bæði londin verjast og hafa beðið Bandamenn um hjálp. ---4-- ÞJÓÐVERJAR ruddust með her manns inn yfir landamæri HolSands, Belgíu og Luxemburg seinnipartinn í nótt, án þess að hafa seni nokkru þessara landa úrslitakosti, hvað þá heldur stríðsyfirlýsingu. En í yfirlýsingu, sem þýzka stjórnin hefir birt, er því haldið fram, að henni hafi verið kunnugt um, aS Banda- menn hafi fyrirhugað árás Þýzkaland í gegnum þessí lönd og því hafi hún senf her sinn inn í þau „fil þess að tryggja hlutleysi þeirra“. Luxemburg, sem er varnarlaust land, er þegar sögð vera á valdi þýzka innrásarhersins, en Hollending- ar og Belgíumenn lýstu því yffir, að þeir myndu verja sig hvað sem það kostaðé og báðu jafnframt Breta og Frakka um hjálp. England og Frakkland gáfu í morgun út yfirlýsingu þess efnis, að þau myndu koma þeim til hjálpar og síðustu fregnir herma, að franskar og brezkar hersveitir séu þegar komnar inn yfir landamæri Belgíu að sunnan. Frh. á 4. síöu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.