Alþýðublaðið - 11.05.1940, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.05.1940, Síða 1
r RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 11. MAI 1940 108. TÖLUBLAÐ Fóru yfir suðurlandamærin prem stundum eftir að Þjóðverjar hófu árásina að austan -----♦----- Ógurlegar orustur f Suður«Luxemburg. -----4----- KAÐ var tilkynnt í París í gærkveldi, að her Bandamanna, ** bæði franskur og enskur, hefði farið inn yfir suðurlanda- mæri Belgíu milli kl. 7 og 8 í gærmorgun, aðeins þremur klukkustundum eftir að Þjóðverjar hófu hina fyrirvaralausu á- rás sína á Holland, Belgíu og Luxemburg að austan. Hersveitum Frakka, sem eru austast, hefir þegar lent saman við þýzka innrásarher- inn á landamærum Belgíu og Luxemburg og standa nú yfir ógurlegar orustur í Suður- Luxemburg, þar sem sókn Þjóðverja hefir verið stöðvuð. Búizt er við, að aðrar hersveitir Breta og Frakka verði komnar til vígstöðvanna við austurlandamæri Belgíu og Hollands síðdegis í dag og á morgun. Hollendingar og Belgíumenn verjast vasklega við austur- landamærin, og gengur Þjóðverjum sóknin mjög seint þar. í Belgíu segjast þeir þó hafa náð Malmedy á sitt vald og í Suður- Hollandi héraðinu Limburg með borginni Maastricht, en þeim hefir ekki tekizt að hrjótast í gegnum varnarstöðvar Hollend- allir á valdi Hollendinga aftur í gærkveldi, nema í Rotterdam. Þar var barizt í alla nótt, bæði Frh. á 4. síðu. Mótmæli ríkisstjórnarinnar víð hlutleysisbroti Breta. --------«-------- SEINNIPARTINN í gær afhenti utanríkismálaráðuneytið hinum nýkomna sendiherra Breta, Mr. Charles Howard Smith, mótmæli ríkisstjórnarinnar, sem sagt var frá í gær, gegn hlutleysisbroti Breta. Fer orðsending ríkisstjómarinn- ar hér á eftir í íslenzkri þýðingu: Út af atburðum þeim, sem gerðust snemma í morgun, hernámi Reykjavíkur, er hlutleysi íslands var freklega hrot- ið og sjálfstæði þess skert, verður íslenzka ríkisstjómin að vísa til þess, að þann 11. aprfl síðastl. tilkynnti hún hrezku ríkisstjórninni formlega, fyrir milligöngu fulltrúa hennar hér á landi, afstöðu íslenzku ríkisstjórnarinnar til tillögu hennar um að veita fslandi hernaðarvernd, og samkvæmt því mótmælir íslenzka ríkisstjórnin kröftuglega ofbeldi því, sem hinn brezki herafli hefir framið. »Þess er að sjálfsögðu vænzt, að bætt verði að fullu tjón og skaði, sem leiðir af þessu broti á löglegum réttindum fs- lands sem frjáls og fullvalda hlutlauss ríkis. inga vestan við fljótið Maas, sem rennur norður með austur- landamærum Hollands að sunnan á löngu svæði, né heldur á vesturbökkum Yisselárinnar, norðar í landinu, sem rennur út í Zuidersee að austan. FaUhlifarhertnenn Djóð- verja sigraöir! tókst strax í gær, að koma Þjóðverjum fyrrinótt og töluverði liði í fallhlífum niður í grennd við aðalborgirnar í Hollandi, Rotterdam, Amster- dam og Haag. Eins komu þeir liði á land úr flugvélum við vesturströndina og náðu fall- hlífahermennirnir og þetta landgöngulið flestum flugvöll- um í þessum hluta landsins á sitt vald. En Hollendingar reyndust við þessu búnir. Þjóðverjarnir voru einangraðir á öllum þess- um stöðum og flugvellir voru Fyrsti sólarhringur landgönguliðsins á brezka tslandi. Viðbúnaður víðsvegar utan við bæinn. M EGINHLUTINN af hinum brezka her, sem var settur á land hér í gær, mun vera farinn úr bænum. Allan síðari hluta dagsins í gær voru stórir fólksflutn- Fra landgöngu brezka herliðsms í Reykjavík í gær: Efst til vinstri: Brezku herskipin á ytri höfninni. Efst til liægri: Fulltrúar Breta koma af fundi ríkisstjórnarinnar í stjórnar- ráðinu. Neðst til vinstri: Brezkir hermenn úti fyrir Landssímastöðinni. Neðst til hægri: Brezkur hermaður á verði við bústað þýzka ræðismannsins. ingavagnar og vöruflutn- ingabifreiðar að flytja her- menn og ýmis konar tæki, vopn, gaddavír, staura, timb- ur og matvæli, út úr bænum. Þegar kmorgun hófst þessi flutningur aftur. Hermannahóparnir fóru upp á Sandskeið, inn í Hval fjörð, upp á Kjalarnes, að Brautarholti, á Akranes, austur að Kaldaðarnesi og ef til vill víðar. Að Kaldaðarnesi kom hópur hermanna í gær og fengu gist- ingu á bænum. Strax í gær hófu þeir ýmsar aðgerð- ir á Kaldaðarnessbökkum með hökum og skóflum. Hafa þeir grafið holur víða í bakkana og munu þeir ætla að vinna að þessu í 4 daga. Er bersýnilegt, að með þessu er verið að koma í veg fyrir að flugvélar geti lent á bökkunum. Hinu sama mun vera unnið að á Sandskeiði. Að Brautarholti kom stór hermannaflokkur í gær, en hélt strax inn í Hvalfjörð og að Hvammi. Þaðan komu þeir aft- ur innan stundar og tóku af bíl- um allan farangur við Brautar- holt. í nótt gistu hermennirnir að Arnarholti. Það er eign Thor Jensens og allmiklar byggingar þar. í morgun komu hermenn- irnir aftur að Brautarholti og hafði foringi þeirra samtal við yfirmenn sína hér. Talið er, að þeir ætli að leggja veg út nesið, en ekki er vitað, hvort það er út Músanes. Eitthvað af gadda- vírsgirðingum mun verða sett upp þar. í morgun voru her- mennirnir að heræfingum. Til Akraness kom hópur hermanna með Laxfossi í gær. Þeir tóku sér stöðu á hafnar- bakkanum, en nokkrir foringj- ar gengu um þorpið og hengdu upp samhljóða tilkynningar og hér var gert. í nótt gistu þeir á Akranesi og í morgun tóku þeir sér stöðu fyrir ofan bæinn. Annarsstaðar að er fátt frétta. í gær kom brezkur vopnaður togari tíl Seyðisfjarðar og spurðu skipsmenn um hvort Þjóðverjar væru nokkrir í bænum. Síðan fór hann aftur út í fjörðinn, en þar var herskip fyrir og héldu bæði skipin á Frh. ó 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.