Alþýðublaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1940, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 11. MAI 1940 ALÞÝÐUBL.AÐID I •--------- ALÞTÐUBLAÐIÐ----------------------* Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (helma). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausásölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . F , ■ >---------------------—-----------—--------♦ Nú er hin skarpa skálmöld komin ffVF.R er sjálfum sér næstur. Þess vegna varS okkur í gær tíðræddara um það, sem gerðist hér í fyrrinótt og gær- morgun, heldur en um aðra við- burði, sem sömu klukkustundirn- ar voru oð gerast suður á meg- inlandi Evrópu, enda þótt þeir muni vissulega reynast ólíkt ör- lagaríkari fyrir heiminn í heild og sennilega meira að segja fyr- ir okkur. Það er hin ægilega árás Hitler-Þýzkalands á Hol- land, Belgíu og Luxemburg. Frá því að fyrsta mánuði og fyrsta þætti stýrjaldarinnar lauk með ósigri Pólverja að austan, hefir stöðugt verið tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Hin mikla sókn Hitlers, „leifturstríðið" á möti Vesturveldunum, sem allir bjuggust við strax í október í haust, hefir mánuð eftir mánuð iátið eftir sér bíða. Það er eins pg Hitler hafi hikað við að láta sverfa þannig til stáls við stór- veldin England og Frakkland, í vitund þess, að það yrði allt önnur og alvarlegri viðureign, en hinn ójafni leikur við smáríkin í Mið-Evrópu, sem hann hefir und anfarin ár ráðizt á, einangruð og hjálparlaus, hvert á eftir öðru. Það er eins og hann hafi haft einhverja óljósa húgmynd um það að ef vitisvélarnar væru virki- lega settar í gang á vesturvíg- stöðvunum, þá myndi hann ekki lengur hafa vald á viðburðunum, heldur sjálfur verða rekald í rás þeirra. Ef til vill hefir hann gert sér vonir um það, að geta ógnað Vesturveldunum til þess að semja frið, án þess að til frekari vopna- viðskipta kæmi í þetta sinn, eftir að hann' hafði undirokað Pól- land með hjálp Stalins. En þá hefir honum skjátlast, eins og honum skjátlaðist í upphafi, þeg- ar hann hélt að vináttusamning- urinn við Stalin nægði til þess að hræða Vesturveldin frá því að standa við skuldbindingar sínar við Pólland, þegar árásin var gerð á það. England’ og Frakkland voru seinþréytt til að hræða Vesturveldin frá því vandræðanna, en í haust var þeim nóg boðið af svikunum og samn- ingsrofunum. Og síðan hefir al- drei hvarflað að þeim að semja nokkurn frið við Hitler. England hefir ekki látið hræðast af kaf- bátahernaði hans né tundurdufl- um. Það hefir haldið áfram að þrengja hring hafnbannsins um- hverfis JÞýzkaland, og ekki held- ur hvikað eftir tilraun þess til að rjúfá hann með árásinni á Dan mörku og Noreg. Og nú hefir Hitler loksins neyðst til þéss áð taka afleiðingunum af sínum eigin friðrofum og griðrofum. Sóknin mikla, senr á að færa honum sigur í styrjöldinni, er byrjuð með hinni blóðugu árás á Hol- land, Belgiu og Luxemburg, hlut- laus lönd, sem ekkert hafa til saka unnið. En færir hún hon- unr sigurinn? Geri hún það ekki þá er saga Hitlers senn á enda. En hver sem úrslit sóknarinnar verða, þá er eitt víst, að það eru hroðalegri viðburðir í aðsigi á vesturvígstöðvunum nú, en nokk urn hefir lórað fyrir. Nú fyrst er hin skarpa skálmöld komin í þessu striði. Kuusinarnir tala um Quislinga! AÐ er mjög neyðarlegt, þeg- ar bíað Einars Ölgeirssonar er að tala um Quislinga hér í sambandi við brot Breta á hlut- leysi okkar. Kommúnistablaðið veit ofur vel, að enginn hefir beðið um brezka vemd hér, en að við erum hinsvegar vopnlaus þjöð, sem gefum ekki varið hlut- leysið. En hvernig var það hér fyrir ári síðan, þegar þýzka herskipið ,,Emden“ var að koma hingað í kurteisisheimsókn? Var þáð ekki einmitt Einar Olgeirsson, sem þá stóð upp á alþingi með þjósti mikluni og svivirðingum um rik- isstjórnina fyrir það, að hún skyldi ekki hafa beðið brezku stjórnina að senda hingað her- skip okkur til verndar? Enginn annar flokkur hér, en Kommún- istaflokkurinn hefir nokkru sinni gert kröfu til þess að beðið væri um brezka eða aðra erlenda vernd. Það situr því þegar af þeirri ástæðu sízt á blaði kommúnista að saka aðra um undirlægjuskap við Breta, svo ekki sé á hitt minnst, hve hlægilegt það er, þegar Kuusinarnir eru að tala urn Quislinga. 4---_____------------- Skriftarkensla' Þeir, sem óska að fá kennslu í skrift fyrir gagn fræðapróf í vor, gefi sig fram sem fyrst. Guðrún Geirsdóttir. 13ími 3680. i---------—_---------~4 Reyktar raaðmagi sérstaklega góður. EGG, lækkað verð. BJÚGU, daglega ný. KOMIÐ — SÍMIÐ — SENDIÐ. SBEKKA Asvallagötu 1. Sáni 1678 Sírai 3570. Ávarp forsætisráðherra til r 1 ■E* ORSÆTISRÁÐHERRA Her- * mann Jónasson flutti ávarp tíl þjóðarinnar í útvarpið í gær- kvöldi kl. 8V2. Fer ræða hans hér á eftir. „íslendingar! Þau tíðiindi hafa gerst að brezkur herskipafloti kom til Reykjavíkur snemma í nrorgun og setti á land hóp her- manna, sem nú hafa hertekið Reykjavík og nokkra aðra staði. Með brezka hernum kom sendi- herra Mr. Howard Smith, sem nýlega hefir verið útnefndur sendiherra Breta í Reykjavík, — en hafði til skamms tíma verið sendiherra Breta í Kaupmanna- höfn. í all ítarlegu samtali, senr ég ásamt meðráðherrum mínurn átti við sendiherrann í morgun, -ékýr- ir hann svo frá að ráðstafanir þær, er ég áðan nefndi og gerðar hafa verið, séu eingöngu gerðar í varúðarskyni. Sendiherrann lýsti því yfir að brezka rikisstjórn- in hafi talið óhjákvæmilegt að hernema hér á landi vissa staði sem eru hernaðarlega þýðingar- miklir til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gripu til svip- aðra ráðstafana. íslenzku ríkisstjórninni varekki allskostar ókunnugt urn, að þessi’ hertaka gæti borið að höndum. Brezka ríkisstjórnin hafði áður látið þá skoðun í Ijósi við ís- Ienzku ríkisstjórnina að slík her- taka á þýðingarmiklum stöðum í landinu væri naúðsynleg fyrir ör- yggi landsins, af þeim rökum, sem að framan eru talin. En is- lenzka ríkisstjórnin hafði mjög harðlega mótmælt þessari skoð- un, sem og því, að slík hertaka gæti komið til greina. — íslenzk stjórnarvöld hafa ekki veitt neina mótstöðu gegn þessu broti á hlut- leysi íslands og þessari skerðingUi á sjálfstæði þess — en ríkisstjórn in hefir borið fram eindregin mótmæli. Hinn brezki sendiherra hefir tekið við þessum mótmæl- utn og um leið hefir hann full- vissað mig um að ríkisstjórn hans hafi engin áform um að blanda sér inn í stjórn landsins. Þessi verknaður sé eingöngu framinn vegna hinna tilefnislausu árása Þjóðverja á Danmörku og Noreg. Sendiherrann kvaðst óska eftir að berida á að taka Þjóðverja á hernaðarlegá þýðinganniklúm: stöðum á norskú ströndinni hafi orðið þeim framkvæmánleg ein- göngu vegna þess að Bretar hafi viljað virða hlutleysisrétt Norpgs. Markmið brezku stjórnarinnar með. hernámi íslands af brezku herliði sé eingöngu að hindra Þýzkaland í að breiða út styrj- öldina til íslenzks forráðasvæðis. Af því leiði jafnframt að þessi her. verði ekki í landinu degi lengur en nauðsyn krefji vegna styrjaldarinnar. Þessar ákveðnu yfirlýsingar frá hinni vinveittu brezku þjóð eru óneitanlega nokkur sólskinsblett- ur í þeim dökka skugga sem nú ffefir borið yfið. Með sendiherranum kom einn- ig hingað til Iands Mr. Harris, formaður brezka hluta brezk-ís- lenzku . viðskiptanefndarinnar. Hann kemur í þeim erindum að taka upp samninga um verzlun- * arviðskiptin milli íslands og Bret- lands. Þeim þjóðum fjölgar nú með hverjum degi, sem dragast inn í sjálfa styrjöldina. — Holland og Belgía hafa nú í dag bæst í þennan hóp. Hjá okkur þrengj- ast sundin og erfiðleikamir vaxa. Ofan á það bætist svo hertaka landsins um skeið — að vísu framkvæmd af mjög vinveittri þjóð. En öll él birta um síðir og þó framundan sé övissa, er þó eitt víst, að bezta ráðið er að standa saman sem einn mað- ur — taka þessu með jafnvægi og ró. Þolinmæðin þrautir vinn- ur allar segir gamalt og vitur- legt íslenzkt máltæki. Eins og nú á stendur óska ég að íslenzka þjóðin skoði hina brezku hermenn sem komnir em til íslands, sem gesti og sam- kvæmt því - sýni þeim eins og öðrum gestum fulla kurteisi í hvívetna“. Aðalfnndar Norræna félagsins. Ávarp télagsiDS til frænd pjóðannaá Norðurlðndum TU ORRÆNA félagið Iiélt að- alfund sinn í fyrrakvöld og setti forseti félagsins, Stef- án Jóh. Stefánsson félagsmála- ráðhex-ra fundinn og stjórnaði honum. Guðlaugur Rósinkranz, ritari Norræna félagsins flutti skýrslu urn starfsemi félagsins á liðnu ári. í félaginu eru nú 922 félag- ar og hafði ein ný deild verið stofnuð á árinu. Var það á ísa-: firði. Að lokinni skýrslu ritarans: var eftirfarandi ályktun sam- þykkt í einu hljóði: „Það ofbeldi, sem framið hef-> ir verið gegn hinum norrænu frændþjóðum vorum, hlýtur að vekja djúpa sorg og gremju í huga hvers íslendings og inni- Iega samúð vegna þeirra örlaga, sem þær verða nú að þola. Þótt' vér séum svo fámennir og lítils; megandi, að vér getum ekkii sýnt hug vorn í verki, viljum: vér ekki láta hjá líða að segja hug vorn. Því sendum vér hin- um norrænu frændþjóðum bróð urkveðjur. Vér biðjum þess, að hið eilífa réttlæti og gifta, sem allt fram á síðustu tíma hefir vakað yfir þeim, haldi nú og æfinlega hendi sinni yfir þeirn, frelsi þeirra og menningu.“ Þá fór frarn stjórnarkosning og var stjórnin öll endurkosin, en hana skipa: Stefán Jóh. Stefáns- son, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Guð- laugur Rósinkranz, Jón Eyþórs- son og Páll ísólfsson. Að lokum flutti forseti félags- ins, Stefán Jöh. Stefánsson á- varp, sendihérra Dana, aðalræð- ismaður Svia og ræðismaður Finna flutti þakkarorð 0g Karla- kór Reykjavikur söng þjóðsöngva allra Norðurlandanna. ¥ GÆR var dregið í 3. fiokki ■*■ Happdrættisins, og komu upp þessi númer; 10 000 krónur: 23423 5000 krónur: 5973 2000 krónur: 9227 1000 krónur: 5688 24774 500 krónur: 2508 3015 3917 19126 20707 24081 24246 200 krónur: 168 595 844 5071 5335 8386 9145 9176 11547 11903 11948 13531 14019 17041 17348 18837 19776 20861 21371 21674 22568 22954 23574 24514 24781 100 krónur: 125 132 357 544 577 662 714 1065 1296 1657 1880 1922 2034 2211 2291 2564 2769 2883 3162 3222 3267 3392 3361 3445 3465 3548 3740 3966 4084 4220 4291 4301 4467 4703 4775 4865 5147 5215 5423 5505 5553 5671 5690 5728 6028 6036 6115 6116 6126 6364 6941 7102 7466 7762 7811 7830 7859 7873 7899 7955 8066 8130 8195 8317 8447 8519 8649 8780 8875 8962 8964 9032 9035 9065 9231 9301 9440 9558 9605 9690 9776 9849 10162 10205 10382 10641 10768 10895 11018 10196 11281 11305 11337 11473 11577 11647 11738 11796 11848 12379 12433 12499 13062 13066 13102 13230 13237 13895 13962 14051 14181 14302 14305 14367 14377 14442 14563 14711 14800 14862 15115 15129 15243 15376 15568 15788 15825 15898 16083 16180 16258 16263 17095 17172 17181 17197 17259 17267 17487 17558 17657 17983 18046 18054 18065 18135 18323 18560 18644 18723 18812 18824 18865 19078 19435 19466 19739 19765 19846 19991 20127 20224 20233 20411 20533 20563 20664 20818 20891 21040 21143 21271 21370 21516 21559 21857 21972 22025 22039 22054 22307 22326 22519 22644 22683 22699 22835 22855 22907 .22946 23134 23241 23312 23448 23510 23540 23541 23694 23915 23935 23960 23981 24047 24245 24767 24889 24936 24990 (Birt án ábyrgðar.) Legnbekkir mikið og vandað úrval. Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.