Alþýðublaðið - 15.05.1940, Page 1

Alþýðublaðið - 15.05.1940, Page 1
XXI. ÁRGANGUR. MIÐVIKUDAGUR 15. MA! 1940. 110. TÖLUBLAÐ *ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON Stórorusta vlð Maas alla lelð Irá Llége f Belgfu tfl Sedan á Norður-Frakklandi ÆjtILEG ORUSTA stendur nú yfir í Belgíu á vígstöðvum, sem liggja í löngum boga meðfram ánni Maas, norðan frá Liége, suðvestur til Namur, þaðan suður um Di- nant, inn fyrir norðausturlandamæri Frakklands skammt vestan við Sedan og þaðan suð- austur til Longwy, sem liggur innan við frönsku landamærin, rétt sunnan við Luxem- burg. Á öllu þessu svæði sækja Þjóðverjar fram með þúsundum skriðdreka, flugvéla og annarra vítisvéla. Halda þeir því fram, að þeir hafi þegar náð á sitt vald nokkrum virkj- um við Namur, sem er rammlega víggirt borg, og bæjunum Dinant, Givet og Sedan. En Bandamenn virðast ennþá halda bæði Liége og Namur þrátt fyrir látlaus áhlaup og hroðalegar blóðfórnir Þjóðverja. Viðureignin virðist hafa verið einna hörðust við Sedan í gær, og er því ekki neitað af Bandamönnum, að Þjóðverjar hafi náð þeim bæ á sitt vald, en Sedan liggur fyrir framan sjálfa Maginotlínuna, þannig að Þjóðverjum hefir hvergi tekizt að komast inn í hana. í morgun er því lýst yfir af Bandamönnum, að orustan haldi áfram meðfram allri Maas, að þeir haldi öllum stöðvum sínum þar síðan í gær og séu stöðugt að draga að sér meira og meira lið frá Frakklandi. Varnir Hollands á þrotum. -------*------ ÞJéðverJar brutnst vestur til sjávar f gær og einangruðu par með meginher Holiendinga. --------♦-----— Vörn Hollendinga bilaði í gær á fimmta degi innrásarinnar. Tókst Þjóðverjum að kom- ast þvert yfir Suður-Holland, um Tilhurg og Breda, sunnan við hið eiginlega flóðasvæði, alla leið vestur til sjávar, þar sem þeir náðu Rotterdam á sitt vald. Þar með var megin- her Hollendinga króaður inni milli Utrecht, Amsterdam og Haag og vonlaus um það að geta fengið nokkra frekari hjálp Bandamanna í gegnum Belgíu. Yfirhershöfðingi Hollendinga gaf því þá skipun í gærkveldi, að herinn skyldi leggja niður vopn og er því búizt við því, að Þjóðverjar taki Amsterdam og Haag viðstöðulítið í dag. En í Zeelandfylki suður af Rotterdam, héldu Hollendingar vörninni áfram í morg- un, þrátt fyrir tilskipun yfirhershöfðingjans. Það er tekið fram í tilkynningum Bandamanna um uppgjöf hollenzka aðalhersins, að stjórn Hollands, sem nú er kominn til London, semji engan frið við Hitler, og Holland eigi því eftir sem áður í stríði við Þýzkaland, þótt landið hafi verið hertekið. Vilhelmína Hollandsdrottning sem nú er einnig í London, gaf út bobskap til pjóðar sinnar seint í gær, eftir að séð varð, að engum vörnum yrði við kom- iö lengur í Hollandi, og bað þjóðina að trúa á það, að úr myndi rætast og hún myndi aftur fá frelsi sitt og frið á ný. Boð- skap drottningarinnar lauk með orðunum: Lengi lifi föðurlandið. vegu milli Liége og Briissel. Þjóðverjar halda því fram, að þessi her hafi þó þegar hafið sókn á ný — og sé nú ekki nema 40 km. frá Brússel. Þjóðverjar halda því einnig fram, að Liége Árásin á Holland hefir vakið ógurlega gremju í nýlendum Hollendinga austur í Asíu, og streyma sjálfboðaliðar í her, sem verið er að mynda þar. Fjöldi þýzkra skipa, sem leitað höfðu hafnar þar eystra í byrjun ó- friðarins, hafa verið gerð upp- tækar. Meðal Búa í Suður-Afríku, sem eru afkomendur Hollendinga, sé að fullu og öllu á þeirra valdi — en þeirri frétt er neitað af Bandamönnum og hefir enga staðfestingu fengið annarsstað- ar að. sem þangað fluttu endur fyrir löngu, er gremjan yfir árásinni á Holland einnig ákaflega sterk og kernur það fram í því, að menn streyma nú úr flokki Her- # zogs, sem ekki vildi að Suður- Afríka gengi í stríðið með Eng- landi, og í flokk Smuths, nú- verandi forsætisráðherra þar syðra. Nýir ráðherrar i stjórn Chnrchills. NÝJUM RÁÐHERRUM hefir enn verið bætt við í hið nýja ráðuneyti Churchills á Eng- landi, og var tilkynning um skip- un þeirra gefin út i gær. Hugh Dalton (jafnaðarmaður) verður viðskiptastríðsmálaráð- herra í stað Ronald Cross, en Cross (íhaldsmaður) tekur við embætti siglingamálaráðherra. Robert Hudson (íhaldsmaður) verður landbúnaðarmálaráðherra. Lord Caldecote (íhaldsmaður) Frh. á 4. síðu. Þýzk árás á Belgfu frá Hollandi ná yfirvofandi ------4------ EFTIR að meginher Hollendinga hefir nú lagt niður vopn, er búizt við því, að þýzkur her geri nú einnig árás á Belgíu að norðan og reyni að taka höndum saman við þær hersveitir, sem á laugardaginn komust yfir Albertsskurðinn vestan við Maas- tricht, en voru stöðvaðar af Bandamönnum við Tirlemont miðja Gamelin yfirhershöfðingi Bandamanna (lengst til hægri). Hitler og von Brauchitsch, yfirhershöfðingi Þjóðverja. Ríklsstjórnin athngar möp leika fyrir ankinni atvinnu Byrjað verður á Krísuvíkurvegi síðari hluta þessa mánaðar. tj ÍKISSTJÓRNIN hélt | fund í gær og ræddi ýmsa möguleika til aukinn- ar atvinnu. Félagsmálaráðu- | neytið og atvinnumálaráðu- neytið hefir þessi mál sér- staklega til athugunar. Fyrst og fremst er ætlast til að vinna geti hafist í Krísuvík- urvegi innan skamms eg í síð- asta lagi seinni hluta þessa mánaðar. Verður fé varið til þessara framkvæmda af framleiðslubóta- fé og af því fé, sem komið hefir inn fyrir bensínskattinn. Enn er ekki hægt að segja með neinni vissu hve margir verlcamenn komast í þessa vinnu, en þeir verða eins margir og mögufegt er. Verða þeir teknir bæði héðan úr Reykjavík og úr Hafnarfirði, enda munu fulltrúar beggja þessara staða hafa málið eitthvað - með höndum, og munu Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.