Alþýðublaðið - 15.05.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.05.1940, Blaðsíða 2
MIÐV1KU0AQUR 15. MAI W4Ö. ALÞÝÐUBLAÐIÐ I. tr gefnn tilefni skal eigendum og útgerðarmönnum skipa, sem flytja ísfisk til útlanda, bent á það, að heimild sú, er þéir hafa til.að ráðstafa andvirði fiskjarins til vörukaupa erlendis, er eingöngu bundin við þarf ir útgerðarinn- ar, og er því óheimilt að selja vörurnar öðrum, nema með leyfi gjaldeyris- og; innflutningsnefndar. Viðskiptamálaráðuneytið, 14. maí 1940. Ömðonleot að fá vdrahlutl í mótora M Norðnrlðndum. [:^l. ¦ -----------------!-----------_4------------------,------------. '. ¦ ¦' ;" Mvðnm ffá Fiskifélagi tslands til vélbátaeigenda. Alþýðublaðið hefir verið beðtö fyrir eftirfandi gWnv Vegna; ástands þess, sem skap- ast hefir á Norðurlöndum er nú aigerlega ókleift orðið að aflá nauðsynlegra varahlúta í mótor- vélar þær, sem eru frá þessum löndum og notaðar éru í islenzk- um fiskibátum, en áður var loku fyr|r það. skotið, að varahlutar fengjust hingað í þýzkar vélar. Hvilík hætta; bátaflotanum get- ur. stafað af þessu ástandi, sézt bezt á þvi, að af hverju hundr- aði mótorvéla í fiskibátum hér á landi eru að tölu til 90 frá Norðurlöndum og Þýzkalandi, en 95 af 100 hvað hestaaílatðhi snert ir, þar eð nær eingöngu smæstu þátarnir hafa vélar smíðaðar í Bandarikjunum og Englandi. Styrjöldin hefir ennfremur gert allan aðdrátt á eldsneyti til mót- orvéla mjög erfiðan og orsakað hækkandi verðalag á því og er þó óhætt að gera ráð fyrir enn meiri hækkun,' ef styrjöldin verð* ur fangvinn. • Vélbátaeigendur og þeir, sem með mótorvélar fara, verða svo sem þeim er unht að koma í Veg! ..fyrir að þetta verði til verulegs tjóns fyrir bátaútveginn og skor- ar Fiskifélág íslands þvi á þá: 1) að keyra vélarnar gætilega og hindra þannig óeðlilegt véla- slit. •2) að hirða vélarnarsvo vel sem frekast er unnt. 3) að spara eldsneytið sem hægt er. , Mun' félágið . góðfúslega veita mðnnum allar upþlýsirigar, erað þessu lúta og þá aðstoð, sem það getur í té látið og að gagni má koma. Hættjðjgefa norsha fanga lausa vepa iiukins; smáskæru- hernaðar. Aukið herlið Banda manna i Narvík. D RETAR hafa sett nýtt her- *"* lið á land tæplega 11 km. fyrir norðan Narvik í Noregi. Um leið og liðið gekk á lantf héldu brezk herskip uþpi stór- skotahríð á bækistöðvar Þjóð- verja. Þá hafa Þjóðverjar reynt að setja her á land á tveimur stöð- um. Á öðrum staðnum umkringdu norskar hersveitir landgöngulið- ið, en brezk herskip sökktu her- fiutningaskipi þess. Á hinum staðnum, í Hemnes, tókst Þjóð- verjum að komá nokkru Jiði á land. í útvarpinu í Osloi í gærkveldi kl. 9,15 var sagt að svo virtist, sem hluti af norsku þjóðinni kynni ekki að meta þaðvinaT- bragð Hitlers að gefa norska stríðsfanga lausa. AllmiRill hðpur áf* ungum mönnum, var sagt í Gtvarpinu, hefir undanfarna sðlarhringa haldið uppi smáskæruhernaði á leiðunum frá Oslo til Sarpsborg, Roros og Hönefoss. Þetta hefir færzt " í aukana við. það, að norskir hermenn, sem heíma eiga á þessum slððum, hafa verið látnir lausir. Nú hefir „vérndari Noregs" orðið að taka þá á- kvörðun af þessum sökum, að hætta við að gefa marga norska hermenn, sem eru fangar, lausa. Þá var „unga fólkinu", eins og útvarpið kallaði þá, sem halda uppi.smáskæruhernaðinum, hótað öllu illu, ef það hætti ekki upp teknum hætti tafarlaust. Loks var fólk kvatt mjög til þess að spara allan "mat og siðan lesinn upp listi yfir birgðir af saltfiski, síld og kartöflum, sem til væru i Oslo og umhverfi hennar. UM DAGINN OG VEGINN Áttatíu smálestir af eplum handa okkur. En við fáum víst ekkert af niðursoðnum eða þurrkuðu mávöxtum. Takmark- aður fréttatími hjá útvarpinu, óánægja hjá hlustendum. Dýrt brennivín og skortur á spíritus. Óvátryggðir og ó- tryggir bílar, sem flytja verkamenn. Klippið trén. Ný stjórn á Arnarhóli. Englendingar eru komnir í frakka. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. =U—= UM 80 tonn af nýjum eplum eru búin að liggja í sænska skipinu á ytri höfninni um lang- an tíma. Þessi mikli eplafarmur er að vísu í kælirúmum, en samt sem áður má gera ráð fyrir því að hann fari að skemmast, ef skipið liggur nokkuð enn hér með hann og það er einmitt gért fáð fyrir því að skipið verði hér enn áll- lengi. Það munu líka nú vera at- hugaðir möguleikar fyrir því að kaupá þessi epli og er það miklu fremur gert fyrir eigendur þeirra en fyrir okkur, því að þó að okkur þyki góð ep!i, þá getum við kom- iz't af án þeirra, eíns og undanfarið. MEÐAN BEBID VAR eftir qlfu- skipinu, sem loksins er nú komið hingað eftir langa og stranga úti- vist, urðu mikil vandræði með olíu hér. Þá hljóp sænska skipið eða eigendur þess undir bagga með. okkur og létu okkur f á all- mikið af olíu. Það var góður greiði og væri ekki'nema sanngjarnt að sá greiði kæmi í móti,, :að við keyptumþessi' epli af þeim, ef þau fást fyrir skaplegt verð. Skipið er með auk eplanná mjög mikið af . niðursoðnum ávöxtum og þurrk- uðum. Þennan varning mun alls ekki hægt að fá keyptan, enda hefir lítið verið talað um það. Eft- ir upplýsingum, sem ég fékk i gær. erulíkur til aS við kaupum eplin ef við getum fehgið að borga þau í sterlingspundum, og verður 'sá atburður þá 'einhvern næsta dag. Að sjálfsögðu er þetta svo mikið, að epli geta farið víðast um Iaridið. MAKGIR HAFA KVARTAÐ uridan því við^mig, að tími ríkis- útvarpsins til fréttalesturs skuli vera svo takmarkaður, að svo að segja alltaf skuli þurfa að fresta lestri frétta úr fyrri fréttatíman- um á kvöldin til seinni fréttatíma. Þegar svo er ástatt eins og nú finnst mönnum að fréttirnar eigi að ganga fyrir öllu. Annars finnst mér líka að útvarpið ætti að birta fréttir klukkan 12 á miðhætti. Nú eru þeir atburðir að gerast, sem ráða örlögum mannkynsins um margar aldir, og það er því engin furða þó að menn krefjist góðrar fréttastarfsemi. BRENNIVÍNIÐ var selt dýrt hér í bænum og víðar fyrir hátíð- ina og um hana eftir því sem mér er sagt. Þegar brezka herliðið steig hér á land á föstudagsmorguninn var strax ákveðið að opna ekki Áfengisverzlunina. Var hún svo lokuð bæði á föstudag og laugar- dag. Þetta hafði þau áhrif, að þeir, sem höfðu birgt sig upp seldu a'5 því er sagt er eina brennivíní: flösku fyrir 25—30 krónur og seldu allt, er þeir áttu. Mér finnst að Áfengisverzlunin ætti að taka upp þetta verð núna eftir að hi'm hefir nú opnað að nýju. Sagt er að hún sé að verða í vandræðum með spíritus, því að hann fæst hvergi nema ef til vill í Ameríku. Engir munu þó fára að syrgja það mjög, þó að brennivínið hyrfi al- veg. því þó að sumum þyki gam- an að því, þá geta allir verið án þess. MÉR HEFIR VERIÐ SKRIFAD b'réf um það, að verkamenn, eða réttaralj sagt bifreiðar þær, seni aka i hitaveituverkamönnum, séu alls ekki vátryggðar. Þetta hefir hins vegar þau áhrif, að ef siys verður; þá fá verkamenn ekki bætur fyrir. Þetta er sjálfsagt að athuga þegar í stað og' láta Höj - gaard & Schultz kippa þessu í lag tafarlaust. Þá segir í sama bréfi að það sé ólöglegt að aka verkamönn- um í bílum, sem hafa boddýin bundin á bílana. Þetta getur hæg- lega valdið slysum. Það verður að bolta boddýin niður á bílana. NÚ1 ER KOMINN TÍMI til a« klippa trén sín. Gætið þess að láta klippa trén sem fyrst, svo að dauðu greinarnar dragi ekki úr þroska trjánna. ÉG ÁTTI EINU SINNI nokkurn þátt í því að lagað var allmikið tiL á okkar gamla og góða Arnarhóli. Nú virðist svo komið að við ráðum lítið yfir þessum ástsæla stað o.t* mér sveið það í gær er ég horfði á aðfarirnar. að geta nú ekki kennt neinum landa mínum um og skammað hann. En það . dugir ekki að deila við byssukjaftinn og því ber að þegja. — En 'tí.s Frh. á 4. síöu. Woel Vindry; 39. gðmlu hallarinnar. -?- Hver hefir þá myrt þau ? — Það veit ég ekki. Ég skil ekki í því. Þér yitið, að ég var ekki í höllinni, þegar morðin voru framin. Ég var í fangelsi. < — Se^gið allt, sem þér vitið, annars verðið þér á- kærður fyrir porðin. Þér vitið mikið um þetta rriál, og það er eins gott, að þer skýrið frá því strax. Jé, ég veit margt. En ég fékk ekki að vita það fy« en fyrir nokkrum mánuðum síðan. Sonja sagði mér frá því. Hann skýrði frá, meðan hann klæddi sig aftur í fötin. ^- Þér þekktuð ekki frænda minn. Hann vílaði ekJi- ert fyrir sér, þegar um það var að ræða, að ná {tak- markirru. Hann hafði þekkt Sonju frá því hún var ung stálka og verið ástfanginn af hehrii. En hún elskaði Cariovitch. Hvers vegna drap frajndi minn hann ekki strax? Ég skil það ekki. Hann fór á villidýraveiðar'• í Indlandi og Afríku. Þar komst hann að raun um það, fyrir fjórum árum síðan, að Sonja og maður herinar væwi bláfátæk. Sonja skrifaði honum og skýrði hon- um frá því. Frændi minn átti mikið hlutafé í iðn- feiagi og hefði getað útvegað Carjóvitch stööu þar. Hún bað hann að veita Oariovitch stöðuna. Svd að hun særði ekki Saint-Lucc, skrifaði hún fremur kaldalega um mann sinn í bréfinu. Frændi minn fékk nýja von — en það var árangurslaust. Sonja elskaði mann sinn ekki minna en áður. Hann hafði vafalaust hugsa'ð sér að reyna að fá Sonju til þess að flýja með sér, en hann vissi, að Carlovitch myndi ekki hika við að hefna sín grimmilega, og þess vegna var öruggast að ryðja honum úr vegi. k Þegar um þetta var að ræða, sveifst frændi minn einskis. Mannslíf var honum einskis yirði. Hann hugs- aði nú ráð sitt. Þegar hann kæmi til Frakklands, ætlaði hann að bjóða hjómmum til sín, lofa verk- fræðingnum stöðunni, en svo ætlaði hann að sæta færi og myrða verkfræðinginn. Sonja hefir skýrt mér frá þessu. Þegar Carlovitch hyrfi, myndi vafalaust verða gerð húsrannsókn í höllinni. Og hvað átti hann þá að gera af líkinu? 1 veiðilöndum Afríku er það enginn vandi. Þar eru hyenurnar. Hann valdi því þá aðferð. Hann hafði svo oft haft með sér villidýr til Frakk- lands. Nú tók hann með sér þrjár hýenur frá Áfríku og ók þeim í vöruvagni frá Marseille til Versala. Þegar heim til hallarinnar kom, geymdi hann hýen- iurnar í kjallaranum undír þeim hluta hallarinnar, sem ekki var búíð í, en þar voru veggirnir svo J)ykkir, að enginn gat heyrt til þeirra. Sá eini, sem vr.sí um hýenurnar, var Babtiste, og honum var hægt að treysta. Er ekki svo, Babtiste? — Jú, ég færði þeim matinn gegn um gat í veggn- lim. Ég íór á mótorhjóli til Versala daglega eftir kjöti, svö ,að eldabuskuna skyldi ekki gruna neitt. . — Svo komu þau Carlovitch og kona hans, hélt Aranc áfram. — Frændi minn reyndl fyrst að fá hana til þess að skilja við manninn, en hún vildi það ekki Hún elskaði ennþá manninn sinn. Hún reyndi að út- vega honum starf og teymdi Saint-LUce á asnaeyr- unum- Hún lézt óttast það, að maðurinn sinn hefndi sín, — en vissi ekki, að á þennan hátt var hún að dæma hann til dauða. En um þetta leyti var hún orðin lagsmey Saint-Luces. Carlovitch var orðinn svo örvæntingarfullur, að hann samþykkti þetta í þeirri von, að greifinn bjargaði þeim úr basfinu. Þannig var ástandið, þegar Pierre Herry kom til hallarinnar, og var hann þá allt annað en velkominn. Hann gat orðið mjög hættulegt vitni. Frænda minum datt fyrst í hug að reyna að koma honum í burtu, og þess vegna var hann kuldalegur í við'móti við hann i fyrstú. En þegar þeir voru að tala saman 'komst frændi minn að raun um, að þessi aðferð myndi vera heimskuleg. Ef Herry yrði yfirheyrður eftir að Carlo- vitch var horfinn, yrðu menn undrandi yfir því, að Saint-Luce skyldi hafa svo að segja kastað fornvini sínum á dyr'. Það var viturlegra að bjóða honum að gista. Þéss yegha tók hann það ráð, að vera vin- gjarnlegur við hanri. «, En hann hafði ekki vitað.að Herry er framúrskarandi heyrnargóður, og að Herrý heyrði ýlfrið í hýenunum um nóttina. Já, hýenurnar ýlfruðu, því að þær höfðu' ekki fengið mat í 24 klukkutíma. — Þið vitið, hvernig á því stóð. —' Ég minnist þess, sagði Herry, og þegar ég veit nú, hvernig á því stendur, finnst mér það enn þá hræðilegra. Reyndar tók ég eftir fleiru þessá nótt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.